Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Myndverk Jó- hönnu Bogadóttur Myndlist Bragi Ásgeirsson Sumir myndlistarmenn leita sér að afmörkuðu myndefni sem þeir svo útfæra á allan mögulegan hátt eftir því sem ímyndunarafl þeirra hrekkur til. Um þetta eru til ýmis alkunn dæmi í listasögunni og í sumum tilvikum eru það hreinu töfrarnir hvað mönnum hefur tek- ist'að ná fram mikilli fjölbreytni. Nærtækt dæmi hér um er franski málarinn Cézanne er málaði fjallið Mount St. Victorie mörg hundruð sinnum og þó voru engar tvær myndir eins, og svipað má segja um ítalska málarann Morandi er allt sitt líf málaði kyrralífsmyndir. Svo eru líka til dæmi um lista- menn, sem festast í sama mynd- efninu og geta sig lítið hrært innan þess og túlka litla fjölbreytni, og þeir eru miklu fleiri. Manni dettur þetta ósjálfrátt í hug er sýning Jóhönnu Boga- dóttur er skoðuð í kjallarasölum Norræna hússins, en listakonan kynnir þar 64 verk eftir sig, mál- verk, bíandaða tækni, grafík og teikningar. Jóhanna er enn ung að árum svo það væri út í hött að stað- setja hana alfarið í annan hvorn ofanskráðra flokka, því að þótt myndefni hennar sé mjög svo einhæft þá gæti hún átt það til að söðla skyndilega um — dæm- in eru mörg og ekki síst í ís- lenskri myndlist. Eftir sýningunni í Norræna húsinu að dæma, sem gefur góða hugmynd um verksvið listakon- unnar, að ég best veit, þá er grafíkin hennar langsterkasta hlið enn sem komið er. Mér virð- ist sem Jóhanna máli málverkin upp úr grafíkmyndunum og þeim hugmyndum, sem hún hefur ver- ið að glíma við á því sviði í mörg ár. Sjálf skilgreinir Jóhanna hugmyndasvið sitt þannig í sýn- ingarskrá: Hvað er turninn?/ Kannski verður turninn í þess- um myndum tákn fyrir leitina að hinu stórfenglega, tilraunir mannsins til menningar./ Til- M Á -» - a raunir sem snúast stundum yfir í það gagnstæða./ Hvers vegna? Við leitum að svari í heimi þversagna eins og Mínótárus í völundarhúsi. Þetta er sennilega ekki besta skilgreiningin á list Jóhönnu Bogadóttur vegna þess að mynd- ir hennar eru ekki dæmigerðar fyrir þversagnir. Þversagnir birtast ekki endilega í hugar- flugi og ýkjum, heldur í beinum myndrænum andstæðum. Að vísu er draumurinn þversögn við hvunndaginn en myndir Jó- hönnu virka sem hreinir draum- ar hennar á afmörkuðu sviði. Þversagnir birtast okkur miklu skýrar í myndum Chagalls, sem Jóhanna hefur vafalaust lært ýmislegt af, — á ég hér í senn við myndrænar sem huglægar þversagnir. En það má vera alveg klárt, að Jóhanna notar myndtákn sín til að flytja skoðandanum ákveðin meðvitaðan eða ómeðvitaðan boðskap, og þannig séð virka myndir hennar stundum bók- menntalegar, — líkast ágætum myndskreytingum við ævintýri. Listakonan virðist vera að segja sögu og henni liggur mikið á hjarta. Líkast til er það kjarni máls- ins, að Jóhönnu liggi mikið á hjarta. Hún er duglegur og metnaðargjarn listamaður, sem hefur ekki látið deigan síga þrátt fyrir margs konar mótlæti. Þvert á móti hefur mótlætið stælt hana og orðið henni hvatn- ing til meiri átaka og hún hefur um leið haslað sér völl á erlend- um vettvangi. Hún hefur haldið einkasýningar víða erlendis og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum stórsýningum á grafík. Þá eru grafík-myndir hennar í eigu margra þekktra safna, m.a. Museum of Modern Art, New York. Þetta allt er Jóhönnu til mikils sóma því að margur geðminni hefði lagt upp laupana í hennar sporum. Það er víst al- veg rétt, að sá sem ætlar sér að verða myndlistarmaður hættir aldrei hvernig sem á móti blæs. Það eru a.m.k. engin dæmi þess, að hinir stóru myndlistarmenn sem við þekkjum hafi hætt í upphafi! Málverkin á sýningu Jóhönnu í Norræna húsinu eru mjög mis- jöfn að gæðum og sum formin tengjast ekki innri víddum myndflatarins, virka laus á flet- inum. Einna best finnst mér henni takast upp í myndum svo sem nr.: (1) „Gandreið“, „Við sjó- inn“ (10), „Turninn á heimsenda" (16) og „Gandreið" (32). Að mínu mati eru sem fyrr segir grafík-myndir Jóhönnu hennar sterkasta hlið og því til áréttingar vísa ég til mynda, svo sem nr. 33, „Venjuleg kona“, „Flugturn" (37), „Rót III a“ (40), „Hringekja" (45), „Gáta“ (46), „A ystu nöf“ (48), „Tristan og ísold“ (51) og „Á lornum vegi 1“ (61). Allt eru þetta myndir er myndu sóma sér vel á alþjóðleg- um sýningum og auka hróður listakonunnar. — Þótt myndheimur Jóhönnu Bogadóttur virki þröngur þá held ég að hún hafi hvergi nærri tæmt myndefnið, því að mér virðist hún geta mikið bætt við sig um lit- og blæbrigðaríkdóm ásamt skýrt framsettum form- um. í heild er þetta eftirtektarverð sýning er ber djarfri listakonu vitni. Bragi Ásgeirsson Sýning Sigrid Valtingojer Sæmundur í Selárdal var merk- ur maður er skildi eftir sig mynd- rænt umhverfi í formi eigin hug- smíða sem hann útfærði í handfast efni. Þetta hefur listakonan Sigrid Valtingojer uppgötvað og útfært nokkrar myndir í grafík er hún svo hefur gefið út í möppu, en Birgir Svan Símonarson hefur ort Ijóð við myndirnar sem fylgja möppunum. Þetta er svo til sýnis í Gallerí Langbrók næstu vikurnar. Sigrid Valtingojer héfur löngu skapað sér nafn hérlendis fyrir vönduð vinnubrögð í grafík- myndum- og teikningum, hún hefur dvalið í meira en tuttugu ár á íslandi og er löngu sam- gróin íslenzkum vettvangi í list og mennt. Það eru fágaðar myndir er Sigrid sýnir að þessu sinni, máski of fágaðar og á það eink- um við í teikningunni. Hins veg- ar tekst henni, eins og raunar jafnan, að gæða grafík-myndir sínar þeim blæbrigðaríka dómi sem er aðall þessarar tækni. Ekki er ég frá því, að Sæ- mundur karlinn sé of stásslegur í því gervi er listakonan klæðir hann í og er dálítið erfitt að ímynda sér að byggingarlistin á bak við hann sé verk hans eins. Minnir frekar á ferðalag í nú- tímanum er stillt hefur sér upp til myndatöku. Einhvern veginn hugsar maður sér útlit slíkra kjarnakarla og íslenzkra sérvitr- inga meira í ætt við hrjúft um- hverfið. En hér er lika sá mögu- leiki fyrir hendi að listakonan hugsi sér fígúruna í forgrunnin- um sem anda Sæmundar frekar en holdteknar ímynd hans og þá fellur ofanskráð umsögn um sjálfa sig. En þrátt fyrir allt þá sakna ég einhverrar frumorku í myndun- um, einhvers sársauka og sam- kenndar með grómögnum jarð- lífsins. Myndirnar eru sléttar og felldar þótt á háu plani séu um tæknileg gæði. En sjálfsagt vilja margir hafa þetta þannig ... Bragi Asgeirsson _________35^ Viö brúsa- pallinn — og þó Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jón Gísli Högnason: Ysjur og austræna, sagnaþættir mjólkurbflstjóra á Suðurlandi. 1. bindi. Útg. Bókaforlag Odds Björnssonar 1982. Að þriðja undirtitli bókarinnar segir: Helga saga Ágústssonar og kappa hans. Væri þó öllu nær að benda öllu fyrr á það, ég fæ ekki betur séð en bók Jóns Gísla Högnasonar sé að verulegu leyti heimildaróður um Helga Ágústs- son og Egil í Sigtúnum. Það er varla fyrr en líður verulega á bók- ina, sem er um 360 bls. með nafna- skrá, að farið er að minnast á mjólkurbílstjórana. Helgi Ág- ústsson og Egill Thorarensen hafa án efa verið merkir frömuðir í sinni sveit og frásagnir bera því ótvíðræðan vott. Því finnst mér nafngiftin á bókinni heldur betur fráleit, frásagnir þeirra gegnu og góðu manna sem segja frá snúast að verulegu leyti um þetta hefð- bundna: æska og uppvöxtur frá- sagnarmanns/ basl og búskapar- hætti/ breytingar á lífsháttum/ Egil og Helga/ bílferðir þegar bezt lætur, en í mörgum þáttunum verður hreint ekki séð að viðkom- andi hafi nokkurn tíma stjórnað þessu farartæki sem mjólkurbíll kallast. Þessar frásagnir eru margar ósköp liprar og ósköp hversdagslegar, ætli fari nú ekki flestir þeir sem komnir eru vel yf- ir sextugt að hafa lýst æsku/upp- vexti/heyskap/ matarvenjum og ég veit ekki hvað. Lifandis skelf- ing sem þessi fyrstu fjörutíu, fimmtíu ár aldarinnar, að ekki sé nú lengra farið, ætla að endast okkur vel í bækur. Á bókarkápu er öldungis ekki laust við að lesandi sé dálítið plataður: „í þessu fyrsta bindi rit- verks Gísla Högnasonar eru skráðir sagnaþættir eftir sunn- lenskum mjólkurbílstjórum og fleirum. Mjólkurbílstjórar þjón- uðu mikilvægu hlutverki i lífi og starfi sveitafólks. Hér áður fyrr fluttu þeir mjólkina frá bændum til mjólkurbúa eins og enn þann dag í dag, en þeir gerðu meira, þeir útréttuðu fyrir bændur, keyptu fyrir þá áburð, mat og jafnvel tvinna og saumnálar fyrir húsfreyjurnar. Stundum þurftu þeir að borga víxla og þannig voru þeir í senn sendlar og bjargvættir bændanna. Þeir börðust áfram í hríð og ófærð og lögðu nótt við dag til að koma varningi sínum á áfangastað ..." Ég geri hreint ekki lítið úr framlagi sunnlenzkra mjólkurbílstjóra og dreg ekki í efa mikilvægi þeirra og greiðvikni. Þetta kemur nánast ekki til skila í þessari bók, einfaldlega vegna þess að hér er verið að tala um önnur atriði, uppvaxtarsögurnar margnefndu, svo og lofsöngur um þá tvo höfðingja, sem áður er að vikið. í sumum köflunum er raun- ar hvorki vikið að höfðingjunum tveimur né bílamálum. Þar er bara verið að koma á blað „fróð- leik“, sem er orðinn fjarskalega hversdagslegur. En kannski mjólkurbílstjórarnir birtist. ekki fyrir alvöru fyrr en í 4. eða 5. bindi. Höfðar til „fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.