Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 POLAROID TILVALIN FERMINGARGJÖF. Þú sparar maira an 500 krl augnabliksmyndir hrókur alls fagnaðar íj fermingarveislunni. TILBOÐ 40% afsláttur Áöur Nú aö- ains Polaroid 1000 myndvél meö flash Polaroid 5000 myndvél meö autofocus og flash Polaroid augnabllksmyndlr eru fallegar, litríkar og skarpar. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 1 78 REYKJAVIK SIMI85811 Vetur konungur kveður kuldalega New York, 21. mars. AP. VETUR konungur neitar að gefa sig í Bandaríkjunum, en samkvæmt dagatali Bandaríkjanna lauk vetri um helgina, en vorið tók við. Ekki mátti þó merkja það á veðurfarinu, því mikið snjóaði um mestöll Banda- ríkin og víða fylgdi snjókomunni mikill kuldi. í Utah, Colorado, Texas, Okla- homa og víðar var allt að 25—30 sentimetra jafnfallinn snjór og sums staðar bættist það magn við talsverðan snjó sem fyrir var. Enn meira snjóaði í Michigan, þar sem hlóð niður 60—70 sentimetrum frá föstudegi til mánudagsins. Þar stytti varla upp og víðast hvar voru miklar samgöngutruflanir. Varla nokkur afkimi Bandaríkj- anna fór varhluta af vetrarríkinu. Ekki var vitað um dauðsföll, en víða varð eigna- og líkamlegt tjón, er bifreiðir skullu saman í hálku og glórulausum byl. Versta óhapp- ið varð nærri Salt Lake City, en þar skullu saman 36 bílar og slös- uðust 15 manns, þar af 4 alvar- lega. Veðurspáin var ekki upplífg- andi, spáð kólnandi veðri og sam- kvæmt því litlar horfur á að snjór- inn myndi bráðna, a.m.k. ekki næstu sólarhringana. Sendiherra borinn til grafar Síðastliðinn þriðjudag var til grafar borinn í Ankara tyrkneski sendiherrann Galip Balkar, en hann lést í sjúkrahúsi í Belgrad eftir að armenskir hryðju- verkamenn höfðu sært hann til ólífis. Frá árinu 1974 hafa fjórir tyrkneskir sendiherrar og 21 sendiráðsmaður fallið fyrir hendi armenskra öfgamanna, sem segjast vera að hefna fjöldamorðanna á Armenum árið 1915. AP Morðingja grísks útgefanda leitað Aþenu, 22. mars. AP. LÍjGREGLAN í Aþenu leitaði í gær ákaft að morðingja blaðaútgefanda þar í borg, en hann var skotinn til bana á skrifstofu sinni á laugar- dagskvöld. Strangt eftirlit var haft með flugvellinum í borginni og á öll- um vegum sem til hennar liggja. George Athanassiadis, rúmlega sjötugur útgefandi hægrisinnaða síðdegisblaðsins Vrathyni, var skotinn í höfuðið skömmu eftir að hann hafði hleypt manni nokkrum inn til sín, sem þóttist eiga erindi við hann. Á skrifstofunni var einnig staddur Athanassiadis, Kourlimbinis að nafni, og varð hann einnig fyrir skoti, en er þó ekki í lífshættu. Hann gat gefið lögreglunni greinargóða lýsingu á morðingjanum. Að sumra hyggju, einkum hægrisinnaðra andstæðinga stjórnarinnar, er hér um pólitísk- an glæp að ræða, en ekki hafa nein samtök orðið til þess enn að lýsa sök á hendur sér. Vrathyni er mjög andsnúið sósíalistastjórn Andresar Papandreous og nú fyrir skemmstu áfrýjuðu Athanassiadis og tveir samstarfsmenn hans fangelsisdómi, sem hafði verið kveðinn upp yfir þeim fyrir að valda „almenningi áhyggjum og kvíða“ með tilhæfulausri frétt um lélega heilsu Papandreous. Vrathyni var í mikilli andstöðu við herforingjastjórnina á sínum tíma og var því bannað meðan þeir ríktu í Grikklandi. Olíubrák í Persa- flóa veldur áhyggjum Kuwait, 22. mars. AP. GÍFURLEG olíubrák sem siglir í reiði- leysi um Persaflóa hefur vakið miklar áhyggjur þeirra landa sem kunna að fá ófognuðinn í heimsókn að ströndum sínum. Brákin er upprunin í fran í kjölfarið á sprengjuárásum íraka á olíuvinnslustöðvar Irana. Lekinn hófst um miðjan febrúar, en snemma í mars tilkynntu talsmenn Bahrain og hinna Sameinuðu arabísku furstadæma, að olíumagnið næmi 10 milljónum tonna. Fyrir tveimur vikum réðust írakar síð- an aftur á olíuvinnslustöðvar frana og ollu miklu tjóni. Jafnframt hótuðu ír- akar að koma í veg fyrir allar tilraunir írana til að stöðva hina nýju olíuleka. Kuwait, Rahrain og furstadæmin fylgjast vel með olíuteppinu og hafa lýst yfir sameiginlegu neyðar- ástandi vegna þessa. „Það er ekki aðeins að olían eyddi öllu lífi þar sem hún legðit að, heldur hefði hún í för með sér ómetanlegt eignatjón á mannvirkjum. Við fylgjumst vel með hvaða stefnu olían tekur og er- um að velta fyrir okkur með hvaða hætti best myndi að glíma við vá- gestinn," sagði Abdel Latif Al-Zaid- an, fulltrúi Kuwait hjá náttúru- verndarsamtökum landanna við Persaflóa. Reynt hefur verið að koma á fulltrúa'undi þeirra sam- taka, en ekki tekist til þessa. fran og frak eru bæði aðilar að samtökun- um. Al-Zaidan sagði, að Kuwait-búar teldu 30 prósent líkur á því að olían legðist upp að ströndum landsins. Sameinuðu arabísku furstadæmin þykja ekki öfundsverð þessa stund- ina, því líkurnar eru yfirgnæfandi að þau fái vandamálið í hendurnar. „En það fer eftir veðri og vindum, staðan gæti breyst á augabragði," sagði Al-Zaidan. Þögul mótmæli Um miðjan mánuðinn safnaðist nokkur hópur manna saman til þögulla mótmæla við minnismerkið í Gdansk um pólska verkamenn, sem fallið hafa í átökum við her og lögreglu. Að þessu sinni skarst ekki í odda með fólkinu og lögreglunni, sem hafði góðar gætur á því sem fram fór og hvatti fólk til að koma sér á burt. Þýska þjóðin hefur alið af sér margan merkismanninn og þar á meðal einn að nafni Karl Marx. 14. mars sl. var ein öld liðin frá láti hans og af því tilefni var fæðingarstaður hans, hús í Trier-borg, enduropnaður eftir gagngert viðhald. Til hliðar við Marx á myndinni er forseti fylkisstjórnarinnar í Rheinland-Pfalz, Bernhard Vogel, ásamt starfsbróður sínum frá Hessen, Holger Börner. AP TIL MINNINGAR UM MARX Sprauta ólöglegum hormónum í nautin Antwerpen, 21. mars. AP. LÖGREGLAN í Belgíu stóð fyrir herferð á hendur nautgripabændum í norðurhluta landsins um helgina. 160 laganna verðir tóku þátt í að- gerðunum, sem beindust að þeim orðrómi að bændur notuðu krabba- meinsvaldandi hormónalyf til að auka og flýta vexti nautgripa sinna. Lögreglan kom við á fjölda sveitabæja í 35 héruðum og fann mjög víða sönnunargögn sem benda eindregið til þess að slíkt hafi verið stundað. Einn maður var handtekinn, 1000 nautgripir voru gripnir sem sönnunargögn, auk fjölmargra grunsamlegra pillu- og efnaíláta. Notkun umræddra lyfja er ólögleg í Belgíu og víðar. Þau auka skrokkstærð nautgripa um 20—30 prósent, auk þess sem gripirnir stækka mun hraðar og því sláturhæfir mun fyrr. Hins vegar valda efnin krabbameini. Óvíst er hversu víða slík efni eru notuð í nautgriparæktinni belg- ísku, en dagblaðið Gazet van Antwerpen taldi sig hafa góðan heimildamann fyrir því að slík hormónagjöf færi fram á 90 pró- sentum belgískra búgarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.