Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 31 Hættuleg tillaga Bandalagsflokksins — eftir Birgi Isl. Gunnarsson Eitt aðalmálið á stefnuskrá Bandalagsflokks Vilmundar Gylfasonar er tillaga um algjöran aðskilnað löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds og að forsætisráð- herra skuli kosinn beinni kosn- ingu. Hér er um að ræða tillögu, sem nauðsynlegt er að fólk átti sig vel á, því að hún er bæði vanhugs- uð og hættuleg. Ég mun því fjalla nokkuð um tillöguna í þessari grein. Þingræöið rótgróin hefð Eitt grundvallaratriði í okkar stjórnskipun er það, að ríkisstjórn verður að styðjast við þingið eða m.ö.o., enginn getur setið í ráð- herrastóli nema hann hafi stuðn- ing meirihluta þingsins. Þetta fyrirkomulag er nefnt þingræði og það er samofið þeim lýðræðislegu stjórnarháttum, sem íslenska þjóðin hefur þróað með sér um langan tíma. Þetta er rótgróin hefð, sem ekki má slíta upp með rótum og hætta er á að ýmislegt fleira myndi þá skolast með. Þessu fyrirkomulagi vill Bandalags- flokkurinn nú varpa burt í einu vetfangi og taka upp nýja stjórn- arhætti að bandarískri og franskri fyrirmynd. Það hefði margar hættur í för með sér og skal hér nefna nokkrar þær helstu. Óhetnjumikið vald á eina hönd Forsætisráðherra á að kjósa beinni kosningu skv. tillögunni og hann síðan að skipa að eigin vali 8 meðráðherra. Þjóðin eða þingið fengi ekkert um það að segja, hverjir meðráðherrarnir væru og eru þó önnur ráðherraembætti æði mikilvæg. Með þessu fyrir- komulagi væri safnað saman meiri völdum á eina hendi en nokkur dæmi eru um að nokkrum manni hafi verið falið fyrr hér á landi. í því einu liggur mikil hætta og dæmi eru um margskonar spill- ingu, sem þróast í slíkum stjórn- kerfum. Stórfelld þjóöfélagsátök Þó má benda á að mikil hætta er á árekstrum milli þings og stjórn- ar. Tilefni til slíkra árekstra yrðu mörg og margvísleg. Alþingi féll- ist t.d. ekki á stefnu forsætisráð- herra eða ríkisstjórnar í mikil- vægum málum, t.d. stefnu í efna- hagsmálum og neitaði því að sam- þykkja löggjöf, sem forsætisráð- herra færi fram á. Alþingi gæti líka neitað um fjárveitingu til ein- hverra stefnumála ríkisstjórnar- innar — eða Alþingi gæti sett lög, sem ríkisstjórnin væri andvíg og ætti síðan að framkvæma. Þessi dæmi sýna að þetta kerfi býður upp á stórfelldari þjóðfélagsátök en við þekkjum í dag og þykir mörgum vafalaust nóg um. „Tillaga Bandalagsflokks- ins er ákall á „hinn sterka mann“. Hér ríkir nú óvenjulegt stjórnmála- ástand, sem jaörar við upplausn. Á slíkum stund- um er hætta á aö menn skelli skuldinni á kerfið eöa stjórnmálaflokkana og vilji kalla á „riddarann á hvíta hestinum" til bjargar málunum. Þessi hugsun tengist mjög til- lögum flokksins, en slíkan hugsunarhátt ber aÖ var- ast, því aö hann er andlýð- ræöislegur.“ Bandaríkin — Frakkland Þar sem slíkt kerfi hefur verið við lýði er ólíku saman að jafna. I Bandaríkjunum er stjórnmála- hefðin allt önnur. Hvert sam- bandsriki hefur víðtæk völd og þar er hefð að kjósa beint til margvís- legra embætta. Þar eru stjórn- málaflokkar einnig allt öðruvísi en við þekkjum þá. Stærstu flokk- arnir eru mjög laustengd samtök fólks, sem oft myndast meira utan um persónur en málefni. f Frakklandi hefur kjör forset- ans yfirleitt farið saman við meg- instraumana í stjórnmálunum. Þegar Mitterrand var kjörinn for- seti, var mikil vinstri sveifla, sem fylgt var eftir í þingkosningum stuttu seinna, þar sem sömu öfl fengu meirihluta á þingi. Þar hef- ur því ekki reynt á hið alvarlega ástand, sem gæti myndast, ef for- seti og þing væru á öndverðum meiði. Hér kemur að sjálfsögðu einnig inn í að völd forseta Bandaríkj- anna og Frakklands eru meiri og geta orðið meiri undir vissum kringumstæðum en hugsanlegt væri að menn gætu fallist á hér á landi. Enn má á það benda að í þessum lögum styðst forsetinn við öflugan her, sem hann er yfirmað- ur yfir. Forsetaembættiö lagt niður Þá má enn benda á, að í tillög- unum er ekki gerð grein fyrir hlutverki forseta fslands í hinu nýja kerfi. Þjóðkjörinn forsætis- ráðherra myndi gera forsetaemb- ættið óþarft, eða a.m.k. lítils virði. í raun er þetta því tillaga um að leggja niður forsetaembættið í nú- verandi mynd. Það yrði skaði, því að reynt er að halda því embætti sem sameiningar- og samstöðu- tákni óháð hinni daglegu stjórn- málabaráttu. Hinn sterki maður Tillaga Bandalagsflokksins er ákall á „hinn sterka mann“. Hér ríkir nú óvenjulegt stjórnmála- ástand, sem jaðrar við upplausn. Á slíkum stundum er hætta á að menn skelli skuldinni á kerfið eða stjórnmálaflokkana og vilji kalla á „riddarann á hvíta hestinum" til bjargar málunum. Þessi hugsun tengist mjög tillögum flokksins, en slíkan hugsunarhátt ber að varast, því að hann er andlýðræð- islegur. Viðhalda á misréttinu í kjördæmamálinu Þá er því slegið föstu í þessum tillögum að engu eigi að breyta í kjördæmaskipan, þegar kosið er til Alþingis. Reykvíkingar og Reyknesingar eiga því áfram að búa við óréttlætið, sem er í dag og engu má þar breyta í réttlætisátt að dómi Bandalagsflokksins. Flokkurinn hefur því skorið sig úr leik í þeirri viðleitni að bæta hlut þessara tveggja þéttbýliskjör- dæma í áhrifum á Alþingi. Bandalag jafnaðarmanna hefur að undanförnu verið í æðislegri leit að málefnum til að reyna að skera sig frá öðrum flokkum. Þessi fyrsta tillaga flokksins og aðalstefnumál hans sýna að flokk- urinn var óheppinn í vali. Tillagan rífur niður rótgróna þingræðis- hefð á íslandi og kastar okkur út í stórgailað og hættulegt stjórn- kerfi, eins og bent hefur verið á í þessari grein. Atvinnumál í Reykjaneskjördæmi eftir Braga Michaelsson Vinnusemi íslendinga hefur frá alda öðli verið þeim best björg á erfiðum tímum. Atvinnumál eru því sá málaflokkur sem mestu skiptir að vel sé á haldið og að atvinnulífinu sé sköpuð sú aðstaða sem tryggir að fyrirtæki séu ekki neydd til hallareksturs og skulda- söfnunar. En skuldasöfnun fyrir- tækja er versta árás sem hægt er að gera á lífskjör launþega, þar sem slíkt veldur stóraukinni dýr- tíð á endanum, eins og dr. Benja- mín Eiríksson útskýrir vel í grein í Morgunblaðinu 23. febrúar sl. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa atvinnumál á Suðurnesjum verið afrækt meðan mulið hefur verið undir aðra staði hér á landi. Það hefur beinlínis verið stefna þessarar stjórnar að menn geri út á sjóðina og lánsfé í stað þess að efla eigin fjárstöðu og sjálfstæði fyrirtækja og frjálsa samkeppni. Flugvallarsvæðið í Keflavík hefur gersamlega orðið útundan og ekk- ert mátt gera þar hvort heldur í þágu íslendinga eða Varnarliðs- ins, vegna neitunarvalds kommún- ista í ríkisstjórninni. Ber brýna nauðsyn til að einangra þá sem fyrst eftir næstu kosningar, sé þess kostur. Flugstöðina strax Flugstöðin í Keflavík hefur lent í þessari úlfakreppu stjórnarinn- ar, þrátt fyrir að meirihluti þjóð- arinnar sé sammála um að nýta það fjármagn, sem nemur um 70 milljónum dollara, sem okkur er boðið til þessara framkvæmda og tengist þeim. Um þessar mundir er atvinnu- ástand á Suðurnesjum í algerri ör- deyðu. Fyrirtæki í fiskvinnslu eru mörg alveg stopp og annars staðar aðeins unnin dagvinna. Æskilegt væri í sjálfu sér að dagvinna myndi nægja til að framfleyta meðalfjölskyldu, en ófarnaðurinn á efnahagssviðinu hefur séð til þess að fáir lifa af slíkum launum í dag. Það ber tvímælalaust að láta h^fja framkvæmdir nú við flug- stöðina í Keflavík og treysta með því bágborið atvinnuástand á Suð- urnesjum. Þessi framkvæmd kem- ur einhvern tímann og nú er hent- ugur tími til hennar. Jafnframt þarf að styrkja stöðu annars at- vinnulífs þar þannig að ný atvinnutækifæri verði fyrir hendi sem fyrst og taki við þegar fram- kvæmdum við flugstöðina lýkur. Framkvæmdum við olíubirgðastöð í Helguvík þarf einnig að hraða og stöðva þannig þá mengun sem á sér stað á núverandi birgðasvæð- um fyrir olíu á vallarsvæðinu. Jafnframt blasa við mikil verkefni á flugvallarsvæðinu við það að koma útliti þess í þolanlegt horf, svo sem að koma raf- og símalín- um í jörð, sem er jú hreint örygg- isatriði. Leggja götur, gangstéttir og endurnýja timburhús og önnur léleg mannvirki. Allt þetta eigum við að framkvæma í samvinnu við Bandaríkjamenn og NATO. Ódýra orku ber að nýta Hitaveita Suðurnesja er eitt glæsilegasta fyrirtæki landsins. Það hefur sýnt að unnt er að nýta háhitaorku með góðum árangri til hitunar, auk 8 mw raforkuvers. Heimamenn á Suðurnesjum hafa stýrt þessu fyrirtæki af miklum dugnaði og ætti ríkissjóður ef til vill að afhenda þeim það alfarið til eignar. í tengslum við áframhald orkuvinnslu þar má koma upp margvíslegum iðnaði, svo sem yl- Bragi Michaelsson ræktarveri er framleiddi til út- flutnings, ekki síst vegna nálægð- ar við flugvallarsvæðið. Sömu sögu má raunar segja um ylrækt- armöguleika í Mosfellssveit. Þar hefur um áratugi verið rekin myndarleg ylrækt og eru þeir Mosfellingar í raun frumkvöðlar í þeirri búgrein á landinu að ég hef fyrir satt. Ylrækt í Mosfellssveit þarf að styðja á allan hátt og skapa garðyrkjubændum rafmagn á stóriðjuverði til þess að geta beitt lýsingu í meira mæli en nú er hægt. Vel þarf að huga að málefnum iðnaðar í kjördæminu. Iðnaður hlýtur að taka við megin hluta þess fólks sem á vinnumarkaðinn kemur á næstu árum. Því verður að hafa sem raunhæfasta geng- isskráningu í landinu á hverjum tíma og skapa iðnfyrirtækjum heilbrigð lífsskilyrði. Hugvit og dugnaður einstaklinganna mun áreiðanlega vísa veginn til sóknar, séu umhverfismál atvinnurekstrar með þeim hætti, að ekki sé lagður steinn í götu heilbrigðs rekstrar með óviturlegum stjórnarathöfn- um svo sem verið hefur lenzka um langt árabil. Sjávarútveginn þarf að efla Um þessar mundir eru miklir erfiðleikar í sjávarútvegi lands- manna, ekki síst á Suðurnesjum og í'Hafnarfirði. Aflabrögð hafa verið heldur rýr undanfarið og við hafa bæst miklir söluerfiðleikar og verðfall. Fiskvinnslan á Suður- nesjum á við mikla erfiðleika að etja og eru mörg fyrirtæki i þrengingum en togarar sigla með aflann. Ekki má svo fram fara að sjávarútvegur, þessi frumatvinnu- grein okkar, sé rekinn með þessum hætti. Röng gengisskráning kem- ur hvað verst við sjávarútveginn og ekki heldur er neitt vit í að ætla að reka þessa grein á tómum millifærslum, sem eiga sér stað nánast við hverja verðákvörðun á fiski. Enginn vafi er á því, að hugvit og áræðni einstaklingann sem við rekstur í fiskvinnslu eru, getur skilað mun meiri tekjum í þjóðar- búið en nú er, sé horfið frá núver- andi núll-rekstrar eða skuldasöfn- unarstefnu. Vöruvöndun í sjávar- útvegi er líka þýðingarmikil og þarf að taka upp strangara eftirlit með því að fiskur sé ekki eyðilagð- ur um borð í togurum eða netabát- um. Það á að vera okkur metnað- armál að koma með að landi bestu fiskvöru heims og fyrir hana eig- um við líka að greiða sjómönnum vel. Enginn vafi er á því, að þá verður hægt að selja fiskinn okkar fyrir hæsta verð á erlendum mörkuðum. Það er skoðun mín, að nú verði að efla atvinnumál í Reykjanes- kjördæmi, sem annars staðar og stjórnvöld verði að hverfa frá þeim hugsunarhætti að útgerð og fiskvinnsla séu beiningamenn og að Reyknesingar hafi ekki sama rétt og aðrir landsmenn. Jöfnun kosningaréttar er því brýn nauð- syn, enda verða allir landsmenn að sitja við sama borð í því grundvallarmáli sem öðrum. Okkur ber að reyna að hverfa frá óraunsærri fjárfestingu, hvar sem er á landinu, en efla einstaklings- framtak, sem mest við megum, í atvinnurekstri, enda er það í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Útgerð og fiskvinnsla þarf að njóta fjár- muna sinna án afskipta stjórn- valda. Verði svo þá er það trú mín að Reyknesingar muni bjarga sér á komandi tímum, sem þeir hafa gert í aldanna rás. Konur stofni friðarsamtök HINN alþjóðlega kvennadag, 8. mars, efndu stóru kvennasamtökin Kvenfélagasamband íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagið til fundar á llallveigarstöðum. En þar var kynn- ing á starfi svonefnds friðarhóps kvenna, sem sent hefur frá sér ávarp til kvenfélaganna, og umræður um frið og afvopnun. En friðarhópurinn hafði ma-lst til þess að kvenfélög og kvenfélagasambönd efndu til sér- stakra funda um frið og afvopnun og létu frá sér heyra, til undirbúnings hugsanlegri friðarráðstefnu í vor og stofnun friðarsamtaka. Fundurinn var vel sóttur. Fram- söguerindi höfðu Elín Pálmadóttir blaðamaður og Kristín Ásgeirs- dóttir sagnfræðingur. Og á eftir urðu líflegar umræður. í íok fund- arins var samþykkt: „Fundur haldinn á vegum Kven- félagasambands íslands, Banda- lags kvenna í Reykjavík og Kven- réttindafélags íslands að Hall- veigarstöðum 8. mars 1983 tekur heils hugar undir ávarp friðar- hóps kvenna og leggur til að haf- inn verði hið allra fyrsta undir- búningur að stofnun friðarsam- taka íslenzkra kvenna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.