Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 3 Flyttum til Bretlands ef nauðsyn bæri til Bókauppboð á morgun KLAUSTURHÓLAR gangast fyrir bókauppbodi á morgun, sunnudag, og hefst það klukkan 14 í hinum nýju húsakynnum Klausturhóla í Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíg. Fjöldi gamalla og fágætra bóka verður á uppboðinu að venju, svo sem þessi gamla þorláksbiblía frá 1644, sem hér sést í höndum Hall- dórs Runólfssonar verslunarstjóra Klausturhóla. Bækurnar verða til sýnis í Breiðfirðingabúð í dag, laugardag, milli kl. 13 og 18. TÖGGURHR UMBOÐfÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMAR 81530-83104 — sagði Jóhann Ásmundsson í Mezzoforte í viðtali við BBC í gær „ÞAÐ lifir enginn góðu lífi af tón- listinni einni saman á fslandi," sagði Jóhann Ásmundsson, bassa leikari Mezzoforte, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Viðtali þessu var útvarpað kl. 17.10 í gær á alheimsþjónustu BBC, World Ser- vice. Áður en viðtalið við Jóhann hófst fór umsjónarmaður þáttar- ins lofsamlegum orðum um hljóm- sveitina og sagði tónlist hennar hafa vakið umtalsverða athygli í Lundúnum og víðar á undanförn- um vikum. Þá var lagið Garden Party leikið í heild sinni á undan spjallinu, sem var hið skemmtileg- asta og kom Jóhann mjög vel fyrir í alla staði. í viðtalinu rakti Jóhann m.a. kynni hljómsveitarinnar við Eng- lendingana Geoff Calver (eigin- mann Shady Owens) og Chris Cameron, sem báðir aðstoðuðu við upptöku plötunnar Surprise, Surprise. Þá sagði hann að alls ekki mætti skilja það svo, að sú tónlist sem Mezzoforte léki væri það, sem íslendingar kysu helst að hlusta á. Plötusala bæri því best vitni. Jóhann sagði ennfremur, að ef þörf krefði myndi hljómsveitin flytja frá íslandi yfir til Bretlands til þess að eiga hægara um vik við tónleikahald og allar kynningar á tónlist sinni. Hann kom einnig inn á það, að hér heima væri lítils að sakna fyrir tónlistarmenn. Plötur væru orðnar svo dýrar, að fólk væri hætt að kaupa þær. f lokin spurði stjórnandi þáttar- ins Jóhann að því hvort það skelfdi þá félaga í Mezzoforte ekk- ert, að mikill fjöldi hljómsveita væri í harðri baráttu um markað- inn og allir ætluðu sér að slá í gegn. Hógvær, sem fyrr í spjall- inu, svaraði Jóhann á þá leið, að vissulega væru margar góðar hljómsveitir á ferðinni í Bretlandi en ef Mezzoforte tækist að stand- ast samkeppnina væru engu að kvíða. Hluti fundarmanna á fundi SUS í gær. f ræðustól er Ólafur Isleifsson, hagfræðingur, ritari SUS, en hann var fundarstjóri. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Ungir sjálfstæðis- menn funda um stjórnmálaviðhorfið Björgólfur Guðmundsson Listi sjálfstæðismanna prédikar í Dómkirkjunni Kirkjan leggur lið mál- efnum þeirra er berjast gegn áfengisbölinu í Reykjaneskjördæmi BISKUP íslands hefur mælt meö því við presta landsins, að framkvæmd verði hugmynd, sem fram hefur komið á vegum SÁÁ, að málefni þeirra, er berjast gegn áfengisbölinu, verði rætt við messugjörðir sunnudagana 13. eða 20. marz nk. eða tekið fyrir á kirkju- kvöldum eða bænasamkomum í vik- unni þar á milli. Af þessu tilefni predikar Björg- ólfur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri, formaður SÁÁ, í messunni í Dómkirkjunni á morgun kl. 11. Jafn- framt munu aðrir félagar úr sam- tökunum flytja bænir og ritningar- texta, en sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari og Dómkórinn syngur undir stjórn organistans Marteins H. Friðrikssonar. Þess er vænst, að sem flestir leggi leið sína í messuna á morgun til að sýna stuðning sinn við hið brýna málefni. Frá Dómkirkjunni. KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins i Reykjaneskjördæmi sam- þykkti framboðslista flokksins í kjördæminu vegna væntanlegra þingkosninga á fundi sínum hinn 10. mars. Skipan listans er þessi: 1. Matthías Á. Mathiesen, al- þingismaður, Hringbraut 59, Hafnarfirði. 2. Gunnar G. Schram, prófess- or, Frostaskjóli 5, Reykjavík. 3. Salome Þorkelsdóttir, alþing- ismaður, Reykjahlíð, Mosfellssveit. 4. Ólafur G. Einarsson, alþing- ismaður, Stekkjarflöt 14, Garðabæ. 5. Kristjana Milla Thorsteins- son, viðskiptafræðingur, Haukanesi 28, Garðabæ. 6. Bragi Michaelsson, fram- kvæmdastjóri, Birkigrund 46, Kópavogi. 7. Ellert Eiríksson, sveitar- stjóri, Melbraut 3, Gerðahreppi. 8. Helgi Jónsson, bóndi, Felli, Kjósarhreppi. 9. Dagbjartur Einarsson, út gerðarmaður, Ásbraut 17, Grindavík. 10. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar stjóri, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi. SAMBAND ungra sjálfstæðismanna gekkst í gær fyrir sambandsráðsfundi, þar sem saman voru komnir 40 til 50 fulltrúar frá hinum ýmsu félögum ungra sjálfstæðismanna víðs vegar um landið. Á fundinum voru flutt 7 ítarleg erindi um ýmsar hliðar efnahags- og atvinnumála og voru flutningsmenn sérfræðingar hver á sínu sviði og allir félagar í SUS. Á fundinum spunnust fróðlegar umræður m.a. um skattamál, rikis- útgjöld, vísitölumál og vandamál landbúnaðarins. Á fundinum var einnig rætt um væntanlegar kosn- ingar og stöðu og undirbúning Sjálfstæðisflokksins við þær. I fund- arlok var samþykkt ályktun, þar sem m.a. er fjallað um helztu úrlausnar- efni, sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og varða ungt fólk sérstaklega, svo sem atvinnu- og húsnæðismál. Fagn- að var samstöðu um kjördæmamálið og á það bent, að komi stjórnar- skrármálið til heildarafgreiðslu á næsta kjörtímabili, eigi að sjálf- sögðu að reyna að ná fram frekari leiðréttingum í kjördæmamálinu. Kveikt á um- ferðarljósum í Engidal LAUGARDAGINN 12. mars er áætlað að taka í notkun umferðarljós á Hafn- arfjarðarvegi í Engidal og á Hrauns- holLshæð. Kveikt verður á Ijósunum kl. 14.00. Á Hraunsholtshæð eru gangbraut- arljós, en í Engidal venjuleg gatna- mótaljós. Með tilkomu þessara ljósa er framkvæmdum við Hafnarfjarð- arveg frá Vífilsstaðavegi að Engidal lokið. Morgunblaðið/ Kristján Einarsson. NÖTAÐIR QG NYIR Qpió í dag til kl4 SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.