Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 71 Skólahljómsveit Tónlistarskólans ásamt skólastjóra. Stvkkishólmur: ar 87 nemendur við tónlistarskólann Stykkishólmi, 16. marz. Tónlistarskólinn í Stykkis- hólmi hefír starfað af fullum krafti í vetur. Skólastjóri er Daði l*ór Einarsson og kennir hann á blásturshljóðfæri. Við skólann er ein lúðrasveit með um 30—35 nemendum og hefír sveitin oft spilað í vetur við ýmis tækifæri hér í Hólminum og sett mikinn svip á bæjar- braginn. Lúðrasveit Stykkis- hólms, en henni hefír Daði stjórnað um þriggja ára tíma- bil, og telur hún nú um 30 meðlimi, æfír nú undir hljóm- leikahald og er stefnt að því eftir páska. Skólalúðrasveitin æfír nú af krafti og stefnir að því að mæta á skólalúðrasveit- armóti sem verður haldið í Vestmannaeyjum 27., 28. og 29. maí í vor. Þá er kennt á píanó við skól- ann og þar stunda nám 16 nem- endur, en 6 nemendur eru að læra á orgel. Kennari er Sigrún Sigurjónsdóttir, sem áður starf- aði við Tónlistarskólann á Pat- reksfirði. Loks er að geta um kennslu sem fer fram í skólanum í gítar- leik. Þar eru 16 nemendur og kennari þeirra er Lárus Péturs- son, Stykkishólmi. Alls eru nemendur við Tón- listarskólann í Stykkishólmi 87 og er það með mesta móti, enda hefir þátttaka aukist frá byrjun Frúarhúsið. í hljómlistarnámi hér í Stykk- ishólmi. Lúðrasveit Stykkishóms hefir senn starfað í 39 ár og mest all- an þann tíma stjórnaði Víkingur Jóhannsson henni. Arne Björhei stjórnaði svo í 3 ár, eða meðan hann var hér skólastjóri Tónlist- arskólans, en síðan tók Daði við og er nú eins og áður segir stjórnandi Lúðrasveitarinnar. Tónlistarskólinn er til húsa á tveim stöðum, þ.e. í Hljómskál- anum en þann skála byggði Lúðrasveit Stykkishólms, eða fé- lagar hennar í sjálfboðavinnu fyrir mörgum árum og þar er hennar griðarstaður. Þá er og kennt í Frúarhúsinu, sem er með elstu húsum Stykkishólms, en þar er kennt á gítar, orgel og píanó. Þess skal getið að Daði Þór Einarsson útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík sl. vor sem kennari á blást- urshljóðfæri og er nú búsettur í Stykkishólmi. FrétUriUri. Hörpusláttur iðnaðar- ráðherra í orkumálum — eftir Jens í Kaldalóni Ekki minna en þrír fílefldir greindarmenn örkuðu fram í Kastljósþætti sjónvarpsins 18. febrúar til þess að leiða okkur utanborgarmenn útá landsbyggð- inni í allan sannleika um húshit- unarkostnað og aðstæður honum fylgjandi. Raunar hálfkenndi ég í brjósti um iðnaðarráðherrann, þar sem helst var að skilja, að hann vildi telja okkur trú um það, að hann væri sá aulabárður, að ekki vissi hann alltof vel, að 1,5% sem sölu- skatturinn var hækkaður um á sínum tíma, ætti að mestu að fara í niðurgreiðslu á húshitunarolíu til landsmanna, sem við svo ætt- um kannski að taka tillit til í mati okkar og dómum um, hver endalok hans urðu, n.l. í eyðsluhít ríkis- sjóðs. En honum er ekki eins auð- velt og hann hyggur að láta okkur trúa því, að hann sé heimskari en hann er, og því viti hann mikið betur en hann vill vera láta, að þessi 1,5% voru eingöngu á lögð til að jafna þennan óbærilega kostn- að milli þegna þessa lands, enda þótt endirinn hafi svo orðið, að hinum bráðskörpu fjármálasnill- ingum hafi tekist að ímoða honum til allt annarra hluta og óskyldra en til var ætlast, og þar með rænt honum og stolið, eins og Karvel og Birgir ísleifur bentu réttilega á. Þeir sem í upphafi settu þessi lög og reglur, þá af brýnni nauð- syn talið, að ég man, og viðskipta- ráðherra núv. þar fremstur í flokki, svo raunar sem vera bar, þóttust í huga sér vita, að svo heimskum mönnum né á neinn hátt svo illa gerðum, yrðu nokk- urntíma í stjórnarstóla á íslandi settir, sem ekki skildu svo auðvelt mál og þetta, án þess að sérstak- lega fram skildi tekið, að aurar þessir mættu ekki koma nálægt öðrum sjóðum ríkisfjárhirzlunnar án þess að verða stolið til allt ann- arra og óskyldra þarfa, og hver skyldi nú lá þeim það að óreyndu. Hitt er svo í þokkabót hlálegast af öllu saman, þá nú er velt vöngum yfir því að velta úr sessi annarri fjárheimtu til sömu þarfa og hin var ákveðin, og sýnir í hnotskurn þá einstöku óskammfeilni, sem þessi ráðandi öfl á hinu fjölmenn- asta vizkuheimili þjóðarinnar haga gerðum sínum til forsjár og liðveizlu þjóðar sinnar þegar í harðbakka slær. Hér er því ekki um að villast, að fyrir alsjáandi augum allra landsmanna hefur hér með sviksamlegu atferli stór- um fjármunum ráðstafað verið á allt annan hátt en til var ætlazt, og myndu flestir heiðarlegir menn fyrirverða sig fyrir slíka óskilsemi á fjárreiðum sem trúa átti þeim fyrir. Birgir ísleifur Já, Birgir sagði í framangreind- um sjónvarpsþætti, að þessum peningum hefði bara verið rænt og stolið, — og var ekki langorður um það mál útaffyrir sig, svo sem rétt var og satt, og þurfti ekki mörg orð um að hafa, en taldi að í víð- ara samhengi þyrfti að líta á mál- ið, en að miða við upphitunar- kostnað Reykvíkinga, byggt á þeirri forsendu, að hann taldi, að ódýrara væri húsnæði og aðstaða önnur útá landi en í borginni, sem meta ætti þeim til tekna. Satt er það, að víða er styttra hjá okkur Sændum í fjósið að fara, og í litlum sjávarþorpum að kom- ast í vinnu sína, en þar á móti held ég að margt komi til, sem ekki er þar með í dæmið tekið. En varð- andi ódýrara húsnæði útá lands- byggðinni en höfuðborginni mætti spyrja: Kosta spýturnar í húsin okkar, glerið og þakjárnið, sem- entið og einangrunin, miðstöðin og rafmagnið minna hjá okkur en borgarbúum? Kosta smiðir, raf- virkjar og aðrir byggingamenn, sem fríar heimferðir taka hálfs- mánaðarlega, minna, eða malar- keyrsla marga kílómetra akstur, vatnslagnir oft um kílómetraleið- Jens í Kaldalóni ir, heimreiðavegir og frárennsli, og allur hinn gífurlegi efnisflutn- ingskostnaður svona miklu minna hjá okkur, að við stöndum svona miklu betur að vígi með fjórfaldan eða fimmfaldan hitunarkostnað? En hvað verðum við svo ekki oft og einatt að sækja til borgarinnar. Oftastnær fermingarfötin á börn- in okkar, alla varahluti í dýrum póstkröfum, læknishjálp i flestum tilfellum, skóna á fæturna, og ég tel það ekki né tíni, því það yrði langur listi. Ekki svo að skilja, að ég metist á um hagsæld Reykvík- inga nema síður sé og öfunda þá ekkert, og allra síst af því að vera haldið í þeirri spennitreyju að fyrirtæki þeirra, þ.e. hitalindanna megi ekki selja vatn sitt nema eft- ir reglustiku snarvitlausra lög- mála, sem svo það andvirði engan veginn fyrir kostnaði dugar. Það er annað mál og óskylt því að hag- stæðara sé að búa útá landi og þó að upphitunarkostnaður yrði eitt- hvað dýrari hjá okkur, er það ekki mál málanna, heldur hitt, að hann er orðinn svo hrikalegur og ofboðslegur að engu tali tekur, og þessvegna svo geigvænlegt atferli að hirða af landsmönnum í hundr- uð milljóna tali fjármuni í þessu skyni fram setta, en skila til þess aðeins 30 milljónum. Karvel Um Karvel er lítið að segja. Það var hárrétt og satt sem hann hafði þar fram að bera, og því ekki gagnrýnisvert. Hitt er svo annað mál, að það er ekki að ófyrirsynju, að Karvel vekji máls á þessu til framvindu og umhugsunar, og hefðu það fleiri mátt gera á þann hátt að til leiðréttingar mætti að því vinna, því slík misnotkun á fyrirfram ákveðnum hlutum er svo háskalegt athæfi, að láta nokkurn mann komast upp með, án þess þar við að spyrna fæti, að það er beinlínis skylda hvers heið- arlegs manns að koma í veg fyrir slíkan ófögnuð með öllu móti. Það var það minnsta sem hægt var að gera að láta landsmenn njóta þessara aura óskertra í þeim mæli, sem af þeim var tekið, og engin mannkenndarleg afsökun til fyrir annarri ráðstöfun þessa fjár, enda þá kannski ekki jafn hrika- lega á baki okkar þrunnið sá óþærilegi kostnaður svo sem nú er til þess að reyna að halda hlýju í húsum sínum, en sem var þó að- eins svipur hjá sjón frá því þessi söluskattsauki var lögfestur við það sem nú að orðið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.