Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 FRAM TÖLVUSKÓLI Síftumúla 27, a. 39566. HITAMÆLAR SðMifflaiyigjQJiir <®l ©CQ) Vesturgötu 16, sími13280. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! Láglaunabætur — eftir Þórð Jónsson, Látrum Já, það var nafnið á 50 millj. kr. jóiagjöf sem svo var kölluð, sem sagt var að stjórnvöld ætluðu að færa þeim lægst launuðu í þessu landi, og væri forgjöf, meira kæmi síðar. Þannig munu þeir hafa skil- ið það, sem mest þurftu auranna með, og héldu, eftir nafninu, að þeir mundu fá, en fengu ekki, af þeirri einfoldu ástæðu að það stóð aldrci til, að þeir lægst launuðu fcngju neitt. Nafnið á gjöfinni var ekki rétt að mínu mati, það hefði átt að vera hálaunabætur. En við getum öll séð, að gjöfin mátti ekki heita það, eins og allt var í pottinn búið. Vonbrigðin urðu sár hjá mörg- um launalitlum, og margur varð hissa sem fékk bætur en átti þeirra ekki von, af því hann taldi sig vera þokkalega settan með laun og aðrar fjárhagsaðstæður, því ekki þurfa bótanna með. En ekki hef ég heyrt um neinn með vissu, sem skilaði sínum bótum eða rétti þær næsta manni sem þurfti þeirra með. Þó hefir það getað gerst í verulegum mæli af því þetta var nú fyrir jólin. Miklar umræður urðu um þessa ráðstöfun, og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Endaþáttur þeirra frumumræðu mun sennilega vera sjónvarpsþátturinn sem var á dagskrá 15. febrúar um málið, og ég vildi ekki með nokkru móti verða af, sleppti vegna hans stór- afmælisveislu kunningja míns, því ég vænti svo mikils af þættinum, og varð ekki fyrir vonbrigðum. f þættinum mætti fólk frá öllum stjórnmálaflokkum o.fl., meðal annarra hæstvirtur fjármálaráð- herra Ragnar Arnalds. Allt viður- kenndi þetta fólk, einnig ráðherr- ann, að mistök hefðu orðið í út- hlutuninni, sem fullur vilji væri til að leiðrétta, og væri þegar unn- ið að því. Ber ég fullt traust til hans að gera það, og læra nokkuð af þessum meintu mistökum. En hvers vegna þessi mistök? Allt þetta mæta fólk var að mestu sammála um, að þau mundu stafa af því að grunnurinn sem úthlut- unin byggðist á væri ekki réttur, en það voru skattframtölin frá 1981 og raunar líklegasti grunnur- inn í þessu tilfelli til að byggja á. En hvers vegna, segja niðurstöður skattframtalanna annað en sam- ferðafólkið um getuna til að kjósa sér lífsmátann og lifa hann í sjón og reynd. Um það voru ekki greið svör, en Halldór Ásgrímsson, ung- ur og efnilegur alþingismaður, sem ég geri mér miklar vonir um, þótt ég sé sjálfstæðismaður en hann framsóknar-, skar uppúr um það að herða þyrfti skatteftirlitið verulega. Ég hef unnið að skattamálum smávegis í meira en aldarfjórðung og þekki því nokkuð til skatta- mála, nógu mikið til þess að vita það, að mest þetta hjal um skatt- svik, þegar ekki fer saman niður- staða skattframtals og það sem við blasir frá sjónarhóli samferða- fólksins, er mjög svo orðum aukið, og fólk stimplað sem skattsvikar- ar, þótt það sé alsaklaust af því. Undir slíka skattsvikadóma göt- unnar ættu síst af öllu háttvirtir alþingismenn að taka, því að mínu mati eiga þeir hluta af sökinni, ef um sök er að ræða. Alþingi setur skattalögin og breytir þeim eftir því sem meirihluti háttvirtra al- þingismanna kemur sér saman um og telur þörf á. Þeir bera því ábyrgð á lagagerðinni, en mér finnst ég sjái og reyni, að þeir geri sér ekki fulla grein fyrir hversu mikið þeir þurfa að vanda alla skattalöggjöf, því ef vel er, þá þarf hún að geta staðið styrkleikaskoð- un tugþúsunda skattgreiðenda með tugi eða hundruð lögfræðinga sér við hlið, sem líka eru skatt- greiðendur. Ekki hávaðaskoðun, nei-nei, heldur eins og fiskar sem eru innilokaðir í neti leitandi eftir smugu til undankomu. En þá styrkleikaskoðun virðast skatta- lög og skattalagabreytingar oft ekki standast. Það finnast alltaf einverjar smugur sem fullkomlega löglegt er að fara um. Það eru engin lög sem banna manni að fara útum sinn eigin glugga ef hann finnur sig knúinn til þess. Það eru engin lög sem banna mér eða þér að fara til lögfræðings og leita eftir með okkur, hvort finnanleg sé á skatta- netinu nokkur smuga til að fara um fyrir mig og þig án þess að skemma netið. Þannig er með fjölda fólks sem verið er að hrópa á sem skattsvikara, að það fer að lögum, og aðeins það. Aðrir fara ekki að lögum, og gjalda ef til vill fyrir það með hærri sköttum. En háttvirtir alþingismenn eru búnir að gera skattalögin að ógeðslegri lagaflækju, sem útilok- að er að almenningur geti full- komlega átta sig á. Þess vegna hættir fólki við að hrópa um skattsvik, þegar það sér og finnur hinn óskaplega mismun á sköttum fólks, jafnvel í öfugu hlutfalli við það sem samferðafólkið hafði hugsað sér, og telur sig geta skilið. Þó gæti allt verið fullkomlega samkvæmt lögum. Hin raunveru- legu skattsvik eru svo allt annað og verða jú alltaf til í einhverjum mæli, og ekkert óeðlilegt við það að óbreyttri skattalöggjöf, því það má segja að skattgreiðandinn sé í sjálfsvörn með sína fjármuni, og því bæði sótt og varið á báða bóga, venjulega um stórar upphæðir. Þar getur einnig verið um að ræða lögfræðilegar leiðir sem sitt sýnd- ist hvorum um, og ekkert óheið- arlegt við það, og fer þá sínar lögskipuðu leiðir. Vegna þessa ástands sem víða ríkir í framtalsmálum, við stöðugt vaxandi flækjur í skattamálum, sem stöðugt aukast með stór- auknu pappírsflóði, þá sé ég ekki að á því verði ráðin varanleg bót, nema með því að hvert sveitarfé- lag hefði sína skattaskrifstofu, og mannaði hana lögfræðingi til að gera framtöl sveitunganna. Það væri ekki nema eðlileg þjónusta sem ríki, sveit og notendur stæðu undir. En það leiðinlegasta sem fram kom í þessum sjónvarpsþætti, er vitanlega það, að láglaunafólkið, sem háttvirtir alþingismenn bera stöðugt fyrir brjóstinu þegar þeir eru á atkvæðaveiðum og á um- ræðufundum um þess mál, að kjör þessa blessaða fólks fara stöðugt versnandi, og svo vond orðin, að þótt háttvirtir alþingismenn vildu nú bæta eitthvað um með „lág- launabótum", að þá eru, eftir því sem fram kom í þættinum, aðrar launastéttir í landinu búnar að gera svo öfluga varnarmúra um sína stöðu innan þjóðfélagsins, að ekki væri hægt að komast að lág- launafólkinu til að bæta þess hag eftir venjulegum leiðum. Það væri fallið útúr kerfinu, þess kjör færu því stöðugt versnandi. Það var ömurlegasta niðurstaðan sem fólkið í sjónvarpsþættinum varð Þórður Jónsson sammála um, en hún var raunhæf og sönn að mínu mati. Ánægjulegasta niðurstaða þátt- arins kom rétt á eftir. Hún var sú: Að það var von þátttakenda að þáttarlokum, að þótt þessi úthlut- un hefði ekki farið svo sem til var ætlast að öllu leyti, þá hefði svo mikið af henni lærst, varðandi stöðu láglaunafólksins í landinu, að verða mundi leiðarljós til að- gerða sem bætti stöðu þess innan þjóðfélagsins svo, að við væri bú- andi með sæmd fyrir alla aðila. Að lokum dæmi um hvers vegna úthiutunin var talin hafa mistek- ist eftir þessum líklega grunni: Pétur Pálsson bjó á Rósagötu 5, í mjög þokkalegu einbýlishúsi, einhleypur eins og sakir stóðu. Hann var enginn glaumgosi, onei, ekki núorðið, en hafði þó gaman af að halda sér og kunningjunum smágleðskap þegar vel stóð á, og skrapp í sólarlandaferð árlega, það brást ekki, það veitti sól í blóðið, mjög heilnæmt. En hann vann þess í milli, eingöngu í frystihúsi, var gamall sjóari, en reglumaður að kalla. Hann fékk sér nýjan Volvo á árinu. Pétur nennti ekki að standa í að selja gamla bílinn, gaf hann frænda sínum, sá átti engan. Nú gat hann líka boðið kunhingja sínum í bil- túr með fullri reisn, og sparaði það ekkert. Oft naut hún Jóna Jóns góðs af því. Já, Jóna Jóns var kona sem bjó hinumegin við göt- una, Rósagötu 4. Þau unnu í sama frystihúsi, og hann bauð henni oft far í vinnuna. Jóna Jóns var kona roskin, ein- hleyp, átti sitt litla timburhús þótt gamalt væri, var vel á sig komin og í fullu fjöri, en stundum lasin. O-já-já, oft hjálpaði hún Pétri við að taka til í húsinu eftir Amerískur - og um það þarf ekki fleiri orö. Fullt verð kr. 432.132.- Sérstakur afsláttur af árg. 1982 77783.- gengi 01.03. '83 354.349,- Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri Aflhemlar - Hituö afturrúöa - Electronisk kveikja Deluxe innrétting - Litað gler - Hallogen framljós JÖFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.