Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
5
FRETTIN um Ærulaunapcninginn, sem kom í leitirnar, og getið var um
hér í sunnudagsblaðinu, vakti mikla athygli. Hefir Ragnari Borg, for-
manni Myntsafnarafélagsins nú verið sagt frá 3 Ærulaunapeningum til
viðbótar og einum verðlaunapening, sem er eins og Ærulaunapen-
ingarnir, en með dönskum texta.
Vera má, að til séu fleiri Ærulaunapeningar og birtast því mynd-
ir af peningunum svo menn geti glöggvað sig betur á hvernig þeir
líta út. Þetta eru stórir silfurpeningar, 48 mm í þvermál.
Forsetinn heimsækir
Rangárþing á sunnudag
„Ánægð með útkomu kvenna
í skoðanakönnuninni“
— segir Sigurlaug Bjarnadóttir um niðurstöður
skoðanakönnunar sérframboðs sjálfstæð-
ismanna á Vestfjörðum
FORSETI íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, heimsækir Rangárþing
næstkomandi sunnudag. Heimsækir
hún meðal annars Hellu, Hvolsvöll
og Odda í for sinni og verður vid-
stödd hluta af Rangæingavöku.
Farið verður frá Bessastöðum
snemma sunnudagsmorguns og
Reykjavík:
haldið austur að Hellu þar sem
forsetinn heimsækir meðal annars
ellíheimili. Þá verður helgistund í
kirkjunni að Odda og á Hvolsvelli
heimsækir forsetinn héraðsbóka-
safn. Sýslunefnd býður til hádeg-
isverðar á Hvolsvelli og eftir há-
degi verður forseti íslands við-
staddur hátíðardagskrá Rang-
æingavöku í Félagsheimili Vest-
ur-Eyfellinga. Loks kemur forseti
við á bænum Lambey í Fljótshlíð
áður en haldið verður heim á leið.
f næsta mánuði heldur frú
Vigdís Finnbogadóttir í opinbera
heimsókn til Frakklands og Port-
úgals. Frekari opinberar heim-
sóknir forseta til annarra landa
eru ekki ákveðnar á þessu ári, en
innanlands er líklegt að forsetinn
heimsæki Vestfirði í sumar.
„ÉG ER mjög ánægð með niður-
stöður skoðanakönnunarinnar og
hvernig hún fór fram. Fólk fékk að
vera í friði, það var ekkert glamur
eða auglýsingar í kringum þetta. Ég
er sérstaklega ánægð með góða út-
komu kvenna, sem eru í þremur af
fimm efstu sætum, og vil nota tæki-
færið til að þakka það traust sem
mér er sýnt,“ sagði Sigurlaug
Bjarnadóttir er hún var innt álits á
niðurstöðum skoðanakönnunar sér-
framboðs sjálfstæðismanna á Vest-
fjörðum.
nÉg er einnig ánægð með að
dreifing atkvæðanna var nokkuð
jöfn, það var enginn mjög neðar-
lega og enginn sem trónar upp úr.
Ég er ánægð með mína útkomu,
hún er vonum framar. Og nú er
kosningaslagurinn framundan.
Og úr því ég er að tala við Morg-
unblaðsmann vil ég enn láta i
ljós, að ef rétt verður á málum
haldið, þá ætti þetta framboð að
geta orðið Sjálfstæðisflokknum
til styrktar, en ekki til sundrung-
ar.
Auðvitað stefnum við á að fá
mann kjörinn og i okkar hópi er
mikil bjartsýni. Það hefur verið
afskaplega ánægjulegt að vinna
með þessum hópi, þetta er áhuga-
fólk og samstarf allt og samvinna
hefur verið með miklum ágæt-
um,“ sagði Sigurlaug.
Reykjavík:
Ákvörðun um
framboðslist-
ann tekin í kvöld
í KVÖLD, miövikudag, heldur Full-
trúaráð sjálfstæðisfélaganna f
Reykjavík fund í Súlnasal Hótel
Sögu og hefst hann kl. 20.30. Þar
verður reglum samkvæmt tekin
ákvörðun um framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík fyrir al-
þingiskosningarnar 23. aprfl. í for-
föllum Guðmundar Garðarssonar
stjórnar varaformaður Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson fundinum.
Formaður kjörnefndar, Gunnar
Helgason, mun skýra frá tillögu
kjörnefndar, sem starfað hefur og
gerir tillögu um 24 sætin á listan-
um, en í henni eiga sæti 15 manns.
í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík eiga sæti 1300
manns og eru þeir hvattir til að
mæta. Fundurinn markar upphaf
kosningabaráttunnar.
Framboðslisti
Alþýðuflokksins
Framboðslisti Alþýðuflokksins í
Reykjavík vegna næstu þingkosn-
inga hefur verið ákveðinn, og er
hann svohljóðandi:
1. Jón Baldvin Hannibalsson, al-
þingismaður, 2. Jóhanna Sigurð-
ardóttir, alþingismaður, 3. Bjarni
Guðnason, prófessor, 4. Maríanna
Friðjónsdóttir, dagskrárgerðar-
maður, 5. Guðriður Þorsteinsdótt-
ir, framkvæmdastjóri, 6. Ragna
Bergmann, form. Verkakv.fél.
Framsóknar, 7. Jón Þorsteinsson,
lögfræðingur, 8. Viggó Sigurðsson,
íþróttamaður, 9. Lísbet Berg-
sveinsdóttir, ritari, 10. Hrafn
Marínósson, lögregluþjónn, 11.
*
Agúst á Mæli-
felli prestur
íslendinga í
Kaupmannahöfn
SÉRA Ágúst Sigurðsson á Mælifelli í
Skagaflrði hefur verið ráðinn prestur
íslendinga í Danmörku. Hann flytur
sína fyrstu messu í Kaupmannahöfn á
páskadag. Það er biskup fslands, sem
ræður í stöðuna að fenginni samþykkt
kirkjumálaráðherra. Séra Jóhann
Hlíðar, sem verið hefur prestur íslend-
inga í Danmörku undanfarin ár, lætur
nú af starfl fyrir aldurs sakir. Þrír um-
sækjendur voru um starflð.
Kristín Jónsdóttir, nemandi, 12.
Thorvald Imsland, kjötiðnaðar-
maður, 13. Brynjar Jónsson,
verkamaður, 14. Helga Guð-
mundsdóttir, skrifstofumaður, 15.
Hörður Björnsson, skipstjóri, 16.
Bjarni Þjóðleifsson, læknir, 17.
Katla Ólafsdóttir, meinatæknir,
18. Regína Stefnisdóttir, hjúkrun-
arkennari, 19. Margrét Péturs-
dóttir, húsmóðir, 20. Viðar Schev-
ing, múrari, 21. Guðrún Guð-
mundsdóttir, kaupakona, 22.
Bjarni P. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri, 23. Emilía Samú-
elsdóttir, framkvæmdastjóri og
24. Eggert G. Þorsteinsson, for-
stjóri.
Sjöfn kosin formaður NEMA
AÐALFUNDUR Nemendasambands
Mcnntaskólans á Akurcyri,
„NEMA“, var haldinn í Torfunni,
þriðjudaginn 22. febrúar sl. Þetta var
9. aðalfundur sambandsins, sem var
stofnað 6. júní 1974, en markmið þess
eru m.a. að skapa aukin tengsl milli
fyrrverandi nemenda MA og stuðla að
sambandi þeirra við núverandi nem-
endur og kennara skólans.
f stjórn nemendasambandsins
voru kjörin Sjöfn Sigurbjörnsdótt-
ir, formaður, Málfríður Þórarins-
dóttir, fulltrúi 10 ára stúdenta, Lov-
ísa Sigurðardóttir, fulltrúi 25 ára
stúdenta, Eva Ragnarsdóttir, full-
trúi 40 ára stúdenta, og Pétur Guð-
mundsson. f varastjórn Ingibjörg
Bragadóttir, Vilhjálmur Skúlason,
Héðinn Finnbogason og Þyri Lax-
dal. Endurskoðendur Þórður ólafs-
son og Þorsteinn Marinósson.
Vorfagnaður nemendasambandsins
verður haldinn að Hótel Sögu, föstu-
daginn 3. júní nk. og verður hann
nánar auglýstur síðar.
Þeir vekja athygli sem klæðast fötunum frá okkur
Vid bjódum jakkasett á aðeins kr. 2.445, stakar
buxur á kr. 695, mittisjakkar á kr. 1.250, skyrtur
á kr. 395 og skó á 640.
Austurstnuti 10
inu 27211
Glæsibæ simi 34350 Snorrabraut simi 13505 Hamraborg sími 46200 Miðvangi sími: 53300