Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Njósnarinn MacLean látinn í Moskvu Lét Rússum í té upplýsingar um mikil- vægustu kjarnorkuleyndarmál Vesturlanda London, II. mars. AP. DONALD MacLean, sem eitt sinn var brezkur sendistarfsmaður í Washing- ton, gaf Sovétríkjunum upplýsingar um kjarnorkuleyndarmál og flýði síðan til Moskvu 1951, er látinn. Njósnamál hans var eitt stærsta mál sinnar tegundar, sem átt hefur sér stað í Bretlandi. Talið er, að MacLean hafi látizt sl. sunnudag, en sovézka fréttastofan TASS skýrði fyrst frá láti hans í gaer. Banamein MacLeans var krabbamein, en hann var 69 ára gamall, er hann lézt. Brezka blaðið Daily Mail sagði í dag, að MacLean hafi verið einbúi er hann lézt. Hafi hann að undan- Osló, II. mars, frá fréttaritara Mbl., Jan Krik Lauré. GREENPEACE-skipið Sírius kom til Noregs í dag og telja norsk yfirvöld að skipið sé ólöglegt í norskri land- helgi. Talið var að skipið myndi dregið úr norskri landhelgi síðdegis, en utanrfkisráðuneytið taldi þess ekki þörf. förnu búið í íbúð í Moskvu, en áður hefði hann dvalið í Botkin-sjúkra- húsinu. Sírius er við strendur Noregs til að mótmæla sel- og hvalveiðum Norðmanna og mun fara milli staða í Noregi til að mótmæla veiðunum. Ekki er vitað í hvaða formi þessi mótmæli verða. Guy Burgess, náinn vinur og njósnafélagi MacLeans lézt árið 1963 og var þá orðinn áfengis- sjúklingur. Burgess var líka hátt- setur starfsmaður í brezku utan- ríkisþjónustunni, áður en hann flýði land, en hann var látinn vita 1951, að brezka leyniþjónustan hefði komizt á snoðir um njósnir þeirra í þágu Rússa. Hinn 29. maí þetta ár — á 38 ára afmælisdegi MacLeans — fóru þeir félagar svo lítið bar á, með ferju frá Englandi til Frakklands og komust síðan til Moskvu. Árið 1963 fetaði Harold „Kim“ Philby í fótspor þeirra og flýði til Moskvu, en hann var þriðji mað- urinn í njósnahringnum. Philby hafði starfað í gagnnjósnaþjón- ustu Breta og komst til Sovétríkj- anna frá Beirút, eftir að hann hafði fengið aðvörun um, að flett hafði verið ofan af njósnastarf- semi hans. Philby starfar enn í Moskvu á vegum leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB. Greenpeace-menn mótmæla við Noreg Kista MacLean borin út úr stofnuninni, þar sem hann starfaði, en þar stóð kista hans í hálfa klukkustund áður en útfórin fór fram. Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundur Samvinnubanka Islands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, í dag laugardaginn 12. mars 1983 og hefst kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf. Blaöburðarfólk óskast! \ x *j jjj* llM?- Vesturbær Granaskjól Kópavogur Hrauntunga ptéíCi0tm!bitabií> i Á SKÍÐUM 1983 1. JANÚAR — 30. APRÍL Skráningarspjald Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á tímabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er talinn með í keppn- inni. Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru tveggja. Nafn Heimilisfang Héraö Hve oft Skilið skráningarspjaldinu til skíðafélags, á skíðastað eða til annarra aðilja sem verða auglýstir síðar. SENDA MÁ SPJALDIO MERKT SKÍÐASAMBANDI ÍSLANDS, ÍÞRÓTTAMIÐSTÖDINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK. NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI Á SKÍÐUM 1983

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.