Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
53
helgar, en hann skaut henni líka
oft bæjarleið, einkum síðan hann
fékk nýja bílinn, og aldrei tók
hann pening fyrir. Jú, það kom sér
vel því stundum var hún lasin og
missti úr vinnu, svo það var nóg
brúk fyrir þá aura sem hún vann
sér inn. Henni veitti því ekkert af
að fá þessar láglaunabætur frá
blessuðum fjármálaráðherranum,
Ragnari Arnalds, því vinnan í
frystihúsinu náði varla sextíu þús-
undum.
Það var einhvern daginn rétt
fyrir jólin, að Pétur Páls kom að
máli við Jónu Jóns og hjálpaði
henni í leiðinni að moka snjóinn af
tröppunum, hallaði sér svo
frammá rekuna, lagði höndurnar
ofaná haldiö, og hökuna þar ofaná
meðan hann lét líða úr bakinu,
eins og þeir gerðu í gamla daga,
þegar þeir voru að moka salti og
kolum í helvítis togurunum. Svo
rétti hann Pétur sig eldsnöggt upp
af rekunni, vék sér að konunni
sem stóð í dyrunum og spurði
hvort hún vildi ekki koma með í
búðir til að kaupa fyrir jólin. Jú,
Jóna þakkaði boðið, en sagði það
standa svo á hjá sér í bili, að það
væri lítið til að kaupa fyrir. Pétur
spurði þá hvort hún væri ekki bú-
in að fá láglaunabæturnar? Konan
leit niður á fætur sér á snjólaus-
um tröppunum, en leit svo upp
þegar hún svaraði: „ó-nei, og á
víst ekki von á að fá neinar bætur,
en ert þú búinn að fá láglaunabæt-
ur? „Já-já,“ sagði Pétur, „ég fékk
um þrjú þúsund. Það eru svosem
ekki miklar tekjurnar, bara þetta í
frystihúsinu, náði varla 100 þús-
undum, en hverjar voru þínar
tekjur? „Þær voru nú ekki nema
60 þúsund," ansaði Jóna Jóns og
gerði sig líklega til að fara inn.
„Ha-a, hvað segirðu kona, 60 þús-
und og engar láglaunabætur, nei,
nei, hættu nú, Jóna vinkona." „Já,
og ég þekki margar konur sem
fengu þó lægri laun en ég og með
verri aðstæður og fengu engar
bætur," svaraði Jóna Jóns, og voru
aðeins sárindi í röddinni.
Pétur Páls keyrði rekuna á kaf í
snjóskafl við húshornið um leið og
hann sagði: „Nei, og aftur nei, nú
gengur fram af Pétri Páls.“
Svo snéri þessi gamli togarajaxl
sér að konunni og sagði: „Við lát-
um þetta ekki spilla jólagleðinni,
sestu inní bílinn, kona góð, við för-
um í búðir til að skoða."
Og Jóna Jóns brá hart við,
skaust inn eftir kápunni sinni og
vatt sér svo nokkuð fimlega inní
Volvo-drekann hans Péturs Páls.
Þannig gat umræðan um fyrir-
bærið „Láglaunabætur“ byrjað.
Látrum 17.2.’83
Þórður Jónsson.
hjúkrunarfræðinga
eftir Maríu
Pétursdóttur
Salome Þorkelsdóttir mælti ný-
verið fyrir brýnni og vel rök-
studdri tillögu til þingsályktunar
um eflingu heimilisfræða í grunn-
skólum og sýndi þar næman skiln-
ing á gildi staðgóðrar fræðslu á
þáttum, er snerta líf hvers manns,
innan heimilis sem utan.
Undir orð hennar tóku alþingis-
mennirnir Helgi Seljan og Guðrún
Helgadóttir. En Guðrún gerði síð-
an að umtalsefni menntun al-
mennt og ræddi um Háskóla ís-
lands og hvort hjúkrunarnám, fé-
lagsfræðinám o.fl. ætti heima þar
með öðrum hefðbundnum háskóla-
greinum.
Kvaðst hún hafa óljósa hug-
mynd (Þjóðviljinn 16. febrúar
1983) um, að háskóli ætti að vera
fyrst og fremst akademía, þar sem
kennarar ættu að geta iðkað rann-
sókna- og vísindastörf, og lætur að
því liggja að þessar stéttir séu til
trafala og óverðugar til háskóla-
náms.
í Hbs. — rit nr. 1, Reykjavík
1979, segir:
„Jafnframt hefur orðið breyting
á afstöðu til þess, hvað menntun
feli raunverulega í sér. Þetta á
ekki hvað síst við um háskóla-
menntun og annað visindalegt
nám. Slíkt nám má segja að sé
einkum fólgið í þessu þrennu:
1. að afla sér frumþekkingar í
tiltekinni grein eða greinum.
2. að kynna sér þann fræðilega
grundvöll sem greinin hvílir
á, og tileinka sér þá hug-
myndafræði og þann hugsun-
arhátt, sem er forsenda
árangurs við nám og störf á
því fræðasviði, sem um er að
ræða.
3. að ná valdi á þeirri tækni og
þeim aðferðum, sem nauð-
synlegar eru til að vinna að
fræðilegum verkefnum á
sjálfstæðan hátt og til að
viðhalda þekkingu sinni og
auka hana.“
Guðrún sagðist þekkja vel þau
rök, sem borin hafi verið fram til
stuðnings því máli, er unnið var að
því að fá hjúkrunarnám inn í há-
skólann. Hún gleymir því
„Það er töluverður stigs-
munur á hjúkrunarmennt-
un frá einu landi til ann-
ars og hjúkrunarpróf frá
Hjúkrunarskóla Islands
og Nýja hjúkrunarskólan-
um ná skammt í þeim
heimshlutum, þar sem há-
skólanáms er krafist til
þess að fá hjúkrunar-
starfsréttindi.“
kannske, að jafnvel þótt þessum
rökum væri sleppt, verður að telja
að sem víðtækust • þekking og
skilningur hjúkrunarfræðinga á
mannverunni, heilbrigðri eða
sjúkri, muni koma best að notum í
starfi og eigi þessvegna fullvel
heima meðal háskólagreina, ekki
síður en þær hávísindalegu fræði-
greinar, sem t.d. hafa fært
mannkyninu gjöreyðingarvopn,
sýklahernað og aðra bölvun. Allt
þetta var óþekkt fram að þeim
tíma, er fjárveitingum og mann-
afla var varið til markvissrar
þekkingarleitar i nafni vísinda,
sem að sögn „efla alla dáð“, en eru
þó undirrót að því að framleiðsla
þessara vopna varð möguleg.
Guðrún Helgadóttir er ekki ein
um þá hugsun að störf sem feli í
sér andlega og líkamlega umönn-
un þurfi ekki að ráði neina undir-
stöðuþekkingu. Á síðari heims-
styrjaldarárunum þegar fór veru-
lega að sverfa að Þjóðverjum urðu
þeir að þjálfa hjúkrunarlið á
skömmum tíma, en töldu þó 2 ár
lágmark. Kínverjar lokuðu hrein-
lega öllum hjúkrunarskólum í -
menningarbyltingunni, eins og
öðrum starfsundirbúningsskólum,
s.s. lækna- og kennaraskólum, og
súpa nú seyðið af, því er nú verr.
Það er töluverður stigsmunur á
hjúkrunarmenntun frá einu landi
til annars og hjúkrunarpróf frá
Hjúkrunarskóla íslands og Nýja
hjúkrunarskólanum ná skammt í
þeim heimshlutum, þar sem há-
skólanáms er krafist til þess að fá
hjúkrunarstarfsréttindi. Á Norð-
urlöndum hefur ekki miðað að öllu
leyti í þá átt, sem mörkuð var
fyrir nokkrum árum, vegna af-
skiptasemi misviturra ráða-
manna. Bretar telja hinsvegar að
hjúkrunarstéttin sjálf sé best
dómbær á hvaða menntun sé hag-
nýt og gildi þar hið sama og um
aðrar stéttir. Þar er talið útilokað
að ráðherrar, alþingismenn eða
aðrir eigi að hafa úrslitavald í
þessum málum, en samningsleið
verði auðfarin ef borin eru fram
haldgóð rök og sanngirni sýnd.
Guðrún Helgadóttir bendir á
það, að háskólapróf hafi veruleg
áhrif á launaflokkaröðun. Þar sem
hún virðist hafa betri skilning á
þessari hlið mála en kjaradómur
hafði á sínum tíma, megum við
kannski vænta þess að Guðrún
kippi í liðinn, svo að hjúkrunar-
fræðingar okkar með háskóla-
menntun fái leiðréttingu sinna
mála frá árinu 1977, er fyrstu
hjúkrunarfræðingarnir voru
brautskráðir frá Háskóla Islands.
Við efumst þá ekki um, að hún
muni um leið með dugnaði sínum
reyna að fá fram leiðréttingu á
launakjörum hinna sem alla tíð
hafa verið illa launaðir, enda
sýndi hún við afgreiðslu laga um
heilbrigðisþjónustu aó það munar
um vináttu hennar og stuðning,
þegar hún vill beita sér. Guðrún
ræddi um fóstrunám og spurði
hvort það ætti þá ekki líka heima í
háskóla. Hversvegna ekki? Þá
heyrðist í Eiði Guðnasyni,
„slökkviliðsmenn"? Djúphugsuð
athugasemd hans verður sjálfsgt
torskilin jafnt hjúkrunarfræðing-
um sem slökkviliðsmönnum.
Hvers vegna stuðning við SAA?
eftir Guðmund Örn
Ragnarsson prest
á Raufarhöfn
Níutíu prósent allra hjónaskiln-
aða eiga rætur að rekja til
ofneyslu áfengis. En áður en til
hjúskaparslita kemur, hefur oft
átt sér stað löng sorgarsaga í sam-
skiptum hjóna og barna. I upphafi
var það ekki svO. Þá ríkti ást og
hamingja, en vegna stöðugrar
áfengisnotkunar breyttist ham-
ingjan í harmleik. Áfengisnotkun
er ennfremur orsök ótrúlega
margra dauðsfalla, beint eða
óbeint og mestur hluti af störfum
lögreglunnar tengist áfengis-
neyslu. Þetta vitum við öll, en er
nokkuð við þessu að gera? Er
eitthvað sem ég get gert?
Ég fékk bréf um daginn, frá
Samtökum áhugafólks um áfeng-
isvandamálið, SÁA (ég er nú
reyndar sjálfur félagi og það
þyrftir þú einnig að verða ef þú ert
það ekki þegar). Samtökin óskuðu
eftir framlagi frá mér til bygg-
ingar nýrrar sjúkrastöðvar. Mér
þótti við fyrstu sýn upphæðin
nokkuð há, sem beðið var um, en
áttaði mig fljótlega á að svo var
ekki, því að miklu skiptir að mál
þetta fái skjótan framgang.
Árið 1978 var ég á lokaári í guð-
fræði við guðfræðideild Háskóla
íslands. Það ár efndu dr. Björn
Björnsson prófessor og sr. Pétur
Þ. Maack til námskeiðs fyrir guð-
fræðinema. Námskeiðið fjallaði
um alkóhólisma. Þetta námskeið
sótti ég.
Námskeiðið breytti öllum við-
horfum mínum til áfengisneyslu,
og það sem meira er um vert, það
breytti skoðun minni á áfengis-
vandamálinu og áfengissjúkling-
um. Ég hafði þá skoðun, sem lík-
lega hefur ríkt um aldir, að alkóh-
ólistar (virkir alkóhólistar) væru
viljalausir ræflar, sem ekki þýddi
að reyna að rétta hjálparhönd. En
nú hef ég allt annað viðhorf til
þessara manna, og tel það ekki að-
eins ómaksins vert að hjálpa
áfengissjúklingi, heldur tel ég mér
það skylt og einnig þér, sem þetta
lest. Ég trúi þvi að viðhorf meiri-
hluta þjóðarinnar til áfengis-
„Ég trúi því, að sérhver
einstaklingur, sem nú er
virkur alkóhólisti og veld-
ur fjölskyldu sinni, og
þjóðfélaginu öllu, ómældu
tjóni, geti með Guðs hjálp,
og SÁA, orðið óvirkur al-
kóhólisti og breyst í mann,
sem verður fjölskyldu
sinni og þjóðfélaginu til
blessunar.“
sjúkra hafi breyst og sé að breyt-
ast, það sýnir hinn sívaxandi
fjöldi í Samtökum áhugafólks um
áfengisvandamálið, SÁÁ, enda
hefðu samtökin ekki náð þeim ár-
angri sem raun er á orðin, án
verulegs stuðnings frá þjóðinni.
Þær aðferðir sem Samtök
áhugafólks um áfengisvandamálið
hafa beitt gegn sjúkdómi þessum,
með svo góðum árangri, eru
tiltölulega nýjar af nálinni og
komnar að vestan, frá Bandaríkj-
unum. En nú er svo komið að lær-
isveinninn, hér á íslandi, er af
mörgum talinn fremri meistara
sínum vestan hafs, og vilja ýmsir
af lærisveininum læra, og sækja
þess vegna ísland heim.
Ég sagðist hafa verið í
guðfræðinámi, er ég var upplýstur
um eðli alkóhólisma. Nú er ég
prestur. Eitt af því sem kemur
mér að hvað bestum notum í starfi
mínu er einmitt það sem ég lærði
á nefndu námskeiði. Ég vona að
guðfræðinemum gefist áfram tæk-
ifæri til að sækja slík námskeið.
Lært hef ég að virkur alkóhól-
isti getur breyst í svokallaðan
óvirkan alkóhólista, að hann
læknast ekki fullkomlega af veik-
indum sinum, heldur tekst honum
að halda sjúkdómseinkennunum í
skefjum. Ég hef síðan orðið svo
lánsamur að kynnast nokkrum
óvirkum alkóhólistum, og verð að
segja að einmitt þeir hafa oft
kennt mér að skammast mín. Þeir
eru svo bjartsýnir hamingjusamir
og trúaðir á lífið, og síðast en ekki
Guðmundur Örn Ragnarsson
síst trúaðir á Guð og handleiðslu
hans.
Ég trúi því að sérhver einstakl-
ingur, sem nú er virkur alkóhólisti
og veldur fjölskyldu sinni, og þjóð-
félaginu öllu, ómældu Uóni, geti
með Guðs hjálp, og SÁÁ, orðið
óvirkur alkóhólisti og breyst í
mann sem verður fjölskyldu sinni
og þjóðfélaginu til blessunar.