Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 17 Norræna umferðaröryggisárið: Umtalsverð fækkun slysa fyrstu tvo mánuði ársins — eftir óskar Ólason yfirlögregl uþjón REYKVÍKINGAR og aðkomu- menn, sem hafa verið þáttlakend- ur í umferðinni í borginni fyrstu tvo mánuði þessa árs, hafa staðið sig nokkuð vel. Auðvitað stöndum við okkur aldrei vel meðan slys verða, en ef áframhald verður á fækkun slysa, þá er vel. Ég hef trú á því, að við hér í Reykjavík stöndum okkur vel, enda hef ég alltaf haft mikið álit á vegfarendum hér, með örfáum undantekningum. Hér fylgir með yfirlit yfir slys í umferðinni í Reykjavík fyrstu tvo mánuði áranna 1980, 1981, 1982 og 1983. Það munar um minna en 27 færri vegfarendur, sem slasast í ár, miðað við sömu tvo mánuði í 1980. JANÚAR LÍTTÐ 1 1 • MIKIÐ 1 1 • samtals 22. FEBRÚAR LÍTXÐ 5 • MIKIÐ 8 • samtals 13. 2 . DAUÐASLYS 16 19 • 35. 1981. JANÚAR LÍTXÐ 15 • MIKIÐ 9 • samtala 24. FEBRÚAR > LÍTXÐ 11 • MIKIÐ O • SAMTALS 11. 1 . DAUÐASLYS 26 • 9 • 35. 1982. JANÚAR LÍTIÐ 11 • MIKIÐ 16 • aamtals 27. FEBRÚAR LÍTTÐ 11 • MIKIÐ 8 • samtals O . DAUÐASLYS 22 • 24 • ' 46. 1983. JANÚAR LÍTIÐ 7 • MIKIÐ 2 • samtals 9 . FEBRÚAR LÍTIÐ _Z. • MIKIÐ 3 • samtals 10 . 0 . DAUÐASLYS 14 • 5 • 12... TILLITSSEMI -ALLRA HAGUR fyrra, þar af eru 24 mikið slasað- ir í fyrra en 5 í ár. Það er alltaf sagt frá því, er vegfarendum gengur illa í umferðinni, en það að árangur sé af því, er vegfar- endur eru farnir að spyrna við fótum og slysum fækkar, þá má líka segja frá því um leið og óskað er eftir góðum árangri í umferðinni allt árið. Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn. Skráðir atvinnuleysisdagar í febrúar á landinu: Jafngildir atvinnu- ieysi 1676 manna KKRÁÐIR atvinnuleysisdagar á landinu öllu í febrúarmánuði jafn- gilda því að 1.676 manns hafi verið skráðir atvinnulausir allan mánuð- inn, en það er um 1,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, sam- kvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar, segir í fréttatilkynningu frá Félags- málaráðuneytinu. Rösklega 36 þús- und atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu, þar af tæplega 15 þúsund hjá konum, eða um 41%. MÁL og menning hefur hafið útgáfu á „bókmenntakverum“ sem ætluð eru til stuðnings við lestur bók- mennta. Tvö fyrstu kverin eru komin út og er annað ætlað með skáldsögu Guðlaugs Arasonar, Pelastikk, en hitt með verki Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. í frétt frá MM segir m.a.: „Gunnlaugur Ástgeirsson skrif- ar kverið með Pelastikk og leggur áherslu á að skýra fyrir lesendum það í sögunni sem lýtur að sjó og fiskveiðum. Stór teikning er í opnu kversins af 70 tonna eikarbát með nákvæmum skýringum og auk þess eru þar teikningar af veiðarfærum og veiðiaðferðum. 1 janúarmánuði voru hins vegar skráðir um 51 þúsund atvinnuleys- isdagar, sem jafngildir að þá hafi 2.400 manns, eða 2,2% af mann- afla, verið atvinnulausir. Sam- kvæmt þessum tölum hefur skráð- um atvinnuleysisdögum fækkað um 15 þúsund frá janúar. 1 febrúarmánuði í fyrra voru skráðir á landinu rösklega 20 þús- und atvinnuleysisdagar, eða um 16 þúsund færri en nú. Sem hlutfal) Dr. Vésteinn Ólason skrifar kverið með Sjálfstæðu fólki og leggur áherslu á að veita lesend- um nauðsynlegan fróðleik til að gera þá færari um að skilja og túlka verkið í sögulegu samhengi og benda á athugunarefni í text- anum.“ I báðum kverunum eru verkefni til leiðbeiningar fyrir kennara og lesendur og ritaskrár. Kverin eru unnin að öllu leyti í Prentsmiðj- unni Hólum. í undirbúningi eru bókmennta- kver um verk Jakobínu Sigurðar- dóttur, Gunnars Gunnarssonar, Svövu Jakobsdóttur og Halldórs Laxness, segir í frétt útgáfunnar. af mannafla var skráð atvinnu- leysi þá 0,9% eða um 950 manns. Meðaltal skráðra atvinnuleysis- daga í febrúarmánuði árin 1975 til 1982 er um 14 þúsund dagar, og gefur það glögga mynd af ástand- inu nú. Sá bati sem varð í febrúar nú, miðað við mánuðina á undan, varð minni en ástæða var til að ætla, segir í frétt frá Félagsmála- ráðuneytinu, og veldur þar mestu gæftaleysi og minni afli víðsvegar um land. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði í febrúarmánuði miðað við mánuðinn á undan á öllum landssvæðum nema Vesturlandi, þar sem fjölgaði um 1.000 skráða daga, aðallega á Akranesi, en þar virðist svipað gerast og átt hefur sér stað í Reykjavík, að þeir sem mæta til skráningar koma úr fleiri starfsgreinum en áður. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði á höfuðborgarsvæðinu frá í janúar, en fjölgaði þó smávegis í Reykja- vík. í febrúarmánuði tilkynntu sjö fyrirtæki vinnumálaskrifstofu Fé- lagsmálaráðuneytisins uppsagnir á starfsfólki og taka þær tilkynn- ingar til 135 manns. Flest þessara fyrirtækja eru á höfuðborgar- svæðinu, en einnig utan þess. Leiðrétting TV/ER villur slæddust inn í frásögn af blaðamannafundi Reykvíkingafélags- ins, sem birtist í MorgunblaAinu í gær. f fyrsta lagi var farið rangt með nafn félagsins, en hins vegar er stofndagur félagsins 10. maí 1940, en ekki 10. júní eins og sagði í blaðinu í gær. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Málfundafélag iðnnema stofnað STOFNFUNDUR Málfundafélags iðnnema verAur haldinn þann 19. mars nk. í lAnaAarmannahúsinu Hallveig- arstíg 1, og hefst hann kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða fyrst venjuleg aðalfundarstörf, þar sem m.a. verður kjörin stjórn. Að því loknu verður haldinn málfundur, þar sem umræðuefnið er: Frjálst útvarp, einokun — frjálsræði. Frummælend- ur: Stefán Jón Hafstein og Einar Kr. Jónsson. Mál og menning: Tvö bókmenntakver :: Hid nýja barnaheimili. Nýtt barnaheimili á Keflavíkurflugvelli f GÆR var nýtt og glæsilegt barna- heimili vígt á Keflavíkurflugvelli. Heimilið mun rúma 100 börn sem skiptast á sex deildir, en alls er grunnflötur hússins u.þ.b. 900 fm. Húsið er allt hið fullkomnasta og vel búið tækjum. Það sem eink- um vekur athygli er staðsetning ofna, en þeir eru hafðir yfir glugg- um til að forðast að börn geti brennt sig á þeim. Þá eru mjög fullkomnar eldvarnahurðir milli deilda, sem lokast sjálfkrafa, ef eldur verður laus. Eldhúsið er mjög fullkomið og vinnuaðstaða góð. íslenskir aðalverktakar byggðu húsið en framkvæmdum stjórnaði Jón Halldórsson, bygg- ingameistari. Byggingatími húss- ins var aðeins 8 mánuðir. Stjórn Verzlunarráðsins: Kosningarétt- ur verði jafn MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun, sera var sam- þykkt á fundi stjórnar Verzlunarráðs Islands 7. marz sl. og hefur verið send alþingismönnum: „Formenn stjórnmálaflokkanna hafa lagt fram á alþingi frumvarp til breytinga á stjórnarskrá ís- lands að því er varðar kosninga- reglur í alþingiskosningum, sem felur í sér áframhaldandi mis- munun í atkvæðisrétti lands- manna. Þessi tillaga gengur gegn grundvallarreglu stjórnskipunar um jafnrétti, sem m.a. er sett fram í 1. gr. í tillögum stjórn- arskrárnefndar. Samþykkt á ójöfnum kosningarétti virðir held- ur ekki grundvallarréttindi í mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna, sem islenska ríkinu ber siðferðileg skylda að fara eftir og laga löggjöf sína að. í yfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var á Allsherjarþinginu 1948, segir: „Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkis- stjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglubundnum, óháðum og al- mennum kosningum, enda sé kosningaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafn- gildi hennar að frjálsræði.“ Stjórn Verzlunarráðsins telur, að allir kjósendur eigi að hafa jafnan og sama rétt til áhrifa á stjórn landsins. Meðan misrétti er til staðar, mun það skapa deilur með þjóðinni. Þær deilur munu ekki stafa af of miklu jafnrétti, heldur áframhaldandi misrétti. Stjórn Verzlunarráðs Islands skorar því á alþingi að breyta stjórnarskránni á þann veg, að kosningaréttur verði jafn. Tillög- ur, sem ganga skemur, verði því einungis afgreiddar með breyt- ingu á kosningalögum. Ennfremur leggur stjórn Verzlunarráðsins til, að vilji þjóðarinnar í þessu efni verði kannaður í sérstakri at- kvæðagreiðslu, er fari fram um leið og næstu kosningar til alþing- is.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.