Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Heim að Hoffelli — eftir Jón Jónsson jarðfrœðing Á borðinu fyrir framan mig stendur lítil mynd af manni og konu. Myndin er tekin við dyrnar á heimili þeirra. Maðurinn er þreklegur og nokkuð meira en meðalmaður á hæð, ennið er hátt og andlitið í senn gáfulegt og góð- legt. Allt yfirbragð hans ber vott um göfugmennsku. Konan er grönn, lítið eitt meira en í meðal- lagi há, skýrleg, góðleg og glaðleg. Þau eru búin sem til kirkjugöngu. Það er hásumar og sólskin. Heið- ríkja og ylur stafar frá þessum hjónum. Þau eru Ragnhildur Gísladóttir og Leifur Guðmunds- son og heimilið er Hoffell í Horna- firði. Þessi mætu hjón eru nú bæði horfin af sjónarsviði þess jarðn- eska og hvíla í reitnum við litlu kirkjuna í Hoffelli. Til minningar um þau eru þessar fátæklegu línur festar á blað. Atvik fyrir hálfri öld Haustið 1928 var unglingur úr Vestur-Skaftafellssýslu á leið austur á Fljótsdalshérað, fátækur og lítt búinn. Lokatakmark ferð- arinnar var Eiðarskóli. Farin hafði verið hin forna slóð yfir eyðisanda, jökulfljót og jökul og farartækið að sjálfsögðu „þarfasti þjónninn". Vart renndi unglinginn þá grun í að senn væri þá á enda runnið hlutverk hestsins í íslensk- um samgöngum. Það var tekið að skyggja þegar við komum að bóndabæ, reisulegum í gömlum stíl undir háu fjalli, sem í haust- dökkvanum sýndist skuggalegt og næstum ógnvekjandi. Inni í stof- unni bar birtu frá olíulampa. Stof- an var ekki stór en vistleg og snyrtileg. Þar var álitlegt bóka- safn og á hillum vöktu athygli nokkrir steinar, en ekki hafði unglingurinn vanist slíku stofu- stássi. Lítt blandaði hann sér í umræður eldra fólksins þessa kvöldstund en komst ekki hjá því að finna að hér ríkti óvenju sterk- ur menningarbragur. Ég minnist frá þessu kvöldi tveggja ungra og glæsilegra manna og hjóna nokk- uð við aldur en með hressilegt yf- irbragð og framkomu, sem öll bar vott um greind og góðmennsku. Þessi bær var Hoffell. Margt er minnisstætt úr þessari ferð, en eitthvað var það við Hoffell, sem ekki var öðru líkt. Árin liðu og „burt ég í fjarska fór“. Heims- styrjöld hafði geysað í annað sinn á þessari öld, en haustkvöldið í Hoffelli féll mér ekki úr minni og sú óvenjulega, kyrrláta reisn, sem yfir þessu heimili var. Það var eitthvað fastmótað og traustvekj- andi, sem ekki fór framhjá — ekki heldur óreyndum unglingi, sem var að leggja út í lífið. Heim að Hoffelli Svo var það mörgum árum síðar að úti í Uppsölum í Svíþjóð fóru áætlanir um vísindalegar rann- sóknir á íslenskum söndum að taka form. Hoffellssandur varð fyrir valinu. Því kom það í minn hlut að hafa bréfasamband við Leif og það réðist að við kæmum til með að hafa aðsetur á heimili þeirra Rögnu og Leifs á meðan á rannsóknunum stæði. Svo var það þann 5. júní 1951 að ég aftur kom að Hoffelli. Margt var breytt, -*1 Ragna Gísladóttir og Leifur Guðmundsson, Hoffelli. „Mörgum mætum manni hef ég kynnst, bæði erlendis og hér- lendis, mörgum sem ég hefði viljað hafa mér til fyrirmyndar, en engum hefði ég fremur viljað líkjast en Leifi á Hof- felli.“ Hoffell Hvað er uppeldisfræði? — eftir Eyjólf Pétur Hafstein og Margréti Harðardóttur \ Uppeldisfræðin hefur lengi átt erfitt uppdráttar sem vísindagrein á íslandi og óeining ríkt um skilgreiningu á hugtakinu uppeld- isfræði og þar af leiðandi einnig um starfssvið uppeldisfræðinga. Meginástæða til þessa eru hin sterku ítök sem sálfræðin hefur haft við mótun uppeldisfræðinnar sem nútímafræðigreinar. Á ís- landi hefur sálfræðin löngum litið á uppeldisfræðina sem hluta af sjálfri sér án þess að viðurkenna umfang og mikilvægi uppeldis- fræðinnar sem sjálfstæðrar vís- indagreinar. Þó má eygja vonar- glætu um framtíð uppeldisfræð- innar sem sjálfstæðrar vísinda- greinar með tilurð uppeldisfræði- deildar HÍ, breytingu á kennara- menntun frá menntaskólastigi yf- ir á háskólastig og tilkomu ný- stofnaðs félags háskólamenntaðra uppeldisfræðinga. Markmið þessarar greinar er að reyna að skilgreina hugtakið upp- eldisfræði og afmarka stöðu upp- eldisfræðinnar sem sjálfstæðrar fræðigreinar innan samfélagsvís- inda. Einnig viljum við sýna fram á umfang uppeldisfræðinnar sem sjálfstæðrar fræðigreinar. Hugtakið uppeldisfræði hefur, á íslandi, verið skilgreint sem menntun og uppeldi. Sama merking liggur í enska orðinu „education" og sænska hugtakinu „pedagogik". Þessi skilgreining hefur þó oft vafist fyrir lærðum og leikum, og uppeldisfræði hefur orðið að fræðigrein, sem eingöngu lýtur að uppeldi ungbarna. Hvað er þá eiginlega uppeldis- fræði? Einn möguleiki að skil- greina uppeldisfræði sem fræði- grein er: Markvisst ferli sem hefur það sem takmark að móta með völdum aðferðum einstaklinginn á þann hátt að hæsta mögulega samræmi náist milli markmiðs og einstaklings. Eftirfarandi mynd er til nánari skýringar: Þau áhrif sem umhverfið hefur á mótun einstaklingsins eru ekki öll af uppeldisfræðilegum toga spunnin. Uppeldisfræðileg áhrif eru í því fólgin að kenna einstakl- ingnum á kerfisbundinn hátt móta eitthvað sem er honum til gagns. Samtímis þarf einstaklingurinn að skilja tilgang markmiðsins með þessum áhrifum, þannig að þau öðlist eigið gildi fyrir hann. Vegna þessa er ástæða til að gera grein- armun á milli kerfisbundinna áhrifa og annarra áhrifa sem leiða til náms, en eru ekki kerfisbundin. Þættir sem hafa áhrif á menntun og uppeldi einstaklingsins, en eru ekki kerfisbundnir, eru til dæmis fjölmiðlar, skólafélagar, vinir og kunningjar. I raun og veru er upp- eldisfræðin hér komin inn á svið þjóðfélagsfræðinnar, en það eru þó fyrst og fremst hin kerfis- bundnu áhrif innan menntakerfis- ins sem skipta máli fyrir uppeldis- fræðinga. Öll þessi áhrif á ein- staklinginn verður að afmarka og skilgreina svo að uppeldisfræð- ingar geti vinsað úr þá þætti sem eru mikilvægastir og rannsakað þá. Fram að þessu hefur þó upp- eldisfræðingum gengið erfiðlega að afmarka starfssvið sitt frá öðr- um skyldum fræðigreinum og skapa sérsvið fyrir uppeldisfræði- leg rannsóknar- og vísindastörf. Hægt er að líta á menntun frá bæði víðara og þrengra sjónar- horni. Frá víðara sjónarhorninu er markmiðið að rannsaka það uppeldisfræðilega hlutverk sem ýmsar stofnanir í þjóðfélaginu hafa, þ.e. markmið þeirra, sam- bandið á milli þeirra, breytingar á störfum þeirra o.s.frv. Við þessar rannsóknir hafa uppeldisfræð- ingar notað aðferðir og kenningar þróaðar innan heimspeki, þjóðfé- lagsfræði, hagfræði og tölfræði. Frá þrengra sjónarhorninu er það einstaklingurinn sjálfur sem áhuginn beinist að. Þær breyt- ingar sem verða á einstaklingnum vegna kerfisbundinna áhrifa fjöl- skyldu og skóla verður uppeldis- fræðingurinn að geta mælt og gert grein fyrir. Við þessar rannsóknir eru fyrst og fremst notaðar að- ferðir þróaðar innan sálfræðinnar og þá fyrst og fremst innan per- sónuleikasálfræði, mismunar- sálfræði og félagssálfræði. Þessi tvö sjónarmið má líta á sem öfgar á mælikvarða sem spannar yfir samfélagsvísindi. Á milli þessara öfga má greina hið eiginlega starfssvið uppeldisfræð- innar. Þetta starfssvið spannar kennslu, sambandið milli nem- enda og kennara, kennslugögn, að- ferðafræði og kennsluhætti ásamt námsmati og námskrárgerð. Innan vísindalegrar uppeldis- fræði má greina sex rannsókn- arsvæði. Þessi svæði eru: Uppeld- issálfræði, heimspeki uppeldis- fræðinnar, kennslufræði, saga uppeldisfræðinnar, samanburðar- uppeldisfræði ásamt námsmati og ferlisrannsóknum. Uppeldissálfræði. Því hefur oft verið haldið á loft að það eina, sem uppeldissálfræðin ynni að, væri einföld notkun á þeim árangri sem náðst hafi innan almennrar sál- fræði. Þessu hafa vísindamenn uppeldisfræðinnar mótmælt kröftuglega á þeim grundvelli að hvorki hin almenna sálfræði né þróunarsálfræðin geti útskýrt það sem uppeldissálfræðin leitast við að svara, þ.e. á hvaða hátt kerfis- bundin áhrif menntunar og upp- eldis móta einstaklinginn. Til þess að geta útskýrt þessi kerfisbundnu áhrif, er nauðsynlegt fyrir uppeld- isfræðinga að nota aðferðir alls óskyldar þeim aðferðum sem al- menn vísindaleg sálfræði vinnur með. Almenn sálfræðivísindi leit- ast við með tilraunum að segja fyrir um orsök og afleiðingar at- burða, sem hafa sem mest alhæf- ingargildi. Uppeldissálfræðin leit- ast hins vegar eftir að öðlast skilning á einstaklingnum í því umhverfi sem kerfisbundin áhrif menntunar og uppeldis eiga sér stað. Heimspeki uppeldisfræðinnar fjallar um hugmyndafræðilegan grundvöll fyrir kenningum á sviði menntunar og uppeldis. Einnig er hlutverk hennar að skilgreina markmið kennslufræðilegra kenn- inga og skilgreina orð og hugtök sem notuð eru innan uppeldis- fræðinnar. í fljótu bragði gæti virst sem þetta félli undir starfssvið almennrar heimspeki, en þar sem kerfisbundin áhrif menntunar og uppeldis stýrast af ákveðnum markmiðum og ákveð- inni hugmyndafræði, verður það hlutverk heimspeki uppeldisfræð- innar að leysa þau vandamál sem hafa beint samband við þessi kerf- isbundnu uppeldisáhrif. Kennslufræði fjallar ekki ein- göngu um aðferðafræði innan uppeldisfræðinnar heldur einnig um kenningar um námsskrá og námskrárgerð. Aðferðafræðin spannar bæði kennsluaðferðir hvers og eins kennara og þar að auki þær aðferðir sem notaðar eru í mismunandi skólum og á ólíkum aldursstigum. Gegnum aldirnar hafa margar og mismunandi kenningar um námsskrár skotið upp kollinum. Þær námsskrár- kenningar, sem hafa fest rætur í þjóðfélagi nútímans, einkennast af viðmiðun, þ.e.a.s. þær segja til um hvað kenna á og eru um leið leiðbeiningar um kennsluhætti. Saga uppeldisfræðinnar er hug-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.