Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 77 Söfnun SÁÁ: Ekki herferð gegn áfengis- vandamálinu heldur í slóð þess ,,1'egar við birtum mynd af glöðum hópi unglinga og segjum „ryðjum hætt- unni úr vegi þeirra“, tek ég heils hugar undir það. Hættan á vegi þeirra er áfengið. Tökum höndum saman um að bægja þeirri hættu frá.“ H.Kr. skrifar: „Velvakandi góður. Ég sé í dálkum þínum meðmæli með kvennaathvarfinu og í sam- bandi við það er minnst á söfnun SÁÁ. Það hefur sýnt sig að kvenna- athvarfið er nauðsyn. Við þurfum að hafa siíkar flóttamannabúðir í höfuðstaðnum. Það er eitt sem fylgir þeirri „áfengismenningu" sem þjóðin temur sér. Þetta verð- um við að horfast í augu við. Keflvíkingur nefnir í þessu sambandi að söfnun SÁÁ sé her- ferð gegn áfengisvandamálinu. Ekki skal ég mæla gegn þeirri söfnun enda sjálfur félagsmaður í SÁÁ. Að öðru leyti ber ég þó ekki ábyrgð á framkvæmdum samtak- anna, þar sem almennir félags- menn eru ekki til ráða kvaddir um framkvæmdir þó að þeim sé gef- inn kostur á að mæta árlega eina kvöldstund á aðalfundi. Þetta er því líkt og að vera í Hinu íslenska bókmenntafélagi. Meðan okkur þykir ómaksins vert að styrkja það sem verið er að gera höldum við á að teljast félagsmenn. En það sem ég ætlaði að segja er það, að þessi söfnun SÁÁ og bygg- ing meðferðarstofnunar er ekki herferð gegn fengisvandamálinu, heldur herferð á eftir áfengis- vandamálinu, í slóð þess. Það er líkt og Rauði krossinn var stofn- aður til að líkna og græða þar sem menn voru lemstraðir í orustum en ekki beinlínis til að koma í veg fyrir styrjaldir. Allt hefur þetta samúð okkar en þó teljum við að styrjaldir og drykkjuskapur séu engar nauð- synjar. Þegar við birtum mynd af glöð- um hópi unglinga og segjum „ryðj- um hættunni úr vegi þeirra", tek ég heils hugar undir það. Hættan á vegi þeirra er áfengið. Tökum höndum saman um að bægja þeirri hættu frá. Útgerðarmenn — saltfiskverkendur Enn einu sinni hafa portúgalir samiö um stór kaup á íslenskum saltfiski. Sýnum nú samstööu til styrktar þessum þýöingarmestu saltfiskmarkaöi þjóöarinnar og kaupum hin frábæru portúgölsku fjölgirnisnet sem reynst hafa afburöarsterk og veiðin. Birgöir fyrirliggjandi. Leitiö uppl. Innkaupadeild Sími 29500, Þorvaldur Árnason, skipstjóri og 17028, Ragnar Á.G. Jónsson, sölustjóri. AÐ ENDURHEIMTA LIKAMANN Námskeið í lífeflisæfingum í fræðslumiöstöðinni Miö- garður hefst 28. mars kvöld- námskeið í lífeflisæfingum Alexander Lowen. Lífeflisæfingarkerfiö er stund- um nefnt „yoga tuttugustu aldarinnar" og þykir henta vel sem alhliða heilsurækt. Ávinningur af lífeflisæfingum er m.a.: • Losa um vöövaspennu • Stuðla að aukinni blóðrás • Dýpka öndunina • Útrás innibyrgðra tilfinn- inga • Auka kynferðislega vellíðan • Stuöla að alhliða slökun Leiðbeinendur: Guðmundur S. Jónasson, Hilmar Ö. Hilm- arsson. Tími. 8 kvöld í einn mánuð. Kl. 20—22.30 mánudags- og föstudagskvöld. Þátttökugjald: 1.400 kr. Lesefni innifaliö. Skráning og upplýsingar: S: (91) 12980 kl. 10—16 og 19—22. /VHÐG/4RÐUR Það er að ala nöðrur við brjóst sér Húsmóðir skrifar: „Tjáningarfrelsi er mannkyninu eins nauðsynlegt og að hafa loft til að anda að sér, og frjálsa pressan á að bjarga því. Nú er svo komið, að alls staðar þar sem kommúnistar ráða, þar er ekkert tjáningarfrelsi, og enginn getur um frjálst höfuð strokið. Al- ræðisvaldið skammtar allt, bæði mat og málfrelsi. Þetta skipulag þarf nýja stétt manna, og það eru njósnararnir. Gróa á Leiti er stærsti atvinnurekandinn í Rúss- landi, og þess vegna sagði sá fulli við sjálfan sig, þegar hann leit í spegil: „Annar hvor okkar hlýtur að vera KGB-maður, félagi." Ef leyfðar væru frjá’.sar kosn- ingar í Rússlandi, þá fengju stjórnvöld aðeins fylgi njósnar- anna og flokksforingjanna, og Kvæðið „Guð minn guð ég hrópa", sem hefur reyndar yfir- skriftina „Bæn eftir vissan lestur" er ekki ort úti í Danmörku, heldur norður á Akureyri. Þetta kvæði er að mínu viti eitt fegursta og merkilegasta trúarljóð, sem til er á íslenskri tungu. En það er annað kvæði, ekki síður merkilegt, sem Matthías Jochumsson yrkir úti í Danmörku, nánar til tekið í Hró- arskeldudómkirkju, og það byrjar svona: „GelM lofl, KcfiA loft, genð Iffunda lofl, |>*í ég lifí’ei í rotnandi gröfi" Ég er svo sem ekki að segja, að þetta skipti miklu máli, en vil að- eins, að hið rétta komi fram. dygði það skammt. Alþýðan, sem lifir við skortinn og óttann við fangabúðirnar, kysi þá ekki. Frjálsu dagblöðin eiga því ekki að lofa alræðishyggjumönnunum að tjá sig í þeim, því að það er eins og Lenín sagði um kapítalistana: „Þeir eru svo æstir í að selja mér, að þeir mundu glaðir láta mig fá reipið til að ég geti hengt þá í því.“ Hins vegar á almenningur heimtiiigu á því, að frjálsu blöðin séu alltaf að segja sögur af stjórn- araðgerðum kommúnistanna; það er okkar eina vopn. Og ef þau gerðu það, þá væri erfitt fyrir kennarana að fá unglingana til þess að trúa á þessa helstefnu og samþykkja öll illverkin, sem fram- in eru í nafni kommúnismans. Æskufólkið á að dást að her- foringjastjórninni í Póllandi, sem ofsækir bláfátæka vopnlausa verkamenn og menntamenn, sem hugsa öðruvísi en kollegar þeirra, sem lifa í frelsinu á Vesturlönd- um. Síðan eiga unglingarnir að af- saka morðsveitir Kastrós og öll hryðjuverkasamtök, sem í öllum löndum eru ógn við mannlegt líf. Þessi kommúnistaáróður er hér á landi svo mikill, að í stúdenta- blaði neitaði greinarhöfundur að trúa því, sem sagt er um leikföng- in, sem Rússar senda börnunum í Afganistan og koma úr skýjum ofan, jafnvel þótt sjónarvottar hafi lýst í sjónvarpinu brunasár- um þessara fórnarlamba heims- valdastefnu kommúnista. Sá sami hefur ekki heldur trúað sögunni um það, þegar Rússar lokuðu jarð- göngunum og brenndu alla þar inni. Sannar lýsingar á hernaði Rússa í Afganistan eru þær hroðalegustu, sem heyrst hafa úr stríðum hingað til. Mér brá þess vegna í brún, þeg- ar ég sá í frjálsa blaðinu mínu mikla forsvarsgrein um Karmal, þar sem hann fær þessa fínu syndakvittun. Þarna svíkur blaðið tjáningarfrelsið, því að þessi grein átti hvergi heima nema í Þjóðvilj- anum. Þetta er að ala nöðrur við brjóst sér, og allir vita að þær ganga af manni dauðum." Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þættin- um um hvaðeina, sem hug- ur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11—12 mánudaga til föstudaga. Meðal efnis, sem vel er þeg- ið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frá- sagnir, auk pistla og stuttra greina. Æskilegast er, að bréf séu vélrituð. Nöfn og nafnnúmer þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann réði þessu sjálfur. Rétt væri: Hann réð þessu sjálfur. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur afskellihlátri AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR Hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.