Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Blekkingabanda- lag Vilmundar — eftir ólaf Ragnar Grímsson alþm. Vinir Vilmundar Gylfasonar hafa löngum skemmt sér við að fylgjast með áróðurskúnstum hans á opinberum vettvangi. Hann hefur oft staðið fyrir miklu fjöri. Stundum hefur gamanið að vísu reynst ærið grátt á endanum. Klúbbdeilan, Geirfinnsmálið, Hæstaréttarrógurinn og kjara- skerðingarkröfurnar veturinn 1978—1979 eru dæmi um litríkar áróðursherferðir Vilmundar, sem fengu heldur dapurleg endalok. Á sínum tíma dugðu gerninga- veðrin í kringum þessi mál Al- þýðuflokknum vel til fylgisaukn- ingar. Vilmundur taldi því eðli- lega, að hann ætti skilið virð- ingarsess í forystusveit flokksins, tæki við erfðavaldi Aragötufjöl- skyldunnar. Hann hefði sannað, að hann væri öllum öðrum fremri í áróðurssnilli, hvað eftir annað búið til úlfalda úr mýflugu. Og fólkið hefði á réttum stundum hrópað húrra fyrir úlfaldanum. Á síðustu tveimur árum reyndi Vilmundur því tvisvar að ná kjöri sem varaformaður Alþýðuflokks- ins. í bæði skiptin vann Magnús Magnússon sigur. Það fannst fjöl- skyldunni aum örlög. Erfðaprins- inn hafði fallið fyrir bæjarstjór- anum úr Vestmannaeyjum. Slíkt sæmir ekki höfðingjum og snill- ingum. Vilmundur hætti því ekki á að verða afneitað þrisvar og gekk bölvandi burt frá flokksþingi Alþýðuflokksins. Orðaleikur Fljótlega eftir ósigurinn á flokksþingi Alþýðuflokksins setti Vilmundur Gylfason á svið snið- ugan orðaleik. Hann tilkynnti fjölmiðlum fæðingu „Bandalags jafnaðarmanna". Fagmaður áróð- urslistarinnar vissi, að fjölmiðl- arnir myndu falla fyrir því. Eitthvað nýtt. Hljómaði vel. Orðaleikurinn barst á öldum ljósvakans og á útsíðum blaðanna til fólksins í landinu. Enginn spurði um stefnuna. Fáir vissu um fylgismennina. En orðaleikurinn „gerði sig vel“, eins og sagt er á máli auglýsingaskrifstofanna. Næsta stigið var mörkun stefnu „væntanlegs" Bandalags jafnað- armanna. Hún birtist í formlegri tillögu á Alþingi sem send var út í 5000 eintökum, eins og frægt er orðið. Auðvitað ákvað Vilmundur stefnuna einn, eins og nafnið áður. Síðan valdi hann fáeina tugi í mið- stjórn og skipaði sig sjálfan for- mann. Lýðræðiskjör á forystunni kom ekki til greina. Á fáeinum mánuðum hefur orðaleikurinn reynst vænlegur til fylgisöflunar. Líkt og í Geir- finnsmálinu og Klúbbdeilunum horfa þúsundirnar hugfangnar á snillinginn. Fjölleikahúsið er opið bæði síðdegis og á kvöldin og fólk- ið þyrpist að. Samsafn blekkinga Vissulega hefur Vilmundi tekist vel síðustu mánuði að matreiða til fylgisöflunar það, sem í upphafi var aðeins orðaleikur. Bandalag jafnaðarmanna fær töluvert fylgi í flestum könnunum. Áróðurs- meistarinn hlær og skemmtir sér. Hann spilar í ákafa plötur um ný viðhorf, valddreifingu, aðgrein- ingu löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds, jöfnuð og siðvæð- ingu. Orðin hljóma vel og jafnvel gáfuðustu menn eru komnir í klappliðið. Heyrst hefur um ein- staka doktor frá Oxford sem fallið hefur fyrir göldrunum. Vinir Vilmundar geta vissulega óskað honum til hamingju með hve vel nýjasta grínið hefur tekist. Það er þó alvarleg vísbending um ástandið í þjóðfélaginu, að blekk- ingafyrirbæri, eins og „Bandalag jafnaðarmanna", skuli hljóta slík- an hljómgrunn á jafnskömmum tíma. Eða er það kannski besta sönnunin um upplausnina, að slíku samsafni blekkinga sé tekið með dúndrandi húrrahrópum? f galdraþulu Vilmundar um Bandalag jafnaðarmanna eru fimm meginstef. Þau hljóma öll snyrtilega í eyrum. Hann kann að koma orðum að hlutunum. í trausti þess að innihaldið verði aldrei vandlega skoðað heldur hann áfram á fullri ferð. 1. blekking: Ný stefna Megingrundvöllur Bandalags jafnaðarmanna er boðskapurinn um „ný viðhorf". f útvarpsumræð- um sagði Vilmundur, að flokka- kerfið hefði reynst vel á undan- förnum áratugum, en á síðustu ár- um hefði komið í ljós, að það væri úr sér gengið. Stefna Bandalags- ins er túlkuð sem ný viðhorf sprottin upp úr þessum þáttaskil- um. Hugmyndirnar um aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmda- valds, sérstakt kjör á forsætis- ráðherranum og aðrir textar á áróðursplötunni, eru svo tengdar stefinu um „nýja“ boðskapinn. Með reglulegu millibili er í sér- hverri ræðu skotið inn orðunum: Nýtt, nýtt, nýtt. Veruleikinn er hins vegar allt annar. Hann kom fram á þing- skjali, sem Vilmundur flutti fyrr í vetur. Nú treystir hinn sjálfskip- aði formaður hins vegar því, eins og oft áður, að á fáeinum mánuð- um gleymi flestir uppruna áróð- ursins. Veruleikinn: Pabbi sagði, pabbi sagði... fyrir 40 árum! Það vill svo skemmtilega til, að allar þær meginhugmyndir, sem Vilmundur byggir stefnu Banda- lags jafnaðarmanna á, eru komn- ar úr tæplega 40 ára gamalli tíma- ritsgrein sem faðir hans, Gylfi Þ. Gíslason, skrifaði í tímaritið Helgafell. Þegar orðaleikurinn um Bandalag jafnaðarmanna var að byrja í vetur, var Vilmundur nægilega heiðarlegur til að birta grein Gylfa sem fyrsta fylgiskjal með tillögunni á Alþingi. í hinni gömlu grein fjölskyldu- föðurins á Aragötunni birtast all- ar helstu hugmyndirnar sem Vilmundur reynir nú að telja þjóð- inni trú um, að sé hinn „nýi“ boðskapur Bandalags jafnaðar- manna. Þessu til sönnunar skal hér vitnað í fáeinar setningar úr grein Gylfa. Þær sýna vel, að Vilmundur hefur engu bætt við frá eigin brjósti. „Hin nánu tengsl framkvæmd- arvaldsins við stjórnmálaflokkana valda því, að menn eru oft og ein- att fremur valdir til trúnaðar- starfa eftir stjórnmálaskoðunum og fylgispekt við valdhafa, en hæfileikum og dugnaði. Hafa það nú lengi verið ein hvimleiðustu og jafnframt viðsjárverðustu ein- kenni á opinberu lífi þjóðarinnar, að nauðsynlegt hefur þótt að hafa flestar nefndir skipaðar flokks- fulltrúum, og stuðningsmenn rík- isstjórna hafa átt öðrum greiðari aðgang að embættum og trúnað- arstörfum." „Til þess að festa ríkisstjórnina í sessi og gera hana óháða stjórn- málaflokkunum, verður að gera löggjafar- og framkvæmdarvaldið mun háðara hvort öðru en nú er.“ „Eitt af því, sem miður fer í opinberu lífi voru, er það, að al- þingismenn hafa ekki aðeins gerst forsvarsmenn umbjóðenda sinna í þinginu, heldur og erindrekar ein- staklinga meðal þeirra á ýmiss konar vettvangi, jafnvel í smá- snatti. Slíkt er vansæmandi fyrir stjórnmálamennina, siðspillandi fyrir kjósendurna og veldur óheilbrigðu andrúmslofti í stjórn- málunum." í grein Gylfa eru fjölmargar aðrar setningar um nauðsyn þess, að aðskilja löggjafar- og fram- kvæmdavaldið og taka „umráð framkvæmdarvaldsins algerlega úr höndum þingsins". Það er því mikil blekking að Vilmundur sé að boða hér einhverjar nýjar hug- myndir. Kjarninn í stefnunni er úr gamalli grein sem legið hefur uppi á hillu á Aragötunni í ára- tugi. Fyrir þá, sem hafa gaman af að velta fyrir sér endurtekningu sögunnar, er skemmtilegt að Gylfi skuli á sínum tíma hafa flutt þennan sama boðskap — og það á sama aldri og Vilmundur er nu. „Nýi boðskapurinn" er 40 ára gamlar lummur frá pabbanum. Það verð- ur hins vegar að segja Vilmundi til hróss, að honum hefur tekist á skömmum tíma að gera þær miklu vinsælli en Gylfi gat fyrir 40 ár- um! 2. blekking: Gagnsleysi gömlu flokkanna Næst á eftir boðskap um hið nýja er á plötunni sungið aftur og aftur um gagnsleysi gömlu flokk- anna. Þeir eru allir settir undir einn hatt. Þeir eru allir eins. Ónýtir og einskis trausts verðir. Ágreiningi milli þeirra er stungið undir stól. Álmálið og Nató eru ekki til á umræðuplötu Vilmund- ar. Hið gamla er gerónýtt. Hann minnir hvað eftir annað á sönginn í Bjarna Guðnasyni fyrir tæpum 10 árum, þegar Bjarni hljóp úr Samtökunum og stofnaði Frjálslynda flokkinn. Nú er Bjarni hins vegar kominn í Alþýðuflokk- inn, en Vilmundur farinn úr Al- þýðuflokknum eftir að hafa tapað varaformannskosningu. Hann boðar nú frjálslyndi Bandalags jafnaðarmanna á sama hátt og Bjarni boðaði jafnaðarstefnu Frjálslynda flokksins. Veruleikinn: Misheppnað framabrölt í gamla kerfinu Það eru ekki nema fáeinir mán- uðir síðan Vilmundur var hæst- ánægður með gömlu flokkana. Hann var þá í framboði til vara- formanns I Alþýðuflokknum. I viðtölum við blöð lýsti hann því hátíðlega, að hann væri „vara- formanns-týpa“. Hann hélt ræður á Alþingi og hældi Kjartani Jó- hannssyni, formanni Alþýðu- flokksins. Hann bauð sig fram til að leiða elsta stjv'rnmálaflokk á ís- — eftir Kristján Baldursson umdœm- isverkfræðing I grein minni 20. okt. sl. fjallaði ég um vöntun á undirbúningi fyrir opinberar framkvæmdir. Þar sem einungis var stiklað á stóru og vandamálin aðeins lauslega nefnd vil ég bæta við nokkrum orðum til skýringa. Að allri undirbúningsvinnu fyrir opinberar framkvæmdir verður að standa í nánu samstarfi við eignaraðila, þ.e. ráðuneyti, sveitarfélög og stofnanir, þar sem fulltrúar eignaraðila leggja fram sín sjonarmið varðandi þarfirnar fyrir sína notendur, varðandi stærð, gæði og val á arkitektum og hönnuðum og fl. En ein hönnunar- og framkvæmdadeild ríkjsins ætti að sjá um framkvæmd á allri und- Ólafur Ragnar Grímsson „Á fáeinum mánuðum hefur orðaleikurinn reynst vænlegur til fylgisöflunar. Líkt og í Geirfinnsmálinu og Klúbbdeilunum horfa þúsundirnar hugfangnar á snillinginn. Fjölleikahúsið er opið bæði síðdegis og á kvöldin og fólkið þyrpist að.“ landi! Þá var gamli flokkurinn nógu góður. Sama hafði gerst tveimur árum áður. Þá sóttist Vílmundur líka eftir sömu vegtyllu í gamla flokknum og stimplaði sig þá í fjölmiðlum „hægri-krata" til að þóknast gömlu klíkunni í Alþýðu- flokknum. Eins og allir vita, vantaði 7 at- kvæði upp á, að Vilmundur næði varaformannstitlinum í gamla flokknum. Hefðu þessir sjö hætt að styðja Magnús og fært sig til Vilmundar, hefði Vilmundur Gylfason nú í fjóra mánuði boðað alþjóð ágæti elsta stjórnmálaflokks á Islandi! En framabröltið mistókst eftir tvær tilraunir og Vilmundur hætti ekki á ósigur í þriðja sinn. Hann hljóp burt úr gamla flokknum þótt áður hefði verið óskadraumur að sitja þar í forsæti. Það gamla var gott í nóvember. Nú er það hins vegar af hinu illa. Munurinn felst eingöngu í því, að Vilmundi mis- tókst að verða veraformaður. Hann vildi verða kóngur í kerfinu, en hirðin reyndist ekki nógu stór. 3. blekking: Valddreifing og lýðræði f fylgisöflun verður að nota fal- leg orð. Valddreifing og lýðræði hafa góðan hljóm. Þess vegna eru þau áróðursmeistaranum töm á tungu. Greinilegt er, að fjöldinn allur af ungu fólki telur sig styðja Bandalag jafnaðarmanna á irbúningsvinnu og samræma og stjórna hönnun og samstarfi og bera ábyrgð á útkomunni. Frumathugun Frumathugunin merkir í lögun- um frá 1970 mat á valkostum sem til greina koma til að fullnægja þeim félagslegu þörfum sem liggja að baki kröfunum fyrir fram- kvæmd. Það eru að sjálfsögðu margir kostir sem til greina koma fyrir hverja framkvæmd. Það er því mikilvægt að meta alla möguleika sem réttast í upphafi áður en end- anleg ákvörðun er tekin. Það þarf að gaumgæfa vel þarfirnar eins og þær eru nú og hvernig þær breyt- ast í hlutfalli við tímann. Er fyrir- huguð starfsemi í byggingunni sem betur er hægt að leysa á ann- an hátt t.d. með bættum samgöng- um eða samstarfi sveitarfélaga grundvelli kenninganna um valddreifingu og lýðræði. Slíkir eru galdrar ræðunnar, að svo virð- ist sem fáir úr hópi fylgismanna hafi sest niður og kannað, hvort stefnumiðin vfsi í raun á slíka braut. Þó er varla nokkur blekking í boðskapnum í jafnmikilli mót- sögn við veruleikann. Veruleikinn: Ofurvald eins manns — „ríkisstjóri" Kjarninn í stefnu Vilmundar Gylfasonar, sem á fáeinum mán- uðum hefur gefið sjálfum sér nafnið Bandalag jafnaðarmanna, er að kjósa skuli forsætisráðherra. Síðan skuli forsætisráðherrann einn velja alla ríkisstjórnina. Þessi foringi ríkisstjórnarinnar á síðan að hljóta allt vald sem ráð- herrum er nú gefið og meira til. Hann á að velja alla embættis- menn í sérhverri ríkisstofnun og ráðuneyti. Hann á að ákveða einn hvaða stjórnarfrumvörp eru lögð fyrir Alþingi. Hann á að ráða einn hverjum af samþykktum þingsins verður hafnað. í vinnuskjali frá Vilmundi er þessi valdsmaður réttilega nefndur „ríkisstjóri“. I vinnuskjalinu er skýrt tekið fram, að ríkisstjórinn skuli vera „einráð- ur um skipan stjórnar sinnar“. Séu þessar tillögur bornar sam- an við stjórnskipun lýðræðisríkja í Evrópu, kemur í ljós, að í engu þeirra er einum manni falið slfkt vald, sem Vilmundur Gylfason vill nú færa í hendur forsætisráðherra eða ríkisstjóra á íslandi. í Frakk- landi og Finnlandi eru kosnir for- setar, sem falin eru margvísleg völd. Engu að síður er forsetaemb- ættið í Frakklandi og Finnlandi mun valdaminna en það ríkisstjóra- embætti sem Vilmundur vill innleiða á íslandi. Það er ekki hægt að finna neitt lýðræðisríki í allri Evrópu, þar sem einum manni er fengið slíkt ofurvald. Ekki á Norðurlöndum, ekki í Frakklandi, ekki í Þýska- landi, ekki í Hollandi, ekki í Grikklandi, ekki neins staðar, þar sem lýðræðislegar hefðir Evrópu eru grundvöllur stjórnskipunar- innar. Það sýnir best óskammfeilni blekkingarmeistarans, að hann skuli setja fram slík stefnumið með merkimiðum valddreifingar og lýðræðis. Stjórnkerfisbreyt- ingar Vilmundar mvndu, ef sam- þykktar yrðu, færa Island langt út úr því lýðræðissamfélagi sem ríkt hefur með þjóðum Evrópu. „Ein- ráður ríkisstjóri" er í hrópandi mótsögn við þá lýðræðishugsjón og mannréttindi sem talin eru til hins besta í evrópskum menning- ararfi. 4. blekking: Aögreining framkvæmdavalds og löggjafarvalds Ekki þarf að fara mörgum orð- um um þann háa sess, sem boð- skapurinn um aðgreiningu fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds hefur í málflutningi Vilmundar eða stofnana? Hvað er þörf á stóru gólfplássi, bílastæðum, loftræsti- kerfi? Hvernig verður byggingin gerð hagkvæmust fyrir notend- urna og jafnframt hagkvæm í byggingu og rekstri? Þetta eru allt saman mikilvægar spurningar sem verður að svara og ákveða fyrirfram. Það er á frumathugun- ar- og áætlanastiginu að hlutirnir ráðast um hvernig til tekst með endanlega framkvæmd. Þessvegna er það sérstaklega mikilvægt á þessu stigi málsins að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Áætlanagerð í lögunum frá 1970 er gert ráð fyrir að áætlunargerð um opinber- ar framkvæmdir skuli vera í tvennu lagi. Fullnaðaruppdrættir og tækni- leg verklýsing á þeirri fram- kvæmd sem fyrirhuguð er og skrá Um undirbúning opin- berra framkvæmda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.