Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 69 Gylfasonar. Eins og áður segir, er þetta stef alfarið ættað úr hinni gömlu grein Gylfa. Hins vegar er forðast að útskýra með nákvæmni, hvað felst í slíkum breytingum. Hinn fallegi hljómur orðanna er látinn nægja í þágu áróðursins. Enda er markmiðið eitt: að afla fylgis. Veruleikinn: Drottnun framkvæmdavalds yfir löggjafarvaldinu Lýðræðið á íslandi hefur allt frá baráttuárum Jóns Sigurðssonar og annarra forystumanna í sjálfstæðishreyfingu 19. aldar byggst á kröfunni um, að þjóð- kjörið þing væri æðsti vettvangur í stjórn landsins. Fólkið veldi sér fulltrúasveit, sem komi saman á opinn vettvang og tæki ákvarðanir um lög, reglur og stjórn. íslend- ingar hafa á alþjóðavettvangi bent stoltir á Alþingi sem ættmóður þingræðisins. Nú vill Vilmundur kasta fyrir borð á einu bretti þessum grund- velli lýðræðisins í landinu. Hann boðar stjórnskipun, þar sem lög- gjafarvaldið er sett á lægri bekk. „Einráður ríkisstjóri" er kosinn sérstaklega til að drottna yfir þinginu. Einn maður á að velja ríkisstjórnina. Einn maður á að leggja mikilvægustu frumvörpin fyrir þingið. Einn maður á að geta hafnað því, sem þingið ákveður. Einn maður á að deila og drottna á Alþingi. Allt þetta vald á að færa einum manni. Tillögur Vilmundar um aðgrein- ingu löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds fela ekki í sér jafn- rétti þessara aðila. Þvert á móti er grundvöllurinn að afhenda „ríkis- stjóranum“ drottnunarvald yfir Alþingi. Þingræðishefðinni er hafnað. Þjóðþingið er gert að ann- ars fiokks stofnun. Bjargvætturinn verður í staðinn sterkur ríkisstjóri. Það er veruleikinn sem felst að baki boðskapnum um „þjóðkjörinn forsætisráðherra". 5. blekking: Jöfnuður Þegar nýjasta orðaleik í ára- löngu áróðursstríði Vilmundar var valið nafn, kaus hann einfaldlega vegna hljómsins orðið Jöfnuður". Bandalag jafnaðarmanna var vöru- merkið. Þar með var gefið til kynna, að fyrirbrigðið væri ættað úr hugsjónaherbúðum þeirra sem í áratugi hafa aðhyllst kenningar félagshyggju og jafnréttis. Ljóst er, að fjölmargir vinstri menn hafa fallið fyrir þessari blekkingu. Þeir hafa ekki áttað sig á því, að grundvöllurinn í efna- hagskenningum Vilmundar er dul- búin útgáfa af markaðskenning- um Hayeks og Friedmans. Muna menn ekki greinarnar sem Vil- mundur reit frjálshyggju mark- aðskerfisins til dýrðar? Það var á þeirri tíð, þegar hann ætlaði að ná óánægðum frjálshyggjumönnum út úr Sjálfstæðisflokknum og inn í gamla Alþýðuflokkinn. Þá átti að um efnisþörf ásamt nákvæmri kostnaðaráætlun um verkið, tíma- áætlun um framkvæmd þess og greiðslu og fjáröflunaráætlun fyrir framkvæmdatímabilið. Og annars vegar rekstraráætlun sem nær til minnst 5 ára eftir að fram- kvæmd er lokið. Það er ástæða til að framfylgja betur þessum lagaákvæðum um að gera nákvæma kostnaðaráætlun og tíma- og fjáröflunaráætlun fyrir allt verkið, og auk þess rekstraráætlun til 5 ára. Allar þessar áætlanir eru nauð- synlegar til þess að hægt sé að gera sér sem bezta grein fyrir framkvæmdinni fjárhagslega og tæknilega fyrirfram og finna beztu heildarlausnina, þær eru snar þáttur í því að góður árangur náist. Svona undirbúningsvinna er því miður ekki í hávegum höfð og allt of margir skilja ekki hversu mik- ilvægt þetta er fyrir þjóðarhaginn. Það er allt of algengt að rekin sé óábyrg kröfupólitík og barizt fyrir því í heimahéraði að byrjað sé að byggja strax og aurað hefur verið saman smáupphæð, þó undirbún- breyta krataflokknum í flótta- mannaherbúðir Hayeks-sinna úr Sjálfstæðisflokknum. Enda var Vilmundur löngum eins konar heiðursmeðlimur í Eimreiðar- hópnum, sem nú hefur í krafti Verslunarráðsins og VSÍ búið til nýja forystu handa Sjálfstæðis- flokknum. Veruleikinn: Markaðs- drottnun hinna sterku Kjarninn í efnahagsstefnu Bandalags jafnaðarmanna er nákvæmlega hinn sami og hjá Hayek og Friedman. Markaðurinn á að vera sá vettvangur, þar sem vandamálin eru leyst með sigri hinna sterku. Ríkisvaldið á þar hvergi nærri að koma. Fáu bölvar Vilmundur meira í ræðum sínum, en afskiptum hins opinbera af samningastríðinu á markaði framleiðslu og þjónustu. í stað samfélagslegrar niðurstöðu á að koma stríð markaðsaflanna. Það eru ekki mörg spor frá hagkenn- ingum Vilmundar yfir í ofstæki Hannesar H. Gissurarsonar. Of- trúin á ágæti markaðarins til að leysa vandamálin er sameiginleg báðum. Fordæming á afskiptum hins opinbera sömu ættar. Þeir yrðu áreiðanlega skrýtnir á svipinn, Willy Brandt og Palme í Svíþjóð, gæfist þeim færi á að hlýða á efnahagsboðskap áróð- urmeistarans á íslandi, sem segist vera jafnaðarmaður. Allir sannir jafnaðarmenn, sem kunna skil á hugsjónum stefnunnar, væru fljótir að átta sig á að hér væri á ferðinni lærisveinn Hayeks og Friedmans. Það er enginn grundvallarmun- ur á kenningum Vilmundar og stefnu Verslunarráðsins. Eru menn búnir að gleyma greininni, sem Vilmundur skrifaði fyrir fá- einum árum, þegar hann lýsti yfir stuðningi við kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins 1979? Hann harmaði, að „leiftursókn" hefði reynst óheppilegt nafn. Innihaldið hefði verið ágætt, en áróðursmis- tökin fólust í nafngiftinni. Slík mistök gerir Vilmundur ekki. Þess vegna klæðir hann markaðs- drottnun sína í nafngift jafnað- arstefnu. Það er hápunkturinn í blekkingarstarfinu. Hve lengi? í upphafi þessarar greinar var vikið að nokkrum gömlum áróð- ursmálum sem Vilmundi tókst á sínum tíma að gera að spennandi framhaldssögu í fjölmiðlum. Klúbbdeilurnar og Geirfinnsmálið heyra nú sögunni til. Fimm ára lofsöng um gamla Alþýðuflokkinn afneitar Vilmundur nú með ofur- kappi. Búinn hefur verið til marg- slunginn blekkingarvefur, sem ber heitið Bandalag jafnaðarmanna. Allar meginstoðir þeirrar stefnu munu í veruleikanum snúast í hrópandi andstæður. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hve lengi þær duga til fylgisöflunar. Kristján Baldursson „I»ad er allt of algengt að rekin er óábyrg kröfupóli- tík og barist fyrir því í hcimahéraöi aö byrjað sé aö byggja strax og aurað hefur veriö saman smá- upphæð, þó undirbúningi sé hvergi nærri lokið og aurarnir nægi ekki nema fyrir grunninum.“ Kóngur vill sigla — en byr hlýtur að ráða eftir Þorvald Þor- valdsson, Akranesi Ég fékk heldur betur orð í eyra frá Guðlaugu Þórarinsdóttur í Morgunblaðinu 10. febr. sl. undir fyrirsögninni „Vítaverður atvinnu- rógur“. Minna mátti nú gagn gera. Hvernig væri nú ef stjórnmála- menn æptu: „Atvinnurógur" í hvert sinn sem störf þeirra væru gagnrýnd. Eða ætli kennarar mættu ekki oft kvarta um at- vinnuróg, ef þeir væru jafn við- kvæmir fyrir slíku og frúin. Nei, ég vona sannarlega, að störf kenn- ara verði gagnrýnd áfram, svo að þeir staðni síður í starfi sínu. Hvað snertir grein mína í Morg- unblaðinu 2. febrúar sl. þá var hún ekki atvinnurógur, heldur var hér bent á alvarlegt mál, sem er því miður allt of lítill gaumur gefinn að hér á landi. Ég vil t.d. geta þess, að sama daginn og ég sendi grein mína frá mér, þá valt önnur rúta á Kjalarnesinu með mörgum' far- þegum. Oft hef ég ekið framhjá vöruflutningabílum liggjandi á hliðinni við vegarbrún hér undir Hafnarfjalli eftir rokhviður, svo að ég tel alls enga goðgá, þó að um þetta mál sé ritað. Ég þekki mann sem var fyrir nokkrum árum farþegi í rútu fyrir Hvalfjörð. Hann margbað bíl- stjórann að snúa við, en hann bara hló að hræðslu hans og hélt áfram. Skömmu síðar lá bíllinn á hliðinni og viðkomandi farþegi hefur mátt þola verki og óþægindi æ síðan sem afleiðingar þessarar veltu, en bætur fékk hann engar. Frúin spyr í grein sinni: „Var það ekki einmitt farþeganna vegna sem lagt var í þessa ferð, eins og svo ótal margar aðrar ferðir? Farþegarnir velja sér dag til ferðar, en bifreiðastjórinn leys- ir af hendi skyldustörfin. Hrædd- ur er ég um að fækkaði mjög sér- leyfisferðum um landið eða þær legðust nánast niður með öllu, ef aldrei væri lagt út í tvísýnu." Það er varla hægt að skilja þessi orð frúarinnar öðru vísi en svo, að farþegarnir eigi að ráða því hvort lagt sé af stað í ferð eða ekki. Hvernig væri að taka þessa reglu upp í sambandi við flugið innan- lands? Ef farþegar þurfa að kom- ast, þá skal flogið hvað sem flug- stjóri segir. Ef farþegar þurfa að komast frá Akranesi til Reykja- víkur, þá skal Akraborg sigla hvað sem skipstjóri segir. Nei, Þorvaldur vinur minn Guð- mundsson skipstjóri á Akraborg tekur ákvörðun um það sjálfur að fella niður ferð ef honum sýnist ingi sé hvergi nærri lokið og aur- arnir nægi ekki nema fyrir grunn- inum. Þetta er sjálfsagt gert í góðri trú um það að hálfnað sé verk þá hafið er eins og máltækið segir, og auðveldara verði að berja út fjár- veitingar þegar byggingin er haf- in. En þetta eru auðvitað ekki rétt vinnubrögð. Það er miklu betra að vinna vel og örugglega að undir- búningi framkvæmdarinnar og gera sér góða grein fyrir hvernig bezt og hagkvæmast er að hafa hana og ljúka öllum undirbúningi, áætlunum, hönnun, teikningum og fjármögnun og byggja síðan á stuttum tíma og klára fram- kvæmdina í einni lotu. Áætlanagerð kostar mikið en það er kostnaður sem borgar sig vel, það er dýrt að gera mistök á mistök ofan. Yfirstjórn opin- berra framkvæmda Lögin frá 1970 kveða á um að fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og Þorvaldur Þorvaldsson óráðlegt að hætta skipi og mönnum, farþegar ráða þar engu um. Ég vona að svo verði áfram, ég vona að hann láti aldrei far- þega hafa áhrif á slíka ákvörðun. Ég er líka hræddur um, að það sé farsælla að flugstjórar ákveði að fella niður ferðir, en láti ekki far- þega ráða því, ef við viljum halda flugslysum í lágmarki. Nú um þessar mundir berast fréttir frá Bandaríkjunum um það, að umferð hafi lamast, fólk orðið að hírast tvo sólarhringa á flugvöllum og allt lífið farið úr skorðum. Veðrið sem þessu olli var kannski ekkert verra en þau veður voru sem hér komu hvert í annars slóð fyrstu daga janúar- mánaðar. Hvers vegna lét blessað fólkið ekki aka sér heim af flug- völlunum í stað þess að hýrast þar? Fyrir skömmu kom ofsaveður í Danmörku, sem varð fréttaefni um alla Evrópu, samgöngur löm- uðust næstum alveg meðan veður- ofsinn gekk yfir, en þetta veður var ekkert verra en þau veður sem hér voru í byrjun ársins. Við fslendingar verðum að gera okkur 1 jóst, að hér á landi koma að jafnaði nokkrum sinnum á ári veður, sem úti í Evrópu koma að- eins á nokkurra ára fresti. Samt erum við hér á landi með rútubíla í ferðum, sem eru hannaðir suður í löndum og engum dettur í hug að aka þar um vegi ef svo bregður við að slík veður geisa. hagsýslustofnun, fari með fjár- málalega yfirstjórn opinberra framkvæmda, þ.e. frumathugun- ar- og áætlanagerðar, en frumat- hugunin sjálf og áætlanagerðin fari fram á vegum hlutaðeigandi ráðuneytis, stofnunar eða sveitar- félags. Hér færi betur á því að hafa bæði fjármálalega og faglega yfir- stjórn samræmda. Framkvæmdadeild IR fer með yfirstjórn verklegrar framkvæmd- ar. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir sér um fjármála- legu yfirstjórnina. En fagleg yfir- stjórn og samræming á frumat- hugunum og áætlanagerð og hönnunarstjórn verður útundan eins og ástandið er nú. Alla þessa stjórnunarþætti ætti ein hönnunar- og framkvæmda- deild ríkisins að annast. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að öllum bygginga- og framkvæmdamálum, sem unn- in eru fyrir fé úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna, sé vel stjórnað og yfirskyggist ekki af landshornaríg og þrýstihópapóli- tík. Fyrir þrátíu árum rúmum var ég á ferð austur yfir fjall um ára- mót í veðri sem gæti hafa verið svipað og stóru janúarveðrin nú, en þá var notaður bíll sem var þungur og ekki nema um tveggja metra hár frá jörðu. Það varð að ganga kengboginn innan dyra í þessum bíl, en hann fauk ekki. Hann var hannaður til vetrar-_ ferða á íslandi. Rútubílar í dag eru hannaðir suður í Evrópu, stór- ir og háir og taka á sig mikinn vind. Þessir bílar eru sannarlega skemmtilegir að sumarlagi en eru hættulegir í miklum rokum. Þegar hliðin á bílnum fer að nálgast 30 fermetra má ljóst vera að vind- álagið verður mikið í 11—12 vindstiga veðri, og við slíkar að- stæður þola sumir þessara bíla ekki mikinn hliðarhalla á vegi til að velta. Við vitum líka, að á sum- um stöðum á íslandi er landslag þannig, að vindsveipir geta mynd- ast geysilega sterkir, enda þótt heildarveður sé máski ekki nema 9—10 vindstig. Ég nefni hér til dæmis Eyjafjallasveit, Hvalfjörð- inn og veginn undir Hafnarfjalli. Á þessum stöðum og auðvitað miklu víðar, þarf að gæta sér- stakrar varúðar ef hvessir í viss- um vindáttum. Ég teldi það ekki út í bláinn, að rútubílstjórar af landinu öllu héldu með sér ráðstefnu og fengju góðan verkfræðing til að skýra vindálag á stóran bíl við vissar að- stæður, og hve mikið þarf til að velta honum. Einnig mætti fá á ráðstefnuna veðurfræðing til að skýra hvar helst er von á vind- sveipum og hvernig þeir myndast. Þess er vænst af okkur kennur- um, að við förum helst árlega á námskeið til að halda okkur við í starfinu. Ég vona, að rútubílstjór- ar telji sig ekki upp úr því vaxna að læra betur um bílinn sinn, og hvað óhætt er að bjóða honum. í lok greinar Guðlaugar er spurt hvers vegna ég fékk klígju. Þar snýr málið að blaðamönnunum og meðferð þeirra á fréttum. Það er . aumkunarvert að sjá í sama blaði, næstum á sömu síðu, að fyrir- hyggjulaus glannaskapur er for- dæmdur á annarri síðu, en prísað- ur á hinni. Við eigum að hætta slíkri fréttamennsku. Varúðin er miklu hrósverðari eiginleiki en fífldirfskan. Þegar það tekur tíu klukkustundir fyrir velbúinn sjúkrabíl að koma slasaðri mann- eskju frá Eyjafjöllum til Reykja- víkur, þá er ekki veður fyrir stóra rútubíla að vera á ferð. Það getur verið, að farþegar nöldri ef felld er niður ferð, en það er rútubílstjór- ans að taka ákvörðun um það hvort ráðlegt sé að leggja í ferð eða ekki, þeirri ábyrgð getur hann ekki varpað yfir á farþegana. Ég nenni varla að elta ólar við marklaust bull frúarinnar að öðru leyti eins og t.d. þennan vísdóm: „Ohöpp geta alltaf átt sér stað, hvar sem við erum stödd. Það væri ef til vill réttara að hætta sér aldrei út fyrir dyr í hálku, en vel að merkja, til eru dæmi um að fólk detti á gólfið heima hjá sér og beinbrotni. Hver getur ákveðið hvar við erum fullkomlega ör- ugg?“ Það væri kannske rétt fyrir það góða fólk hér á landi, sem unnið hefur að slysavörnum árum sam- an, að gefa gaum að þessum orð- um og hætta þessu veseni öllu saman? Að áliti frúarinnar eigum við aö ana út í hvað sem er og láta forsjónina ráða. Mér er ekki illa við forsjónina, það er nú öðru nær. Oft hefur hún verið góð við mig, miklu betri en ég átti skilið. En mér finnst það ljótur leikur að níðast á góðsemi hennar, það kann aldrei góðri lukku að stýra. Með þökk fyrir birtinguna. Ákranesi 13. febrúar 1983, Þorvaldur Þorvaldsson kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.