Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 48
^^^skriftar- síminn er 83033 MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 Demantur 4® æöstur eðalsteina - <8HtU & áMlfur Laugavegi 35 Um 40 togarar moka upp blá- löngu við Surtsey MIKILL fjöldi togara hefur síðustu daga verið á blálönguveiðum 1 grennd við Surtsey. Hafa þama verið um 40 togarar þegar flest var samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær, og flestir þeirra á mjög litlu svæði. Lætur nærri að þarna hafi verið hátt í helmingur togaraflotans og afli verið góður. Sjómaður, sem blaðið hafði tal af í gær, sagði að það kæmi ekki til af góðu, að menn sæktu í blá- lönguna þarna. Undanfarið hefði lítið sem ekkert verið að hafa af öðrum fiski og þegar frétzt hefði um góða veiði þarna hefðu margir valið þann kost að halda á þessa slóð. Fyrir kíló af blálöngu eru greiddar 6,14 krónur að viðbættri kassauppbót. Fyrir stórýsu eru greiddar 7,32 kr., fyrir stórþorsk 9,50 kr., en hins vegar ekki nema 5,16 kr., fyrir kíló af stórufsa að viðbættri kassauppbót. Sjómenn geta því fengið ágætan hlut á blá- löngunni þegar vel aflast eins og síðustu daga. Hins vegar eru frystihúsamenn ekki eins ánægðir. Blálangan er yfirleitt flökuð fyrir Rússlands- markað eða blokkaframleiðslu þar sem ekkert er lánað vegna skreið- arframleiðslu, en blálangan hefur yfirleitt verið hengd upp. Nú eru skreiðarmarkaðir hins vegar lok- aðir og því fer aflinn í frystingu. Munu einhver frystihús hafa takmarkað blálönguaflann, sem þau taka á móti, og líklegt er að einhver skip selji aflann í Þýzka- landi. Boeing 737-flugvél Arnarflugs. Afstýrðu Arnar- flugsmenn árekstri við herflugvél? „ÞOTUNNI var óvænt og fyrirvaralaust steypt krappt og snögglega á hægri vænginn og svipt til hliðar. Og næstum í sömu andrá sást til stórrar herflugvélar rétt hjá þotunni í sömu hæð,“ sögðu farþegar, sem komu með þotu Arnarflugs frá Amsterdam í gær í samtali við Morgunblaðið, en eftir því sem næst verður komist var nálægð Orion-flugvélar frá varnar- liðinu og þotunnar það mikil að ftugmennirnir gripu til sinna ráða til að afstýra áreksturshættu. Að sögn starfsmanns í flugturninum á Keflavík- urflugvelti hefðu flugvélarnar átt að sjást á ratsjám í turninum þegar atvikið átti sér stað. Atvikið átti sér stað suður af landinu klukkan 13:15, og voru flugvélarnar þá ofar skýjum, að sögn farþeganna. Arnarflugs- þotan lenti síðan í Keflavík klukkan 13:34. Þar gerði Mekk- ínó Mekkínósson flugstjóri skýrslu um atvikið, sem Loft- ferðaeftirlitinu var síðan afhent. Arnarflugsþotan hélt stundu síðar á ný til Amsterdam. „Já, það er rétt að þetta atvik átti sér stað,“ sagði Agnar Frið- riksson forstjóri Arnarflugs í samtali við Mbl. „Þegar okkar vél kemur niður í 13 þúsund feta hæð sér flugmaðurinn vél að því er virðist í sömu hæð. Hann sýn- ir skjót viðbrögð og sveigir til hægri til að forða hættu. Eg get ekkert frekar um þetta mál sagt fyrr en niðurstöður rannsóknar liggja fyrir, en þess má þó geta að öll samskipti flugstjóra og flugumferðarstjóra eru til á seg- ulbandi og jafnframt upptökur af ratsjám, þar sem fram koma hæðir vélanna beggja," sagði Agnar. Þegar Skúli Jón Sigurðarson hjá Loftferðaeftirlitinu var að því spurður hvað valdið hefði því að flugvélarnar, sem báðar voru í blindflugi, og því á útgefnum flugheimildum, voru á flugi á sömu slóðum, sagði hann að ein- hvers staðar hefðu átt sér stað mistök. Skúli kvaðst hins vegar ekki geta á þessu stigi málsins sagt annað um atvikið ,en fram kæmi í yfirlýsingu Flugmála- stjórnar, en hún er svohljóðandi: „í dag klukkan 13:15 þegar Boeing 737-flugvél Arnarflugs var í aðflugi til Keflavíkurflug- vallar, sáu flugmenn hennar hvar önnur flugvél var á flugi framundan að því er virtist í sömu hæð. Flugstjóri Arnar- flugsvélarinnar beygði til hliðar til þess að forðast hugsanlegan árekstur. f Ijós kom að þarna var um að ræða Orion-flugvél frá Varnarliðinu. Rannsókn á atviki þessu hófst strax í samræmi við starfsreglur Flugmálastjórnar og liggur niðurstaða þeirrar rannsóknar væntanlega fyrir fljótlega." Ljósmynd Emilía. Þríburarnir útskrifaðir f gær: ... svo eru þau engar tennur með“ ÞRÍBURARNIR sem fæddust 6. febrúar síðastliðinn hafa nú náð um það bil 10 marka þyngd og voru útskrifaðir af Landspítalan- um í gær. Hafdís litla 4ra ára systir þeirra var mjög spennt að fá systk- ini sín heim enda verður hún nú stóra systir. „Puttarnir eru svo litl- ir ... svo eru þau engar tennur með,“ sagði hún hissa eftir að hafa rannsakað þrfburana í krók og kring. Þau Reynir Arnórsson og Guð- munda Brynjólfsdóttir munu því fljótlega halda heim á Djúpavog þremur börnum ríkari. Vfst er að það mun breyta miklu hjá þeim og nú þegar hefur Reynir sagt upp stöðu sinni á togaran- um og útvegað sér vinnu í frysti- húsinu, til að geta hjálpað til við uppeldið." „Við ætlum að vera í Reykja- vík fram yfir skoðun sem þríbur- arnir eiga að fara í eftir viku, hálfan mánuð. Það er okkur fyrir mestu að börnin eru hraust, svo hvað með það þó þetta eigi eftir að vera svolítið strembið. Við munum fá heimil- ishjálp á meðan við dveljumst hér og frá sveitarfélaginu fyrir austan, höfum við fengið já- kvæðar viðtökur og vilyrði fyrir að fá heimilishjálp, þegar heim kemur." Hrekkur húsnæðið sem þið hafið ekki skammt þegar þrír bætast við? „Það er allavega óhætt að segja að það verður þröngt á þingi í hjónaherberginu á næst- unni. Það verður svo að fara eft- ir efnum og ástæðum hvort við stækkum við okkur." Þríburarnir virðast líkir svona í fljótu bragði? „Já við þorðum ekki annað en að halda armbandinu á B-stelp- unni svo við rugluðum þeim tveim ekki saman. Þau hafa ekki fengið nein nöfn ennþá, svo við köllum þau eftir röð, A, B og C.“ Álafossbruninn: Tjónið nemur 40 til 50 milljónum króna Spunaverksmiðian aftur í sang eftir tvær vikur „Heildartjónið af eldsvoðanum nemur líklega milli 40 og 50 milljón- um króna, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir ennþá. enda erfitt að meta það,“ sagði Guðjón Hjartarson verksmiðjustjóri á Alafossi í Mos- fellssveit í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Það var ullargeymslan sem brann, og spunaverksmiðjan skemmdist einnig mikið, mikil- vægasti hlekkurinn í verksmiðj- unni,“ sagði Guðjón ennfremur. Hráefni að verðmæti um 13 millj- ónir kr. skemmdist, 450 fermetra hús stórskemmdist, raflagnir, vélar og fleira. Þegar fram- leiðslutap bætist við má áætla að tjónið hlaupi á 40 til 50 milljón- um.“ Guðjón sagði eldsins hafa orðið vart milli hálf sex og sex í gær- morgun, og var það vaktmaður sem kom til Guðjóns og lét vita, en símakerfið í verksmiðjunni var þá óvirkt vegna eldsins. Þeg- ar var hringt á slökkviliðið í Reykjavík, sem kom á vettvang um klukkan sex, og var búið að hefta útbreiðslu eldsins um þremur klukkustundum síðar. Að sögn Guðjóns vinna um 300 manns á Álafossi, þar af um 120 í spunasalnum og geymslunni sem brann. Vinna mun hefjast þegar í dag, miðvikudag, og mun starfs- fólk spunadeildarinnar aðstoða við hreinsistarfið. „Við reiknum með því að byrja aftur í þeirri deild eftir tvær vikur," sagði Guðjón, „þá verði búið að endur- byggja húsið og lagfæra vélarnar. Þarna eru framleidd 6.500 kg af vörum á sólarhring, svo brýnt er að aðrir hlutar verksmiðjunnar fái þaðan vörur eins fljótt og unnt er. Þangað til verður notast við lager sem til er, og eftir að byrjað verður á ný, munum við reyna að vinna með auknum af- köstum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.