Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.03.1983, Qupperneq 48
Ruslastampar fyrir bæjarfélög & fyrirtæki. aJrta, 85005 StÐUMULA 27 inuiiiö trúlofunarhri nga litmvndalistann ffflb <@uU Sc ásnlfttr Laugavegi 35 LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Flugleidir taka tvær DC-8 á leigu FLUGLEIÐIR hafa gengiö frá samningum um leigu á tveimur DC-8-63 þotum frá handaríska flugfélaginu World Airways, en fyrri vélin verður afhent innan skamms og fer þegar inn í áætlun í Norður-Atlantshafsflugi félagsins. Síðari vélin kemur síðan inn í áætlun í júní. Vélarnar eru sömu gerðar og þær DC-8-63 þotur, sem Flugleiðir eiga og hafa verið með í rekstri undanfarin ár. Flugleiðir verða með þrjár DC- 8-63 þotur í Norður-Atlantshafs- fluginu í sumar, en félagið verður með 16 ferðir í viku yfir hafið í sumar, þ.e. 8 ferðir til New York, 6 ferðir til Chicago og 2 ferðir til Baltimore. Til samanburðar má geta þess, að þegar bezt lét hjá félaginu á árum áður voru farnar 18 ferðir í viku yfir hafið. Ferðatíðnin til New York er sú sama og í fyrra, en tímabilið hefur verið lengt og framboð því aukið. Ferðatíðnin hefur verið aukin verulega til Chicago og Balti- more-flug kemur inn að nýju, eftir að það var fellt niður á erfiðleika- tímum félagsins 1980. Verölagning sveitarfélaga: Alþingi vill ekki leyfa frjálsa verð- lagningu á þjónustu NEÐRI deild felldi í gær, að við- höfðu nafnakalli, að undanskilja þá þjónustu sveitarfélga, sem greidd er niður með beinum framlögum úr sveitarsjóði, afskiptum verðlagsyf- irvalda, með 21 atkvæði gegn 18, 1 sat hjá. Frumvarp þetta er flutt af átta þingmönnum Sjálfstæðisflokks (1. flutningsmaður Friðrik Sophus- son). Það tengist deilum milli borgar- stjórnar Reykjavíkur og verðlags- stjóra, varðandi fargjöld SVR. Frumvarpið er rökstutt með því að sveitarstjórnarmenn eigi að ráða verðlagningu þjónustu hjá stofnunum, sem sveitarfélög eiga og bera rekstrarlega ábyrgð á. Það sé ekki hlutverk verðlagsyfirvalda að ákvarða niðurgreiðslur úr sveitarsjóðum með þjónustu sveit- arfélaga, heldur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Talsmenn frumvarpsins töldu það „prins- ippmál" og varðstöðu um sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Með frumvarpinu greiddu at- kvæði allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í neðri deild, nema Frið- jón Þórðarson og Pálmi Jónsson sem greiddu mótatkvæði. Guð- mundur G. Þórarinsson (F), Jón Baldvin Hannibalsson (A), Magn- ús H. Magnússon (A) og Sighvatur Björgvinsson (A). Gegn frumvarpinu greiddu at- kvæði allir þingmenn Alþýðu- bandaiags, allir þingmenn Fram- sóknarflokks, nema Guðmundur G. Þórarinsson og Jóhann Ein- varðsson sem sat hjá, Vilmundur Gylfason (BJ), Karvel Pálmason (A), Friðjón Þórðarson (S) og Pálmi Jónsson (S). Vörubílstjórar mótmæltu „krónuskattinum“ við Alþingi í gær. Óku þeir í hersingu að Alþingishúsinu og lögðu síðan bílum sínum við götur umhverfis Alþingi og þeyttu flauturnar. Að þessu loknu gengu þeir á áhorfenda- palla. Sjálfstæðismenn leggjast gegn nýja veggjaldinu: Vörubflstjórar mót- mæla við þinghúsið BIFREIÐASTJÓRAR á vöruflutn- ingabifreiðum fjölmenntu á bflum sínum við Alþingishúsið til þess að mótmæla nýjum skatti fjármála- ráðherra á bifreiðir, svokölluðum „krónuskatti“ fyrir hvert kg, sem bifreið vegur. Varð mikið öngþveiti í miðborginni umhverfis Alþingis- húsið meðan á mótmælum bifreiðastjóranna stóð. Einnig fjöl- menntu þeir á þingpöllum. % Inni í þinghúsinu lögðust full- trúar Sjálfstæðisflokksins í fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar, Matthías Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason og Albert Guðmundsson, gegn frumvarpi fjármálaráöherra um enn einn skattinn á umferðina, veggjald, sem miðast við þunga bifreiðar. Þeir bentu á að þungaskattur hafi vcrið felldur niður 1974 en í þess stað tekið upp benzíngjald, þann veg að skattlagning miðist við notkun en ekki þunga bifreiðar. Ríkisstjórnin hafi síðan dregið til sín, frá Vegasjóði, tekjur af um- ferðinni og þann veg rýrt tekjur ríkissjóðs og jafnframt skorið niður fjárlagaframlög til vegagerð- ar. Nú eigi síðan að bæta við enn einum skattinum. Til vara flytja þeir breyt- ingartillögu, þess efnis að „und- anþegin gjaldinu séu ökutæki, sem skráð eru í eigu manna sem náð hafa 67 ára aldri fyrir upp- haf gjaldárs og manna, sem njóta örorkulífeyris, samkvæmt lögum um almennar trygging- ar“. Þá flytja Árni Gunnarsson (A) og Jón Baldvin Hannibals- son (A) breytingartillögu þess efnis, að lögin gildi aðeins í eitt ár, en þingmenn Alþýðuflokks hafa ekki lagzt gegn skattinum. Harðar deilur á Alþingi um framgang þingmála: Lifur fyrir 1,2 milljónir til Tékkóslóvakíu UTFLYTJENDUR á ýmsum ís- lenzkum afurðum voru fyrir nokkru í Tékkóslóvakíu. Meðal annars var gengið frá sölu á niður- soðinni lifur í þessari söluferð og sagði Eyþór Olafsson, sölustjóri SL, að góður árangur hefði náðst í þessari ferð. Auk lagmetis var sam- ið um sölu á ostum, lýsi og frystri sfld í ferðinni. Eyþór sagði, að samið hefði verið um sölu á 200 þúsund dós- um af niðursoðinni þorsklifur að andvirði um 60 þúsund dollara eða sem nemur rösklega 1,2 milljónum króna. Lifrin er niður- soðin í Vestmannaeyjum og sagð- ist Eyþór áætla að framleiðsla fyrirtækisins í ár yrði í kringum eina milljón dósa. Hann sagði, að eftirspurnin væri meiri en fram- boðið og vaxandi, og því fengju færri en vildu. Mest af lifrinni er selt til Sovétríkjanna og Kanada auk Tékkóslóvakíu. Svavar og Steingrímiir óska hvor öðrum heilla í nýjum meirihluta — Forseti sameinaðs þings sagður hafa misbeitt valdi sínu MIKLAR deilur uróu á Alþingi í gær um tvö ágreiningsmál, sem bæði eru talin geta valdið stjórnarslitum og voru deilurnar ekki síst á milli framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna. Annarsvegar var deilt um þingsályktunartillögu um samkomudag Alþingis að kosningum loknum og hins vegar um þá ákvörð- un Jóns Helgasonar, forseta sameinaðs Alþingis, að láta halda áfram umræð- um um skipan álviðræðunefndar, sem felur í sér að „álmálið“ svokallaða er tekið úr höndum iðnaðarráðherra. Jón ákvað að fresta ekki fundi í sameinuðu þingi, en það höfðu formenn þingflokka Sjálfstæöisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks farið fram á á fundi með forsetum deilda Alþingis, í því skyni að koma frá efri deild tillögunni um samkomudag Alþingis. Um síðir náðist þó það samkomulag, að gera hlé á fundi sameinaös þings klukkan 22.00 og láta þá fara fram fundi í deildum og var tillagan þá samþykkt með 12 atkvæðum gegn 6 að viðhöfðu nafnakalli í efri deild. Að því loknu var haldið áfram umræðum um álviðræðunefndina. í deildum þingsins urðu fyrri- partinn í gær deilur um samkomu- dag Alþingis. Tillagan felur það í sér að þing verði kallað saman eigi síðar en 18 dögum eftir alþingis- kosningar. { umræðum um tillög- una mæltu framsóknarmenn hart gegn samþykkt hennar, og sagði Olafur Jóhannesson, að það væri „alveg sjálfsagt að núverandi ríkis- stjórn segði af sér, þegar að lokn- um alþingiskosningum". Stein- grímur Hermannsson óskaði Svav- ari Gestssyni til hamingju með hinn nýja meirihluta sem skapast hefði á Alþingi um þetta mál, þ.e. meirihluta Sjálfstæðisflokks, Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks. Svavar sagði aftur á móti að óskir Steingríms væru út í hött og gæti hann allt eins óskað Steingrími til hamingju með „hinn nýja ál- meirihluta sem myndast hefur hér í þinginu". Matthías Bjarnason vís- aði á bug hugmyndum um nýjan meirihluta á Alþingi og sagði að einungis væri samstaða um fram- gang tillögunnar um samkomudag Alþingis að loknum kosningum. Síðari hluta dagsins var forseti sameinaðs Alþingis, Jón Helgason, harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun sína að fallast ekki á frestun fundar í sameinuðu þingi, til þess að koma á fundi í deildum, en tilgangurinn með því var að af- greiða frá efri deild tillögu um samkomudag Alþingis. Kom fram í umræðum um þetta mál að for- menn þriggja þingflokka, Sjálf- stæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, hefðu óskað eftir því að svo yrði. Framsóknarmenn hefðu hins vegar verið því mót- fallnir. Hefðu þingflokksformenn talið að þetta fyrirkomulag myndi greiða fyrir þingstörfum, en óvíst væri um það, næðist ekki sam- komulag um málið. Leiddi Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins að því getum, að forystumenn Framsókn- arflokksins hefðu lagst á Jón Helgason með þessum hætti, og fengið hann til að misbeita forseta- valdi sínu. Slíkt væri ljótur leikur. Jón Helgason kvað þetta ekki ástæðuna, heldur hitt, að fundir sameinaðs þings hefðu mjög vikið fyrir deildafundum undanfarið. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, lýsti vonbrigðum sínum með niður- stöðu forseta sameinaðs þings og sagði að afstaða Framsóknar- flokksins í máli þessu leiddi til þess að menn lentu í vandræðum með þinghaldið á mánudag. f gærkveldi náðist samkomulag, eins og áður gat, og eftir deildar- fundi hélt fundur í sameinuðu þingi áfram og stóð hann fram á nótt. Sjá þingsíðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.