Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Fróðlegt
héraðsrit
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
HÚNVETNINGUR. VII. árg.
192 bls. Reykjavík, 1982.
Húnvetningur heitir ársrit
Húnvetningafélagsins í Reykja-
vík. Nýlega barst mér í hendur rit-
ið fyrir árið í fyrra, en það mun
hafa verið í seinna lagi á ferðinni.
Kennir þar margra grasa að
venju. Að vanda er árbók þessi að
langmestu leyti helguð húnvetnsk-
um fræðum. Ritnefnd skipa: Arin-
björn Árnason, Guðrún Svein-
björnsdóttir og Björn Jónsson. Öll
leggja þau ritinu til efni. Skal
fyrst nefna þátt sem Arinbjörn
hefur tekið saman: Alþýðuskólinn á
Hvammstanga 1913—1920. Ýmsir
hafa áður getið þess skóla og allir
að góðu. Hvammstangaskólinn
var, ásamt öðrum slíkum, undan-
fari héraðsskólanna. Hann átti
erfitt uppdráttar fjárhagslega.
Fjárráð almennings voru af
skornum skammti. Og hið opin-
bera taldi sér ekki skylt að styrkja
slíkt skólahald svo neinu næmi.
Þess er til getið að brautryðjenda-
starf þeirra, sem stóðu að skóla-
haldi á Hvammstanga, hafi með
óbeinum hætti orðið til þess að
einum héraðsskólanna var síðar
valinn staður á Reykjum í Hrúta-
firði.
Lítil ferðasaga heitir þáttur eftir
Björn Jónsson. Björn segir frá því
er hann fyrir tæpum fimmtíu ár-
um sundreið Hrútafjarðará í for-
áttuvexti. Þrautalaust gekk það
nú ekki, en slysalaust sem betur
fór, og þakkaði Björn það góðum
og traustum hesti sínum. Síðar,
þegar Björn skoðaði aðstæður í
góðu tómi, fékk hann naumast
skilið hvernig hestinum hafði tek-
ist að brjótast með sig upp á
snarbrattan og háan bakka hand-
an ár. Björn var þá ungur maður í
foreldrahúsum á Fossi í Hrúta-
firði.
Fleiri stuttir ferðaþættir eru í
ritinu. Svallsamt ferðalag heitir
t.d. frásögn eftir Erlendínu Er-
lendsdóttur. Erlendína segir frá
því er hún, endur fyrir löngu, þá
fimmtán ára vinnustúlka hjá Lár-
usi í Grímstungu — fór að heim-
sækja föður sinn um fimmtíu kíló-
metra leið — gangandi! En þannig
ferðaðist fólk oft fram að bílaöld,
ekki aðeins bæja og sveita á milli
heldur um landið þvert og endi-
langt. Og lét sér hvergi vaxa í aug-
um!
Nomenustrandið 1908 heitir
þáttur eftir Þór Magnússon.
Greinir þar frá þvi er norska skip-
ið, E.s. Norröna, strandaði árið
1908 í nánd við Hvammstanga.
Mannskaðar urðu ekki. Eftir-
minnilegt varð strand þetta eigi
að síður. Strandgóssið var selt á
uppboði, en þess háttar uppboð
töldust þá til meiri háttar við-
burða og komu menn úr öðrum
sýslum til að bjóða í varninginn úr
Norrænu.
Minnisvarðinn á Beinahól nefnist
þáttur, eða tveir þættir raunar,
eftir þá Baldur Pálmason og Guð-
laug Guðmundsson frá Sunnuhlíð
í Vatnsdal. Segir þar frá því er
þeir og fleiri reistu á Beinahól við
Kjalveg stuðlabergsdrang til
minningar um Reynisstaðarbræð-
ur og aðra sem þar urðu til árið
1780. Varðinn var reistur sumarið
1971. Guðlaugur hefur líka samið
sögulegt skáldverk um örlög
Trivselsaar
— eftir Merete von Eyben
Jóhanna Kristjónsdóttir
TRIVSELSAAR eftir Merete
von Eyben hefur að geyma 9
þætti eða skissur, suma mjög
stutta. Þó að þessir þættir séu
ekki nema lauslega tengdir er þó
byggt á sömu hugmyndinni í
þeim öllum: samskipti kynjanna,
tjáskipti fólks, samskiptin lík-
amlegu eru fyrirferðarmikil,
togstreitan varðandi börn og
barnauppeldi. Um þessi efni
hafa danskir rithöfundar verið
ákaflega liðnir að skrifa um síð-
ustu árin og færi að verða mál að
linnti senn. Ég veit ekki til að
Merete von Eyben hafi skrifað
aðra bók en þessa enn sem komið
er. Hún er tæplega fertug að
aldri og hefur fengizt við að
skrifa greinar og bókmennta-
gagnrýni í Politiken og auk þess
hefur hún dálk í blaðinu Alt for
damerne.
Það eru ekki ný sannindi en í
góðu gildi, að svo vel má skrifa
um þreytulegt efni að úr verði
góður skáldskapur og einnig er
ekki lengi gert að eyðileggja góð-
an efnivið með klénum vinnu-
brögðum. Merete von Eyben
tekst stundum bara prýðilega að
koma til skila notalegri skissu
um svo sem ekki neitt nema
sjálfsagða hluti og alkunn sann-
indi. Nefna má fyrstu sögu bók-
arinnar Frihed, þar sem sögu-
maður veltir fyrir sér í hverju
þetta umtalaða frelsi einstakl-
ingsins til að ráða yfir sjálfum
sér sé fólgið. í næstu skissu
Maaske derfor skrifar hún um
hugrenningar gagnvart börnum,
á hlýjan og manneskjulegan
hátt. En í sumum þáttunum
kemur óviðfelldin beiskja fram
sem rýrir hæfni höfundar til að
koma þessum litlu og ófrumlegu
en snoturlega og oft haglega
gerðu hugleiðingum til skila. Þar
er hægt að nefna To og Idyl, þar
sem meiningin er að hæðast að
innantómu lífsgæðakapphlaupi
og plastlífi ríkisfólks, sem sér
engin gildi í lífinu önnur en þau
sem fjármunir geta veitt. Mani-
pulation, er um togstreitu kynj-
anna, konuna sem vill fá að
halda sjálfi sínu í viðskiptunum
og samskiptunum við karlmann-
inn, sem hefur svo ríka þörf
fyrir að ráða ferðinni: „Ef hún
gerði bara eins og hann hafði
alltaf sagt og viljað, myndu þau
ekki rífast, heldur líða vel saman
og tíminn færi ekki í stöðug rif-
rildi." Þessi klausa er líka dálítið
dæmigerð fyrir Merete von Ey-
ben. Hún hefur ekkert nýtt að
segja og hún boðar ekki. En hún
skrifar snyrtilega um það sem
margir þekkja úr sínum eigin
heimi. Það er ekki alveg ónýtt.
Björn Jónsson frá Fossi
Reynistaðarbræðra. Það kom út
fyrir nokkrum árum en hefur ekki
borið fyrir augu þess sem þetta
ritar og verður því enginn dómur
á það lagður hér og nú.
Erfiðrar lífsbaráttu fyrri tíðar
er víða minnst. Signý í Gafli heitir
t.d. langur og ítarlegur þáttur eft-
ir Jakob Þorsteinsson. Jakob segir
frá konu sem ólst upp í fátækt og
allsleysi, giftist, missti manninn
frá ungum börnum, bjó áfram við
þröngan kost en tókst með dugn-
aði og fyrirhyggju að koma börn-
unum til mennta. Hún lét ekki
baslið smækka sig né sína. En svo
vel enduðu ekki allar örlagasög-
urnar, t.d. er annar flötur uppi í
frásögu Sigríðar Vilhjálmsdóttur,
þeirri sem hún nefnir Bjössamina
og Bína systir hans. Systkinin, sem
Sigríður segir frá, ólust upp við
harðrétti og biðu þess ekki bætur.
Og sú varð því miður raunin, oft
og tiðum.
Bjartara er yfir endi sögunnar,
Óvænt örlög, eftir Lilju M. Jóhann-
esdóttur frá Enniskoti. Frásaga
Lilju hefði fyrir eina tíð þótt verð-
ugt skáldsöguefni. Atburðarásin i
lífi litlu stúlkunnar, sem Lilja seg-
ir frá, minnir á að heimurinn er
ekki alillur. Gott fólk er lika til.
Og börn eru snemma furðunösk á
hvað að þeim snýr, hverjir vilja
þeim vel í raun.
Og víða liggja leiðir Húnvetn-
inga. Ólafur N. Kárdal fór ungur
til Vesturheims, en hvarf svo aft-
ur heim, roskinn maður. Hann
segir í viðtalsþætti frá því sem á
daga hans hefur drifið. Séra Bragi
Friðriksson talar hér við hann.
Séra Valdimar J. Eylands er lika
Húnvetningur að uppruna. Hann
er meðal þeirra sem leggja efni til
þessa rits, ræðir um framtíðina —
í gamni og alvöru. En þar er hann
nánast einn á báti. Húnvetningur
er helgaður sögulegum fróðleik
eins og önnur rit af sama tagi.
Fortíðin er því víðast hvar efst á
blaði. Mest er það efni byggt á
persónulegum endurminningum.
En stundum er líka horft lengra
aftur eins og í þætti Guðrúnar
Sveinbjörnsdóttur, Skyggnst inn í
liðna tíð. Guðrún segir frá hjónum
sem bjuggu á Lækjamóti í Víðidal
á 18. öld og ættum þeim sem frá
þeim eru komnar. Eru það mikil
fræði og markverð. Ætli okkur sé
ekki tamast að hugsa okkur ætt-
fræðinginn sem roskinn nef-
tóbakskarl, sokkinn ofan í mann-
töl og kirkjubækur? Sú hugmynd
er þó ekki alls kostar rétt. Margar
konur hafa áhuga á ættfræði eins
og þáttur Guðrúnar vitnar gerst
um.
Fleiri góðir og skemmtilegir
þættir eru í riti þessu, einnig
kveðskapur. Samur er áhugi Hún-
vetninga á þjóðlegum fróðleik. Þar
á landi hér var bók fyrst færð í
letur svo vitað sé. Þar var prent-
smiðju líka fyrst komið á fót.
Einnig þar var stofnað fyrsta
klaustrið, en þar voru íslensk
fræði mikið iðkuð. Sumir vilja
rekja það til áhrifa Þingeyra-
klausturs að til skamms tíma voru
langflestir, sem verulega létu að
sér kveða í íslenskum fræðum,
Húnvetningar að ætt og uppruna.
Og enn koma þaðan ungir menn,
liðtækir á þeim sviðum.
Húnvetningur er að mínum
dómi skemmtilegt rit — og í ýms-
um greinum merkilegt. Eitt hlýtur
þó að færast í neikvæða dálkinn:
Prófarkalesturinn er alls ekki
nógu vandaður. Ritnefndin þarf að
huga að þeim málum í fullri al-
vöru þegar dregur að útgáfu
næsta árgangs.
Svarthrafnar krunka
á aö næturlagi
Hugleiðing í tilefni af kvikmyndinni „Missingu
Undirritaður hefir ekki lagt í
vana sinn að skrifa oftar en einu
sinni um einstakar kvikmyndir,
en stundum dugir ekki hefð-
bundin kvikmyndagagnrýni til
að lýsa kvikmynd, sérstaklega
ekki þegar um er að ræða tíma-
mótaverk á borð við kvikmynd-
ina „Missing“, sem nú er sýnd í
Laugarásbíói. Þessi mynd mark-
ar slík tímamót í umræðu á
Vesturlöndum að efni hennar
skal hér skoðað nánar og tengt
atburðum líðandi stundar. Eins
og ég gat um í fyrri grein minni
um kvikmyndina, fjallar hún um
valdatöku Augusto Pinochet
Ugarte í Chile 1973. Pinochet er
ósköp dæmigerður einræðis-
herra og alinn upp í herskóla og
gæti þess vegna heitið Jaruz-
elski.
Ennfremur er stjórnarbylt-
ingin ósköp dæmigerð fyrir
stjórnarbyltingar sem stöðugt
eiga sér stað á vorri jarðarkúlu.
I „Missing“ er viðbjóður slíkra
stjórnarbyltinga afhjúpaður á
næsta frumlegan hátt, þannig að
Chile-byltingin verður ekki bara
frétt sem við leggjum hálft eyr-
að við við matarborðið eða lítum
yfir í dagblaði. Við skynjum
sannarlega þá neyð sem her-
stjórnir búa milljónum manna
víða um heim. En myndin geng-
ur lengra, hún afhjúpar einnig
eðli þeirra manna sem höfðu
herst í eldskírninni í Víet-Nam
og sýnir okkur að þessir menn
haga sér nákvæmlega eins og
böðlarnir í Chile eða Póllandi,
fái þeir tækifæri til þess.
Jack Lemmon hefir sætt að-
kasti fyrir þátttöku f þessari
mynd, en hann er frjáls maður í
frjálsu Iandi og getur því leyft
sér að gagnrýna misbrestina í
eigin þjóðfélagi án afskipta
ríkisvaldsins. I einræðisríkjum
er þögnin mesti og besti banda-
maður valdhafans. f lýðræðis-
ríkjum er umræðan sá neisti sem
viðheldur glóð frelsisins. „Miss-
ing“ ber þess fagran vott að enn
er umræðan frjáls í hinu vest-
ræna lýðræðisþjóðfélagi. Við
höldum enn tryggð við nftjándu
Kvíkmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
grein mannréttindaskrár Sam-
einuðu þjóðanna, en þar segir:
„Hver og einn hefir rétt á
frjálsri skoðanamyndun og tján-
ingarfrelsi. Þessi réttur nær til
þess að hafa skoðun án þess að
hljóta af miska og á að geta leit-
að sér upplýsinga, tekið á móti
þeim og komið áleiðis ásamt
hugmyndum sínum í krafti
hvaða fjölmiðils sem vera skal
og án tillits til landamæra."
Jack Lemmon hefir, f krafti
hæfileika sinna og frægðar, ef til
vill meiri möguleika en flestir
aðrir til að berja í brestina í eig-
in samfélagi. Hvað um okkur hin
— peðin á skákborðinu — höfum
við nokkurn möguleika á að hafa
áhrif á eigið þjóðfélag? Vissu-
lega! Hver og einn getur skrifað
í blöðin og tjáð hug sinn um
hvaðeina. Við getum jafnvel
stofnað stjórnmálahreyfingar og
þrýstihópa. I „Missing“ sjáum
við fólk skotið fyrir þá sök eina
að vera úti að næturlagi. Slíkur
er viðbjóður einræðisins. — Get-
ur þvflíkt nokkurntímann gerst
hér heima á Fróni? Höfum við
yfirleitt nokkuð að gera með að
glápa á viðbjóð eins og sýndur er
í þessari mynd? Verðum við ekki
um eilífð hluti hins frjálsa
heims? Eigum við ekki bara að
slappa af og njóta frelsis?
I „Missing" er bent á menn
sem telja sig vera að vernda
vestræna lýðræðishefð með því
að hjálpa við slátrun saklausra
fátæklinga í Suður-Ameríku.
Ber okkur ekki að vera á verði
meðan slíkir menn finnast á
Vesturlöndum? Eru menn alveg
öruggir um að slíka drjóla sé
ekki að finna hér á voru vind-
barða landi — máski ekki með
byssu um öxl? Ætli þeir séu ekki
fremur með lakkrísbindi og
svarti.' skjalatösku? Ég skal ekki
fullyrða hvort slíka menn sé að
finna hér, en þurfa aðstæður að
breytast svo mjög í voru þjóðfé-
lagi, að ofbeldismenn fái aukið
svigrúm?
Ég spurði um daginn að gamni
krakka uppí Fjölbraut í Breið-
holti hvort þau gætu ímyndað
sér að einræðisherra gæti fundið
hér fótfestu á næstu árum eða
áratugum. Ég lagði spurninguna
fyrir mannmargan bekk —
helmingur bekkjarins svaraði
henni játandi. Hér er fólkið sem
skal taka við landinu og hefir
ekki meiri trú á lýðræðinu. Ég
hefi hugsað mikið um þetta svar
krakkanna og komist að þeirri
niðurstöðu að ef til vill hefðu
þau sem svöruðu játandi eitt-
hvað til síns máls.
í fyrsta lagi: Hver eru raun-
veruleg áhrif langvarandi óða-
verðbólgu á lýðræði? Ég held að
áhrifin séu þau að veikja smám
saman viðnámsþrótt fólks.
Endalausar gengisfellingar og
atlögur við kaupmátt slæva
menn, þeir gefast smám saman
upp á að berjast við svikult
ríkisvald, treysta ekki framar
þingræðislega kjörnum full-
trúum til að ráða við vandann og
hefja einskonar skæruhernað til
að komast af. í „Missing“ mála
skæruliðar vígorð á veggi, hér
hlaupa menn í örvæntingu inn í
kjörbúðir að hamstra, þegar
stjórnvöld gera enn eina atlög-
una.
í öðru lagi virðist næsta auð-
velt fyrir óprúttna valdsmenn að
komast í lykilstöður. Þeir geta
þess vegna svikið eigin flokks-
menn og ýtt andstæðingunum í
valdastóla með það eitt að
markmiði að efla persónuleg
völd. Og það sem meira er; al-
menningur dáist að þessum
mönnum. Hinn „sterki“ maður
sem brýst undan flokksaga virð-
ist krafa margra og þá er ekki
hirt um, hvort sá maður hugsar
um almannaheill og þingræðis-
hefðir fremur en eigin persónu.
Persónudýrkunin gengur jafnvel
svo langt að nýtt stjórnmálaafl
setur það á oddinn, að forsætis-
ráðherra fái vald til að velja
samráðherra. 1981 setti „sterki"
maðurinn í Chile það í lög að