Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 15 Þetta hljóöfæri smfðaöi Mark Stevenson eftir franskri fyrirmjnd frá fyrri hluta 18. aldar. Dæmigerður fransk- ur semball frá þeim tíma. Þetta hljóðfæri smíðaði Stevenson árið 1979 eftir flæmskri fyrirmynd frá því um miðja 18. öld. Það er sömu gerðar og semball Helgu Ingólfsdóttur. Og hér sjáum við algengasta ítalska sembalinn frá þess- Spínet, að brezkri fyrirmynd frá fyrri hluta 18. aldar. um tíma. Virginall, samkvæmt flæmskri fyrirmynd frá miðri 17. öld. Þeir, sem það gerðu, voru miklir „perfektionistar", óskaplega ná- kvæmir, mældu allt upp á milli- metra og stefnu að sem fullkomn- ustum eftirlíkingum. Nú er þetta að breytast, menn hafa það mikla þekkingu, að þeir eru farnir að geta leyft sér meira frelsi, án þess þó að víkja frá grundvallaratrið- um í eðli hljóðfærisins. Mark Stevenson er einn af mönnum þessa þriðja stigs sembalsmíðinn- ar.“ Þarf áhuga og ást bæði á hljóðfærinu og verkinu sjálfu Ég spurði Þorkel að lokum hvaða eiginleika sá þyrfti að hafa sem ætlaði að smiða sembal. „Því er ekki að neita," sagði hann, „að þetta er vandasamt verk og það ætti enginn að reyna nema hann sé vel laghentur. Miklu skiptir að hafa áhuga á verkinu sjálfu, smíð- inni sjálfri sem slíkri, — því sé hugsunin aðeins sú að eignast hljóðfærið er hætt við að þolin- mæðina bresti. í bæklingum er oft gefið upp, að ekki taki nema um hundrað klukkustundir að setja saman sembal en það er rangt, það gekur a.m.k. fimm sinnum lengri tíma. Eru framleiðendur reyndar farnir að sjá eftir að hafa haldið þessu fram, því það dró smám saman úr sölu hjá þeim, þegar fram í sótti, og margir þeirra höfðu haft fjárhagslega meiri hagnað af sölu ósamansettra hljóðfæra en fullgerðra. Nú, svo er auðvitað skilyrði, að fólk hafi heyrt sembal, þekki hljóðfærið. Við hittum nokkra í Bandaríkjunum, sem höfðu smíð- að sembal án þess að þekkja hljóðfærið fyrir. Þeir voru oftast „hobbyistar", sem þegar voru bún- ir að smíða bát eða kofa og kannski ýmislegt fleira, og datt nú í hug að smíða hljóðfæri, — en vissu ekkert hvað þeir voru að gera, enda útkoman eftir því. Það þarf sem sagt að vera fyrir hendi sæmileg þekking ásamt áhuga og ást bæði á hljóðfærinu og verkinu sjálfu,“ sagði Þorkell að lokum. Svo slysalega vildi til í greininni um pí- anósnillinginn Claudio Arrau í síd- asta þætti, að med henni birtist ofgnótt mynda af honum á sama aldri. Ein þeirra átti að vera sú, sem hér fylgir, af honum fimm ára, þegar hann kom fyrst fram á hljómleikum í heimabæ sínum, ('hillan í Chile. Eiðanemar 1969—1973 Rifjum úpp gömul kynni frá skólavistinni og eflum samböndin. Hér meö er blásiö til meiriháttar fagnaöar uppi í Sig- túni (ath. austur dyr) föstudagskvöldið 18. mars kl. 22. Miðaverö er kr. 200 og er í því matarverö. Skólasystkin, makar og kennarar. VERIÐ VELKOMIN. Þátttaka tilkynnist til Bjarna s. 53650 allan sólar- hringinn og Dóra s. 79913. Hinir sjálfvöldu Stofnfundur samtaka um kvennalista veröur sunnu- daginn 13. mars kl. 13.30 á Hótel Esju. Konur fjölmennið Áhugahópur um Kvennalista til Alþingis, sími 13725. Til fermingargjafa Skrifborðssamstæöa meö plötu sem hægt er aö halla aö vild. Fáanleg í eik og furu. Verð aðeins kr. 3.200,- Höfum fengið aftur þessa vinsælu skrifborðsstóla í þremur áklæöislitum: Brúnu, gráu og rauöu. Verö kr. 1.430 án pumpu og kr. 1.780 með pumpu. Opið um helgar fram að páskum Laugardaga til kl. 4 og sunnudaga kl. 2-5 SÍMI 77440

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.