Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Frá kynningarfundi ME.
Egilsstaðir:
Menntaskólinn kynnir
breytta kennsluháttu
Kgilsstöðum, 13. mars.
í DAG efndu forráðamenn
Menntaskólans á Egilsstöð-
um til fundar með foreldrum
og vandamönnum nemenda,
til að kynna breytta kennslu-
háttu — sem teknir voru upp
í skólanum í byrjun yfír-
standandi annar. Breyt-
ingarnar eru fyrst og fremst í
því fólgnar að nemendum er
ekki lengur gert skylt að
sækja kennslustundir nema
þrjá daga vikunnar — en
þriðjudaga og fimmtudaga er
skólasóknin hverjum og ein-
um frjáls.
í upphafi fundar gerði rekt-
or, Vilhjálmur Einarsson,
grein fyrir aðdraganda og
markmiðum breytinganna. Það
kom fram í máli rektors að
markmið þessara breytinga er
fyrst og fremst að mæta mis-
munandi færni nemenda; að
sneiða hjá annmörkum meðal-
talskennslunnar — en veita
kennurum þess í stað tima til
að sinna seinfærum nemendum
sérstaklega — og fría hina
dugmeiri nemendur frá
meintri síbylju meðaltals-
kennslunnar. Þá gat rektor
þess að skólanum hefði borist
bréf frá menntamálaráðuneyti,
þar sem ýmsar efasemdir koma
í ljós um ágæti breytinganna
— og hefði bréfið m.a. orðið
kveikjan að boðun fundarins.
Menntaskólinn á Egilsstöð-
um starfar eftir hinu
svonefnda áfanga- og eininga-
kerfi og kvað rektor breyt-
ingarnar í raun þær, að nú
þyrftu nemendur að sækja
þrjár 50 mínútna kennslu-
stundir í hverri námsgrein á
viku í stað þriggja 80 mínútna
kennslustunda áður.
Sveinn Ásgeirsson, formaður
nemendaráðs, gerði grein fyrir
niðurstöðum kannana, sem
gerðar voru meðal nemenda í
byrjun þessarar annar og aftur
nú í mars, varðandi hina
breyttu kennsluháttu. Niður-
staðan er sú að flestir nemend-
Skólameistari, Vilhjílmur Einars-
son, í ræðustól.
Kristinn Guðlaugsson, kennari, flyt-
ur mál sitt.
ur telja breytinguna til bóta,
þótt þar séu ekki allir á einu
máli.
Sesselja Sigurðardóttir
mælti síðan fyrir munn þeirra
nemenda, sem andvígir eru
breytingunni. Taldi hún að
ekki hefði tekist að ná mark-
miðum téðra breytinga, þetta
fyrirkomulag hefði ekki nýst
seinfærum nemendum — enda
væri nauðsynleg aðstaða ekki
fyrir hendi og góður vilji kenn-
Sveinn Ásgeirsson, formaður nem-
endaráðs, flytur mál sitt.
Kristján Högnason mælti fyrir munn
þeirra nemenda, sem hlynntir eru
hinum nýju kennsluháttum.
ara dygði því skammt.
Kristinn Guðlaugsson gerði
grein fyrir afstöðu kennara til
þessara breytinga og rakti að-
dragandann allrækilega. Taldi
hann þetta fyrirkomulag
stuðla að auknu sjálfsnámi
nemenda og auka ábyrgðartil-
finningu þeirra. Gat hann þess
að sumir nemendur hefðu verið
komnir með 40—44 kennslu-
stundir á vikulega stundaskrá
sína og hefðu þeir þvi alls ekki
Auðvitad rall
— eftir Kristin
Snœland
„Ofstækið er svo mikið að
bannmenn vilja ekki einu
sinni hlusta kurteislega á
skýringar keppnismanna
og sýnist mér þá fulllangt
gengið ... “
Ásgerður Jónsdóttir kennari
skrifar grein gegn hugsanlegu há-
lendisralli í Mbl. 9. þ.m. Ásgerður
nefnir mörg dæmi um slæma um-
gengni og slæman akstur á há-
lendinu máli sínu til stuðnings. Öll
dæmi Ásgerðar eru vitanlega rétt
og hægt væri að nefna miklu fleiri
slík.
Það er þegar upplýst í fjölmiðl-
um að náttúruverndarmenn hverj-
ir sem eru og t.d. landverðir hafa
enga möguleika á að gæta lands-
ins eða koma í veg fyrir akstur
utan vega eða slóða. Landverðir
eru bundnir fastir í viðkomustöð-
um ferðalanga, en halda engu eft-
irliti uppi með vegunum þar á
milli. Ennfremur er ljóst að nátt-
úruspjöll í hálendinu eru mest af
völdum okkar íslendinga, sem eft-
irlitslaust eða -litið hafa þvælst
fram og aftur um hálendið.
Ásgerður segir sjálf í greininni,
og hefur eftir ferðaþjónustufólki
víða um land, „að útlendingar beri
ekkert skyn á viðkvæmni íslenskr-
ar náttúru, sem varla er á von, en
þeir hlýði þó flestir þeim reglum,
er þeir fá numið."
Asgerður fullyrðir einnig, að
rallreglurnar séu lausbeislaðar, en
því er til að svara að rallreglurnar
eru ekki til enn sem komið er.
Veiti dómsmálaráðherra leyfi til
rallsins, þá fyrst verða reglurnar
til.
Á það má og benda, að ráða-
menn keppninnar hafa lýst sig
reiðubúna til þess að hlýða
hverskonar reglum sem settar
yrðu.
Það er tvennt sláandi sem kom-
ið hefur fram varðandi undirbún-
ing keppninnar. Annað er að þeg-
ar Frakkanum var tjáð að öku-
menn yrðu að halda sig á merktri
leið, spurði hann sem svo, nú eru
þrjár slóðir eftir íslendinga upp
eina brekkuna, verðum við þá að
halda okkur aðeins við eina. Hon-
um var svarað a«j svo yrði að vera
og svaraði þá gott og vel. Annað er
það, að þegar náttúruverndarráði
var jafnvel boðið að senda mann
með hópnum á skipinu til íslands,
sem á leiðinni kynnti keppnisfólki
íslenska náttúru og reglur um um-
gengni við hana, þá var þessu til-
boði ekki svarað.
Því má enn bæta við að náttúru-
verndarmenn hafa sýnt Frakkan-
um og þeim íslendingum sem unn-
ið hafa að þessu máli hreinan
dónaskap. Ofstækið er svo mikið
að bannmenn vilja ekki einu sinni
hlusta kurteislega á skýringar
keppnismanna og sýnist mér þá
fulllangt gengið í landvernd.
Ásgerður Jónsdóttir og allir
hinir bannmennirnir gera sér
augsýnilega ekki ljóst, hvað
merkilegast er við þessa fyrirhug-
uðu keppni. Það er sú staðreynd,
að á sama tíma og þúsundir ís-
lendinga og útlendinga aka um há-
lendið eftirlitslaust sumarlangt,
þá ætlar þessi hópur að koma í lok
eða eftir sumarumferðartímann
og þessi hópur sem verður um 250
manns (þeir sem upp á hálendið
fara) mun gera það undir ströngu
og öflugu eftirliti og fara eftir
ströngum og skynsamlegum regl-
um.
Kristinn Snæland
Þetta er mergur málsins, ann-
ars vegar þúsundir eftirlitslausir
og svo 250 manns undir ströngu
eftirliti. Hvort ætti að banna?
Eins og grein Ásgerðar ber með
sér er hún næsta fáfróð um röll og
því ástæða í lokin að geta þeirra
að nokkru, hver þau eru, hvernig
og hvar þau eru framkvæmd.
ískross er keppni sem fer fram á
ís eins og nafnið ber með sér og
hefur verið haldin hér á Leirtjörn
við Úlfarsfell. Þegar slík keppni er
haldin, er jörð umhverfis tjörnina
freðin og þolir sæmilega álag en
að vori hafa umsjónarmenn
keppninnar borið á og snyrt svæð-
ið.
Rallykross fer fram á afmark-
aðri hringlaga braut, t.d. er slík
braut í yfirgefnum malargryfjum
á Kjalarnesi og á Stapanum suður
á Reykjanesi. I þessu tilfelli er um
að ræða stutta hringbraut og um-
sjónarmenn snyrta og bæta við-
komandi svæði þannig að náttúra
viðkomandi svæðis beinlínis nýtur
góðs af þessum röllum.
Kvartmílukeppni fer fram á
malbikaðri braut við álverið, en
þar var búið að taka fyllingarefni
árum saman úr hrauninu. Þessi
keppni hefur þannig bætt um-
hverfið frá því sem var og vænt-
anlega á umhverfi kvartmílu-
brautarinnar enn eftir að batna
með ræktun.
Tommarall, Ljómarall og hvað
sem þau heita, sem haldin eru á
almennum vegum, eru svo undir
það seld að verða að bæta hver
þau spjöll sem þau kunna að val-
da.
Ég skora á Ásgerði að kynna sér
betur þessi mál og skrifa svo aðra
grein sem ekki verður byggð á for-
dómum.