Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
Kvenfélag Langholts-
sóknar 30 ára
eftir Sigríði
Jóhannsdóttur
Kvenfélag Langholtssóknar var
stofnað 12. marz 1953 að Hjallavegi
36 í Reykjavík. Stofnendur félags-
ins, sem er kirkjufélag, voru 52 kon-
ur.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu;
Ólöf Sigurðardóttir formaður,
Ragnheiður Þorvarðardóttir vara-
formaður, Ingibjörg Þórðardóttir
ritari, Hansína Jónsdóttir gjald-
keri og María Guðmundsdóttir,
Guðlaug Sigfúsdóttir og Unnur S.
Ágústsdóttir meðstjórnendur. Síð-
an hafa formenn verið; Ingibjörg
Þórðardóttir í 14 ár, Gunnþóra
Kristmundsdóttir í 2 ár og sú, sem
þetta ritar, hefur verið formaður í
3 ár.
Kvenfélag Langholtssóknar hef-
ur hlúð að kirkjulegu starfi innan
safnaðarins. Félagskonur taka
þátt í messuflutningi, aðstoða við
bænastarfið á sunnudögum, sjá
um kirkjukaffi eftir messur og
annast fermingakyrtlana. Félagið
starfar að menningar- og líknar-
málum ásamt með kirkjubygg-
ingarmálum.
Fystu árin hafði félagið aðstöðu
í samkomusal Laugarneskirkju og
í húsi Ungmennafélags Reykjavík-
ur við Holtaveg. Frá árinu 1959
hafa fundir og öll starfsemi fé-
lagsins verið í safnaðarheimili
Langholtskirkju.
Félagið byrjaði með tvær hend-
ur tómar. En hugsjónir hafa
breytzt í veruleika svo kraftaverki
er líkast. Félagið á því láni að
fagna að eiga að marga listamenn
talaðs orðs og vinnandi handa.
„Nú á 30 ára afmæli fé-
lagsins er ekki hægt að
segja annað en að af-
mælisbarnið hafi vel
dafnað. Enda hefur ver-
ið að því hlúð með nær-
færnum höndum, sem
hafa stjórnast af þeim
hug, sem lætur sér annt
um félagið og málefni
þess. Segja má, að
Kvenfélag Langholts-
sóknar sé tengt lind
reynslunnar og í öllu
þess starfi birtist ávöxt-
ur til eflingar safnað-
arstarfinu í Langholts-
sókn.“
Nú eru félagar 157 konur. Ævi-
félagi er einn og heiðursfélagar
fjórtán; Bergþóra Þorbjarnardótt-
ir, Anna Þórarinsdóttir, Guðbjörg
Vilhjálmsdóttir, Guðlaug Sigfús-
dóttir, Guðrún Sigurðardóttir,
Hansína Jónsdóttir, Helga Jóns-
dóttir, Ingigerður Sigurðardóttir,
Magndís Aradóttir, Margrét Lár-
usdóttir, Margrét ísólfsdóttir,
Ólöf Sigurðardóttir, Oddfríður
Sæmundsdóttir og Gunnvör Rósa
Falsdóttir.
Það hefur mjög einkennt starf
félagsins alla tíð að þurft hefur að
safna fé til bygginga; fyrst safnað-
arheimilis og nú kirkju. En fjár-
öflunarinnar sér víðar stað en í
veggjum. Hún hefur líka átt sinn
þátt í eldhúsinnréttingu safnað-
arheimilisins og nær öllu innbúi
þess, messuklæðum, altarissilfri
og fermingarkyrtlum. Þá hafa
orgelsjóður og kyrtlakaup kirkju-
kórsins líka verið studd. Helztu
fjáröflunarleiðir félagsins hafa
verið og eru; merkjasala, jóla-
kortasala, minningarkortasala og
basarhald.
Af menningar- og líknarmálum
má nefna, að kór félagskvenna
starfaði í tólf ár undir stjórn
Helga Þorlákssonar skólastjóra.
Fræðslunámskeið hafa verið hald-
in og félagsferðir farnar í lista-
söfn höfuðborgarinnar og einnig
hefur í þeim efnum verið leitað
fanga utan borgarmarkanna. Fé-
lagskonur hafa unnið mikið
sjálfboðastarf í þágu aldraðra að
Norðurbrún 1, Lönguhlíð og í
safnaðarheimili Langholtskirkju.
Á vegum félagsins hafa aldraðir í
Langholtssókn nú notið í nær 15
ár hárgreiðslu og fótsnyrtingar.
Sérstakar samverustundir með
dagskrá og kaffiveitingum fyrir
aldraða og fjölfatlaða hefur félag-
ið oft annast.
Félagið heldur fasta fundi
fyrsta þriðjudag hvers mánaðar
frá október til maí. Fundirnir
hefjast allir með sálmasöng og
enda á helgistund fyrir framan
ljósið bak við krossinn. Fundar-
efni byggist upp á venjulegum
fundarstörfum, skemmti- og
fræðsluefni. Sérstakur jólafundur
er helgaður nálægð jóla og sér-
stakur baðstofufundur er haldinn
í janúar, þar sem félagar hlusta á
húslestur og rímur og eru með tó-
vinnu í höndum. f apríl heldur fé-
lagið fund um málefni ársins, sem
á þessu ári er umferðaröryggi.
Saumaklúbbur starfar síðari
hluta vetrar og öll þriðjudags-
kvöld eru á dagskrá 20 mínútna
gönguferðir, sem ætlaðar eru til
þess að hvetja félaga til aukinnar
útivistar og hreyfingar. Frétta-
bréf félagsins kemur út einu sinni
á ári.
Félagið leggur einnig af mörk-
um starf og fé til líknarstarfa og
menningarmála, sem efst eru á
baugi á borgarsvæðinu hverju
sinni. Þá er félagið aðili að Banda-
lagi kvenna í Reykjavík og leggur
málum þess sitt lið.
Á vegum safnaðarfélaganna,
kvenfélagsins og bræðrafélags,
hafa flest sumur verið farnar
safnaðarferðir. f fyrrasumar fóru
um 120 manns í slika ferð, sem
farin var um Árnes- og Rangár-
vallasýslu, austur til Víkur og að
Hjörleifshöfða. Safnaðarfélögin
standa einnig að sérstakri ferð
með aldraða og var slík ferð farin
18. ágúst sl. austur um Mosfells-
heiði, Þingvöll, Lyngdalsheiði,
Grímsnes og að Stóruborg. Þar
var gengið í kirkju og heim var svo
haldið með viðkomu í Hveragerði.
Bifreiðastjórar Bæjarleiða hafa
lagt safnaðarfélögunum lið í þess-
um ferðum með aldraða og aka
endurgjaldslaust.
Stjórn Kvenfélags Langholts-
sóknar skipa með þeirri, sem þetta
ritar; Björk Guðjónsdóttir vara-
formaður, Þórný Þórarinsdóttir
ritari, Laufey Bjarnadóttir gjald-
keri og ólöf Elíasdóttir, Kristín
Gunnlaugsdóttir og Ebba Þór.
Nú á 30 ára afmæli félagsins er
ekki hægt að segja annað en að
afmælisbarnið hafi vel dafnað.
Enda hefur verið að því hlúð með
nærfærnum höndum, sem hafa
stjórnast af þeim hug, sem lætur
sér annt um féiagið og málefni
þess. Segja má, að Kvenfélag
Langholtssóknar sé tengt lind
reynslunnar og í öllu þess starfi
birtist ávöxtur til eflingar safnað-
arstarfinu í Langholtssókn.
Ef við finnum okkur knúin til
þjónustu og fórna, þá finnum við
tilgang í lífinu. Við eignumst þá
tilfinningu að vera til gagns og um
leið lærum við að gera okkur grein
fyrir fórnandi kærleik og meta
hann.
Þökk sé þeim konum, sem ruddu
kvenfélaginu braut, og þeim, sem
síðar hafa lagt því lið.
Ég gleðst yfir tilvist Kvenfélags
Langholtssóknar. Það er vissa
mín, að það hafi verið og sé einn af
burðarásum Langholtskirkju.
Megi það starfa svo um ókomna
tíð.
Auga til auga
— eftir Halldór
Jónsson verkfrœðing
Nú líður að enn einum leik á
taflborði stjórnmálanna, dr.
Gunnar Thoroddsen hefur séð til
þess, að leikflétturnar hafa aldrei
verið jafn margslungnar og nú.
Til dæmis um hina flóknu stöðu,
eru þeir möguleikar fyrir hendi að
þing verði rofið um miðjan marz
og nýtt kosið í apríl. Það situr síð-
an í 4 ár án þess að dr. Gunnar láti
af embætti forsætisráðherra,
hvort sem hann býður sig fram
eða ekki. Jafnvel Hjörleifur getur
verið áfram iðnaðarráðherra,
Svavar félagsmálaráðherra, já all-
ir geta haldið áfram, ef ... Rugl-
uð? — Þið verðið það ekki eftir
næsta þátt af ...
Kosningar
Ég og margir bláeygðir sjálf-
stæðismenn höfum vonað, að senn
liði að því að flokkurinn væri sam-
einaður á ný og sú friðarstefna
þess hluta forystunnar, sem mest
hefur verið til athlægis hjá fram-
sóknarmönnum og kommum sl. 3
ár, færi að skila árangri.
Hvílík vonbrigði eru það ekki,
að þessi stefna hefur ekkert fært
flokknum annað en smán og
niðurlægingu. Og eins og nóg hafi
ekki verið að unnið, þá blasir það
við að klofningurinn er dýpri og
alvarlegri en nokkru sinni fyrr og
nú er biturleikinn að verða meira
áberandi í umræðum en áður var.
Um sættir virðist tómt mál að tala
framar og vísast grær ekki um
heilt fyrr en aðalpersónurnar eru
gengnar frá taflborðinu.
Við þjóðinni blasir að helzta
viðnámsafl hennar gegn hvers-
konar vanda, Sjálfstæðisflokkur-
inn, er sundrað og lítt baráttu-
hæft. Upphlaups- og yfirborðs-
menn hafa því frjálst tafl á mið-
borðinu, en kommúnistar eygja
möguleika á að leika peðum sínum
upp í borð og koma sér þannig upp
þeim drottningum, sem til enda-
taflsins duga.
Vígstaða stjórnarsinna
Útlitið fyrir andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins er býsna gott
um þessar mundir. Ragnar siglir
fullum seglum að því að gera þjóð-
ina ólánshæfa með stöðugum er-
lendum eyðslulántökum, sem stöð-
ugt streymna inn í Seðlabankann.
Seðlabankinn verður þannig að
viðurkenna-aðspurður að Ragnar
sé þar aldrei í yfirdrætti eins og
margir fyrirrennarar hans. f hug-
um almennings verður Ragnar því
meiri fjármálasnillingur en t.d.
Matthías sem skirrðist við að veð-
setja komandi kynslóðir.
Hjörleifur er á sama tíma búinn
að sverta íslendinga nægilega
mikið í augum Vesturlandabúa að
stóriðjuhugmyndir þær, sem við
kynnum að fá í framtíðinni, munu
eiga á brattann að sækja. Til
dæmis vex hinum yngri haukum
hjá Alusuisse ásmegin, sem vilja
gefa íslendinga upp á bátinn al-
farið, þó fornvinur okkar dr. Múll-
er standi þar á móti og vilji bera
klæði á vopnin í von um betri tíð.
Svavar hefur tekið að sér „rang-
upplýsingarnar" („disinforma-
tion“ að sovézkri fyrirmynd) svo
sem alþjóð fékk að sjá „Á hrað-
bergi“ á dögunum. En þar verður
maður að viðurkenna að Svavar
fór á kostum í þessari listgrein
enda spyrlarnir hálf meinlausir í
þetta sinn. Svavar sér ennfremur
um það að hnýta upp í verka-
lýðshreyfinguna og búa hana til
þess, að geta sigað henni á íhaldið
ef þörf krefur, en þegja ella. í öll-
um sínum skyldustörfum hefur
Svavar gengið rösklega til verks.
Dr. Gunnar, Friðjón og Pálmi
hafa notið verunnar í sviðsljósinu
á kostnað Sjálfstæðisflokksins og
dr. Gunnar auk þess á kostnað
Geirs. Einhverjir hafa fengið
gúlafylli, þjóðin hefur fengið núna
nær níutíu prósent „niðurtaln-
ingar“verðbólgu og færzt á kaf í
erlendar skuldir. Á meðan hafa
virkjanafyrirtæki okkar, sements-
verksmiðja og áburðarverksmiðja
skaðað samkeppnismöguleika sína
til frambúðar með því að vera
þvinguð til þess að bæta erlendri
greiðslubyrði vegna taprekstrar-
Iána við framleiðsluverð sitt.
Þannig hafa allir fengið nokkuð í
sinn hlut eins og til stóð.
Kosningar
Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn
að ganga til kosninga. Mikil uppi-
staða í málflutningi stjórnar-
andstöðuflokks hlýtur að vera
byggð á reynslunni af fyrri stjórn-
arstefnu, trúi stjórnarandstaða
því þá einiæglega að hún hefði
farið öðruvísi að, og að það hefði
reynzt betur.
Það mun tæpast verða kjósend-
um til skilningsauka þegar stór
Halldór Jónsson
hluti hinna þekktari „þingmanna
Sjálfstæðisflokksins" mun verja
athafnir og stjórnarstefnu síðast-
liðins kjörtímabils, meðan
„flokksbræður" þeirra munu
reyna að rífa hana niður.
Ég sé ekki annað en að Sjálf-
stæðisflokkurinn geti í þessum
anda alveg eins haft t.d. Ólaf
Ragnar, Hjörleif og Svavar
Gestsson í framboði eins og að
hafa þá Friðjón, Pálma og dr.
Gunnar sem baráttumenn fyrir
því efnahagslega eijdurreisnar-
starfi sem meirihluti sjálfstæð-
ismanna telur nauðsynlegt. Ég tel
þátttöku þeirra í væntanlegri
kosningabaráttu Sjálfstæðis-
flokksins vera ámóta og að Eis-
enhower hefði talið það til hags-
bóta við innrásina í Normandí að
hafa þá Helmut Schmidt og Josef
Strauss í herráði sínu, — ágætir
menn, en við aðrar aðstæður þá en
nú.
Auga til auga
Á síðasta landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins 1981 var því vísað til
miðstjórnar hversu með skyldi
fara mál þeirra manna, sem gerð-
ust liðhlaupar. Stóð Geir Hall-
grímsson að því að bera klæði á
spjót harðlínumanna. Fékk hann
því ráðið vegna virðingar sinnar.
Miðstjórn hefur síðan þagað
þunnu hljóði. Trúlega óttast hún
að tapa einhverju fylgi skerist í
odda. En miðstjórn ætti að at-
huga, að hún getur líka tapað fylgi
harðlínumanna, en svo nefni ég
þá, sem aldrei myndu láta standa
sig að því að kljúfa sig frá fylgd
sinni, þótt skoðanir séu um stund
skiptar á fremur minniháttar
málum.
Sjái núverandi miðstjórn
flokksins ekki annan kost en að
halda áfram niðurlægingu flokks-
ins með aðgerðarleysi og stefna til
kosninga við þann óvinafagnað
sem nú er, þá hefði ég talið að
stefna þyrfti til landsfundar fyrr
en seinna. Ég held að eitthvað
minni flokkur um stund, en sjálf-
um sér samkvæmur, sé betri en
eitthvað stórt sem enginn skilur
lengur, hvað þá lætur að lýðræð-
islegri stjórn.
Telji miðstjórn sig skorta um-
boð, þá er 55. grein skipulags-
reglna Sjálfstæðisflokksins skor-
inort um það, að miðstjórn hefur
úrskurðarvald um það, hvort bera
megi fram lista í nafni flokksins.
19. grein er sömuleiðis skorinyrt
og skýr, hver móti hina pólitísku
afstöðu flokksins. Þessar tvær
greinar eru meira en nóg til þess
að neita að viðurkenna lista sem
D-lista, þar sem liðhlaupar hafa
sæti. Miðstjórn hefur því enga af-
sökun fyrir aðgerðarleysi. Henni
ber að tala svo eftir því verði tek-
ið. Henni gæti orðið hált á því að
bíða fram yfir 15. marz eins og
Júlíusi Caesar fyrir 2027 árum.
Dagur uppgjörsins er að renna
upp yfir sjálfstæðismenn. Þeir
verða að horfa auga til auga við
sig sjálfa.
3. mars 1983,
Halldór Jónsson, verkfræðingur.