Morgunblaðið - 16.03.1983, Page 44

Morgunblaðið - 16.03.1983, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Rætt um Het Wapen eftir Jón Jónsson, jarðfrœðing Föstudaginn 11. 3. var í þættin- um Kastljós rætt við nokkra menn um fund- og hugsanlega björgun (uppgröft) skips þess, sem talið er vera Het Wapen van Amsterdam og sem strandaði á Skeiðarársandi 1667. Ýmislegt tel ég að vantað hafi í þennan þátt til þess að áheyrendur- og horfendur gætu skapað sér hlutlausa og raunhæfa mynd af því, sem þarna hefur ver- ið gert og ætlunin er að gera. Aðeins einn þeirra er komu fram í þættinum hygg ég að komið hafi á staðinn og er því aðstæðum kunnugur og jafnframt þekkir sandstrendur suðurlandsins af langri reynslu. Staður sá, sem um er að ræða fannst með segulmælingum þann 6. október 1981 að áliðnum degi. ÖII vinna og allar síðari rannsókn- ir hafa verið bundnar við þennan stað. Yfirvegandi líkur verður að telja á því að um Het Wapen sé að ræða, en sú skoðun byggist á eftir- farandi: Staðurinn er um 120 m frá sjó, en það þýðir að ströndin hefur færst fram um sem næst 40—50 sm á ári hverju frá því að skipið strandaði. Ekkert skip, sem strandað hefði öllu síðar gæti ver- ið komið svo langt upp í land. Tog- ari sem strandaði lítið eitt austar 1903 er enn ýmist í flæðarmáli eða nokkuð úti í sjó. Þessi staður er sem næst í há- suður frá Skaftafelli, austast á Skaftafellsfjöru, en þar hefur allt- af verið talið að Het Wapen hafi standað. Sýni þau, sem náðust í ágúst sl. ásamt aldursákvörðun á viðarsýni renna sterkum stoðum undir þetta. í sambandi við það hvert sé líklegt ástand skipsins var í þættinum gerður saman- „Þad er persónuleg skoð- un mín, og fyrir henni stend ég einn, að æski- legast væri að koma á samvinnu milli okkar og hollenskra aðila með það fyrir augum að varðveita þetta skip, sem mér sýnist vera næsta einstæður fundur, en án menningar- sögulegs gildis fyrir ís- land, en sem hefur það því meira fyrir Holland." burður við Vasa, sænska herskip- ið, sem sökk á 34 m dýpi og niður í botnleðju. Leðja hlóðst smátt og smátt að skipinu og staðurinn gleymdist, en fannst 1956. Þar sem Vasa sökk er selta mjög lítil, straumar af súrefnisauðugu vatni hafa leikið um flakið og trúlegt virðist mér að botndýr, sem í leðj- unni lifa geti valdið skaða á viðum skipsins. Hitastig vatnsins á þess- um slóðum er án efa talsvert hærra en á Skeiðarársandi. Het Wapen liggur í þéttum, fín- um sandi. Súrefni kemst þar ekki að og nánast engin hreyfing er á grunnvatninu svo langt, meira en 12,6 m, neðan við sjávarmál. Þarna verður því ryðmyndun og fúi í algeru lágmarki. Þetta fékkst staðfest með þeim sýnum sem náðust upp sl. sumar. Augljóst má það vera hverjum einum að ekki fæst óyggjandi sönnun fyrir því hvaða skip þarna er fyrr en grafið hefur verið niður á það, en meiri líkur, en þær sem nú liggja fyrir, fást ekki á annan hátt. Sama gildir raunar um ástand skipsins, en vilji menn á annað borð taka tillit til þekktra staðreynda er samanburður við Vasa með öllu óraunhæfur. Hitt er augljóst að ýmissa aðgerða verður þörf til þess að „konservera" skip- ið, en hverjar þær verða og hversu víðtækar þær kunna að verða, um það veit ennþá enginn fyrr en búið er að dæla sandinum ofan af og úr skipinu. Fullyrðingar i eina átt eða aðra hvað það varðar þéna engum heilbrigðum tilgangi. Það er persónuleg skoðun mín, og fyrir benni stend ég einn, að æskilegast væri að koma á samvinnu milli okkar og hollenskra aðila með það fyrir augum að varðveita þetta skip, sem mér sýnist vera næsta einstæður fundur, en án menning- arsögulegs gildis fyrir ísland, en sem hefur það því meira fyrir Holland. Vonandi verður nú ekk- ert til þess að tefja þetta verk þeg- ar aðstæður eru í besta lagi. Þær geta auðveldlega breyst til hins verra, orðið ómögulegar og skipið týnst á ný. Fisksala án físks Hagfræði níunda áratugarins eftir Kristján Lofts- son, framkvœmda- stjóra Hvals hf. í Morgunblaðinu 26. febrúar sl. er frétt á baksiðu er gerir lýðum ljóst að það sé opinber stefna fisk- veitingahúsakeðjunnar Long John Silver í Bandaríkjunum, að þeir kaupi ekki fisk af þjóðum, sem ekki hlíta samþykktum Alþjóða- hvalveiðiráðsins, en þetta hefur Morgunblaðið eftir talsmanni fyrirtækisins. Þessa stefnu sína gera Long John Silver nú kunna opinberlega og fylgja henni úr hlaði með því að rifta samningi við dótturfyrirtæki norsku fisksölusamtakanna Frionor í Bandaríkjunum að upphæð um 5 milljónir dollara eða um 100 millj- ónir ísl. króna, en hér mun vera um að ræða sölu er spanna átti eitt ár, og gerir það 10—15% af fiskkaupum Long John Silver. í fréttinni kemur einnig fram að 75—80% af þeim fiski er fiskveit- ingahúsakeðjan Long John Silver kaupi komi frá íslandi. Frá Kanada kaupa þeir það sem á vantar, um 10%. Síðan er mjög sterklega gefið undir fótinn með það af talsmanni Long John Silver að keyptur verði fiskur frá íslandi í stað þess norska. Fiskveitingahúsakeðjan Long John Silver mun reka um 130 fisk- veitingahús í Bandaríkjunum en það samsvarar rúmlega einu fisk- veitingahúsi á íslandi, sé tekið mið af fólksfjölda hér á landi. I rökréttu framhaldi af því sem á undan er gengið og mðnnum er í fersku minni hvað varðaði afstöðu „Nei, mergurinn málsins er auðvitað sá að hér er um samspil að ræða af hálfu Coldwater, sem hefur það meðal annars að leiðarljósi að gera Norðmönnum lífið leitt í fisksölu vestanhafs. Til að koma þessu í kring er lagt allt kapp á að kála hval- veiðum á íslandi svo hægt sé að nota hvalveiðar Norð- manna sem grýlu.“ hinna ýmsu aðila hvort ísland skyldi mótmæla banni við hval- veiðum í atvinnuskyni frá 1986 er samþykkt var á ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins síðastliðið sumar, þá hefur blaðamaður samband við hr. Guðmund H. Garðarsson, blaðafulltrúa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og innir hann álits á téðri frétt. Ánægja hans leynir sér ekki enda eru spilin farin að ganga upp hvað varðar afstöðu Hr. Þorsteins Gíslasonar, forstjóra Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrir- tækis Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í Bandaríkjunum, og þá auðvitað stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, en hún berg- málar afstöðu hans, og hugsa þeir sér nú gott til glóðarinnar, þar eð tekist hefur að úthýsa Norðmönn- um í fisksölu til Long John Silver. Hr. Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, reynir í svari sínu enn einu sinni að sannfæra fslendinga um að hefði Alþingi samþykkt að mótmæla hvalveiði- banni Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1986 þá væri sala Coldwater til Long John Silver töpuð. Þetta hef- ur blaðamaðurinn þannig eftir Guðmundi: „Meirihlutaákvörðun Alþingis um að mótmæla ekki var því tvímælalaust rétt og forðaði íslenzku þjóðinni frá óbætanlegu tjóni." Eins og áður segir kaupir fisk- veitingahúsakeðjan Long John Silver frá fslandi um 75—80% af þeim fiski er fyrirtækið selur. Er það því með ólíkindum að blaða- fulltrúi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna skuli reyna að telja fólki trú um það að þessi stóri kaupandi hefði hætt þar með að verzla með ísienzkan fisk ef ísland hefði mótmælt banni við hvalveið- um, vitandi það að sá fiskur sem hér um ræðir fær fyrirtækið að- eins frá hvalveiðiríkjum, um 90%, þ.e. íslandi og Noregi, og síðan um 10% frá selveiðiþjóðinni Kanada. Nei, mergurinn málsins er auð- vitað sá að hér er um samspil að ræða af hálfu Coldwater, sem hef- ur það meðal annars að leiðarljósi að gera Norðmönnum lífið Ieitt í fisksölu vestanhafs. Til að koma þessu í kring er lagt allt kapp á að kála hvalveiðum á íslandi svo hægt sé að nota hvalveiðar Norð- manna sem grýlu. Ef menn sætta sig við sam- keppni á markaðnum þá er það augljóst flestum að hefði ísland mótmælt banni við hvalveiðum frá 1986 þá hefði öll þessi óraun- hæfa hræðsla hér heima gleymzt fljótt og í Bandaríkjunum hefði ekkert breytzt því þar var ekkert um að vera hvort eð var. Ljósmyndir Emile Zola Kjarvalsstaðir 26. febrúar - 8. mars 1983 ^LjósmyTidasafhi^Franska sendiráðið Undursamleg arfleifð íslendinga í ljósmyndun eftir Daniel Charbonnier Mér er fyrst f mun að þakka hr. Braga Ásgeirssyni fyrir þann áhuga, er hann lét í ljós á sýning- unni „Ljósmyndarinn Emile Zola“, áhuga, sem hann útlistaði í merki- legri umsögn sinni í Morgunblað- inu, laugardaginn 5. mars. Hin mjög svo jákvæða afstaða blaða, sjónvarps og útvarps sem og vin- samleg samvinna sú, sem þau létu skipuleggjendum sýningarinnar f té, eru að miklu leyti skýring þess, hve vel henni var tekið, svo vel að varla hefur önnur menningarkynn- ing frönsk á fslandi fagnað slíku: rúmlega 3.300 gestir á aðeins ellefu sýningardögum. Þökk sé þvf öllum þeim blaðamönnum, sem hafa unn- ið að því með okkur, að almenningi bærist fyllsta vitneskja um það, sem fram fór á Kjarvalsstöðum dagana 26. febrúar til 8. mars sl. En við grein Braga Ásgeirssonar ber mér að gera athugasemd, er ég tel mikilvæga: Þá er það fyrst að ég varð afar undrandi að sjá nafn mitt nefnt þrisvar f þessari um- sögn um sýninguna. Að vísu hef ég oft komist að raun um, að á íslandi er sterk tilhneiging — allt að þvf þörf — til að merkja athafnir og atburði persónum. Menn vilja gjarna þekkja persónurnar að baki og nefna þær. Oftast reyna menn að ættfæra þær. Má vera að menn hyggist þá skilja betur þær athafn- ir og atburði, sem um er að ræða. fig er viss um, að hefði verið komið fram með þessa sýningu í öðru landi og ég jafnvel verið einn um að skipuleggja hana, eins og Bragi Ásgeirsson virðist halda, hefði nafn mitt aldrei birst f blöðum, og ég hefði ekki þurft að biðja um birtingu á þeirri leiðréttingu, sem mér ber að semja nú. Þegar ég las grein Braga Ás- geirssonar, furðaði mig enn meira á því að sjá hvergi minnst á Ljós- ■ myndasafnið. Rftirfarandi ber að segja og endurtaka það: Sýningin „Ljósmyndarinn Emile Zola“ var skipulögð í algerri samvinnu af „Ljósmyndasafninu" og „Menning- ardeild franska sendiráðsins". Enda var það alveg skýrt að þessu leyti og ótvírætt, hvernig sýningin var kynnt: auglýsingablöð, sýn- ingarskrár, aðgöngumiðar, upplýs- ingaritlingar um ljósmyndirnar, tilkynningar til blaða, útvarps og sjónvarps, allt bar þetta nafngift- ina „Ljósmyndasafnið hf. og Menn- ingardeild franska sendiráðsins". fig hyggst einnig hafa komist nægiiega skýrt að orði í viðtalinu, sem birtist í Dagblaðinu Vfsi 26. febrúar, en Bragi vfsar til þess f grein sinni. „Ljósmyndasafnið" er ung einkastofnun, sett á fót af flokki áhuga- og atvinnuljósmyndara, sem allir eru haldnir góðum vilja, eldmóði og ástrfðuþrungnum áhuga á ljósmyndum og sögu þeirra. Markmið þeirra er að bjarga og safna saman hinni und- ursamlegu arfleifð lslendinga f Ijósmyndum og kynna þeim mynd- ir frá fortíð landsins — sem nú er liðin hjá, þó að hún sé enn nálæg. Ljósmyndasafnið er í þjónustu allra þeirra, einstaklinga jafnt sem einkafyrirtækja og opinberra stofnana, sem eru í leit að gömlum Ijósmyndum eða nýlegum handa útgáfum, sýningum eða til að prýða heimili, skrifstofur eða opinbera staði. Ég leyfi mér að til- greina heimilisfang Ljósmynda- safnsins, sem allir þeir ættu að þekkja, sem áhuga hafa á ljós- myndum og sögu lslands: Flókagata 35 — Sfmi: 17922 (opið frá kl. 10 til 17) Ljósmyndasðfn eru enn sem komið er sjaldgæf í veröldinni. Ekki er það til í París, sem er þó nærfellt hundrað sinnum stærri en Reykjavík! fslendingar eiga marg- víslegu láni að fagna miðað við aðrar þjóðir, og mér virðist rfða á miklu fyrir þá að sjást ekki yfir, hvílfkt dýrmæti það er þjóðlegri arfleifð þeirra og listrænni að eiga sér f höfuðborg sinni ljósmynda- safn. Daniel CHARBONNIER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.