Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Hjartanlegar kveðjur og þakkir sendi ég öll- um þeim sem glöddu mig með heimsókn- um, skeytum og margvíslegum góðum gjöf- um í tilefni af 80 ára afmæli mínu 1. marz sl. Kvöldstundin í Vesturhópsskóla 5. mars verður mér ógleymanleg. Guð blessi ykkur öll. Frída E. Levy, Ósum. Félagsfundur Stjórn Fáks boðar hér með til félagsfundar vegna byggingamála félagsins á Víðivöllum. Meö þessu vill félagið leita álits félagsmanna. Fundurinn verö- ur haldinn í félagsheimili Fáks þriöjudaginn 15. marz nk. kl. 20.30. Þetta verkefni er fjárfrekt og skiptir miklu að vel til takist. Þess vegna er mikil- vægt að sem flestir félagsmenn tjái sig um þessar framkvæmdir og að sem flestir móti og standi að þessari samþykkt, sem félagsfundur kann að taka. Hestamannafélagið Fákur Arshatið félagsins veröur 25. marz aö Hótel Sögu. NU ER RETTI TIMINN TIL AÐ PANTA FYRIR FERMINGUNA Kópavogsbúar athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, blástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. Verið velkomin. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Hönnuður í fjáröflun Frá því er skýrt í ÞjóA- viljanum í gser, að fyrrum blaAafulltrúi Alþýðusam- bands íslands, Haukur Már Haraldsson, hafi verið ráðinn sérlegur fjáröflun- armaður Alþýðubandalags- ins vegna kaupa Sigfúsar- sjóðs á húsnæði handa Al- þýðubandalaginu, en Sig- fúsarsjóður er eitt af stjórntækjum gömlu kommaklíkunnar í Alþýðu- bandalaginu á flokknum. Haukur Már hefur á und- anförnum árum vcrið meira í fréttum vegna ann- arra starfa sinna en fyrir fyrrum vinnuveitendur sína í Alþýöusambandinu. Haukur Már hefur nefni- lega þjónað tveimur herr- um, þar sem hann er blað- hönnuður og „útlitsteikn- ari“ sovéska scndiráðsins í Kcykjavík. Ásamt með Maríu l*orsteinsdóttur, helsta forgöngumanni Sov- étvina á Islandi, er Haukur Már Haraldsson starfs- maður við útgáfu blaðs sovéska sendiráðsins í Reykjavík, Fréttir frá Sov- étríkjunum. Haukur Már hefur í blaðaviðtali staðfest að hann annist útlitsgerð Frétta frá Sovétríkjunum en hann gegnir fleiri trún- aðarstörfum beinlínis á vegum sovéskra aðila og er þar átt við formennsku hans í „Islensku friðar- nefndinni". sem er útibú Heimsfriðarráðsins á fs- landi, en þaö ráð hefur aft- ur það hlutverk að vinna að útbreiðslu sovésks frið- ar um heimsbyggðina. Starfsemi hins íslenska úti- bús Heimsfriðarráðsins hefur verið best lýst af Hjalta KrLstgeirssyni, hugmyndasmiði Alþýðu- bandalagsins í marxískum fræðum, sem segir að „friðarnefndin" sinni því hlutverki aðallega að bjóða alþýðubandalagsmönnum í ferðir til Sovétríkjanna eða annarra kommúnistaríkja. Það skyldi þó ekki vera að Heimsfriðarráðið eða eig- andi blaðsins Fréttir frá Sovétríkjunum, áróðurs- miðstöð heimskommún- ismans í Kreml, sjái sér hag í því að erindrekinn og starfsmaðurinn á fslandi gerist fjáröflunarmaður Ljúkum framkvæmdum við flokksmiðstöðina: Nýtt átak í fjársöfnunl Gerum klárt fyrir kosningar llaukur Mir Haraldsson mun fara um landið og tala við þa sem enn hafa ekki fengið Urkiíæri til að vera með i að Ijúka góðu verki Gullkistan klofin? Haukur Már Haraldsson, fyrrum blaðafulltrúi ASÍ, „útlitsteiknari“ sovéska sendiráðsins og formaður „íslensku friðarnefndarinna“, er orðinn fjáröflunarstjóri húsakaupasjóös Alþýðubandalagsins. Til þessa hefur Ingi R. Helgason, núverandi forstjóri Brunabótafélags Islands, stjórnað slíkum aðgerðum Alþýðubandalagsins enda var hann til skamms tíma gullkistuvörður flokksins. Ragnar Árnason, einn helsti kerfiskarl ráðherra Alþýðubandalagsins, hefur verið tal- inn arftaki Inga R. við gullkistuvörsluna. En með ráðningu Hauks Más vaknar sú spurning hvort gullkistan hafi verið klofin til að ekki lokaðist fyrir hinar gamalgrónu fjáröflunaræðar. fyrir Alþýðubandalagið og slái þannig margar flugur í einni ferð um ísland allt? Einangrun Yinstrimanna í háskólanum Kosið verður til Stúd- entaráðs Háskóla íslands á þriðjudag. Þrír listar eru í boði: frá Y’öku, félagi lýð- ræðissinnaðra stúdenta, Félagi vinstrimanna og Fé- lagi umbótasinna. Vöku- menn og umbótasinnar hafa haft meirihluta í stúd- entaráði undanfarin tvö ár og við það hefur öll starf- semi ráðsins og þeirra fyrirtækja sem rekin eru í þágu stúdenta lekið stakkaskiptum. Vinstri- menn í háskólanum hafa einangrast í eigin sérvisku eins og vera ber, og í síð- asta Stúdentablaði lýsir formælandi þeirra, Krist- ján Ari Arason, því yftr, að hvorki komi til álita að vinstrimenn vinni með Vöku né umbótasinnum að stjórn stúdentamála að komandi kosningum lokn- um. Kristján segir meðal annars um þetta atriði: „Hvað varöar samstarf við umbótasinna tel ég það ill- mögulegt meðan stefna þeirra er á slíku reiki að ekki er hægt að byggja á henni.“ Af þessum orðum verður ekki annaö ráðið en þeir stúdentar séu að kasta atkvæði sínu á glæ sem kjósa lista vinstrimanna á þriðjudaginn. En hverjir mynda hið sérviskulega Félag vinstri- manna (FVM) í háskólan- um. „Það segir sig sjálft að FVM er mislitur hópur,“ segir Kristján Ari Arason, „allt frá hægfara umbóta- sinnum yfir í gallharða marxLsta." Og eitn segir Kristján um helstu baráttu- mál félagsins: „FVM tekur t.d. ákveðna afstöðu gegn hernum og NATO og öllum andverkalýðssinnuðum hernaðarbandalögum." Þessi skilgreining á hern- aðarbandalögum er ný- mæli og það er undarlegt aö afstaða manna sem segja að friður verði fyrst tryggður með því aö leggja hemaðarbandalögin niður skuli lýsa því yfir að það ráðist af því hvort banda- lögin eru „andverkalýðs- sinnuð" eða ekki hvort þau beri að leggja niður. Áhrif Brynjólfs Telur Kristján Ari Ara- son Varsjárbandalagið „verkalýðssinnað" hernað- arbandalag? Af ummælum hans um þjóðfélagskerfin má draga þá ályktun að hann telji stjórnkerfi kommúnistalandanna fyrir austan tjald, aðildarríkja Varsjárbandalagsins, „verkalýðssinnað“. Þar með er hernaðarbandalag þessara ríkja vafalaust einnig „verkalýðssinnað“ að hans dómi. Hafi Krist- ján Ari verið að leggja það til með orðum sínum að Varsjárbandalagið ætti að hverfa hefði hann auðvitaö sagt það skýrt og skorinort. Stefna Félags vinstri- manna í öryggismálum er því sú samkvæmt eðli- legum skilningi á orðum talsmanns þess, að NATO verði lagt niður en Y'ar- sjárbandalagið starfi áfram í þágu Sovétríkjanna. Kemur þessi skoðun Kristjáns Ara heim og saman við viðhorf Brynj- ólfs Bjarnasonar, eins af stofnendum Kommúnista- flokks íslands 1930, sem flutti erindi um þaö á veg- um vinstrimanna í háskól- anum 1. desember síðast- liðinn að þá fyrst ríkti ör- yggi á íslandi að hér ríkti hinn sósíalski, sovéski frið- ur í anda Brezhnev-kenn- ingarinnar, Maríu Þor- steinsdóttur og Hauks Más Haraldssonar. Glæsilegt úrval af nýjum og notuðum DAIHATSUBÍLUM Ju )‘ ir BILASYNING OG BILAMARKAÐUR I DAG KL. 13-18 Fyrír þá sem ekki treysta sér í nýja Frábær kaup í velmeðförn- um notuðum Notaðar bifreiðar sem eru til sölu hjá okkur þessa stundina Bifr. teg. Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Charade Runabout Charade XTE Charade XTE Charade Runabout Charade Runabout Charade Runabout Charade XTE Charade XTE Charmant 1400 Árgeró Ekn. km Litur 82 9.000 Gullbrons 81 30.000 Vinrauöur 81 30.000 Blar met 81 28.000 Silfur met 80 43.000 Rauöur 80 52.000 Silfur met 80 30.000 Kremgulur 80 43.000 Vinrauöur 79 40.000 Vinrauöur Verö kr. 160.000 140.000 140.000 140 000 1 15.000 115.000 1 10.000 110.000 85.000 DAIHATSUUMBOÐIÐ, ARMULA 23, 85870 - 81733

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.