Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 23 Noregur: Forstjóri hjúkrunarheimilis fundinn sekur um fjöldamorð Osló 11. mars. Frá fréttaritara Mbl. FYRRVERANDI forstjóri elli- og hjúkrunarheimilisins í Orkdal í Nor- egi er fjöldamorðingi. Dómstóll í Niðarósi komst í dag að þessari niðurstöðu og fann Arnfinn Nesset sckan um að hafa myrt 22 mann- eskjur, en alls var hann sakaður um að hafa stytt 25 mönnum aldur. Það var fyrir þremur árum, i mars 1980, sem lögreglan hóf að rannsaka málið eftir að grunur hafði vaknað um að Arnfinn Ness- et, forstjóri elli- og hjúkrunar- heimilisins í Orkdal, hefði myrt marga sjúklinga með eitrinu cur- acit, sem lamar öndunarfærin og veldur hægum köfnunardauða. Alls höfðu 60 sjúklingar látist með grunsamlegum hætti og skömmu eftir handtökuna játaði Nesset. að hann hefði myrt 30 þeirra. Ákæran hljóðaði hins veg- Arnfinn dag. Nesset ar upp á 25 morð, þar sem ekki þóttu nægar sannanir fyrir fleir- um. Arnfinn Nesset dró síðar játningu sína til baka og þegar réttarhöldin hófust í október sl., kvaðst hann vera alsaklaus. Réttarhöldin yfir Nesset eru þau umfangsmestu, sem fram hafa farið í Noregi á friðartímum. Vitnaleiðslurnar hafa tekið næst- um hálft ár og þótt. ákæruvaldinu hafi ekki tekist að leggja fram af- gerandi sannanir fyrir sekt Ness- et, taldi rétturinn yfirgnæfandi líkur á því að hann bæri ábyrgð á a.m.k. dauða 22 manna. Nesset var alltaf með sjúklingunum skömmu áður en þeir gáfu upp andann og stundum sást til hans með sprautu í hendi. Dómurinn yfir Arnfinn Nesset verður kveðinn upp í næstu viku. Ítalía: Játar samstarf við búlgarska njósnara Róm, 11. mars. AP. STARFSMAÐUR ítalsks verkalýðs- sambands, sem situr í fangelsi sakaður um njósnir og hryðju- verkastarfsemi, hefur viðurkennt að hafa haft samstarf við búlgarska njósnara og tekið þátt í alls konar ráðabruggi með þeim að því er ít- ölsku dagblöðin greindu frá í dag. Ekki er nákvæmlega vitað um játningar verkalýðsstarfsmanns- ins Luigi Scricciolo, en ítalska fréttastofan AGI sagði, að hann hefði veitt lögreglunni „óhemju- miklar" upplýsingar, m.a. lista með nöfnum ítalskra verkalýðs- starfsmanna og búlgarskra njósn-. ara, sem hefðu haft samstarf um ýmis glæpaverk. ttölsk yfirvöld hafa sakað Búlgara um að vera riðnir við morðtilræðið við Pál páfa fyrir tveimur árum, fyrir- hugað samsæri um að myrða Lech Walesa og eiturlyfja- og vopna- smygl. Vinstrisinnaða Rómarblaðið La Repubblica segir, að Scricciolo hafi „flett ofan af njósnaneti Búlgara" á Ítalíu og játað að hafa staðið í sambandi við búlgörsku leyniþjónustuna þegar hann var yfirmaður þeirrar deildar UIL- verkalýðssambandsins, sem sá um erlend samskipti. Okkar gestir vilja aöeins þaö besta í kvöld bjóðum við m.a. Sauerkrout súpa bætt m/ baconi. Nýir gratineraðir kræklingar m/ hvítlaukssmjöri. Krabba og agúrku cockteil m/ ristuðu brauði. Heit frönsk tómat tarte. Innbakaðar gellur í pappír m/ kryddjurta- og sítrónu- smjöri. Pottsteiktir kjúklingar í rjóma m/ kantarill villisvepp- um og kartöflum dauphine. Eldsteikt sirlon steik m/ humarhala djúpsteiktu broccoli og fyotsósu. Gráðostamús m/ ristuðu brauði. Gljáður rauöbeðuís í kampavíni. Jón Möller og Raymond Groeenendaal verða á sínum stað við hljóðfærin. (~(~ Velkomin i S2UI Skólavörðustíg 12, - sími 10848. fMfajgutiIifiifrife Askriftarsíminn er 83033 Nýr, glæsilegur áfangastaður Útsýnarfarþega, ALGARVE, kynntur á SUNNUDAG 13. MARZ „Gullströndin í Albufeira“ PORTÚGALSHÁTÍÐ ÚTSÝNAR Á BROADWAY Kl. 19.00 Húsiö opnað — fordrykkur í boði Ríkisferða- skrifstofu Portúgals. Kvikmynd frá Portúgal, happdrætti, músík. Mætið sundvíslega og missiö ekki af neinu. Kl. 19.30 Veislan hefst. Tvíréttaður kvöldverður. Verð aðeins kr. 270. Heiðursgestir: J.C. Teiexeira frá portúgölsku ríkisferöa- skrifstofunni Fernando Hipolito frá Viagens Rawes í Algarve. Ferdakynning frá Portúgal FEGURÐARSAMKEPPNI. Þátttakendur í forkeppni Ungfrú og herra Útsýn valdir úr hópi gesta. Hárskurðar- og hárgreiðslu- sýning frá Hárgreiðslu- og rakarastofunni Klapparstíg. 24 módel sýna V árangur meistaranna. Einsöngur: Hinn frábæri tenórsöngvari, Kristján Jóhannsson píanóleikari, Guðrún A. Kristinsdóttir. Tízkusýning: Módel ’79 sýna. frá Pophúsinu. Portúgalski söngvarinn Joao Silva skemmtir meö Ijúfri, portúgalskri tónlist. Danssýning: JAZZ-SPORT. Hinar fjölbreyttu sólarlandaferðir Útsýnar kynntar á sjónvarpsskermi í neðri sal frá kl. 22.00. Happdrætti. Ferðavinningur dreg- inn úr miðum gesta, sem koma fyrir kl. 20.00. Bingó. Spilað um 3 Útsýnarferðir. Dans. Hljómsveit Björgvins Hall- dórssonar. Diskótek: Gisli Sveinn Loftsson Ferðaskrifstofan UTSÝN Allir gestir fá ókeypis Polaroid-mynd viö komuna frá Mats Wibe Lund. cccADmy Forsala aðgöngumiða og borðapantanir í BROADWAY í dag kl. 9—17, sími: 77500. Pantið miða tímanlega. Spariklæðnaöur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.