Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 24

Morgunblaðið - 12.03.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö. Sköttun í endaðan starfsferil - þingmál sem sómi er að Meginstefnan í ríkis- fjármálum sl. fjögur ár hefur verið tvíþætt: • í fyrsta lagi hefur skatt- heimta verið aukin og hert. Ekki einvörðungu beinir skattar, þ.e. tekju- og eigna- skattar, heldur ekkert síður verðþyngjandi skattar eins og söluskattur, vörugjald, benzínskattar, verðjöfnun- argjald á raforku, tollaf- greiðslugjald, gjald á ferða- lög o.m.fl., sem talið hafa verðlag upp en ekki niður. Á milli áranna 1977 og 1983 hefur skattheimta hins opinbera aukizt um 6,5% af þjóðarframleiðslu, sem jafn- gildir 2.700 milljónum króna eða 57.800 krónum á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu á verðlagi fjárlaga. • í annan stað hefur verið haldið þann veg á ríkis- fjármálum að hinn opinberi skuldahali, sem sízt hefur minnkað þrátt fyrir síaukna skattheimtu, hefur verið færður frá ríkissjóði yfir á ríkisstofnanir og ríkisfyrir- tæki, sem mætt hafa rekstr- arkostnaði umfram tekjur með innlendri og erlendri skuldasöfnun, eins og at- vinnureksturinn í landinu al- mennt. Þannig hefur ríkis- sjóðurinn komið betur út, einn og sér, í áróðurslegri talnauppsetningu fjármála- ráðherrans. Þessa síðustu daga 105. löggjafarþingsins koma skattamál enn við sögu, bæði ný skattheimta, í anda ríkis- stjórnarinnar, og skatteft- irgjöf til þeirra, sem láta af störfum fyrir aldurs sakir, sem fékkst fram með sam- þykkt frumvarps sem Albert Guðmundsson var fyrsti flutningsmaður að en með- flutningsmenn vóru úr öllum þingflokkum. Hinn nýi skattur heitir veggjald, sem greiðist af þyngd bifreiða, og ætlað er að gefa nálægt 110 m.kr. tekjur. Hann er réttlættur með fjárþörf til vegagerðar. Og rétt er það að þessum nauðsynlega verkþætti hefur verið haldið í fjársvelti um árabil, fyrst og fremst vegna þess að sköttum af umferð, sem fyrir vóru, var að meg- inhluta ráðstafað til annars en vegagerðar. Hækkun benzínskatta milli áranna 1978 og 1983, 438 m.kr. á I föstu verðlagi vegaáætlunar 1983, sem jafngildir 42% af ráðstöfunarfé samkvæmt vegaáætlun ársins, hefur nær alfarið gengið til al- mennrar eyðslu ríkissjóðs. Nær ekkert til vegagerðar. Síðan er einfaldlega lagður á nýr umferðarskattur! Skattastefna ríkisstjórnar- innar ríður ekki við einteym- ing. Sá varnarsigur, sem vannst á skattavígstöðvum þjóðarinnar, með samþykkt frumvarps Alberts Guð- mundssonar og meðflutn- ingsmanna, er hinsvegar fagnaðarefni. Meginefni hinna nýju laga er það, að skattstofn konu eða karls, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir, skuli helm- ingaður, þ.e. þær tekjur sem verða til á 12 mánuðum fyrir starfslok. Einnig er skatt- stjóra heimilt, ef um er sótt, að meta eignaskattsstofn til lækkunar, þegar svo stendur á sem hér um ræðir. Það eru mikil viðbrigði í lífi hverrar manneskju, bæði tekjuleg og annars eðlis, er starfsævi lýkur og setzt er í helgan stein. Óþarfi er að tí- unda þá þætti, sem þar koma við sögu. Hitt getum við ver- ið sammála um, velflest, að það er lítt viðeigandi af sam- félaginu að þakka langa starfsævi skattborgarans á þann hátt, á því ári er tekjur hans skreppa saman, að halda skattheimtu áfram af fullum þunga. Frumvarp Alberts Guð- mundssonar og meðflutn- ingsmanna úr öllum 'þing- flokkum, sem Alþingi hefur nú gert að lögum, var rétt- lætismál. Það er þingheimi til sóma. Það er eins og vin í eyðimörk þingstarfa á líð- andi vetri, sem verið hafa í slakara lagi vegna verk- stjórnar og verklags sundur- þykkrar ríkisstjórnar. Ríkis- stjórnar, sem situr á inn- byrðis svikráðum meðan verðbólgan svíður undirstöð- ur þjóðarbúskapar, þjóðar- tekna, atvinnuöryggis og lífskjara almennings. Það er varnarsigur stjórnarand- stöðu á skattavettvangi þeirrar ríkisstjórnar, sem gengið hefur fram af meiri hörku í almennri skatt- heimtu en nokkur önnur. Læknisíræöi ojí verkfræði í senn Helgi og Óskar spjalla saman um dvölina í Kurgan, sem um margt var æintýraleg. Ljósm. Mbi. rax. Islenzkur drengur í lengingu í Rússlandi TÆPLEGA 14 ára piltur, Helgi Óskarsson, úr Reykjavík, er nýkom- inn heim frá Kurgan í Austur-Síb- eríu, þar sem hann var til meðferðar hjá sérfræðingum sem lengja fólk. Þegar Helgi fór utan fyrir um það bil einu ári síðan var hann 114 sm á hæð, en nú er hann orðinn 132 sm og er að þjálfa sig upp og styrkja fyrir næstu lotu í Kurgan þar sem lærleggir hans verða þá lengdir, en fótleggirnir voru lengdir í fyrstu lotu. IVleð Helga í Kurgan var faðir hans, Oskar Einarsson, og aöstoðaði hann m.a. við þjálfun barna á sjúkrahúsinu, en því er stjórnað af lækninum Iliazarov, sem hóf þetta starf fyrir 30 árum síöan. Sjúkrahús- ið í Kurgan tekur um 300 sjúklinga í rúm, en verið er aö byggja 600 rúma sjúkrahús sem verður tekið í notkun eftir eitt ár. Helgi er fyrsti Vestur- Evrópubúinn sem fékk inni á sjúkra- húsinu, fyrir utan nokkur ítölsk börn, en sjúkrahúsið er hið eina sinnar tegundar í heiminum. f samtali við Mbl. sagði Óskar, faðir Helga, að ástæða væri til að vekja athygli á þessum árangri sem þegar hefði naðst, vegna þess að hér á landi væru margir sem þyrftu slíkrar meðferðar við, væru t.d. með of stuttan fót. Læknisaðferðin byggist á því að gangsetja vaxtarstöðvar í líkam- anum, og það er gert með því að setja pinna í gegn um beinin sem á Pinnarnir sem boraðir eru í gegn um beinin sjást vel á myndinni, 4 efst, tveir í miðjunni og fjórir neðst, en síðan eru hringirnir notaðir sem þvingur. að lengja. Á fótlegg er til dæmis sett víravirki efst við hné, þá í miðjan fótlegginn og síðan niður undir ökla þar sem vaxtarstöðvar eru. Síðan er eins konar þvingum komið á þessa pinna og teygt á beininu um !6 millimetra á dag. Helgi var í þessari teygingu í 3 mánuði og síðan var hann á sjúkrahúsinu í um sjö mánuði í viðbót meðan beinið og annað var að gróa og byggja sig upp. Lengst af var hann látinn ganga mjög mikið og að jafnaði fóru hann og faðir hans í 3—4 km gönguferðir daglega. Margskonar aðgerðir á þessu sviði eru framkvæmdar á sjúkra- húsinu. M.a. hfa læknar þar teygt fótstúf og búið til il með því að beygja fótlegginn. Þegar ásetan hefur verið orðin nógu sterk hefur stúfurinn síðan verið lengdur í eðlilega lengd. Þá hafa fingur ver- ið lengdir og sagði Óskar að yfir- læknirinn, Iliazarov, væri í raun- inni bæði verkfræðingur og lækn- ir. Kurgan er 350 þúsund manna bær um 400 km austan Uralfjalla, en þangað fara Helgi og Óskar faðir hans í maí eða júní nk. til skoðunar, en reiknað er með að lenging á lærleggjum Helga hefj- ist efitr 1—2 ár. hins vegar hefur reynslan sýnt að þegar búið er að koma vaxtarstöðvum í líkamanum í gang virkar það einnig á fleiri líkamshluta en þá, sem meðferð- inni er beitt á, t.d. hefur lærleggur Helga einnig lengst nokkuð síðan hann var til læknismeðferðar í Rússlandi. f samtali sagðist Helgi stefna að því að stækka eins og hægt væri með aðstoð þessara sérfræðinga og ef hann næði nógu mikilli hæð, þá ætlaði hann sér í körfubolta, en aðalatriðið væri að stækka eins og annað fólk. I H Frumsýning Hússins Mynd tilfinninga en ekki hesta og fjalla — segir Björn Björnsson einn af höfundum handrits „KVIKMYNDIN Húsið er (ilbúin til sýningar, við komum heim frá Svíþjóð í vikunni með tilbúið eintak, en þar unnum við síóustu þrjár vikur við hljóðsetningu og fullnaðarfrágang," sagði Egill Eðvarðsson leikstjóri Húss- ins á blaðamannafundi í gær í tilefni af frumsýningu Hússins í Háskólabíói á laugardag kl. 5. Sýningar utan Reykjavíkur hefjast mjög fljótlega og þá fyrst væntanlega í Vestmannaeyjum, á Akureyri og Húsavík. Egill sagði að þeir félagar sem standa að gerð myndarinnar væru mjög ánægðir með árangurinn að loknu verki og nú væri að leggja myndina í dóm hjá áhorfendum. Þetta er fyrsta íslenzka kvik- myndin í Dolby-Stereo, en Egill kvað tónlistina í myndinni eftir Þóri Baldursson, skipta verulegu má!i. Um atburðarásina sagði Egill: „Kvikmyndin verður að tala sínu máli sjálf og það er hugsunin á bak við verkið, að kvikmynda- hússgesturinn sé sjálfur þátttak- andi í myndinni, hann þarf hugs- anlega að leysa með okkur ýmsar spurningar. Við erum sjálf sátt við árangurinn, fengum það fólk sem við vildum, gerðum okkar bezta og það var skemmtilegt að geta leitað til atvinnumanna í ís- lenzkri kvikmyndagerð." Kvikmyndatakan tók 8 vikur alls, en myndþættirnir í Húsinu eru 1.000 talsins og er það mjög hátt hlutfall. Björn Björnsson, einn af að- standendum Hússins og höfund- um leikmyndar m.m., sagði að þeir hefðu i upphafi ákveðið að semja handritið sjálfir, fá atvinnuleikara til að leika og byggja það upp á tilfinningum í stað þess að láta hesta og falleg fjöll vera aðalatriðið. Egill sagði að efni myndarinnar byggðist ekki aðeins á dularfull- um atvikum, heldur hefði ýmis- legt dularfullt komið upp þegar myndin var í vinnslu. Til dæmis mms

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.