Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Gervihnattafjar- skipti við skip — eftir Hjálmar R. Bárðarson siglinga- málastjóra Verður stétt loft- skeytamanna brátt óþörf í skipum? Um þessar mundir er komin veruleg hreyfing á framtíðarkerfi fjarskipta við skip um gervihnetti, INMARSAT-kerfið svonefnda. Á fundum í Alþjóðasiglinga- málastofnuninni IMO (áður IMCO) í London er nú rætt um endanlegar kröfur, sem gerðar verða til skipanna, og um þann búnað, sem nauðsynlegur er á meðan á umþóttun stendur frá nú- verandi kerfí. Gert var upphaflega ráð fyrir, að umþóttunartími myndi geta orðið ein 5—8 ár, en nú er farið að ræða um, að sá tími kunni að verða enn styttri. Skipaeigendur sýna víða mjög mikinn áhuga á að hraða þessu máli. Rætt er um, að hægt verði að taka í notkun hluta af kerfinu, jafnóðum og tæknibún- aður verður fyrir hendi. Svo getur því farið, að INMARSAT-fjar- skiptakerfið við skip verði komið almennt í notkun allnokkru fyrir árið 1990, sem annars hefur verið miðað við. Þegar þetta kerfi verður komið alveg í notkun á öllum heimshöf- um, þá er gert ráð fyrir, að engir loftskeytamenn verði lengur um borð í skipum. Þetta gervihnattafjarskipta- kerfi mun, þegar það er komið í notkun, geta frétt af og tilkynnt um sjóslys hvar sem er á sama tíma og sjóslysið verður. Þá mun líka strax með þeim búnaði, sem fyrirhugaður er, verða hægt að miða nákvæmlega þann stað, þar sem sjóslysið verður. Þegar þetta atriði er leyst, þ.e. a.s. að vitað er strax um stað og stund, þar sem sjóslys verður, þá er næsta skrefið að þróa og skipu- leggja björgunarkerfi, sem gerir kleyft að koma til aðstoðar á sem skemmstum tíma. Um þetta atriði fjallar önnur al- þjóðasamþykkt, sem einnig er byggð á ráðstefnu á vegum Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO, Leitar- og björgunarsam- þykktin SAR (International Con- vention on Maritime Search and Rescue, 1979). Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri. Þessi samþykkt hefur ennþá ekki verið staðfest af íslandi, en hún er ein þeirra alþjóðasam- þykkta, sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur mælt með að stað- fest verði, jafnskjótt og nauðsyn- legri vinnu til undirbúnings stað- festingar hefur verið lokið. Gert er ráð fyrir, að verulegt hafsvæði verði falið umsjá íslenskr^ stjórn- valda til að skipuleggja leif, þegar alþjóðasamþykktin hefur tekið gildi. Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) í London hefur fyrir nokkru gefið út leiðbeiningar um skipu- lagningu, leit og björgun, kölluð IMCOSAR MANUAL. Þegar bæði radióneyðarkerfið INMARSAT- og leitar- og björg- unarkerfíð SAR er komið í notk- un, þá gerbreytist allt björgunar- kerfi á sjó. Því er þó ekki að leyna, að kerfi eins og INMARSAT mun kosta töluvert fé. Þó er talið, að mörg skipafélög muni fúslega leggja í þennan kostnað. Það sem er nokk- ur hagur skipafélaganna er, að kostnaður við loftskeytamann 1 skipunum mun hverfa. Þessi sparnaður kemur þó ekki til með að verða raunverulegur, nema fyrir hluta íslenska skipaflotans. Frá öryggissjónarmiði er það talin vera framför, að neyðarkall verður sjálfvirkt, án þess að treysta þurfi á mannlega aðgerð á neyðarstundu. Neyðarkallið fer sjálfkrafa frá slysstað, um gervi- hnött og til landstöðvar, sem síðan flytur skilaboðin beint til næstu björgunarmiðstöðvar í landi. Ætlað er, að þegar frá líði, muni radíóbaujur verða þannig gerðar, að þær séu m.a. tengdar siglinga- tækjum skipsins, og að hægt sé með takkakerfi að mata neyðar- sendinn með ýmsum upplýsingum, sem fari til landstöðvar með neyð- arsendingunni um gervihnött. Þá myndu t.d. upplýsingar, Þáttur INMARSAT fjar- skiptakerfisins í alþjóð- legum neyðar-og örygg- isbúnaði til sjós. Hrað- og neyaðrskeyti Tromsö-jarðstöðin nær yfir. Það mun taka um eina klukkustund að staðsetja neyðarsendi á innra svæð- inu, en um tvær klukkustundir á ytra svæðinu á milli ávölu línanna. sem þessar, fylgja neyðarkalli: nafn skips og/eða skipaskrárnúm- er, hvar skipið er statt, stefna og hraði skipsins, hvað er að, t.d. eldsvoði, leki, strand, fjöldi nauðstaddra manna, veður á slysstað o.s.frv. Allar þessar upp- lýsingar eru gagnlegar vegna björgunaraðgerða. INMARSAT-kerfið er byggt á 3 gervihnöttum, sem samanlagt ná til allra hafsvæða. Þó er takmörk- un nokkur, þegar um er að ræða allra nyrstu og syðstu hafsvæðin, pól-svæðin. Til að ná til þessara nyrstu og syðstu svæða, þá er hugmyndin að nota sérstaka pólbrauta-gervihnetti, sem fara hratt yfir miðað við jörðina í lágri hæð, um 1.000 km yfir jörðu. INMARSAT-kerfið er byggt á neyðartíðni 1,6 GHz, en pól- brauta-kerfið, sem nefnist SARSAT, mun væntanlega nota 406 MHz tíðni. Ef nota á 406 MHz tíðni til að senda um INMARSAT- -gervihnött, þarf að koma þar fyrir sérstökum búnaði, en 1,6 GHz tíðni er móttekin beint af INMARSAT-gervihnetti. þannig eru nú nokkur átök um, hvaða tíðni verði endanlega notuð, en Bandaríki Norður Ameríku, Kanada og Japan kjósa heldur að nota 406 MHz, vegna þess að fjöldi smáflugvéla í þessum löndum er þegar með þessa tíðni. COSPAS-SARSAT- kerfiö Tilraunir á Norðurpólsvæðinu eru nú fyrirhugaðar samhliða INMARSAT heildar-gervihnatta- fjarskiptakerfinu. í nánu sam- starfi við Kanada og Frakkland verða 5 bandarískir veðurtungla- gervihnettir (TIROS/NOAA), búnir tækjum til staðsetningar á neyðarsendum, aðallega flugvéla- sendum, en einnig skipaneyðar- sendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.