Morgunblaðið - 12.03.1983, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
Minning:
Steinn Ingvarsson frá
Múla í Vestm.eyjum
Fæddur 23. október 1892
I)áinn 1. marz 1983
í dag verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
einn af elstu borgurum Vest-
mannaeyjabæjar, tengdafaðir
minn, Steinn Ingvarsson, en hann
lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1.
mars sl. eftir erfiða sjúkdómslegu.
Steinn fæddist 23. október 1892
að Minna-Hofi á Rangárvöllum.
Foreldrar hans voru Sigríður
Steinsdóttir ljósmóðir og Ingvar
Ólafsson bóndi. Steinn var elstur
10 bræðra, þrír þeirra létust mjög
ungir. Á lífi eru þrír bræður, Guð-
mundur, verslunarmaður í Vest-
mannaeyjum, Magnús, bóndi á
Minna-Hofi og Sigurgeir, verslun-
armaður á Selfossi.
Á unga aldri þurfti Steinn að
leita fanga út fyrir sveit sína, eins
og mjög var algengt á þessum
tíma, möguleikar á vinnu voru
mjög takmarkaðir í sveitinni.
Hann vann í hinum ýmsu ver-
stöðvum sunnanlands, en upp-
gangur var mestur við útveginn,
m.a. vann hann á vertíðum í Vest-
mannaeyjum. Eitthvað hafa Eyj-
arnar laðað hann að sér, því 1923
flytur Steinn alfarið búsetu til
Eyja. í fyrstu vinnur Steinn við
hverskonar störf til lands og sjáv-
ar og var eftirsóttur starfskraftur
fyrir dugnað og áreiðanleika.
I 15 ár vann Steinn hjá einum
svipmesta útgerðarmanni Vest-
mannaeyja í þá daga, Ársæli
Sveinssyni, eða þar til hann var
ráðinn til bæjarfélagsins.
Árið 1938 var Steinn skipaður
framfærslufulltrúi Vestmanna-
eyjakaupstaðar og sjúkrahúsráðs-
maður frá sama tíma. Þessum
störfum gegndi hann allt til ársins
1962, er hann lét af störfum vegna
aldurs. Þar að auki gegndi hann
fjölda annarra opinberra starfa,
m.a. var hann stefnuvottur bæjar-
félagsins í 28 ár. Voru störf hans
unnin af mikilli trúmennsku og
hógværð, enda maðurinn með ein-
staka skapgerð og fágaða fram-
komu.
Samfara þessum störfum hjá
bæjarfélaginu vann Steinn hjá
Samkomuhúsi Vestmannaeyja í
yfir 40 ár eða allt til ársins 1980.
Árið 1924 giftist Steinn eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Þorgerði
Vilhjálmsdóttur, sem fædd er og
uppalin í Vestmannaeyjum. Þeim
hjónum varð 4 barna auðið, dætra
er allar lifa föður sinn. Sigríður,
gift Sveini Magnússyni, Jóna, gift
undirrituðum, Þóra, gift Finnboga
Árnasyni og Guðrún, gift Jóhanni
ólafssyni. Afkomendur þeirra
hjóna eru orðnir margir, barna-
börnin 11 og barnabarnabörnin
orðin 17.
Þau hjónin Gerða og Steinn
eignuðust yndislegt heimili og
voru vinsæl á meðal bæjarbúa, því
ber glögglega vitni hve oft var
gestkvæmt á heimili þeirra. Það
er oft sagt að hægt sé að ráða í
innri mann eftir því hvernig heim-
ili hann býr. Ég held að það fari
ekki á milli mála, að allur sá fjöldi
vina og kunningja, sem heimsóttu
Gerðu og Stein reglulega, sé sam-
mála um að þar hafi búið samhent
og dugandi hjón.
Ég gleymi aldrei fyrstu ferð
minni til Vestmannaeyja, ungling-
ur, aðeins 18 ára gamall. Það var
kvíði í mér, sem fljótlega varð
ástæðulaus, því um leið og ég var
kominn inn fyrir þröskuldinn á
Múla var mér tekið eins og syni.
Ég hef aldrei kynnst manni sem
hafði eins góða skapgerð og
Steinn, aldrei heyrði maður for-
mælingu af hans vörum, og ef ein-
hver vandamál komu upp var
hann boðinn og búinn til að leysa
þau, hvort sem um var að ræða
nákomna eða ekki.
Steinn var góður íþróttamaður
á yngri árum og var hans uppá-
halds íþrótt íslensk glíma. Keppti
Steinn á mörgum ungmennafé-
lagsmótum og jafnframt sýndi
hann þessa fögru íþrótt víða.
Steinn hélt mikla tryggð við átt-
hagana og leið honum illa ef hann
frétti ekki með stuttu millibili,
hvernig gengi í sveitinni. Á hverju
ári dvöldu þau hjónin í lengri eða
skemmri tíma á Hofi og reyndu
þau að haga ferðum sínum þannig
að dvölin yrði um mesta annatím-
ann, þ.e. um sláttinn, til að geta
tekið til hendinni. Þá kom það
ekki svo sjaldan fyrir að hann
skrapp upp á land á haustin og tók
þátt í smalamennskunni og rétt-
unum. Voru þetta ógleymanlegar
stundir og bjó Steinn að þessum
ferðum í langan tíma á eftir.
Steinn var mikill ljóðaunnandi
og kunni mikið af fögrum ljóðum.
Mig langar til að birta eitt af
uppáhalds ljóðum hans, þvi það
má segja að það lýsi vel manngerð
hans og jafnvel meira en mörg orð
fá lýst.
TrúAu á tvennt í heimi,
tign sem æAsta ber,
kruó í alheims geimi,
ffuA í sjálfum þér.
Að lokum vil ég senda minni
ástkæru tengdamóður og tengda-
fólki öllu mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur um leið og fjölskylda
mín þakkar Gerðu og Steini fyrir
allar góðu samverustundirnar.
„Far þú í friði, friður guðs þig
blessi."
Hilmar Guðlaugsson
Það er nú að síga í hálfa öld
síðan kynni okkar Steins heitins á
Múla hófust. Þetta er langur tími,
og þegar horft er um öxl, hrannast
upp í hugann minningar um alveg
einstakan mann, mann sem með
lífsviðhorfi sínu, góðvild, og elsku-
legheitum í daglegum háttum átti
alla að vinum. Það er mikið lifslán
að komast frá lífinu á þann hátt er
Steinn heitinn gerði. En þetta kom
ekki af engu. Skaphöfn var með
þeim hætti, að hann dró mann að
sér. Það var gott að vera í návist
hans. Hjartahlýja, vilji til að
verða að liði, frómleiki í umtali og
færa allt til betri vegar var hans
aðalmerki. Og enn var einn þáttur
í fari Steins heitins er ekki á að
liggja i láginni og það var
trúmennskan. Lífshlaup Steins
var að nær öllu leyti í Vestmanna-
eyjum. Þar var hans starfsvett-
vangur, og þar gegndi hann marg-
víslegum störfum bæði í þágu ein-
staklinga fyrirtækja og hins
opinbera, en sama var hvar niður
var borið, öll störf vann hann af
einstakri trúmennsku og natni.
Hann bókstaflega lifði fyrir, að
manni fannst, að leysa starf sitt af
hendi á þann hátt að ekki mætti
að finna. Minnist ég þess marg-
sinnis, að manni þótti ekki nóg um
nákvæmnina er hann skilaði af
sér verki. Allt eins og stafur á bók
og orð stóðu.
Steinn Ingvarsson fæddist 23.
október 1892 að Minna-Hofi á
Rangárvöllum, einn 10 bræðra.
Heimilið því mannmargt og þarf-
irnar að sjálfsögðu miklar. Varð
hann því snemma að taka til
hendi, sér og sínum til gagns.
Verkefnin lágu ekki á lausu í hans
heimabyggð. Þá var haldið til
Vestmannaeyja. Þar var verk að
vinna. Eyjarnar voru I þá tíð í
miklum uppgangi, mikið um að
vera, og duglegir og kappsfullir
menn leituðu þangað til þess að
skapa sér betra líf og athafnaþrá
sinni útrás, sem oftar en ella var
þröngur stakkur skorinn í þétt-
setnum sveitum.
Um og eftir 1920 var Steinn á
vertíð hér í Eyjum, en fluttist
hingað alfarið 1923, og bjó hér alla
tíð, þar til yfir lauk. Skömmu eftir
komuna hingað réðist Steinn til
Ársæls heitins Sveinssonar er í þá
tíð og að jafnaði síðan, meðan
hans naut við, rak hér umfangs-
mikla útgerð og fiskverkun. Gerð-
ist þar brátt verkstjóri, sem var
mikið og vandasamt starf, margt
fólk að störfum og að mörgu að
hyggja og oft erfitt um vik, þegar
mikill fiskur barst að landi, hús-
rými takmarkað og starfsfólk
aldrei nægilegt í aflahrotum. En
aflanum varð að koma í lóg og
forða frá skemmdum. Þá var
vinnudagurinn oft æði langur, og
hart að sér lagt. Þetta lét Steinn
heitinn ekki á sig fá, honum var
það mest í mun að ekkert færi úr-
skeiðis, sem alla jafna tókst og frá
löngum verkstjóraferli fór hann
með miklum sóma.
Árið 1938 réðist hann til starfa
hjá Vestmannaeyjabæ, sem ráðs-
maður Sjúkrahússins og fátækra-
fulltrúi. Þá var kreppa í landi,
fjárhagur hjá almenningi og því
opinbera mjög bágur. Var ekki úr
miklu að spila og vandasamt að
gera svo öllum líkaði. Eigi að síður
sigldi Steinn frá þessum störfum
góðan byr. Kom þar fyrst og
fremst til réttsýni hans, umburð-
arlyndi og góðvild.
Auk þessara starfa sinnti
Steinn ýmsum öðrum störfum,
m.a. starfaði hann meira og minna
við Samkomuhús Vestmannaeyja
hf. og það löngu eftir að starfi
hans hjá Vestmannaeyjabæ lauk
við sjötugsaldurinn. Við Steinn
hófum samtímis störf hjá Sam-
komuhúsinu og störfuðum þar
saman um nokkurt skeið. Á
starfsferli mínum við Samkomu-
húsið hófust okkar kynni fyrir al-
vöru. Ég ætla ekki að lýsa sam-
vistum okkar á þeim vettvangi
nánar. En vil þó taka fram, að ég
var þá ungur að árum, ráðvilltur
nokkuð og hafði ef til vill ekki þau
tök á starfinu, sem æskilegast
hefði verið. Mér var þá oft vandi á
höndum og gott að hafa svo góðan
dreng sér við hlið sem Steinn svo
sannarlega var. Æði oft fór ég í
smiðju til Steins og leitaði ráða.
Ráð hans og leiðbeiningar voru á
þann veg að betra varð ekki á kos-
ið og verða seint þökkuð að fullu.
í einkalífi sínu var Steinn
einkar farsæll og hamingjusamur.
Á lokadaginn 11. maí 1924 gekk
hann að eiga einhverja þá elsku-
legustu konu er ég hefi kynnst,
Þorgerði Vilhjálmsdóttur frá
Múla í Vestmannaeyjum. Að Múla
gerðu þau bú sitt og bjuggu allan
sinn búskap. í upphafi voru húsa-
kynnin ekki stór, þröngt setinn
bekkur, en er árin liðu tókst úr að
bæta, og þegar ég fór að venja
komur mínar að Múla var þarna
heimili er bar vott um fyrirhyggju
húsbóndans, smekkvísi og mynd-
arskap húsmóðurinnar. Gerða
setti metnað sinn í það að búa svo
að heimilinu að þar ætti öll fjöl-
skyldan öruggt athvarf, og gestum
þætti gott að koma og um að
ganga.
Samlíf þeirra hjóna var með
slíkum ágætum að ekki var á
betra kosið. Þar sveif yfir vötnum
andi svo góður að maður oft á tíð-
um fylltist lotningu. í sambúð
sinni eignuðust þau fjögur börn,
stúlkur, hver annarri mannvæn-
legri er reyndust foreldrum sínum
með ágætum og hafa sýnt á sinni
lífsbraut að þær bjuggu að góðu
veganesti úr foreldrahúsum.
Barnabörnin og barnabarnabörn-
in eru orðin æði mörg. Það var og
er því oft æði margmennt að Múla,
húsráðendum til mikillar gleði.
Glöggt var fylgst með gangi hvers
og eins, því að þeirra stærsta gleði
var að afkomendunum farnaðist
sem allra best.
Heimilið að Múla er heimur út
af fyrir sig. Þar var svo gott að
koma, og þar leið manni alltaf vel.
Ég og fjölskylda mín vorum þar
heimilisvinir. Alltaf er mann bar
að garði, var þar fyrir giaðværð,
gestrisni og umfram allt alúð og
umhyggja, er þau hjónin voru svo
samhent í að sýna af sinni eðlis-
lægu hógværð og góðvilja. Margra
góðra stunda naut maður á heim-
ili þessara heiðurshjóna, stunda er
seint fyrnast, og ég og fjölskylda
mín munum alltaf minnast með
miklu þakklæti.
Nú þegar Steinn vinur minn er
allur, er mér efst í huga þakklæti,
fyrir að hafa átt þess kost að
kynnast og vera samvistum við
svo góðan dreng.
Gerða mín, ég og mitt fólk send-
um þér og þínu skylduliði öllu,
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum ykkur blessunar um
ókomin ár.
Björn Guðmundsson
Vestmannaeyjum.
+
Systir okkar,
KRISTÍN VALDIMARSDÓTTIR,
Birkiteig 16, Keflavík,
lést í Sjúkrahúsi Keflavikur föstudaginn 11. marz.
Kolbrún Valdimarsdóttir,
Jón A. Valdimarsson.
t
Litla dóttir okkar og systir,
AUDUR GYLFADÓTTIR,
lést á Gentofte-sjúkrahúsinu í Danmörku þann 27. febrúar.
Útförin hefur farlð fram.
Gylfi Gunnlaugsson,
Ragnhildur Hannesdóttir,
Sigrún Gylfadóttir.
+
Hinn 9. mars sl. lést i Kaupmannahöfn,
SKJÖLDUR HLÍÐAR.
Vandamenn.
+
Faöir okkar,
BJÖRN HELGASON
frá Lssk, Skagaströnd,
andaðist í Sjúkrahúsinu á Blönduósi 11. marz.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guörún M. Björnsdóttir,
Helgi Ó. Björnsson.
Faðir okkar.
+
TEITUR GUDMUNDSSON,
málarameistari,
Lindargötu 29,
lést 20. febrúar.
Jaröarförin hefur farið fram, þökkum auösýnda samúð.
Kristín Teitsdóttir,
Guömundur Teitsson.
+
Móöir mín,
KRISTJANA GUOJÓNSDÓTTIR
frá Patreksfiröi,
Hjallavegi 2, Reykjavík,
verður jarðsungin mánudaginn 14. mars, kl. 13.30, frá Fossvogs-
kapellu.
Blóm afþökkuö, en þeir sem vilja minnast hennar er vinsamleaa
bent á Patreksfjaröarsöfnun, gírónr. 170070.
Þórir Magnússon.
+
Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
GUDNÝ JÓNA JÓNSDÓTTIR,
lést þann 3. mars.
Útförin hefur fariö fram aö ósk hinnar látnu.
Siguröur L. Ólafsson,
Sigríöur H. Siguröardóttir, Einar B. Sigurösson,
Guörún Siguröardóttir, Skúli Jóhannesson,
Guöný R. SiguröardðMi-
Líndís L. Siguröardóttir.
Sigurþór L. Sigurösson,
Sólrún Siguröardóttir,
Ásrún Siguröardóttir,
Siguröur H. Sigurösson,
Guömundur Sigurösson,
Jón Þór Sigurösson,
Sigurjón Ólafsson,
Halldór Bjarnason,
Jakobina Jónsdóttir,
Guömundur Gíslason,
Guömundur Friöriksson,
Guörún Sigurðardóttir,
Sólrún Sævarsdóttir,
og barnabörn.