Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 65 Frelsi til að útvarpa Bókmenntír Hannes H. Gissurarson STEFNIR 3. hefti 1982. Útg.: Samband ungra sjálfstæd- ismanna. Það er í rauninni furðulegt, að ungum sjálfstæðismönnum skuli hafa tekist að halda úti tímaritinu Stefni með jafn fámennri þjóð og hinni íslensku í rúmlega þrjátíu ár eða frá 1950. En það er enn furðu- legra, hversu vandað tímaritið er orðið undir ritstjórn Hreins Loftssonar. Þriðja hefti Stefnis 1982, sem ég ætla að fara um ör- fáum orðum, var helgað frelsi til að útvarpa. Um það efni skrifuðu þeir Friðrik Sophusson alþingis- maður, ólafur Hauksson ritstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi og Auðun Svavar Sig- urðsson læknanemi. Allar eru þessar greinar fróð- legar, og fátt er sjálfsagðara en frelsi til að útvarpa. Af hverju megum við ekki velja um fimm útvarpsstöðvar eins og um fimm dagblöð? En fylgismenn frelsisins verða að gæta sín á einu. Það er að setja sig í afsökunarstellingar, því að þeir eru ekki að biðja um neina ölmusu, heldur um það, sem þeir eiga rétt á — frelsið sjálft. Hætt- an er sú eftir fimmtíu ára einok- un, að menn semji sig í huganum að henni, séu tilbúnir til að sætta sig við áframhaldandi kverkatak, ef á því sé lítillega linað. Þetta geta menn þó ekki sagt um Auðun Svavar Sigurðsson. Grein hans er hressileg og eins og greinar eftir unga menn og frjálslynda eiga að vera. Hann gagnrýnir harðlega frumvarpsdrög þau, sem útvarps- laganefnd samdi og birti nýlega, bendir á, að eftir sem áður verður samkvæmt þeim allt vald í hönd- um stjórnmálamanna og embætt- ismanna. En valdið á að dómi allra frjálslyndra manna að vera í hann sjálfur sæti næstu átta ár- in skömmu áður en kappinn lýsti því yfir, að senn létti herstjórn. Halda menn að valdið sé ekki jafnsætt á íslandi sem í Chile? í þriðja lagi blasa við áður óþekktir möguleikar áróðurs- manna til áhrifa. í stórmerkri bók sem James M. Perry ritaði og nefnist The New Politics — The Expanding Technology of Political Manipulation, eða Hin nýja tegund stjórnmála — Vax- andi tæknivæðing pólitisks framapots — er bent á, að með tilkomu tölvuvæðingar og nýrra fjölmiðla er mögulegt fyrir lít- inn hóp manna að hafa gífurleg áhrif á hverjir komast inn á þing. Þessi hópur þarf aðeins að ráða yfir fjármagni eða hafa umráð yfir tölvuþjónustu til að ráða prófkjöri og að lokum þing- kosningum. Um þetta segir Perry: Ferðalög frambjóðenda verða skipulögð af tölvumeistur- um... í áróðursstríðinu verður tekið tillit til allra áhættuþátta sem tölvan geymir dyggilega í minni sínu og leggur við nýjustu skoðanakannanir sem hún end- urmetur stöðugt... Auglýsingar verða hannaðar löngu fyrir kosningabaráttuna, en tekið til- lit til nýjustu upplýsinga um ástand mála. Einnig verða allar fáanlegar upplýsingar um mót- frambjóðendur skráðar og not- aðar af varfærni. Ef mistekst að koma kandídat á þing, verður hann látinn bíða betri tíma og á meðan notar „hópurinn" tímann og fer í smáatriðum yfir undan- gengna kosningabaráttu í þvi skyni að betrumbæta „ímynd" frambjóðandans." í „Missing“ sjáum við hernað- arsérfræðinga taka völdin, þar eru menn á kerfisbundinn hátt skelfdir til undirgefni — til dæmis eru stöðugt herbílar á ferð um götur og hermenn skjóta upp í loftið úr vélbyssum og þá má ekki gleyma sérfræðingum í pyntingum sem eru kvaddir til víða að úr Suður-Ameríku. Auð- vitað hvarflar ekki að manni að slíkt geti gerst hér, fremur að valdataka sé reynd með þeim að- ferðum er tölvur bjóða upp á, en gleymum því ekki, að ef einræð- isstjórn nær völdum, þá er næsta auðvelt fyrir hana að grípa til beins ofbeldis. Mér dettur hér 1 hug lýsing Solsjenitsyn í Gulaginu á þeim aðferðum er núverandi valdhaf- ar í Sovétríkjunum beittu á sín- um tíma til að brjóta undir sig Rússaveldi, en þær aðferðir voru í engu frábrugðnar aðferðum Pinochet sem lýst er í „Missing“. Næsta athyglisverð er lýsing Solsjenitsyn á handtökum ör- yggislögreglunnar, en þær voru framkvæmdar samkvæmt töl- fræðilegu úrtaki. Hér hentar að líta sérstaklega á næturhand- tökurnar: „Næturhandtökur hafa ... þann kost að hvorki í nágrannahúsum, né á götunum, er neitt vitað um tölu handtek- inna hverja nótt. Enda þótt þær fylli alla sambýlismenn skelf- ingu, eru þær öðrum enginn við- burður. Ekki frekar en þær hefðu aldrei farið fram. Þessa sömu asfaltstíga, sem svart- hrafnar krunka á að næturlagi, treður æskan á daginn syngjandi fagnaðarsöngva, undir fánum og blómum." Þannig lýsir sér einræðis- stefnan í framkvæmd. Hljóðlega seilist hönd valdsins inn i hvern krók og kima, en samt er einsog ekkert hafi gerst. Hér er raunar sama lögmálið að verki og rekur húsmóðurina útí búð að hamstra tíu kíló af smjöri. Hún hugsar ekki um hag samfélagsins, að- eins sinna nánustu. Við skulum vona að við lifum aldrei þann dag að atburðir einsog lýst er í „Missing" liti hér dagsins ljós. En meðan slíkar kvikmyndir fást framleiddar, er enn von um frelsi og lýðræði. Hreinn Loftsson höndum einstaklinganna, eins og Auðun Svavar leggur áherslu á, þeir eiga með vali sinu á markaðn- um að ráða því, hverjir útvarpa og hverjir ekki. I Stefni eru sagðar fréttir af fé- lögum ungra sjálfstæðismanna. Það vakti einkum athygli mína i því viðfangi, hversu fjörugt starf Heimdellinga i Reykjavik hefur verið síðasta árið undir forystu Árna Sigfússonar. Þeir hafa gefið * út límmíða um Atlantshafsbanda- lagið, stærstu friðarhreyfinguna, vígt félagsheimili í kjallara Val- hallar, haldið marga almenna fé- lagsfundi, efnt til fræðslunám- skeiða, gefið út rit eins og Út úr vítahringnum eftir Eyjólf Konráð Jónsson og margt fleira. Áberandi er, að Heimdallur hefur miklu meira aðdráttarafl fyrir fólkið í framhaldsskólunum en á árunum 1965—1975. Ávísanirnar, sem sós- íalistar í austri og vestri gáfu út á betri framtíð, reyndust allar inni- stæðulausar, og ungt fólk tekur ekki lengur við þeim. Og síst treystir það ráðherrasósíalistum Alþýðubandalagsins. Margt fleira ágætt efni er í Stefni, en mig langar að lokum að minnast á grein Einars K. Guð- finnssonar stjórnfræðings um þróunarlöndin. Hann bendir á það, að margt, sem um þau sé skrafað, sé ekki til marks um mikla þekkingu. Sannleikurinn er sá, að þróunarhjálp getur stund- um gert meira ógagn en gagn. Hún er hjálp við ríkin, en ekki þjóðirnar í Þriðja heiminum svonefnda, við einræðisherrana, en ekki einstaklingana. Vestrænar þjóðir þurfa ekki heldur að hafa neitt samviskubit af viðskiptum sinum við þjóðir Þriðja heimsins, þær hafa verið öllum í hag. Peter Bauer, prófessor í Hagfræðiskól- anum í Lundúnum, hefur, eins og Einar getur um, skrifað um þetta w margar bækur. (Þess má geta, að hann var að tillögu frú Margrétar Thatcher gerður að lávarði fyrir nokkrum vikum.) Hann segir, að mestu máli skipti að búa einka- framtaki skilyrði í Þriðja heimin- um, það, sem fátækar þjóðir þurfi, sé umfram allt meira atvinnu- frelsi. Og það þurfum við Vestur- landabúar líka. Vindur sem þýtur í rósunum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Knut llamsun: VIKTORÍA Ástarsaga. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi þýddi. Þriðja útgáfa. Mál og menning 1982. Endurfundir við Viktóriu, ást- arsögu Hamsuns, minna á að stundum er það bara andblær sagna sem verður eftir í huganum. Atburðarás þessarar gömlu sögu er að mestu gleymd. Og það skiptir ekki máli. Vikt- oría er óður um ástina, eða öllu heldur ást sem sundrar fremur en sameinar elskendur: Þeim var ekki skapað nema að skilja. Hamsun kunni þá list flestum betur að byrja sögu. Viktoría hefst á þessari setningu: „Sonur malar- ans hafði margt í kollinum." Jóhannes malarasonur elskar Viktoríu dóttur herragarðseigand- ans. Hann þráir hana öllum stundum. Seinna verður hann frægur rithöfundur, en mjög ein- mana. Líf Viktoríu er líka þjáning. Það er aldamótamystíkin full af dauðastemmningu sem ríkir í Viktoríu. Sagan kom út 1898. Margt er líklega framandlegt nú- tímalesendum, en þó held ég að Knut Hamsun allir hafi gott af að kynnast heimi Viktoríu. Umfram allt er Viktoría afburða vel samin saga, einkenni- legt sambland af rómantík og raunsæi: „Ef einhver spyr, hvað ástin sé, þá er hún ekki annað en vindur, sem þýtur í rósunum og þagnar síðan smám saman. En oft er hún líka eins og órjúfandi innsigli, sem helst alla ævi, allt fram í andlátið. Guð hefur skapað hana á marga vegu og séð hana duga eða deyja." I gegnum hugann fer leiftur frá draumi Jóhannesar, meðan hann er að skrifa víkur draumurinn um Viktoríu ekki frá honum. Hann er staddur í djúpum eyðidal uns hann finnur orgel sem leikur sjálfkrafa og blóð rennur úr. Eða fiskurinn, symbólskur, súrrealísk- ur, hvað sem menn vilja kalla hann: „Hann stendur við háreist hlið, og hann mætir stórum, gelt- andi fiski. Hann er með fax á háls- inum, og hann geltir að honum eins og hundur. Fyrir aftan fiskinn stendur Viktoría. Hann réttir út hendurnar á móti henni, hún er allsnakin, hún hlær til hans, og stormur blæs gegnum hár hennar. Þá hrópar hann til hennar, hann heyrir sjálfur í sér kallið — og vaknar." Þýðing Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi hefur lengi verið vegsömuð og ekki að ástæðulausu. Jón var einn þeirra þýðenda sem af undraverðu næmi gat laðað fram réttan hugblæ og án þess að sýnast. Aldrei hvarflaði það að honum að nota uppskrúfaðan stíl til þess að vekja á sér athygli eða tína fram sjaldgæf orð til þess að stugga við lesandanum, fá hann til að hrökkva við. Jón var meistari hins einfalda tungutaks, en hjá honum var enga lágkúru að finna. Allt var eðlilegt eins og um mælt mál væri að ræða, en um leið vandað og markvisst. Svanasöngur sultunnar The Jam Dig The New Breed Polydor POLD 5075 Þó ég hafi hlustað mikið á „The Jam“ og verið einlægur að- dáandi fannst mér lítið til nýj- ustu plötu þeirra koma, í fyrstu. Hljómsveitin er hætt störfum og er platan samansafn af völdum hljómleikaupptökum. Þær yngstu eru frá síðasta vori og hinar elstu frá árinu 1977. En þess var ekki lengi að bíða að ofangreint álit á „Dig The New Breed" breyttist. Eins og leik- menn segja: „góð plata er leiðin- leg fyrst". „Nú viljiði kraftinn," segir Paul Weller í upphafi fyrsta lag- sins og byrjar að spila „In The City“, sándið er gott. Gítarinn er vinstra megin og bassinn í hægri rásinni. Á milli eru svo trommur og raddir. Aðgreiningin er mikil án þess að tónlistin sé sundur- laus. Paul Weller syngur en Bruce Foxton raddar á bakvið. Laginu eru gerð góð skil og af þessum tónleikum sem haldnir voru 11. september 1977 er farið á næstu. „All Mod Cons“ er kraftmikið og í heild nær bandið betra sándi í því en laginu á und- an. Gítarinn er ráðandi en Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson trommur og bassi koma vel í gegn. Á nokkurrar fyrirhafnar er keyrt beint yfir í næsta lag, „To Be Someone“ sem fær einnig góða og kraftmikla meðferð. Rick Buckler sér um innganginn inn í „It’s too Bad“. Öruggur og fastur trommuleikur á góðu sándi og fyrr en varir sameinast félagar hans honum. Jam er komin á fullt í einu af sínum bestu lögum. Þannig byrjar síðasta plata Jam sem út kom skömmu fyrir jól og er að öllum líkindum þeirra síðasta plata. Þó ekki sé íengra haldið er áframhaldið í sama dúr og flokkurinn gefur ekkert eftir. Mikill kraftur er í öllum lög- unum sem spiluð eru af næm- leika fyrir rokki 6. áratugsins. Það fer ekki á milli mála þeg- at>- hlustað hefur verið á þessa hljómleikaplötu (sem gjarnan hefði mátt vera tvöföld) hversu skuggalega gott band Jam hefur verið. Eftir það liggja sex góðar breiðskífur og frábær lög í löng- um röðum. Segja má að fæð- ingarhríðir að stofnun hljóm- sveitarinnar hafi byrjað 1972 en almennt stofnár er skráð 1977. Þá, nánar tiltekið 29. apríl, skrif- aði Jam undir plötusamning við Polydor og mánuði seinna kom út fyrsta platan „In The City“. Þeir sköpuðu sér strax sérstöðu sem lá m.a. í því að þeir spiluðu ekki vinsælustu tónlist þessa tíma, pönkið. Nei, Jam bauð uppá rokk eins og þáð gerðist best á 6. áratugnum. Og við þá tónlist fékkst það eða þangað til „soul“-áhrifa fór að gæta í tón- list þeirra. Að lokum (þ.e. á síð- ustu stúdíóplötu Jam, „The Gift“) var orðið erfitt að greina á milli hvor stefnan réði ferð- inni. En þessi blanda er frábær og það er einmitt „The Gift“ sem er þeirra allra besta plata. A „Dig The New Breed" fer ekki mikið fyrir „soulinu". Gamla góða rokkið er í fyrirrúmi og þegar Jam á í hlut þá verður sennilega aldrei spilað nóg af því. Tónlistin: ★★★★ Hljómgæði: ★★★ FM/AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.