Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Herra jarðarinnar — eftir Kjartan Norddahl „Ég hef heyrt að sumir vilji ekki láta veiða hvali vegna þess að þeir séu svo gáfaðir. Eg vil spyrja á móti, á þá ekki hið sama að gilda um hross og fleiri dýr? — Sann- leikurinn er auðvitað sá, að menn- irnir eru settir yfir jurta- og dýra- ríki jarðarinnar, og þar berum við mikla ábyrgð. En lögmálið hlýtur að vera það, að við nýtum það til matar, og það á að gera með eins skynsamlegum hætti og við get- um.“ Svo mörg voru þau orð prests á íslandi í Mbl. 9. febrúar 1983. Segja má að hér sé í hnotskurn hið afar merkilega og að öllu leyti stóráhugaverða hvalamál, sem nýlega var tekið fyrir og afgreitt á Alþingi íslendinga. Mig grunar að hér sé á ferðinni langtum þýðingarmeira mál en spurningin um það eitt, hvort veiða eigi hval eða ekki. Ég held að hér sé á ferðinni mjög ákveðin vísbending um að samvizka mannkynsins, a.m.k. þess hluta sem telst upplýstur, sé loks að rumska gagnvart því að hann, herra jarðarinnar, hafi einmitt ekki sýnt þá ábyrgð og þá skyn- semi sem presturinn vitnar til. Það er skemmst af að segja, að undanfarnar aldir, og sérstaklega á þessum síðustu áratugum, hefir maðurinn gengið á orkulindir jarðar, stundað rányrkju til sjós og lands, mengað umhverfi sitt, drepið og pínt aðra menn og aukið svo þekkingu sína í hverskonar eyðingartækni, að öllu lífi jarðar- innar er nú ógnað með gereyðingu. Þannig hefir hann staðið undir ábyrgð sinni og beitt skynsemi sinni. Og það neyðarlega við þetta allt saman er að þrátt fyrir alla sína orkufrekju og ofveiði sveltur stór hluti mannkynsins til bana á hverju ári og meira en helmingur- inn býr við sult og seyru. Það er alveg dauðaklárt, að sú helstefnupólitík sem nú er rekin mun ganga af plánetunni okkar dauðri áður en langt um líður. Það eina sem getur bjargað er veruleg hugarfarsbreyting nógu margra til þess að stefnunni verði breytt. Breytt frá helstefnu til lífstefnu. Þetta sérstaka mál, hvalfriðun- armálið, er að mínu mati einmitt bending í þá átt. Hér býr meira að baki en ósk einhverra sérvitringa sem elski hvali, eins og sumir hér á landi hafa gefið ( skyn. Það er full ástæða til að ætla að þvert á móti sé hér um að ræða upphafið á allsherjar hreyfingu hugsandi manna gegn þeirri ótta- og lífeyð- ingarstefnu sem ríkjandi stjórn- völd víða um jörð beita sér fyrir. Mig langar að geta hérna alveg sérstaklega fróðlegs og stefnu- markandi heimildarrits þar sem komið er inn á þessi mál og ber heitið „The Whaling Question", en það er ástralskt frá árinu 1979, og er niðurstaða sérstakrar rann- sóknarnefndar varðandi hvali og hvalveiðar, sem forsætisráðherra Ástralíu skipaði 1978 en í formála skýrslunnar segir: „Það er ekki oft að ríkisstjórn breyti áragamalli staðfastri stjórnarstefnu á einum degi. Og það er enn sjaldgæfara að slík dramatísk og skyndileg breyt- ing eigi sér stað vegna þrýstings frá almenningi. En þetta er það sem gerðist varðandi hvalveiði- stefnu Ástralíu, snemma árs 1979. Ástralir breyttu um frá að vera hvalveiðiþjóð í að vera leiðandi afl er beitir sér gegn hvalveiðum um alla jörð. Mest ber að þakka þessa furðu- legu breytingu áhugasamtökum ástralskra borgara og vísinda- mönnum um heim allan." Hér á landi er svonalagað kallað „þrýstihópar" og „tilfinninga- samkundur". Ég held að það hefði verið mjög til góðs ef þingmenn og fleiri hefðu lesið þetta rit, þó ekki væri annað, áður en þeir tóku af- stöðu sína. Ljótur kapítuli Það þarf ekki mikinn lestur á sögu hvalveiða til þess að gera sér grein fyrir að öll sú veiðisaga er einn allsherjar sóðablettur á sam- vizku mannkynsins. Þar einkenn- ast öll vinnubrögð af taumlausri græðgi, grimmd og fyrirhyggju- leysi. Allt miðaðist við að veiða nógu óhemjumikið og ná fljót- teknum gróða. Þegar búið var að höggva svo stór skörð í hvala- stofna á einum stað, að fyrirtækin voru að fara á hausinn útaf hval- leysi, þá var bara flutt á annan stað, sbr. hér á landi, og sama sag- an endurtók sig, þar til hvort tveggja gerðist, hvalurinn hvarf og fyrirtækin sömuleiðis. Fyrir- hyggjan engin. Þetta er saga sem allir þekkja, er kæra sig um, og því í rauninni óþarfi að rekja hana hér, enda verið gert í mörgum ágætum blaðagreinum undanfar- ið, en það sem mér finnst á vanta er að undirstrikað sé að íslend- ingar voru hér áður fyrr ekkert betri en aðrar þjóðir hvað ofveiði snertir og þó að hvalveiðar hér við land hafi verið stundaðar með meiri varkárni og undir vísinda- legu eftirliti eftir að þær hófust að nýju (1949), þá er ekki svo að skilja að þeir hafi gert mikið til að vara aðrar þjóðir við ofveiði, þótt þeir ættu sæti í Alþjóðahvalveiði- ráðinu. Það er óhjákvæmilegt að minn- ast aðeins á hvernig þetta ráð (skstafað t.d. AHR) varð til. Þann- ig var að þó að mikil ofveiði hafi átt sér stað á öldinni sem leið var það þó ekki mikið miðað við það sem við tók eftir að sprengi- skutullinn kom til sögunnar og sér í lagi verksmiðjuskipin. Til að nefna einhverjar tölur má geta þess, að á árunum 1924 til 1939 var talið að um 500.000 hvalir hafi verið veiddir en það var um % af því sem veiðzt hafði á sjötíu árum áður. Afkastageta verksmiðju- skipanna gat farið upp í 60 búr- hvali eða 48 langreyðar á sólar- hring! Skefjalaus rányrkja á t.d. steypireyði (stærsta dýri jarðar fyrr og síðar) leiddi til þess að af 150.000 dýra stofni á 19. öld var hann kominn í 40.000 dýr á 4. ára- tugi þessarar aldar og 3.000 á ár- unum ’61 til ’62 en þá var hún loks friðuð. Það má kannski geta þess hér varðandi margumtalaða varkárni og vísindaeftirlit íslendinga, að þeir voru að veiða hnúfubak þrátt fyrir augljósa ofveiði sem sést bezt á því að á árunum 1948—1954 veiddust, segi og skrifa, 6 dýr! En 1955 var þessi hvalur loks friðað- ur. Það er í rauninni alveg óþarfi að vera að telja upp dæmi um ofveiði og útrýmingarhættu ein- stakra hvalastofna. Málið er það að þeir voru ofveiddir, en það kom aftur niður á útgerðinni og þess vegna var AHR stofnað 1946. Til- gangur þess var að sjá um skipt- ingu veiðanna, svo allir fengju eitthvað — og verndun stofnanna. Hvað seinni hlutann varðar má segja að þessi stofnun hafi verið hálfgerð skrípasamkunda þar til á áttunda áratugnum að fór að bera á þrýstingi umhverfisverndar- manna. Örstutt yfirlit á stöðunni er svona: Þrem tegundum útrýmt við ísland, þ.e. sandlægju á 17. og 18. öld, leifar eftír í Kyrrahafi, sléttbak og norðhval á 17., 18. og 19. öld. Óvíst hvort siéttbakurinn heldur velli á N-Atlantshafi og norðhvalurinn rétt hjarir við ís- hafsstrendur N-Ameríku. Fjórar aðrar tegundir hafa komizt í útrýmingarhættu: steypi- reyður, friðuð frá 1960, hnúfubak- ur frá 1955, langreyður — hætt að veiða hana á Suðurhveli ’75 til ’76. Nú friðuð alls staðar nema á hluta á N-Atl., t.d. við ísland, og andar- nefja, friðuð 1972. Sandreyður, friðuð 1978 nema smákvóti við Is- land, búrhvalur, friðaður 1981 (ís- land sat hjá). Það virðist ekki þurfa mikið hugmyndaflug til að sjá hvert stefnir og þá erum við komin að nútímanum og afstöðu íslendinga. íslenzk afstaða Þegar Eiður Guðnason alþm. lagði hvalfriðunarmálið fyrir þingið kom strax í ljós að þetta mál hafði þá sérstöðu, að þing- menn skiptust í afstöðu sinni, ekki eftir stjórnmálaskoðunum eða flokkum, heldur eigin persónu- legum viðhorfum, og er það væg- ast sagt sjaldgæft. Sömuleiðis vakti þetta mál mikla athygli al- mennings og létu margir í sér heyra. Þar kom einnig fram að menn skiptust mjög í tvö horn. En eitt var mjög athyglisvert og áber- andi, einkum í málflutningi þeirra Kjartan Norðdahl „Með aukinni þekk- ingu manna á hvölum, lífsháttum þeirra og eðli, fyrir tilkomu meiri tækni eins og kvik- mynda, sjónvarps og sjávardýragarða, hefur mönnum blöskrað æ meir þessar veiðiaðferð- ir og krefjast þess að aðrar og mannúðlegri verði til fundnar.“ sem hlynntir voru áframhaldandi hvalveiðum, en það var að þetta mál allt saman væri ekki annað en tómstundagaman, einskonar tízkusport svokallaðra grænfrið- unga eða græningja, en það á að vera hópur hálfvitlausra útlend- inga sem velti sér upp úr pening- um og viti ekkert hvað þeir eigi af sér að gera og hafi þess vegna tek- ið upp á þessu friðunarstandi út í loftið. Sumir menn hér á landi virðast hafa látið þetta fara ákaflega í taugarnar á sér. Menn, sem virð- ast telja sjálfa sig sem nokkurs- konar verði raunhyggju og segjast standa báðum fótum á jörðinni, andstætt þessum draumóra- græningjum sem allt í einu vilja fara að friða einhverjar skepnur. Það væri of langt mál og óþarft að telja upp þá alþmenn, leiðara- höfunda, greinahöfunda og hags- munapólitíkusa, sem virðast hafa þess skoðun á hvalfriðunar- mönnum, en það má segja að einn sérstakur maður, kunnur dálka- höfundur í einu dagblaðanna, geti skoðazt sem samnefnari þeirra allra og skrifar undir dulnefninu Svarthöfði. En Svarthöfði telur hvafriðunarmenn vera „öfgahópa eða öllu heldur trúarhópa, sem hafa tekið upp hjá sér yfir teboll- um að vernda eitthvert sláturdýr, að þessu sinni hvalinn". Forseti Dýraverndunarsamtaka Banda- ríkjanna, Christine Stevens, er í hans augum ekki annað en „te- boðsfrú", sem stundi „dellumál eins og hvalfriðun". Hann hrósar mjög þeim 28 þingmönnum, sem skildu, að við íslendingar erum beittir „svívirðilegu ofbeldi af gamansamtökum". Og hafi menn enn ekki skilið hverskonar fólk þetta hvalfriðunarpakk er þá bæt- ir Svarthöfði úr því með nánari útskýringum, nefnilega þeim að hér sé um að ræða „nokkrar kapi- talistakerlingar og mótmælendur að atvinnu", „bandarískar auð- kerlingar og prumphænsni mót- mæla“. Maður hefur það á tilfinning- unni við lestur þessara skamm- argreina Svarth. að maðurinn sé bókstaflega froðufellandi af illsku og hneykslan yfir þessum déskot- ans hvalavinum og „prumphænsn- um mótmæla". Og hann er ekki einn um það að opinbera þannig sinn innra mann. Við afgreiðslu málsina á þingi sté hver þingmað- urinn á fætur öðrum í pontu og talaði um „þrýstihópa" sem beittu „tillfinningalegum rökum", eins og það væri hámark allrar sví- virðu. Hverjir komu í veg fyrir að reistur væri „seðlabanki" á Arn- arhóli. Það var víst „þrýstihópur" sem notaði „tilfinningaleg rök“. Var það verndunarsinnaður þrýstihópur sem veiddi alla síld- ina úr sjónum hér um árið og er nú á góðri leið með að gera það sama við loðnuna? Nei, það voru sálufélagar þeirra, sem nú tala digurbarkalega um að það sé alveg óhætt að halda áfram að veiða hvali, því að íslendingar fari svo varlega í sínum veiðum! Þessir menn eru sífellt að klifa á því að við eigum að nýta þennan stofninn eða hinn. Við eigum líka að friða stofna, segja þeir, til þess að geta nýtt þá. Sú hugsun er allsráðandi að dýrin hér á jörðu séu ekki til neins annars en að vera mannin- um til hámarksnýtingar. En einn- ig hér er um ósamkvæmni að ræða. Fyrst er gripið inní lífskeðj- una, síldin kláruð og þar næst loðnan, eða því sem næst, síðan er sagt: við getum ekki friðað hval- inn og látið hann fjölga sér, því hann étur svo mikið af loðnu! Það má með sanni segja að öll af- greiðsla stjórnvalda á þessu máli hafi verið til lítils sóma. Þó að ljóst hafi verið frá því í sumar hvert stefndi í hvalveiðimálum var ekkert aðhafzt í þessu fyrr en á síðustu stundu. Síðasta daginn áður en mótmæli við hvalveiði- banni áttu að berast var enn verið að þvarga um málið og rétt á blá- síðustu stundu var málinu bjargað í horn með atkvæðagreiðslu. Hver sá sem nennir að lesa Þingtíðindi nr. 12 og 13 getur sannfærzt af eigin raun hvernig umræður al- þingismanna einkenndust af flausturslegum undirbúningi og nánast fáfræði. Manni verður ósjálfrátt hugsað til andfætlinga okkar í Ástralíu. Þar var örðuvísi á málum haldið. Feimnismálið En það er ekki útaf lífsskoðun- um Svarthöfða og skoðanabræðra hans eða vinnubragða þingmanna, sem vert er að minnast aftur á þetta mál, sem í bili er ekki á dagskrá, heldur vegna eins þáttar í því sem fór undarlega lítið fyrir í öllum umræðunum. Það var talað um allt mögulegt í sambandi við hvalveiðar, svo sem útrýmingar- hættu, ofveiði, markaðsmál, út- flutningstekjur, atvinnumál o.s.frv. — allt nema það hvernig hvalurinn er drepinn. Það er feimnismál. Ég er búinn að fara vel yfir umræðurnar á Alþingi og get sagt að með aðeins örfáum undantekningum var minnzt á þessa hlið málsins. Mér finnst sanngjarnt að geta þess að af öll- um þingm. var það helzt sjávar- útvegsráðherra sem nefndi þetta á nafn, en í fyrri umræðum um mál- ið minnist hann nokkrum sinnum á það, að það bæri að aflífa hval- ina á sem mannúðlegastan hátt. Ég tel þetta enga tilviljun. Skýr- ingin er sú að sjávarútvegsráð- herra var miklu betur inni í þess- um málum en flestir aðrir þing- menn og vissi því að undirrótin að mótmælum gegn hvalveiðum var ekki sízt aukin andúð manna á að- ferðinni við að veiða hvalinn. Að- ferðin er gömul og sársaukafull. Hvalurinn er skutlaður með skutli sem veldur gríðarlegu sári á skepnunni en drepur hana ekki endilega strax. Hér áður fyrr voru aöeins notaðir svonefndir kaldir skutlar og var þá dýrið oft lengi að deyja, en eftir að sprengiskutull- inn var fundinn upp var hann notaður á stærri hvali, en sá kaldi er enn notaður á t.d. hrefnuna. Með aukinni þekkingu manna á hvölum, lífsháttum þeirra og eðli, fyrir tilkomu meiri tækni einsog kvikmynda, sjónvarps og sjávar- dýragarða, hefur mönnum blöskr- að æ meir þessar veiðiaðferðir og krefjast þess að aðrar og mannúð- legri verði til fundnar. Vegna aukins þrýstings í þessa veru fór Alþjóðahvalveiðiráðið fram á það við meðlimi sína að reynt væri að finna betri aflífun- araðferðir. Ég veit ekki nema það sé útaf þessu sem svo margir hér á landi hafa kallað AHR tilfinn- ingasamkomu. A.m.k. eitt ríki, Kanada, brást vel við þessu og sendi einmitt hingað til lands vís- indamann, dr. H.C. Rowsell frá Ottawa-háskóla, til þess að rann- saka nútíma veiðiaðferðir með það fyrir augum að reyna að meta þær frá sjónarmiði mannúðar. Dr. Rowsell lýkur miklu lofsorði á for- stjóra Hvals hf. fyrir góða sam- vinnu og greinilega löngun til að betri aðferðir mættu finnast, sömuleiðis skipstjóra Hvals 9, sem hann lýsir sem sérlega samvizku- sömum manni er alltaf hafi leitazt við að skjóta hvalina þannig að þeir dæju strax. En einmitt þess vegna er athyglisvert, að í loka- skýrslu um veiði á 19 stórhvelum er þess getið að 12 hafi drepizt fljótt (rapid) en 7 hægt (slow), sem þýðir að búast hefði mátt við óhagstæðara hlutfalli hjá óvand- virkari mönnum. Það er stundum sagt að menn myndu skilja þetta allt betur ef þeir sæju hesta eða fíla veidda á hliðstæðan hátt. Sorglegur vitnisburður um aukinn skilning Islendinga á þessari hlið hvalveiðanna var þegar við mót- mæltum banni á köldum skutli 1981. Allt svonalagað, sem snertir til- finningar manna, virðist vera ís- lendingum hálfgert feimnismál, þ.e. þeir vilja helzt ekki tala um þetta upphátt, en eru þó áreiðan- lega með ógrimmari þjóðum. Þó gætir einhverrar óskiljanlegrar ósamkvæmni í þessu. Það var t.d. látið viðgangast hér fyrir stríð að íslenzk hross (mannsins þarfasti þjónn) væru flutt út til að þræla í brezkum kolanámum, hvaðan þau áttu aldrei afturkvæmt, en á svip- uðum tíma átti sér það stað, að fram kom á Alþingi frv. um breyt- ingu á fuglafriðunarlögunum frá 1913 þess efnis að snæugla skyldi réttdræp allt árið og svanir frá 1. okt. til 1. maí, og var rökstutt með því, sem er auðvitað alveg rétt, að það mætti alveg eins nota kjötið af þessum fugli til manneldis eins og gæsa- eða rjúpnakjöt. í blöðum frá þessum tíma má sjá hvaða viðbrögðum þetta frv. olli, eins og eftirfarandi: „Síðan frv. þetta kom fram, hefir það mætt meiri andúð en dæmi eru til um nokkurt annað mál á Alþingi. Manna á milli mæl- ir því enginn bót, og enn hefir ekk- ert blað lagt því liðsyrði. Hins vegar hafa öll dagblöð bæjarins birt fleiri og færri greinar, sem allar eru á sömu lund og mæla kröftuglega gegn því, að svanir verði ófriðaðir meiri hluta ársins." (Dýraverndarinn, febr. 1932.) Nú hljótum við að sjá, ef við bregðum á þetta mál sömu rökum og Svarthöfði og sálufélagar hans nota gegn hvalfriðunarmönnum, að þá hefur allt þetta fólk þarna í gamla daga, sem ekki vildi láta drepa svani, verið eintóm prump- hænsni og mótmælendur að at- vinnu. Og ég man eftir annarri sögu um svona græningja og te- boðsfrúr. Það var árið 1978 þegar einum af landbúnaðarráðunautum SÍS datt það snjallræði í hug, að selja íslenzka hrúta á fæti til Iran, sem síðan yrði slátrað þar að þar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.