Morgunblaðið - 12.03.1983, Page 14
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
Úr tónlistarlífinu
eftir MARGRÉTI HEINREKSDÓTTUR
Þyrnirósarsvefii
og þríþætt endurreisn
Mark Stevcnson sembalsmiður og Mitzi Myerson, semballeikari.
Á undanförnum árum hefur áhugi
farið mjög vaxandi á 17. og 18. aldar
tónlist og þaðan af eldri, og þeim
hljóðfærum, sem þá voru notuð.
Hafa tónlistarmenn leitazt við að
koma þessari gömlu músik á fram-
færi með þeim hætti, sem tíðkaðist á
hennar tíma, og færa okkur þannig
nær uppruna hennar. — Má segja að
þessi þróun hafí verið skemmtilegt
mótvægi gegn raftónlist og rafhljóð-
færum nútímans, auk þess sem hún
hefur orðið aflvaki nýrra tónsmíða.
Eitt þessara gömlu hljóðfæra, sem
hafa unnið hug og hjörtu margra
tónlistarmanna og tónlistarunnenda,
er sembalinn, sem Helga Ingólfs-
dóttir hefur hafíð til vegs og virð-
ingar hér á landi.
Fyrir nokkru kom hingað til
lands brezkur sembalsmiður,
Mark Stevenson að nafni. Hann
hélt fyrirlestur um sembalsmíði í
Norræna húsinu, en aðalerindi
hans til landsins var, að því er
hann sagði í stuttu spjalli síðar, að
yfirfara og athuga sembal, sem
hann hafði smíðað fyrir Helgu í
fyrra.
í för með honum var bandarísk-
ur semballeikari, Mitzi Myerson,
sem hélt tónleika í Norræna hús-
inu og mun hún fyrsti erlendi
semballeikarinn, sem hingað kem-
ur til hljómleikahalds. I leiðinni
notaði hún einnig tækifærið til að
kynna sér hljóðfæri Helgu; hún
hafði fylgzt með smíði þess á sín-
um tíma og vildi gjarnan vita,
hvernig það reyndist með aldri og
notkun. Því miður gat ég ekki
komið því við að heyra hljómleika
Mitzi Myerson en fékk þó síðar að-
eins tækifæri til að hlýða á leik
hennar og var afar skemmtilegt
að sjá og heyra tök hennar á
hljóðfærinu.
Aðspurð um, hvað ylli áhuga
þeirra á þessu hljóðfæri, sögðu
þau tvennt koma til; bæði væri
það einstaklega skemmtilegt —
„og vonandi vel heppnað", bætti
Stevenson við — en það er gert
eftir flæmskri fyrirmynd frá
miðri 18. öld og í annan stað tækju
sembalar jafnan talsverðum
breytingum fyrst eftir að smíði
þeirra væri lokið. „Þessi hljóðfæri
eru svo afskaplega miklir ein-
staklingar," sögðu þau. Engin tvö
eru eins, jafnvel þótt smíðuð séu
eftir sömu teikningu og úr sama
viði. Hann er alitaf breytilegur frá
einu tré til annars og jafnvel borð-
in úr einu og sama trénu geta haft
mismunandi eiginleika. Síðan
koma til hita- og rakaaðstæður á
hverjum stað og þar með mismun-
andi hljómur. Getur tekið mörg
ár, þar til hljóðfærið hefur fengið
á sig endanlegan blæ.
Fékk þá flugu,
að ég gæti betur
Mark Stevenson er frá háskóla-
bænum Cambridge, þar sem hann
hefur haft verkstæði frá því 1976
og hazlað sér vöil sem einn af
fremstu sembalsmiðum heims.
Hann kvaðst hafa fengið áhuga á
sembalsmíði upp úr 1960, þegar
hann var við nám í listasögu. Ekki
hafði hann fengið neina tónlist-
armenntun að ráði, „var þó í í
spilatímum á barnasaldri, eins og
gengur og gerist, — en á heimili
mínu var enginn sérstakur áhugi á
tónlist. Það var ekki fyrr en ég var
við listanám á Ítalíu, að ég kynnt-
ist tónlist að ráði, fór þá að sækja
tónleika af kappi. Hinsvegar hafði
ég alltaf fengizt við að búa til
hluti, ýmist að smíða, mála eða
vinna að skúlptúr. Og dag einn f
Cambridge var ég að skoða verk-
smiðjuframleitt clavichord í verzl-
un og fékk þá flugu í höfuðið, að ég
gæti sjálfur gert betur. Þannig
byrjaði þetta og síðan tók ég til
við virginala og loks sembala."
Stevenson hefur nú smíðað og
endurgert á annað hundrað hljóð-
færa, bæði fyrir einstaklinga og
söfn — og margir kunnir sembal-
leikarar sótzt eftir hljóðfærum
hans.
Hvarf í skugga
píanósins
Semballinn var frá upphafi
sextándu aldar og fram til loka
hinnar átjándu aðalhljómborðs-
hijóðfærið ásamt orgelinu og mjög
vinsælt sem kammer- og einleiks-
hljóðfæri, unz píanóið kom fram
og ruddi sembalnum úr vegi vegna
breyttra tónlistarviðhorfa. Ná-
skylt sembal — eða harpsichord,
eins og þetta hljóðfæri er líka
kallað, voru svonefnd spinet og
virginalar, en þessi hljóðfæri eiga
það öll sameiginlegt, sem kunnugt
er, að lítill teinn grípur í strengina
og myndast þannig hinn sérkenni-
legi tónn hljóðfærisins. Þau
hljóma þó mismunandi, bæði
vegna ólíkrar löngunar og þess, að
mismargir strengir eru fyrir
hverja nótu. f virginal og spineti
er aðeins einn strengur fyrir
hverja nótu, en í sembal tveir eða
fleiri.
Heita má, að semballinn hafi
sofið Þyrnirósarsvefni í heila öld,
þá nítjándu, þótt einstaka maður
héldi tryggð við hann. Píanóið
varð allsráðandi, þar sem það
þótti bæði hljómmeira hljóðfæri
og gefa meiri möguleika í styrk-
leikabreytingum. Þegar semball-
inn var svo aftur dreginn fram í
dagsljósið var byrjað að verk-
smiðjuframleiða hávær, þung
hljóðfæri, sem ætlað var að mæta
þörf sístækkandi hljómleikasala.
Það var ekki fyrr en upp úr heims-
styrjöldinni síðari, að áhugi fór að
vakna að ráði á því að gera upp og
endursmíða gömul hljóðfæri og þá
tók langan tíma að tína saman
þekkingu um gerð þeirra. „Þau
höfðu verið mjög svo mismunandi
að stærð og gerð,“ sagði Steven-
son, „bæði eftir löndum, tímabil-
um og hljóðfærasmiðum. Við töl-
um um fyrri og síðari tíma
fiæmska og franska sembala, og
ennfremur ítalska, þýzka og
enska, sem allir höfðu sína eigin-
leika. Þessi starfsgrein er því orð-
in mjög svo akademísk, bætti
hann við — en vinsældir gömlu
hljóðfæranna hafa aukizt geysi-
hratt á undanförnum árum. Sem
dæmi get ég sagt þér, að á semb-
alsýningu árið 1971 voru aðeins
þrjú hljóðfæri af hundrað endur-
smíðuð eftir gömlum fyrirmynd-
um. Þremur árum seinna voru
tuttugu slík hijóðfæri af hundrað
á sýningunni og árið 1980 voru þau
orðin níutíu og sjö af hundrað
hljóðfærum; — hin þrjú eins og
þau sem smíðuð voru eftir alda-
mótin og enginn virti þau viðlits.
Sembalsmíði á íslandi
Á fyrirlestri sínum sýndi Stev-
enson myndir af ýmsum tegund-
um hljóðfæra og útskýrði bæði
smíðaaðferðir og skreytingar, sem
ekki er rúm til að rekja nánar hér.
Aðsóknin að fyrirlestrinum og
spurningarnar, sem beint var til
Stevensons, sýndu að þó nokkur
áhugi er hér á sembalnum og
sembalsmíði, enda munu þess
dæmi, að fólk hafi keypt tilsniðið
efni í siík hljóðfæri og smíðað eða
sett saman.
Fyrir nokkrum árum vann t.d.
dálítill hópur að slíkri hljóðfæra-
smíði undir verkstjórn Þorkels
Helgasonar, dósents við Háskóla
fslands, en hann hafði þá þegar
aflað sér reynslu á þessu sviði með
því að smíða forkunnarfallegt og
gott hljóðfæri fyrir konu sína,
Helgu Ingólfsdóttur.
Að nokkru voru þetta nemendur
Helgu, en einnig fáeinir áhuga-
menn um gamla tónlist og gömul
hljóðfæri. Var unnið að þessu á
laugardögum í heilan vetur, fyrst í
smíðastofu Laugarnesskólans, en
síðan heima hjá þeim Helgu og
Þorkeli. „Við smíðuðum sex virg-
inala og einn sembal," sagði Þor-
kell, þegar ég spurði hann nánar
út í þetta verk. „Þau voru öll allvel
tilsniðin, en það er hægt að fá efn-
ið í þessi hljóðfæri misjafnlega
mikið tilreitt, — í sembal Helgu
frengum við til dæmis efnið að
mestu ótilsniðið en góðar teikn-
ingar."
— Hverju munar þetta í kostn-
aði?
„Á þessum tíma gat verðið farið
allt niður í þriðjung eða jafnvcl
fjórðung af verði tilbúins hljóð-
færis, — og þá er vinnan auðvitað
ekki metin til fjár. En nú hafa
fullgerð hljóðfæri lækkað talsvert
í verði vegna tollalækkana svo það
er vafasamt, hvort þetta borgar
sig, því að verkið er býsna tíma-
frekt og krefst mikillar natni og
þolinmæði."
— Voru þetta góð hljóðfæri?
„Já, þokkalega góð, held ég
óhætt að segja. Þó auðvitað ekki
eins góð og tilbúin hljóðfæri frá
góðum reyndum smiðum erlend-
is.“
Þekkingunni safnað
saman
Þorkell sagði, að sembalsmíði
hefði tekið stökkbreytingum á
undanförnum árum. Menn hafa
verið að gera upp gömul hljóðfæri,
meðal annars fyrir söfn, og þannig
hefur verið safnað saman mikilli
þekkingu á sembalsmíði fyrri
alda. Hljóðfærin eru yfirleitt tek-
in alveg í sundur og hvert smáat-
riði skoðað. Hafa söfnin oft gefið
út myndskreyttar viðgerðarsögur
einstakra hljóðfæra, sem aðrir
hafa svo haft gagn af.
Segja má, að þróun endurreisn-
ar sembalssmíðinnar hafi verið
þríþætt eða farið um þrjú stig.
Hið fyrsta var, þegar píanósmiðir
tóku að smíða sembala og töldu
sig vita betur en gömlu smiðirnir
hvernig hljóðfærin ættu að vera.
Þeir notuðu oft málmgrindur svo
að þau urðu níðþung, kannski
fimm sinnum þyngri en gömlu
hljóðfærin, og settu a þau ýmiss
konar útbúnað, sem þeir töldu,
ranglega, til bóta. Oft voru þessi
hljóðfæri verksmiðjuframleidd og
því tiltölulega ódýr, enda eru þau
víða til, meðal annars nokkur hér
á landi. Og í útvarpsstöðvum er-
lendis var semballeikurum til
skamms tíma boðið upp á að leika
á slík hljóðfæri við upptökur.
Þetta ástand má segja, að hafi
haldizt alveg fram yfir 1960 en þá
kemst sembalsmíðin á annað stig,
með því að byrjað er að líkja eftir
gömlum hljóðfærum.
Unriíð aö sembalsmíði undir stjórn Þorkels Helgasonar, dósents.