Morgunblaðið - 12.03.1983, Síða 9

Morgunblaðið - 12.03.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 9 FASTEIGNAMIÐ LUIM SVERRIR KRISTJÁNSSON LINDARGÖTU 6 101 REYKJAVÍK Raðhús í Mosfellssveit Til sölu ca 310 fm raöhús. Innb. bílskúr. í kjallara eru 4 svefnherb. geymslur og fl. (möguleiki á sér íbúö). Á hæöinni er innb. bílskúr, forstofa, gangur, vandaö eldhús, saml. stofur, arinn. Á efri hæö 4 rúmgóö svefnherb., baö og fl. Stórar svalir. Mikiö útsýni. Skipti á minni eign, eöa ákv. sala. Málflutningsstofa Sigríður Ásgeirsdóttir hdl. Hafsteinn Baldvinsson hrl. Sérhæð við Hagamel Til sölu viö Hagamel nýleg vönduö 150 fm íbúö á 1. hæö. íbúðin er: dagstofa, boröstofa, hol, 3 svefn- herb., eldhús, baöherb., gestasnyrting, sér þvottahús á hæöinni. Tvennar svalir. Sér hiti. Sér inngangur. 2 geymslur í kjallara. Bílskúr. Við Miðbæinn, Tvær 3ja herb. íbúöir í sama húsi á 1. og 2. hæö í steinhúsi. Tvöfalt verksmiöjugler í glugg- um. sér hiti. Parhús, viö Leifsgötu, 67 fm bílskúr. Ljósheímar, 4ra herb. vönduö íbúö í suöurenda á 2. hæö. 3 svefnherb., svalir, sér hiti., sér inngangur. usava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali, kvöldisími 21155. SÍMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS LOGM JOH Þ0RÐARS0N HOL Til sölu og sýnis auk annarra eigna Ný úrvals endaíbúð 2ja herb. á 1. hæð, 70 fm, við Jöklasel. Máluð með huröum, sér þvottahús. Sameign verður fullgerð. Stór geymsla. Teikning á skrifst. í þríbýlishúsi skammt frá Landakoti 5 herb. hæö viö Ránargötu um 120 fm. Nokkuö endurnýjuð. Rúmgott kjallaraherb. 14 fm fylgir. Stór eignarlóö með háum trjám. Reisulegt og vel með farið steinhús. Stór og góð við Háaleitisbraut — bílskúr 5 herb. íbúð á 1. hæð 115 fm. Nýlegt, tvöfalt gler, teppl, svalir. Góður bílskúr. Ágæt sameign. Skammt frá Álftamýrarskóla Parhús á tveim hæöum um 160 fm. 4 svefnherb. á neðri hæð. Bílskúr 28 fm. Stór ræktuö lóö. Húsið er iaust 1. ágúst nk. 6 herb. nýleg íbúð með bílskúr í háhýsi við Asparfell um 136 fm á tveim hæðum, 4 rúmgóð svefnherb. Lyfta, sér inng. af svölum. Fullgerö mikil sameign. Frábært útsýni. 3ja herb. góðar íbúöir með bílskúrum Við Laufás í Garðabæ, Nýbýlaveg og Melgerði f Kópavogi. Leitið nánari upplýsinga. Góð íbúð með stóru kjallaraherb. 3ja herb. á 2. hæð um 87 fm viö Hraunbæ. Parket, teppi, góð sameign. Endurnýjuö íbúð í Túnunum 3ja herb. lítið niöurgrafin kjallaraíbúö viö Sigtún. Sér hitl, nýtt eldhús, ný teppi, nýtt baö. Laua fljótlega. Nýtt hús í Mosfellssveit Næstum fullgert um 120 x 2 fm. Glassileg innrétting neðri hæö má gera að sér íbúö. Eignarlóð Útsýnisstaður. Teikning á skrifst. Margskonar hagkvæm eignaskipti möguleg. 4ra herb. hæð við Skipasund Portbyggð þakhæð um 90 fm, sér hiti, sér þvottahús. Bílskúrsréttur. Þurfum að útvega fjársterkum kaupendum m.a. Sérhæö í borginni, þarf ekki aö losna fyrr en í haust. Einbýlishús í Smáíbúöarhverfi, Árbæjarhverfi, Fossvogi, raöhús á einni hæð kemur til greina. Sérhæð i Hlíðum, við Hvassaleiti eða Stóragerði. 4ra til 5 herb. sérhæö á Seltjarnanesi. Skipti möguleg á húsi í Skjólun- um. Af marggefnu tilefni Aðvörun til viðskiptamanna okkar: Seljið ekki.ef útborgun er lítil og/eöa mikið skipt, nema samtímis, séu fest kaup á ööru húsnæöi. Opið í dag laugardag kl. 1 — 5, lokað á morgun sunnudag. ALMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gisli Jónsson 185. þáttur Þolmynd í máli okkar mynd- ast með sögninni að vera (eða verða) og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögninni. Lýsingarhátt- ur þátíðar er fallháttur og til í öllum kynjum. Dæmi: Skattur var lagður á mig, ekki: það var lagt á mig skattur; það var lögð sæng ofan á mig; ekki það var lagt á mig sæng; ég var barinn; ekki: Það var barið mig. Þessi upprifjun er sett hér á blað vegna ummæla sjón- varpsfréttamanns 25. febrúar sl. Hann sagði: „Það er lagt á ráðin" o.s. frv. Stundum er tal- að um hið græna og hið visna tréð. Hvers má vænta af tali „óbreyttra", þegar fréttamað- ur í áhrifamesta fjölmiðli landsins mælir svo? Varla þarf að taka það fram, eftir það sem á undan er komið, að hér hefði átt að segja að ráðin hefðu verið lögð (hvorugkyn, fleirtala) á, en ekki lagt á, sem er að sjálfsögu eintala. í hendur mér var skotið hálfunnu bréfi. Ritari þess hafði setið og hlustað á útvarp og skráði hann þá hjá sér nokkuð af þeim ósköpum sem á eftir fara úr máii manns sem er langskólagenginn og sér- fróður um búvörurannsóknir. Bréfritari tekur fram, að setn- ingar séu ekki alveg orðréttar, enda hripaðar í flýti eftir út- varpinu, en mjög nálægt því. Allar málvillur eru hafðar í réttu samhengi. Kemur nú á daginn að þessi sérfróði mað- ur, sem rætt var við í útvarp- inu, beygir orðið kýr næstum því hverju sinni skakkt. Dæmi eitt: .....Það getur verið að menn viti ekkert um að kúin sé með júgurbólgu, þó að þeir séu búnir að eiga hana lengi.“ Dæmi tvö: „... ef menn ætla að kaupa nýja kýr, þá eiga þeir ekki að gera það nema hún sé ósýkt ... Þeir eiga ekki að kaupa kýr sem þeir hafa ekki fengið rannsóknarniðurstöðu af.“ Dæmi þrjú (reyndar ekki um ranga beygingu orðsins kýr, heldur aðra smekkleysu): „... þegar menn koma inn í nýtt fjós, nýjar aðstæður, nýjar kýr.. Dæmi fjögur: „Það verður að taka sýni úr öllum spenum kúar- innar.“ Dæmi fimm: „Menn verða að aðgæta að láta kúna ekki bregða, valda henni ekki óþæg- indum.“ Dæmi sex: „ ... að kúin eigi erfitt með að standa upp .. Bréfritari heldur að vonum að þessi rannsóknarstjóri ætti að læra að beygja orðið kýr, svo að kúnum og eigendum þeirra bregði ekki um of við málfarið. Hlymrekur handan kvað: Þessi limra er listbrögóum rúin, hún liggur á bás eins og kúin, enda kýrinni lík, eóa kannski eins og tík sem á kúarbás frá mér er flúin. Og enn kvað hann: l»aö var skrýtið með kýrina á Krossi undan kýrinni hans Stjána á Fossi, þessi kú var í línum svo ókúarleg sýnum, ad helst líktist brokkgengu hrossi. Enn hef ég verið spurður um skoðun mína á mállýskumun eftir landshlutum. Enn svara ég hinu sama og fyrr: Mér þyk- ir þessi munur slíkur, að ég vil ekki amast við honum, heldur hvetja fólk til þess að varð- veita hann, að svo miklu leyti sem hann er leifar af sameigin- legum framburði landsmanna á öldum áður. Þessi munur er enda ekki svo mikill, að dvelji skilning manna, þótt saman komi úr mismunandi lands- hlutum. Ef það þykir máli skipta, þá vill einnig svo vel til, að í þessu efni er „jafnvægi í byggð landsins", og hefur hver til síns ágætis nokkuð. Vestfirðingar hafa ekki með öllu týnt einhljóðsframburði á undan ng og nk. Enn má heyra þá segja töng með hreinu ö-hljóði, þar sem ég ber fram tvíhljóð það sem í gildandi stafsetningu er letrað au, en hljóðritað öy. Norðlendingar, einkum Út- Eyfirðingar, varðveita margir hverjir enn hinn raddaða, mjúka framburð hljóðanna I, m, n, á undan p, t, k, eins og til dæmis í hempa, vænta, stúlka. Á Suð-Austurlandi er enn í góðu gildi og snarlifandi radd- aður framburður r-hljóðs í orðum eins og örn og barn. Aðrir hafa þetta með órödduðu r-i og jafnvel með d-i. Á svip- uðum slóðum segja menn líka a, en ekki æ í orðum eins og daginn. Á Suðurlandi er enn við lýði hinn stórfallegi framburður hv í upphafi orða, sama hljóð og ég segi inni í sagt. Meiri hluti landsmanna hefur fyrir löngu klúðrað þessum framburði með ýmsum hætti. Hins vegar mæli ég gegn breytingum á framburði, sem komið hafa upp á vissum landssvæðum, en aldrei verið svo talað um land allt. Ég mæli þannig gegn svokölluðu flámæli, ruglingi á i og e ann- ars vegar, u og ö hins vegar. Þetta þekktist miklu víðar en á Austfjörðum. Ég mæli gegn framburðin- um rd í stað rð, svo sem í sporður, furða, barð. Þessi framburður kom upp sumstað- ar norðanlands og jafnvel vestanlands. Ég mæli gegn linmælinu („sunnlensku hljóðfærslunni"), þegar p, t, k milli sérhljóða og í lok orða hneigist til að breyt- ast í b, d, g, og ég mæli líka gegn ýktu harðmæli, svo sem dæmi má finna um vestan- lands (nærri stappar að Bíldu- dalur verði Píltutalur) og enn gegn misheppnuðum tilraun- um til þess að stæla norð- lenska harðmælið, svo sem þegar t-ið í hestur er haft hart og fráblásið (hesthur). Að lokum skal þess getið, að til mín hringdi Jón Eiríksson í Vorsabæ og bað mig að aug- lýsa eftir tillögum um nöfn á karldýr, kvendýr og afkvæmi kanínu. Eru lesendur hér með beðnir að spreyta sig á þessu og láta ljós sitt skína við Jón Eiríksson eða þáttinn. Viltu selja, sérhæð, einbýli Óskum eftir sérhæö í Reykjavík, Seltjarnanesi eöa Kópavogi. Skil- yröi bílskúr, einnig óskum viö eftir einbýlishúsi í Garöabæ, æskileg stærð 140 — 160 fm. Vinsamlegast hafiö samband viö skrifstof- una. Bústaóir Ágúst Guömundsson Helgi H. Jónsson viöskfr. Opid í dag 11—15 Valshólar Ný 55 fm íbúö á 2. hæð. Verö 750 þús. Ásbraut 85 fm íbúð, 3ja herb. á 1. hæö. Verö 1.050 þús. Asparfell Vönduð rúmlega 100 fm íbúö, 3)a herb. á 7. hæð. Suöursvalir. Mikil sameign. Verö 1.150 þús. Engihjalli á 3. hæð, 90 fm íbúð. Verð 1,1 millj. Furugrund 90 fm góð íbúð á 3. hæö, efstu. Verö 1.150 þús. Fífusel 115 fm íbúð á 1. hæö. Verö 1,3 millj. Fjarðarás 300 fm einbýlishús á bygg- ingarstigi. Er íbúöarhæff. Til- búiö að utan. Jóhann Davíósson sfmi 34619, Ágúst Guðmundsson sími 41102, Helgi H. Jónsson, viðskíptafræöingur. FASTEIGNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR - HÁALEITISBRAUT 58 60 SÍMAR 353004 35301 Fasteignaviðikipti: Agnar Ólaftson heimasími 71714. Heimasimar aölumanna 30832 og 38016. Hafþór Ingi Jónsson hdl. FASTEIGIMAMIÐLUIM SVERRIR KRISTJÁNSSOM LINDARGÖTU 6 ' ’ 101 REÝKJAVÍK Hafnarfjörður Einbýlishús við Jófríðarstaðarveg. Til sölu er eitt af þessum gömlu og sjarmerandi hús um í Hafnarfiröi. Kjallari, hæö og ris. Járnvarið timb urhús á steyptum kjallara. Bílskúr. Verð 2 millj. Málflutningsstofa Sigríður Ásgeirsdóttir hdl. Hafsteinn Baldvinsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.