Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
W
ERLENT
Afganistan:
Átök harðna í kjölfar
hlýnandi veðurfars
Islamabad, Pakistam, 15. mars. AP.
AÐ MINNSTA kosti 149 manns létu lífið í Afganistan í síðustu viku í
síharðnandi vorbardögum á milli innrásarhers Sovétmanna og stjórnarhers-
ins annars vegar og frelsissveita Afgana hins vegar. Hlýnandi veður hefur
haft þau áhrif á þróun mála í Afganistan, að auðveldara hefur verið um vik
með herflutninga og skærur hafa því blossað upp að nýju af meiri hörku en
fyrr.
Samkvæmt upplýsingum vest-
rænna diplómata í Islamabad
féllu 66 úr röðum frelsissveitanna
í síðustu viku, en á hinn bóginn 83
úr röðum stjórnarhersins og hers
Sovétmanna. Tuttugu úr röðum
Sovétmanna voru drepnir er þeir
stukku í fallhlífum niður í
Kunhar-dalinn í Nangarhar-hér-
aði.
Þá var frá því skýrt í Islamabad
í dag, að tvö flugslys hefðu orðið í
Afganistan þann 6. og 10. mars sl.
og í þeim farist allt að 77 manns. f
fyrra slysinu, þar sem sovésk her-
flugvél af gerðinni AN-26 fórst,
létust á bilinu 20—55 manns, en
heimildum ber ekki saman. í því
síðara fórust 22 í innanlandsflugi
á milli Urzugan og Kabúl. Ekki er
ljóst hvað olli því slysi, en jafnvel
er talið, að um borð í þeirri vél
hafi verið háttsettir embættis-
menn úr röðum sovéska innrásar-
hersins og að frelsisveitirnar hafi
átt þar hlut að máli.
Afganski Sósíaldemókrata-
flokkurinn, sem stofnaður var
fyrir 17 árum en síðar gerður út-
lægur og hefst nú við í V-Þýska-
landi, lagði í dag til, að efnt yrði
til ráðstefnu allra þeirra aðila,
sem hlut ættu að máli í Afganist-
an og ástandið í landinu krufið til
mergjar.
Á meðal tillagna flokksins er
„tafarlaus og skilyrðislaus brott-
för sovéska hersins frá Afganist-
an án nokkurra tímatakmarkana".
Þá leggur flokkurinn einnig til, að
Sameinuðu þjóðirnar gangist fyrir
því að gæslulið verði sent til
landsins til þess að koma þar á
friði."
ísrael:
Levy skipað-
ur herráðs-
forseti
Tel Aviv, 15. m*rs. AP.
ÍSRAELSKA ríkisstjórnin skipaði í dag
Moshe Levy, yfirhershöfðingja, sem
næsta forseta herráðsins en Rapheal
Eytan mun láta af því starfi 14. apríl
nk. Hann kom mjög við sögu í rann-
sókninni á fjöldamorðunum í Beirut og
þykir ekki fara frá með hreinan skjöld.
Levy, sem er 47 ára að aldri, hefur
gegnt stöðu aðstoðarforseta herráðs-
ins og það var varnarmálaráðherr-
ann, Moshe Arens, sem mælti með
honum í starfið. Levy er sagður mað-
ur skynsamur og öfgalaus og góður
skipuleggjandi.
Eytan, sem nú lætur brátt af
starfi, er mjög vinsæll í hernum en
mikill hatursmaður Araba. f júlí
1981, þegar Eytan gegndi í raun
varnarmálaráðherraembættinu,
skipaði hann fyrir um loftárásir á
höfuðstöðvar PLO í Beirut, en þá lét-
ust mörg hundruð manns.
ÓÖLD í ZIMBABWE. — Sviðnar og rotnandi líkamsleifar nokkurra manna
fundust fyrir skömmu skammt frá borginni Bulawayo í Zimbabwe, höfuð-
borg Matabelelands, þar sem Nkomo og hans fólk eiga ætt sína og óðul.
Talið er víst að hermenn stjórnarinnar og Mugabes hafi verið hér að verki
og er sagt að hinir látnu hafi verið reknir út úr langferðabíl og skotnir á
staðnum. AP.
ÚTFÖR breska njósnarans Donald MacLean, sem flýði til Moskvu á
sínum tíma, fór fram þar í borg fyrir nokkrum dögum. Hér sést hvar
kista hans er borin út úr byggingunni þar sem hann vann, en það fylgdi
ekki fréttinni hverjir líkmennirnir voru. ap.
Aukin umsvif Sovétmanna á Vestur-Kyrrahafi valda Bandaríkjamönnum áhyggjum:
Rebecca West
Sovéski flotinn hreidrar
um sig við Cam Ranh-flóa
AÐ SÖGN bandarískra flotaforingja hefur sovéski flotinn hreiðrað um
sig í höfninni í Cam Ranh-flóa í Víetnam og notar hana nú sem bækistöð.
Segja þeir að sést hafi til um 20 sovéskra skipa í höfninni fyrir nokkru og
hafa aldrei fyrr verið svo mörg sovésk skip þar saman komin frá því fyrst
varð vart við ferðir þeirra á þessum slóðum fyrir þremur árum.
Helmingur skipanna, sem til
sást, var sagður vera orrustu-
skip. Á meðal þeirra mátti
þekkja flugmóðurskipið Minsk,
nokkur beitiskip og tundurspilla,
auk tveggja kafbáta. Hin skipin
voru birgða- og olíuskip, en einn-
ig voru þar tveir viðgerða-
prammar.
Auk þessara skipa segja flota-
foringjarnir, að sovéskar könn-
unarflugvélar hafi bækistöðvar
við Cam Ranh-flóa og fylgist
með skipum á Suður-Kínahafi og
Indlandshafi. Vélar þessar eru
nefndar Björninn á Vesturlönd-
um og hafa tæplega 13.000 kíló-
metra flugþol. Þær eru búnar
fullkomnum leitarbúnaði, sem
þær nota til þess að fylgjast með
ferðum skipa jafnt og kafbáta.
Þá eru Sovétmenn sagðir hafa
komið sér upp fullkominni fjar-
skipta- og hlerunarstöð í Cam
Ranh þar sem þeir geta náð
sendingum Bandaríkjamanna til
og frá Clark-flugstöðinni og
flotastöðinni við Subic-flóa á
Filippseyjum. Þá sögðust flota-
foringjarnir einnig hafa komið
auga á fljótandi þurrkví, sem
hægt er að nota til viðgerða á
stórum skipum á sjó, á ánni við
Ho Chi Minh-borg. Hvað hún var
að gera á þeim stað vissu þeir
ekki, en sögðu auðvelt að flytja
hana til Cam Ranh.
Þó svo Sovétmenn hafi hreiðr-
að um sig í Cam Ranh hafa þeir
ekki kostað miklu til við upp-
byggingu þar, en höfnin var
byggð af Bandaríkjamönnum í
Víetnam-stríðinu. Til þessa hafa
þeir að mestu notast við flot-
bryggjur og viðgerðapramma til
þess að sinna stærstu skipum
sínum.
Umsvif Sovétmanna á Vest-
ur-Kyrrahafi hafa aukist veru-
lega á undanförnum árum og
bækistöð þeirra í Cam Ranh er
orðin að veruleika þótt ekki sé
lengra síðan en í janúar 1981, að
víetnömsk yfirvöld sögðu að
Sovétmenn fengju ekki leyfi til
þess að hreiðra þar um sig.
Flotaforingjar Bandaríkja-
stjórnar halda því á hinn bóginn
Sovéska flugvélamóóurskipið Kiev.
fram, að uppbygging Sovét-
manna í Cam Ranh eigi sér ræt-
ur allt aftur til ársins 1979.
Bækistöð Sovétmanna í Cam
Ranh er flota þeirra afar mikil-
væg. Skip þeirra þurfa nú ekki
lengur að snúa aftur til Vladi-
vostok til þess að birgja sig upp
og þau geta siglt um mun víð-
feðmara svæði en áður. Þau
þurfa því ekki lengur að ein-
skorða sig við Japanshaf og eiga
því ekki lengur á hættu að leið
þeirra til Vladivostok verði lok-
að af bandarískum eða japönsk-
um herskipum.
Bandaríkjamenn hafa látið
áhyggjur í ljósi yfir þeirri
hættu, sem siglingaleið herskipa
þeirra inn á Indlandshaf kann að
stafa af veru Sovétmanna í Cam
Ránh. Þeir hafa að staðaldri
20—30 skip á þeim slóðum.
(Byggt á New York
Times News Service.)
látin í Englandi
London, 15. mars. AP.
REBECCA WEST, rithöfundur, blaðamaður og einn af aldursforsetun-
um f breskum bókmenntaheimi, lést í dag á heimili sínu níræð að aldri.
Rebecca West, sem Times of
London sagði eitt sinn, að væri
„bókmenntajöfur vorra tíma“, var
kvenréttindakona mikil, gagnrýn-
andi, rithöfundur, sagnfræðingur,
ævisöguhöfundur og stjórnmála-
skýrandi, fjölhæf kona, sem ekki
var auðvelt að skipa á sérstakan
bás. Bernard Levin, einn virtasti
dálkahöfundur Breta nú á dögum,
hafði einu sinni þau orð um hana,
að hún væri mikilhæfasta konan í
Englandi síðan Elísabet II leið.
Arið 1921 réðst Rebecca mjög
harðlega á rithöfundinn H.G.
Wells fyrir skoðanir hans á
súffragettunum, kvenréttindakon-
unum bresku, og urðu þær deilur
þeirra upphafið að stormasömu
ástarsambandi milli þeirra, sem
stóð í áratug. Þau áttu einn son
saman, Anthony West.
Rebecca West þótti frábær
blaðamaður og skrifaði t.d. um
Núrnberg-réttarhöldin og málið
gegn drottinsvikaranum William
Joyce, „Haw Haw lávarði", sem
rak mikinn áróður fyrir nasism-
anum. Hún skrifaði um sögu Júgó-
slavíu, „Svart lamb og grár fálki",
og ævisagan „Heilagur Ágústínus"
er enn mikið lesin.
Cicily Isabel Fairfield hét hún
réttu nafni en tók sér skáldanafn-
ið Rebecca West og sótti það til
einnar kvenhetjunnar í skáldverk-
um Ibsens. Árið 1930 giftist hún
bankamanninum Henry Maxwell
Andrews, sem lést árið 1968, en
árið 1959 var hún öðluð af Elísa-
betu drottningu.
„Sjálfri finnst mér ekkert gam-
an að vera orðin níutíu ára og ég
skil ekki hvers vegna öðru fólki
finnst það. Það er ekki óttinn við
dauðann, sem veldur mér ama,
heldur hitt, að skrokkurinn er
þegar dauður að meira eða minna
leyti,“ sagði Rebecca í stuttri
grein, sem hún skrifaði í London
Sunday Telegraph seint á síðasta
ári.