Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
45
H M « JJ
VtLVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
lU'i/MUiavi-UM-V Lf
Dönskukennsluþættirnir:
Reynt er að sýna danskt
mannlíf eins og það er
Sæbjörg Richardsdóttir skrifar:
„Kæri RH3.
Ég veit ekki af hverju ég er að
svara hinu undarlega og svartsýna
bréfi þínu sem birtist í Velvak-
anda þann 5. mars 1983. E.t.v. hef
ég einhverja dulda þörf í mér að
mótmæla þegar verið er að dæma,
að því er mér virðist, heila þjóð
fyrir afglöp einstakra manna. Líkt
og að Þjóðverjar eru af mörgum
dæmdir frekir, drottnunargjarnir
og annað slíkt, en það er allt ann-
að mál.
Fyrst nefnir þú óhóflega
drykkju. Ég hef aldrei horft á
mann verða fullan í þessum þátt-
um. Þar er okkur íslendingum
sýnt að hægt er að opna vínflösku
án þess að klára úr henni. Þar
gæti landinn lært sitt af hverju.
í öðru lagi ber okkur íslending-
um að varast að kalla önnur
tungumál hrognamál. Öllum þykir
okkur vænt um okkar mál og þá
ekki síður Dönum um dönskuna en
okkur um íslenskuna.
Kæri RH3. Þá er það þriðja at-
riðið. Ef þú skoðar ferðabæklinga
um tsland, þá er landið oft teiknað
sem eitt stórt eldfjall, nokkrum
laxveiðiám og fossum bætt í kring
og er þetta oft eina vitneskja út-
lendinga um landið. Nokkrir vita
þó af sauðfjárrækt og fiskveiðum
Islendinga. Það er því skiljanlegt
að útlendingur sem aldrei hefur
komið hingað hafi þessa hugmynd
um tsland. Við höfum sjálf skapað
hana.
Hin setningin sem skrifuð er á
dönsku kemur eins og skrattinn úr
sauðarleggnum og er ekki meiri
móðgun við okkur en fyrir Dani að
skrifað er í einu mest lesna dag-
blaði okkar (85,01% íbúa höfuð-
borgarsvæðisins lesa það) að
danska sé hrognamál. Það skal
tekið fram að hvort tveggja ber
nokkurn vott um fáfræði.
Þá vil ég einnig benda á að ís-
lendingar voru ekki sveltir þrátt
fyrir einokunina, heldur svalt
þjóðin vegna fáfræði sinnar um
hvað væri hægt að éta og hvað
ekki. Eins og við segjum í dag,
kæri RH, er fleira matur en feitt
kjöt. Þá skal hér einnig bent á að
einokun var líka á sama tíma í
Danmörku og hér á landi. Mér
finnst líka skrítið hversu lítið álit
þú hefur á eigin þjóð. Það er e.t.v.
fengin reynsla þín.
Að lokum vil ég þakka fyrir
góða dönskukennslu í ríkisfjöl-
miðlunum, þar sem reynt er að
sýna danskt mannlíf eins og það
er, en ekki eins og það lítur út í
ferðamannabæklingum.
Með vinsemd."
Bróðir, líttu þér nær
Furðulegt skilningsleysi
Rll 3 skrifar:
„Agieti Velvakandi.
Hér i þessu bréfi langar mig til
að drepa á tvennt af sjónvarpsefn-
inu sem saerir þjóöernisvitund
mina og siógæðisvitund. í fyrra
lagi dönskukennsluþaettirnir ura
Hildi.
Margir hafa látiö I Ijóa skiptar
skoöanir á þeasura þáttum, t.a.m.
aö þeir þjóni engum tilgangi og i
þeim sé sýnd óhófleg dr>'kkja r3g
tek ekki afstööu i þvi ináli. Ilins
vegar finnst mér oþolandi, að
þessi „þjóö" sem gaf þessa þætti
hingaó til þcss nö kenna betur
hrognamál sitt. skuli leyfa sér aö
móög.t Jsland og tslendinga meö
filabrondurum, sem smeygt er inn
i þ.eitina hér og þar (til dæmis
M'tningar sagöar af Dönum: pá Is-
land er der kun fár og vulkaner,
islandsk er noget volapyk o.s.frv.),
og eru hreinasta móögun.
Kr ekki nóg aö þessi þjóö sem
geröi tslandssöguna aö slikri
harmsögu, svelti okkur I nær 500
okkur tslendingum. knröulegl
skilningsleysi að skilja eV k» iö enr
eru morg ógróin sár ef* : . helv
danskinn" eins og m.r .i* oröa
þaö
aö segiaer
væri brenndur á Rádhuspladsen, I
þvf ég fæ ekki séö aö nokkur annar I
hafi lyft penna út af þessu alvar-1
lega máli.
öskandi væri aö Danir gætu 1
sýnt aö þeir væru menn en ekki
mýa, ef þeir skyldu reyna að
pranga inn á tslendinga tungu-
málakennslu aftur, — og þá móög-
analaust.
Hins vegar langar mig aö
spyrja, hversu lengi sjónvarpiö
ætlar aö sjokkera mig og fleiri
fyrir framan kassann þegar Iföur
að þvf aö fólk þurfi að borga af-
notagjöldin. Dillibossaauglýsingin
fræga er næstum þvi virðuleg
miðað viö þessa sem nú rúllar.
Sjónvarpið ætti aö sjá aö þessar
innheimtuauglýsingar eru barna-
legar, niöurlægjandi fyrir RUV og
hljóta aö kosta meira en svo, aö
þaö borgi sig að „skandalfsera*'
þannig f hvert skipti sem RUV vill
fá aurana sina. Þvi tel ég (og
reyndar margir fleiri) aö RUV
bæri að láta nú nóg komiö af svo
góöu. Þetta er óþolandi þjóöar-
Opið bréf
til RH3
„Vegna greinar RH3, sem
birtist í Velvakanda 5. mars
undir fyrirsögninni „Furðulegt
skilningsleysi", lýsum við furðu
okkar yfir því furðulega skiln-
ingsleysi og fordómum, sem
RH3 virðist haldinn.
í fyrsta lagi: Hvað meinar
RH3, þegar hann/ hún talar um
„þjóð“?
í öðru lagi: RH3 talar um
„fílabrandara sem smeygt er inn
í þættina hér og þar“, t.d. að
íslenska sé „volapyk", og telur
RH3 það hreinustu móðgun. En
ef RH3 er svo hörundsár: Hvers
vegna talar hann/ hún þá um
dönsku sem „hrognamál"?
Þessu næst fer RH3 að tala
um íslandssöguna, þessa harm-
sögu, er Danir sveltu okkur í 500
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á i miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
ár, og segir hann/ hún, að enn
séu mörg sár ógróin. Okkur
langar til að spyrja: Hvar eru
þessi ógrónu sár? Og hvað mein-
ar þú, RH3, þegar þú talar um
„helv. danskinn"?
Við teljum okkur hafa það eft-
ir áreiðanlegum heimildum, að
þeir Danir, sem sveltu íslend-
inga, séu löngu farnir til feðra
sinna og teljum því óhæft að
vera að erfa nokkurn hlut við
núlifandi Dani. Bróðir, líttu þér
nær.
Við viljum svona í lokin
gjarna nota tækifærið og þakka
góðan.skemmtilegan og lær-
dómsríkan þátt sem Hildur er.
Þökk þeim er að honum stóðu.
Reykjavík, 8. mars ’83.
Gunnhildur Sæmundsdóttir,
Lone Hedtoft,
Jón Ottar Karlsson,
Margrét Hákonardóttir."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sést hefur: Þeir líta á hvorn annan sem bræður og
finnst þeir hafa frjálsan aðgang að eigum hvors
annars.
Réttara væri: Þeir líta hvor á annan sem bróður, og
þeim finnst þeir hafa frjálsan aðgang hvor að annars
eigum.
OG EFMISMEIRA BLAÐ!
RAUSN OG RISNA
SKAL MYNDIN HEITA
— Rætt viö Lóu Kristjánsdóttur.
ÁSTRALÍA
MAÐURINN SEM GEKK
AÐ EIGA 105 KONUR
SPENNAN í HÁMARKI
OG DAUÐINN Á
BEYGJUNNI
— Grand Prix kappaksturinn
ÓÞEKKT DÝR í SJÓ OG
VÖTNUM LANDSINS
LANA TURNER
— Kvikmyndastjarnan fræga
COVENT GARDEN
HELMUT KOHL
— Svipmynd á sunnudegi
MISSING
Um kvikmyndina
KARL MARX
POTTARÍM — VERÖLD
— Á FÖRNUM VEGI —
REYKJAVÍKURBRÉF —
VELVAKANDI — DAG-
BÓK — GÁRUR
Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans