Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
Forsetinn bregður á leik í barnaskólanum á Eyrarbakka.
Loftur Þorsteinsson oddviti afhendir forsetanum málverk að gjöf frá íbúura Hrunamanna-
hrepps.
Stefán Jasonarson, formaður Búnaðarsambands Suðurlands, færir Vigdísi Finnbogadóttur bók-
argjöf frá Búnaðarsambandinu.
Rætt við starfsstúlkur í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar.
Forseti heilsar Baldri Birgissvni skipstjóra sem var nýkominn að landi á Stokkseyri, t.v. er
Ásgrímur Pálsson framkvstj. Hraðfrystihúss Stokkseyrar.
Vigdís forseti greiðir 1 kg af kaffi Guðlaugi Pálssyni kaupmanni á Eyrarbakka sem nú er 87 ára
og rekur enn verslun. Við hlið Guðlaugs er kona hans, Ingibjörg Jónasdóttir.
spurði Guðlaug hvar hann geymdi
söluskattinn og dátt var hlegið.
Þaðan var haldið að líkani af
byggingum Lefolí-verslunarinnar
en það stendur þar sem þessi
miklu verslunarhús stóðu nær
vestast í þorpinu. Magnús Karel
oddviti skýrði fyrir forsetanum
hvaða hlutverki hvert hús hefði
gegnt fyrir sig í þessari miklu
verslun, en sem flestum mun
kunnugt var Lefolí-verslunin á
Eyrarbakka eina verslunin á Suð-
urlandi á sínum tíma.
Því næst skoðaði forsetinn
„Húsið" á Eyrarbakka, þessa rúm-
lega 250 ára byggingu þar sem
kaupmenn Lefolí-verslunarinnar
bjuggu m.a. á sínum tíma og rit-
höfundurinn Guðmundur Daní-
elsson gerði enn frægara með
skáldsögu sinni „Húsið". Þá var
gengið í kirkjuna þar sem telpna-
kór tók á móti gestunum með fal-
legum söng undir stjórn organist-
ans, Rutar Magnúsdóttur, en
sóknarpresturinn, séra Úlfar Guð-
mundsson, sagði sögu kirkjunnar
sem eftir fá ár verður 100 ára
gömul. Hann sýndi einnig kirkju-
muni sem eru margir og fagrir.
Eyrarbakkakirkja er fallegt guðs-
hús, hún var gerð upp fyrir fáum
árum.
Síðasti liðurinn í heimsókn for-
setans til Eyrarbakka var við-
koma á vinnuhælinu á Litla-
Hrauni. Þar ávarpaði Vigdís for-
seti vistmenn og kvaðst fagna því
að þeir fengju tækifæri til að
stunda nám og undirbúa sig til að
hefja nýtt líf að veru sinni lokinni
á þessum stað. Síðan skoðaði hún
húsakynni á Litla-Hrauni undir
leiðsögn Jóns E. Böðvarssonar,
sem er settur forstöðumaður, og
Frímanns Sigurðssonar yfirfanga-
varðar.
Ekid til Stokkseyrar
Frá Eyrarbakka var ekið rak-
leiðis að aðaldyrum hraðfrysti-
hússins á Stokkseyri en þar tók
hreppsnefndin á móti forsetanum,
en Margrét Frímannsdóttir
oddviti og Ásgrímur Pálsson
frkvstj. sýndu frystihúsið. Þar var
vinnsla i fullum gangi og heilsaði
forsetinn upp á starfsfólkið um
leið og fiskvinnslan var skoðuð á
ýmsum stigum. Þá var gengið
niður á bryggju þar sem vélbátur-
inn Jósef Geir var nýkominn að
landi með vænan afla, en skip-
stjóri á bátnum, Baldur Birgisson,
er einmitt eiginmaður oddvitans.
Að lokinni heimsókninni í þessa
myndarlegu fiskvinnslustöð þeirra
Stokkseyringa var heilsað upp á
gamla fólkið á vistheimilinu í
Kumbaravogi en síðan haldið að
Forsæti í Villingaholtshreppi til
Ólafs Sigurjónssonar bónda og
smiðs. Hann er kunnur organleik-
ari í Árnesþingi. Hann eignaðist
pípuorgelið, sem skemmdist í
Landakirkju í Vestmannaeyjum
þegar eldsumbrotin urðu árið
1973. Ólafur gerði orgelið upp og
kom því fyrir í bílskúrnum og þar
æfir hann orgelleik á góðum
stundum. Hann lét hljóma fagur-
lega í sínu góða hljóðfæri fyrir
gestina.
Veisla sýslunefndar
á Flúðum
Frá Forsæti var ekið að Flúðum
og var komið þangað klukkan
rúmlega 20 um kvöldið. Þar var
veisla í boði sýslunefndar Árnes-
sýslu, en kvenfélagskonur í
Hrunamannahreppi sáu um veit-
ingarnar. Veislugestir voru auk
forseta og fylgdarliðs, sýslunefnd
Árnessýslu, hreppsnefnd Hruna-
mannahrepps og nokkrir fleiri
gestir. Veislustjóri var Kjartan
Helgason hreppstjóri í Hvammi.
Þar ávarpaði Andrés Valdimars-
son sýslumaður forseta. Hann
lýsti ánægju sinni og allra íbúa
Árnessýslu með þessa opinberu
heimsókn Vigdísar Finnbogadótt-
ur forseta í sýsluna nú, þrátt fyrir
kuldalegt tíðarfar og klaka í jörðu.
Það skipti ekki öllu máli, hin innri
hlýja Arnesinga til forseta síns
myndi vonandi bæta þar um.
Vigdís Finnbogadóttir forseti
flutti ávarp og þakkaði góðar mót-
tökur. Emil Asgeirsson í Gröf
sagði í stuttu máli frá búskapar-
háttum í Hrunamannahreppi.
Oddviti sveitarinnar, Loftur Þor-
steinsson í Haukholtum, afhenti
forsetanum málverk frá íbúum
hreppsins, en það er vetrarmynd
frá Brúarhlöðum máluð af Torfa
Ilarðarsyni frá Reykjadal. Stefán
Jasonarson í Vorsabæ, form. Bún-
aðarsambands Suðurlands, ávarp-
aði forseta og færði að gjöf þrjú
fyrstu bindin, sem komin eru út
um byggðir og bú á Suðurlandi, en
alls er ætlunin að bindin verði sex
eða sjö og verða þær bækur sendar
forsetanum jafnóðum og þær
koma út. Þá söng Flúðakórinn
nokkur lög undir stjórn Sigurðar
Ágústssonar í Birtingaholti.
Eftir að staðið var upp frá borð-
um gekk forseti um og heilsaði
SJÁ N.-ESTU SÍDIJ