Morgunblaðið - 12.03.1983, Page 12

Morgunblaðið - 12.03.1983, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Félags- og menningarmiðstöðin við Gerðuberg: Blómlegt menning- arlíf um helgina U helgina verður blómlegt menn- ingarlíf í nýju félags- og menning- armiðstöðinni við Gerðuberg 3—5 í Breiðholti. I*ar verður opið hús í dag og á morgun á milli 14 og 20, og eru borgarbúar eindregið hvattir til að koma og skoða húsið, og taka þátt f skoðanakönnun um nýtingu þess og nafn. Nemendur Tónmenntaskólans, sem er til húsa í menningarmið- stöðinni, halda tónleika í dag kl. 15. Og á sunnudaginn koma 12—15 krakkar úr Neðra-Breiðholti og halda sérstaeða tískusýningu, dansa, syngja og flytja stuttan leikþátt undir stjórn Sigríðar Hannesdóttur. Þá mun Hans H. Hansen (Ketill Larsen) koma í heimsókn báða dagana og sýna töfrabrögð. Veitingabúðin verður opin yfir helgina. Frá formlegri opnun hússins hafa 16 myndlistarmenn úr Breiðholti verið með sölusýningu í húsinu, og kennir þar margra grasa. Það eru olíumálverk, graf- ík, skúlptúr og teikningar. Lista- mennirnir 16 eru: Björn S. Har- aldsson, Brynhildur ósk Gísla- dóttir, Einar Hákonarson, Guðrún Auðunsdóttir, Hallsteinn Sigurðs- son, Helgi Gíslason, Ingvar Þor- valdsson, Ingunn Eydal, Jóhanna Þórðardóttir, Jón Reykdal, Krist- ján Jón Guðnason, Lísa Guðjóns- dóttir, Rut Sigurjónsdóttir, Sig- ríður Candy, Valgerður Bergsdótt- ir og Örn Þorsteinsson. MAGNÚS FINNSSON AFINNLENDUM VETTVANGI Allir í sókn? Mikið hefur verið rætt og rit- að um fjölmiðlakönnun, sem Samband íslenzkra auglýs- ingastofa lét gera á lestri dag- blaða, tfmarita og á hlustun út- varps og sjónvarps í nóvember og desember síðastliðnum. Undan- farið hefur hver fjölmiðillinn á fætur öðrum lýst skoðunum sfnum á niðurstöðum þessarar könnunar og virðist svo sem allir ljúki upp einum munni — allir eru í sókn á fjölmiðlamarkaðinum. Það, sem helzt kemur á óvart fyrir mann eins og mig, er hve útvarp og sjónvarp koma slælega út úr þessari könnun og virðist mér t.d. hlustun á útvarp vera mun minni en ég hafði gert ráð fyrir. í könnuninni eru lagðar fram spurningar fyrir þátttakend- ur um hlustun útvarps á ákveðn- um tfmum og geri ég ráð fyrir að þessir tímar séu valdir með tilliti til auglýsingalesturs. Þeir sem alltaf hlusta ná því aldrei að verða stærra hlutfall hlustenda en 28,7%. Eins virðist hlutfall þeirra, sem horfa á auglýsingar f sjón- varpi, vera rýrara en ég átti von á, þar sem um það bil þriðjungur spurðra segist hlusta og horfa á þær. Aðeins einn aldursflokkur, 13 til 15 ára, nær einn dag hlutfallinu rúm 44%. Á fréttir sjónvarpsins horfa ekki nema 63,85—65,27% þá daga, sem könnunin náði til. Athygli vekur að 89,61% íbúa höfuðborgarsvæðisins les Morgun- blaðið um helgar og 85,01 % á virk- um dögum. í fjölmiðlakönnun, sem gerð var árið 1981 af sömu aðilum, lásu 86,11% höfuðborg- arbúa Morgunblaðið um helgar, en 81,43% á virkum dögum. Sam- bærilegar tölur fyrir næststærsta blaðið, Dagblaðið Vísi, er að 74,61% höfuðborgarbúa les DV um helgar, en 69,85% á virkum dögum. Árið 1981 gaf Dagblaðið ekkert helgarblað út, en helgar- blað Vísis var þá lesið af 55,42% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á virkum dögum lásu þá 52,01% Dagblaðið en 47,14% Vísi. Við sameiningu þessara tveggja blaða virðist hafa verið um mikla skör- un áskrifenda að ræða. Niðurstað- an af þessu bendir því eindregið til þess að við sameiningu blaðanna hafi markaðshlutdeild Morgun- blaðsins aukizt stórum. Annars getur verið erfitt fyrir blaðamann að skilja, hvers vegna auglýsendur gera greinarmun á helgarblöðum og blöðum, sem gef- in eru út aðra daga. Hvers vegna ekki að kanna t.d. lestur föstu- dagsblaða sérstaklega? Undanfar- in misseri hefur t.d. Morgunblaðið gefið út föstudagsblað, sem hefur verið fylgiblað aðalblaðs Morgun- blaðsins, þar sem sérstaklega hef- ur verið valið efni og hefur það jafnan verið litprentað. En undir- ritaður kann sem sagt ekkert svar við þessu og kunna að vera til eðli- legar skýringar auglýsenda á því. En þar sem sérstaklega eru kannaðar helgarútgáfur, stöðvast menn einkum við lesbók Morgun- blaðsins. Þeir, sem lesa hana, eru 78,90% á höfuðborgarsvæðinu og lestur hennar því 4,29 prósentu- stigum meiri en t.d. helgarblaðs Dagblaðsins Vlsis. Hér er aug- ljóslega óplægður akur fyrir aug- lýsendur en skýringin á því, að þeir hafa ekki notað Lesbók, kann að vera sú, að könnunin 1981 náði ekki til hennar. I sambandi við lestur blaða í dreifbýli eða utan höfuðborgar- svæðisins má geta þess, að Morg- unblaðið hefur aldrei verið þar út- breiddasta blaðið, heldur hefur Okkur er alvara - eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Einar Oddur Kristjánsson, formaður kjörnefndar kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, leysir frá skjóð- unni á síðum Morgunbl. i síð- ustu viku. Undirrituð var stödd úti á landi, — í „villta vestrinu" við undirbúning sérframboðsins okkar, þegar grein þessi birtist. Við lestur hennar fannst mér fátt eitt svaravert, þótt hörmu- lega sé þar hallað réttu máli í sambandi við framboðsmál Sjálfstæðisflokksins vestra og mig persónulega. Eins og að höggva í harðan stein Ég hef því miður áður reynt þennan flokksbróður minn, sem formann kjörnefndar, að miður þekkilegri umgengni við sann- leikann, og það er eins og að höggva í harðan stein að biðja hann að athuga sinn gang og kannast við hið rétta. Mér er enn hulin ráðgáta, hvað veldur óvild mannsins í minn garð, svo sem þessi grein hans sýnir ljós- lega, — þótt hvergi gleymi hann frúar-titlinum. Það sem Einar Oddur tínir upp úr skjóðu sinni er sem sagt að meginefni til persónulegur skætingur, hálfur sannleikur eða hrein ósannindi. Eða hvað segja þeir, sem sátu kjördæm- isráðsfundinn í Hnífsdsal haust- ið 1979 um þá staðhæfingu hans, að ég hafi „unað því alveg prýði- lega“ að taka þriðja sæti listans án prófkjörs? Og hvað segja þeir, sem sátu með Einari Oddi í kjörnefnd nú í janúar sl. um þá staðhæfingu hans, að hann hafi haft samband við mig, áður en þriðja sætinu var ráðstafað? Svari því einhver hlutaðeigandi svo sem hann hefir samvizku til. í nafni lýðræðisins En hversvegna ætti ég að vera að ybba mig yfir því, hvernig mér var „sparkað af listanum" nú? Var ekki Kjartani lækni „sparkað" á sínum tíma og var ekki líka Ásberg Sigurðssyni — að sögn Einars Odds — „spark- að“, — þessum tveimur vinsælu ágætismönnum? Hversvegna ekki að halda bara áfram þess- um gamla leik, „spark-íþrótt“ örfárra útvalinna manna — í nafni lýðræðisins?! Því að allt fór þetta fram eftir lýðræðis- lega settum reglum flokksins okkar. Þar eru þeir innilega sammála, Einar Oddur, formað- ur kjörriefndar, og Engilbert, formaður kjördæmisráðs, þessir tveir menn í mikilvægum trún- aðarstöðum, sem því miður hafa ekki reynzt starfi sínu nægilega vaxnir. — Meinsemd, sem veld- ur rotnun innan frá, er oft skað- legri en sú, er sést á yfirborðinu. Það á ekki hvað sízt við í stjórn- málastarfi, — og allir flokkar eiga þar hlut að máli. Á svig við lög og reglur Farið var að settum reglum — er óhagganlegt svar þeirra, sem reyna að verja gerðir kjördæm- isráðsins fyrir vestan. Ekki er úr vegi að vitna í því sambandi í lög kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, en þar segir í 9. grein, að kjörnefnd skuli koma saman þremur dög- um fyrir fund kjördæmisráðs, sem taka á ákvörðun um fram- boð, þetta ákvæði var auðvitað brotið við uppstillingu þess framboðslista, sem samþykktur var af kjördæmisráði og síðar af miðstjórn. Ákvæðið gefur glögg fyrirmæli um, hvernig unnið skuli í kjörnefnd að uppstillingu lista. Það mun hinsvegar sönnu nær, að nefndin hafi nú á þrem- ur klukkustundum fremur en þremur dögum tekið ákvörðun um þau sæti listans, sem máli skipta. En formaður kjörnefnd- ar stjórnaði störfum af því meiri röggsemi sem tíminn var naumari enda áttu víst ýmsir nefndarmenn fullt í fangi með að fylgjast með þvi sem var að gerast, leið jafnvel dulitið illa. Einnig þótti nokkuð gengið á svig við fundarsköp í lok kjör- dæmisráðsfundarins, þegar framboðslistinn í heild var ekki borinn undir atkvæði, — lófa- klapp látið nægja og engra mót- atkvæða leitað. En auðvitað þykir það hótfyndni að nefna slíka smámuni. Þarna var allt leikið í sama dúr — og varðskip- ið beið. Óbilgirni og þröngsýni Og nú er komið sem komið er. Sérframboð sjálfstæðismanna á Vestfjörðum er afleiðing endur- tekinna mistaka og óhreinlegra baktjaldavinnubragða, sem vestfirzkir sjálfstæðismenn una ekki lengur þegjandi, — og því síður, þegar við bætizt óbilgjörn viðbrögð þröngsýnnar flokksfor- ustu í Reykjavík. Það er alrangt, eins og svo margt annað í grein Einars Odds, að það sé ég, sem hef „staðið fyrir" öllu þessi „bram- bolti og fjaðrafoki", er hann nefnir svo. Sem kjörnefndarfor- maður hefir hann þó ítrekað gefið mér ærið tilefni til við- bragða. En það vita allir, sem vilja vita, að hreyfiafl sérfram- boðsins vestra nú er gömul upp- söfnuð óánægja sjálfstæð- ismanna um alla Vestfirði, sem nú töldu, að mælirinn væri full- ur og ekki lengur hægt að þegja og hlýða. Hvatning úr öllum áttum, nema ... Sem sjálfstæðismaður, Vest- „Sem sjálfstæöismaður, Vestfirðingur og fyrrv. þingmaður Vestfirðinga tek ég af heilum hug þátt í því hreinsunarstarfi, sem felst í sérframboði okkar. Við fáum hvatningu úr öll- um áttum, nema frá flokksforustunni og nokkrum mönnum vestra, sem reyna af veikum mætti að yerja lélegan málstað. Ég vona, að þess- um mönnum — syðra og vestra — hafi nú loksins skilizt, að okkur er al- vara.“ firðingur og fyrrv. þingmaður Vestfirðinga tek ég af heilum hug þátt í því hreinsunarstarfi, sem felst í sérframboði okkar. Við fáum hvatningu úr öllum áttum, nema frá flokksforust- unni og nokkrum mönnum vestra, sem reyna af veikum mætti að verja lélegan málstað. Ég vona, að þcssum mönnum — syðra og vestra — hafi nú loksins skilizt, að okkur er alvara. Þeim, sem hvað mest hafa beitt mig fortölum og bent mér á, að þátttaka mín í þessari póli- tísku aðgerð fyrir vestan gæti þýtt mín pólitísku endalok, svara ég því til, að pólitíkin og stóll á Alþingi sé mér ekki það lífsakkeri, að ég vilji fórna fyrir það þeim hugsjónum míns flokks um pólitískt siðgæði, lýð- ræði og frelsi, sem við sjálfstæð- ismenn viljum hafa að leiðar- ljósi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.