Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 25 1 ? í 1 1 í t I K i 1 K í J Móöir Helga, Ingveldur Höskuldsdóttir, haföi á oröi aö Helgi væri orðinn mun íjálfstæöari eftir meöferðina í Kurgan. elgi á heimili sínu í gær. Helgi áður en hann fór út. Iliazarov læknir, sem stjórnar sjúkrahúsinu og er maðurinn á bak við þess aðferö, sem um er rætt. Helgi í þvingunum, en í þessu var hann í nær eitt ár. Stjórn Félags bókasafnsfræðinga: Ómaklega vegið að bókasafnsfræðingum MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá stjórn Félags bóka- safnsfræöinga, þar sem geröar eru athugasemdir viö ummæli Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra í Morgunblaöinu í gær, en félagið telur aö ráöherra hafi ráöizt ómaklega að tveimur stjórnarmönnum og enn- fremur í garö stéttarinnar. Fréttatilkynning bókasafnsfræðinga er svo- hljóðandi: í Morgunblaðinu föstudaginn 11. mars er viðtal við mennta- málaráðherra, Ingvar Gíslason, um stöðuveitingu við Blindra- bókasafn íslands. Þar segir orð- rétt: „Ég er búinn að kynna mér þetta mál mjög vel undanfarna daga og álít að það sem gerst hefur í stjórninni sé það að bókasafnsfræðingar hafi ráðið þarna ákaflega miklu. Það er til- hneiging hjá þessum sérfræðing- um að gera mjög mikið úr störf- um sem snerta þeirra verksvið." Stjórn Félags bókasafnsfræð- inga telur að þarna sé ómaklega ráðist að tveimur af fjórum full- trúum stjórnarmeirihlutans, þeim Kristínu H. Pétursdóttur, bókafulltrúa ríkisins og Elfu Björk Gunnarsdóttur, borgar- bókaverði, fulltrúa Bókavarðafé- lags íslands, auk þess sem stjórnin harmar ummæli ráð- herrans í garð stéttarinnar. Gef- ið er í skyn að bókasafnsfræð- ingar hafi verið að ota sínum tota í máli þessu. Það verður að teljast einkennileg niðurstaða þegar haft er í huga að stjórn Blindrabókasafns Islands var sammála um að stöðunni skyldi „ gegna kennari á framhalds- skólastigi — ekki bóka- safnsfræðingur. Kristín H. Pétursdóttir og Elfa Björk Gunnarsdóttir hafa einnig verið bornar þeim sökum í fjölmiðlum að fordómar hafi ráðið ákvörðun þeirra. Það er samdóma álit stjórnar Félags bókasafnsfræðinga að slíkar að- dróttanir hafi ekki við rök að styðjast, einkum ef haft er í huga að umræddir aðilar hafa átt drýgstan þátt í að byggja upp bókasafnsþjónustu, að ákvörðun þeirra hefur ekki verið tekin nema að vel athuguðu máli og með hag fatlaðra, þ.e. notenda- hóps safnsins, í huga. Ályktun stjórnar Varðar: Sjálfstæðisfólk standi einhuga við framboð flokksins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi alyktun fra stjórn Varðar, Reykjavík: „Stjórn Landsmálafélagsins Varðar vill beina þeim eindregnu tilmæl- um til alls sjálfstæðisfólks um land allt að taka ekki þátt í neinum undirskriftasöfnunum eða áskorunum til einstakra þingmanna eða frambjóöenda Sjálfstæöisflokksins um sérframboð af einhverju tagi. Stjórn Varðar vill því hvetja allt sjálfstæðisfólk til að standa einhuga og af öllu afli á bak við framboð flokksins. Ástand þjóð- mála og þróun á undanförnum árum eru þess eðlis, að enginn vafi á að geta ríkt um það meðal sjálfstæðismanna, að ríkis- stjórnin hefur alls ekki starfað i anda Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna eru allar hugsanlegar til- raunir til sérstakra framboða með stuðningi sjálfstæð- ismanna, og sem tengjast hug- myndum um ágæti núverandi stjórnarsamstarfs byggðar á misskilningi sem eindregið verð- ur að vara fólk við. Reynslan hefur sýnt svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eina trausta kjöl- festan í íslenskum stjórnmálum, en slíks afls er mest þörf á ör- lagatímum eins og nú eru runnir upp. Samhentur Sjálfstæðis- flokkur er leiðin út úr krepp- unni.“ Úr kvikmyndinni Húsiö, Lilja í hlutverki sínu ásamt tveimur börnum. var verið að vinna við myndina þegar einn kaflinn kom ekki fram á sýningu. Þá átti að sýna tilvitn- un í trúarlega fundi, en tækin stöðvuðust og kvikmyndin datt út, en hljóðið hélt áfram. Engin tæknileg skýring fannst á fyrir- bærinu og sama varð uppi á ten- ingnum nokkru síðar í myndinni þegar einnig var fjallað um trú- arleg atriði. Kvikmyndagerðin hefur tekið rúmt ár og heildar- kostnaður við gerð myndarinnar er rúmar 4 milljónir króna. Um 60 þúsund áhorfendur þarf til að endar nái saman. Húsið — Trúnaðarmál er gerð eftir handriti Egils Eðvarðssonar, í upptökusal Aöstöðu og hugmyndar í gær. Frá vinstri: Þórir Baldursson höfundur tónlistar, Jón Þór Hannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Björn Björnsson, einn af höfundum handrits, Jóhann Sigurðarson, annar aöalleikarinn, Snorri Þórisson, kvikmyndatökumaöur og einn þriggja höfunda handrits, Egill Eðvarðsson, leikstjóri og höfundur handrits, og Lilja Þórisdóttir, annar aðalleikarinn. Ljósmynd Mbl. Rannnr Axelsson Snorra Þórissonar og Björns Björnssonar og framleiðandi er Saga Film. Leikstjóri er Egill Eð- varðsson, kvikmyndatökumaður Snorri Þórisson, leikmyndir gerir Björn Björnsson og framkvæmda- stjóri er Jón Þór Hannesson. Tónlist semur Þórir Baldursson og aðalhlutverk myndarinnar leika Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðarson. Auk þeirra koma margir þekktir leikarar fram í myndinni, m.a. Helgi Skúlason, Þóra Borg, Róbert Arnfinnson, Bríet Héðinsdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Margrét Ólafsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Árni Tryggvason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Borgar Garðarsson og fleiri. Klippingu myndarinnar önnuð- ust Egill Eðvarðsson og Snorri Þórisson, hljóðstjórn Sigfús Guð- mundsson, búninga gerði Dóra Einarsdóttir og förðun Ragnheið- ur Harvey. Gunnlaugur Jónasson útvegaði leikmuni og Þorgeir Gunnarsson hafði urnsjón með þeim. Aðstoðarkvikmyndatöku- maður var Sigmundur Arthúrs- son, aðstoðarmaður hljóðstjóra Jón Kjartansson og aðstoðar- tæknimaður Ágúst Baldursson. Aðstoðarmaður leikstjóra var Ingibjörg Briem. Auk þessara lögðu margir hönd á plóginn t.d. við gerð leikmyndar, en stór hluti myndarinnar er tekinn í upptöku- sal í Reykjavík. Auk þess fóru upptökur frarn í Keflavík, á Húsa- vík og síðast en ekki síst í Yínar- borg. þar sem hluti myndarinnar gerist. Söguþráður myndarinnar er bæði dularfullur og spennandi og vilja framleiðendur ekki rekja hann frekar en orðið er, heldur benda tilvonandi bíógestum á að bregða sér í Háskólabíó og sjá með eigin augum nýjasta fram- lagið til íslenskrar kvik- myndagerðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.