Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 27 SÁÁ-menn hafa haldið fundi víða um land með almenningi og fólki sem aðstoðar þá við söfnunina. Ófært var á Vcstfirði í 5 daga og var þá gripið til þess ráðs að flytja hópinn í frönsku þyrlunum, sem staddar voru hér á landi þá. Hér sést hópurinn sem fór í ferðina. Morgunblaði4/RAX Söfnunin í fullum gangi „MARKMIÐIÐ með söfnuninni er að safna nægjanlegu fjármagni til að Ijúka við byggingu sjúkrastöðvar SÁÁ í Grafarvogi, en hún á að vera tilbúin til móttöku sjúklinga 1. október 1983. Það vantar 25—30 milljónir króna að raungildi til þess að það geti tekist," sögðu þeir Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks, og Hend- rik Berndsen, varaformaður SÁÁ, þegar Morgunblaðið spjallaði við þá um gang söfnunarinnar, sem SÁÁ hefur hafið og annað það sem hana snertir, eins og til að mynda það hvers vegna ráðist er í hana nú. Innheimta „Söfnunin er tvíþætt, annars vegar er leitað til einstaklinga og hins vegar til fyrirtækja, fé- lagasamtaka og sveitarfélaga," sagði Magnús. „Einstaklingum voru send tvö gjafabréf að upp- hæð 1800 krónur hvórt, vaxta- laus og án vísitölu, annað á nafn viðkomandi en hitt ónafnsett, ef viðkomandi hefur áhuga á að fá einhvern annan til að skuld- binda sig til greiðslu á þessari upphæð eða vill gefa meira sjálf- ur. Gjafabréfin eiga að greiðast á 5 gjalddögum, með þriggja mánaða millibili, þeim fyrsta 5. júní 1983 og þeim síðasta 5. júní 1984. Til stórra og smárra fyrir- tækja er einnig leitað með gjafa- bréf og þar er um tvær upphæðir að ræða, 6 og 18 þúsund krónur. Þau eru einnig vaxtalaus og óverðtryggð og bera sömu gjald- daga og gjafabréf einstaklinga. Gjafabréfin eru frádráttarbær til skatts og Búnaðarbankinn sér um innheimtu þeirra. Til að verðlauna skilvísa greiðendur, þá verður dregið úr tíu 100 þús- und króna verðlaunum á hverj- um gjalddaga, sem eru fimm talsins eins og fyrr greindi, en það gera samtals 5 milljónir króna. Fyrst var öllum karlmönnum á aldrinum 30—70 ára send bréf- in, en vegna fjölda kvartana frá þeim, sem voru undir og yfir þessu aldursmarki, ákvað stjórn SÁÁ að senda þessum aldurs- flokkum einnig gjafabréf." Ljúka bygging- unni á 13 mánuðum „Upphaf þessa máls má rekja til þess að SÁÁ setti í gang happdrætti fyrir tæpu ári eða í apríl 1982. Þá voru um 70 þúsund konum sendir happdrættismið- ar,“ sagði Hendrik Berndsen, er hann var spurður um tildrög söfnunarinnar. „Viðtökurnar voru með þeim hætti, að SÁÁ réðst í byggingu sjúkra- og með- ferðarstöðvar og nú sitjum við uppi með hálfkarað hús, sem við ætlum að ljúka á 13 mánuðum. Fyrstu skóflustunguna að hinni nýju sjúkrastöð tók forseti ís- Iands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, 16. ágúst 1982 og byggingunni á að vera að fullu lokið og hún tilbúin til notkunar 1. október 1983. Nú leitum við því til karl- mannanna og vonum að viðtök- urnar verði ekki síðri en hjá kon- unum. Það er exki að ástæðulausu að við erum að drífa þessa byggingu upp, því við erum í húsnæði á Silungapolli, sem við fengum til bráðabirgða. Það húsnæði á að rífa og við fáum einungis að vera þar til haustsins. Við fórum af stað með þessa söfnun í febrúar og viðtökur hafa verið jákvæðar, enn sem komið er. Við höfum haldið fundi víða um land, bæði með fólki sem aðstoðar okkur við söfnunina og almenningi." Á hrakhólum með húsnæði „Það hafa margir furðað sig á því hvers vegna SÁÁ hafði þann háttinn á að leita til Frjáls framtaks með framkvæmd söfn- unarinnar, en gerði það ekki á eigin spýtur. Til þess liggja ein- faldar ástæður. Reynsla okkar af happdrættinu á sínum tíma sýndi okkur, að þetta yrði það umfangsmikið verkefni að við mundum ekki ráða við það með góðu móti. Þetta er miklu um- svifameira fyrirtæki en happ- drætið var á sínum tíma. Frjálst framtak hf. hafði bæði góða að- stöðu og þjálfað starfsfólk til slíks skipulags sem söfnun sem þessi krefst og því þótti okkur vænlegt að leita aðstoðar þess. Komið hefur verið upp „neti“ að- stoðarfólks um allt land til þess að vinna að söfnuninni, en það er gert með kynningarstarfi, hring- ingum og einnig verður víða gengið í hús og fólk þannig minnt á söfnunina, upplýst um SÁÁ og hvatt til að taka þátt í henni. Hópur fólks heimsækir einnig fyrirtæki f sama tilgangi. SÁÁ hefur nú verið starfandi i 5 ár og aðsóknin hefur svo sann- arlega sýnt að það var þörf fyrir þessa starfsemi. Á þessum árum hafa 5500 manns farið í meðferð hjá samtökunum. öll þessi ár höfum við verið á hrakhólum með húsnæði, enda höfum við verið á fjórum stöðum á þessum fimm árum. Fyrst vorum við í leiguhúsnæði í Reykjadal, síðan eitt sumar í Langholtsskóla áður en við fengum húsnæðið að Sil- ungapolli, sem við verðum að rýma í haust." Hamingjusamara fólk „Auk sjúkrastöðvarinnar á Silungapolli rekum við fræðslu- upplýsinga- og kynningar- miðstöð um áfengisvandamálið að Síðumúla 3—5 og þangað fáum við 3—400 heimsóknir vikulega. Við erum með endur- hæfingarstöð að Sogni í ölfusi, þar sem geta verið 30 sjúklingar í einu. Sams konar rekstur erum við með að Staðarfelli í Dölum og þar geta verið 32 sjúklingar í einu. Rekstur meðferðar- og endur- hæfingarstöðvanna er fjármagn- aður með daggjöldum, en fræðslustöðvarinnar með frjáls- um framlögum meðlima SÁÁ. Alls starfa hjá samtökunum um 50 manns sem skiptast þannig: á Sogni 10, á Staðarfelli 8, á Sil- ungapolli með ráðgjöfum, lækn- um og öllu 22—23 og 5—6 ráð- gjafar í Sfðumúlanum. Á skrif- stofunni sjálfri vinna tveir menn,“ sagði Hendrik. „Ég hef unnið sem endurskoð- andi og rekstrarráðgjafi í 13 ár. Að undanförnu hef ég fengið tækifæri til að kynna mér starf- semi SÁÁ. Ég held að fáar rekstrareiningar geti státað af jafnmikilli hagkvæmni og er í öllum rekstri hjá SÁÁ,“ sagði Magnús Hreggviðsson. „Það er annað sem mig langar til að nefna og það er hversu frábæru starfsfólki SÁÁ hefur á að skipa, sem vinnur þar hin ýmsu störf, og hversu vel því tekst að skila hamingjusömum einstaklingum út í lífið á ný. Fólkið er jákvæð- ara en það var áður og miklu meiri gleðigjafar öðru fólki. Mér hefur fundist þetta sérstaklega áberandi," sagði Magnús að lok- um. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks hf., Erna Arn- ardóttir, starfsmaður söfnunarinnar, og Hendrik Berndsen, varaformað- ur SÁÁ, með nokkur gjafabréfanna, sem þegar hafa borist. Um borð í þyrlunni. Á fundi með 6. bekk Verslunarskólans, en hann aðstoðar við söfnunina. Frá fundi á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.