Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
19
Ræða við þúsundir lands-
manna á vinnustaðafundum
SÁÁ — Samtök áhugafólks um
áfengisvandamálið — eru vafalítið
best þekkt fyrir þá umfangsmiklu
aðstoð, sem þau veita alkóhólist-
um og aðstandendum þeirra, og
fyrir þær endurhæfingar — og
meðferðarstöðvar, sem samtökin
reka. En margvísleg önnur starf-
semi er einnig í gangi hjá SÁÁ, svo
sem kynning á áfengisvandanum
meðal almennings, í skólum, með-
al ýmissa félagasamtaka á opnum
fundum og víðar. Nú er búið að
hleypa af stokkkunum enn einni
herferðinni hjá SÁÁ, þar sem
skipulega er farið í fyrirtæki og
stofnanir, og áfengisvandamálið
rætt við starfsmenn þeirra og
stjórnendur.
Það er Jóhann Örn Héðinsson,
sem hefur veg og vanda af þessum
fundum, og blaðamaður hitti hann
að máli nú í vikunni og ræddi við
hann um þessa nýjung í starfsemi
samtakanna.
Um sextíu fyrirtækjum
sent bréf
„Þetta er nýjung að því leyti,
að þarna er að koma til fram-
kvæmda hugmynd sem hefur
verið stefntað frá stofnun SÁÁ,“
sagði J.Ó. „Um alllangt skeið
höfum við verið með fræðslu-
fundi og kynningarsamkomur,
þar sem við höfum leitast við að
miðla af þekkingu okkar og
reynslu í baráttunni við alkóhól-
ismann. En það sem er nýtt
núna, er að við höfum skipulega
tekið okkur fyrir hendur að
heimsækja fyrirtæki og stofnan-
ir, til að ræða við starfsfólk,
kynna vandamálið, gefa ráð og
svara fyrirspurnum.
Við sendum bréf til sextíu
fyrirtækja, þar sem við buðumst
til að koma og flytja ákveðið
„prógramm", sem alla jafna tek-
ur um tvær klukkustundir. í því
eru inngangsorð eða ávarp,
kynning á vandanum, tuttugu
mínútna löng kvikmynd, og síð-
an frjálsar umræður og fyrir-
spurnir. Það er misjafnt hvernig
þessu hefur verið fyrir komið, en
ekki er óalgengt að vinnuveit-
andinn gefi eftir eina klukku-
stund síðdegis fyrir þessa
dagskrá, og starfsfólkið bæti síð-
an annarri við af sínum tíma,
eftir að vinnudegi lýkur."
— Hefur það eitt dugað að
senda fyrirtækjunum bréf, eða
þurfið þið að ítreka boð ykkar?
„Það er alla vega, stundum er
hringt til okkar um hæl og ég
beðinn að koma, ýmist af
forráðamönnum fyrirtækjanna,
eða af starfsmönnum eða
starfsmannafélögum. Stundum
heyrist ekkert frá viðkomandi
aðilum, og þá erum við ófeimin
að ítreka ósk okkar um fund.“
Oft mjög fjörugar
umræður
— En hvernig er ykkur tekið,
er þið komið á vinnustaðina?
„Mér hefur alltaf verið vel tek-
ið, og aldrei orðið var við neins
konar óvirðinu eða andúð. Menn
bregðast hins vegar misjafnlega
við þessu eins og öðru, umræður
eru sums staðar litlar, en þó
oftast mjög miklar. Það hefur
komið fyrir að ég hef verið á
fundi með starfsmönnum eins
fyrirtækis frá klukkan fjögur
- Rætt vid Jóhann
Örn Héðinsson hjá
SAÁ um fundi hans
með starfsmönnum
fyrirtækja
eða fimm, til níu um kvöldið. Þá
vilja menn fræðast um starfsemi
SÁÁ, um alkóhólismann, hvern-
ig skuli tekið á áfengisvanda-
málinu á vinnustöðum, hvernig
megi hjálpa þeim mönnum sem
við erfiðleika eiga að glíma og
svo framvegis. Umræðurnar
verða alla jafna opinskáar,
hreinskilnar og beinskeyttar,
þar sem menn spyrja, koma með
ábendingar, gagnrýni og segja
frá sinni eigin reynslu."
— Menn reyna ekki að gera
lítið úr vandanum og þar með
starfsemi ykkar?
„Það hefur komið fyrir, að
menn reyna að slá þessu upp í
grín, og ætla að fara að tala um
málið á þeim nótum. Við höfum í
sjálfu sér ekkert á moti dálitlu
glensi, lífið á að vera skemmti-
legt, en hitt er svo annað mál, að
mín reynsla er sú að fólki skilst
fljótlega að okkur er full alvara,
og við teljum áfengisvandamálið
ekki vera gamanmál, öðru nær.“
Menn koma eftir
fundina
— Verður andrúmsloftið
aldrei þvingað, þar sem meðal
fundarmanna eru menn sem eiga
við áfengisvandamál að etja,
finnst þeim ekki nærri sér
höggvið?
„Eg minnist þess ekki, að hafa
orðið þess var á fundum að and-
rúmsloftið væri þvingað af þess-
um ástæðum. Hins vegar er ekki
vafi á því, að margir hugsa sitt,
bæði alkóhólistar og vinnufélag-
ar þeirra. — Þessir menn koma
oft til okkar á eftir og vilja ræða
vandamálið, og stundum verður
heimsókn okkar til að menn vilja
reyna að takast á við vandann og
gera bragarbót á lífi sínu.
Einu sinni gerðist það, eftir
vinnustaðafund, að til mín kom
maður, sem liðið hafði hinar
mestu þjáningar á fundinum.
Hann hélt að til fundarins hefði
verið boðað sín vegna, hann
hafði á tilfinningunni að allir
væru að horfa á sig, eða tala um
sig, hann vissi ekki að fundurinn
var einn margra á fundarher-
ferð. — Hann kom til mín og
ræddi þetta, og niðurstaðan varð
sú, að hann sá að hann varð að
gera eitthvað í sínum málum og
fór í meðferð.
Ég gæti nefnt þér fjölmörg
dæmi af þessu tagi, en í raun
vitum við ekkert hver árangur-
inn af starfi okkar er í þessu til-
liti. Við vitum ekki um hve
margir grunnskólanemendur
byrja ekki að drekka vegna
funda með okkur, við vitum ekki
hve margir starfsmenn fyrir-
tækja taka sig á eftir heimsókn-
ir okkar. Það verður ekki brugð-
ið neinni mælistiku á þetta starf,
sem er í senn leiðbeinandi og
fyrirbyggjandi, en við erum þess
fullviss að þetta ber árangur, og
að við séum á réttri leið.“
Allir geta óskað
eftir fundum
— Hvernig eru þessi sextíu
fyrirtæki, sem þið senduð bréf,
valin?
„Fyrst og fremst var haft að
leiðarljósi, að um væri að ræða
fjölmenna vinnustaði, að
minnsta kosti nú í byrjun. Við
höfum ekki mannafla eða fjár-
muni til að fara á alla vinnu-
staði, og höfum því reynt að ná
til sem flestra með þessum
hætti. Ég hef þegar farið á eina
tólf, fjórtán staði í þessari lotu,
og talað við hundruð manna, og
þessu verður haldið áfram. Þetta
er ekki tímabundið verkefni,
heldur er ætlunin að það verði
fastur liður í starfsemi okkar
framvegis.
Við erum reiðubúin að koma
hvert á land sem er, til að hitta
starfsfólk, verði þess óskað. Um
leið höldum við áfram fræðslu-
fundum okkar í skólum, við för-
um iðulega á fundi hjá hvers
kyns klúbbum og áhugamanna-
félögum; J.C., Kiwanis, Lions og
fleiri. í baráttunni við áfengis-
vandamálið verður aldrei gefið
vopnahlé, og það er um að gera
að berjast á sem flestum víg-
stöðvum samtímis. Skilningur á
áfengisvandamálinu og á eðli
alkóhólisma sem sjúkdóms fer
vaxandi, og fordómar láta smám
saman í minni pokann fyrir
þekkingu og skynsamlegum um-
ræðum, en betur má ef duga
skal. Vinnustaðaheimsóknirnar
eru aðeins einn angi baráttunn-
ar,“ sagði Jóhann Örn að lokum.
- AH
—BÍLASÝNING—
SÝNUM1983 ÁRGERÐIRNAR AFISUZU OG OPEL, ÁSAMT
GLÆNÝJUMBLAZER Á GLÆSILEGRIBÍLASYNINGU
LAUGARDAGINN12. MARS KL. 10-17 OG SUNNUNDAGINN13. MARS KL. 13-17
Verið velkomin i sýningarsal okkar
og njótið þess að skoða úrvalsbila
Bjóðum sýningargestum að
bragða á gómsætum réttum
frá
GHÐA
kl. 14-17, báða dagana
@ VÉLADEILD SAMBANDSINS
Armúla 3 Revkiavík
(HALLAR
MULAMEGIN)
Sími38 900