Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Ast er ... ... að dúða hann gegn kuldanum. TM Rag. U.S. Pit Off.-i* rlgtits rwervid •1962 Lot Angaém Tknm Syndécate )} 323 Nú hlýtur ad koma þín törn? HÖGNI HREKKVlSI „FJÓRTANDI FEBB.ÚA12 OG þú ERT EKKI EMN BOINN AO HREINSA SLU6GAWK/" „Dvöl bandarísks herlids hér er agn og eggjun en engin vörn. Við skulum hugsa okkur — þótt hrylliegt sé — að Rússar greiddu fyrsta höggið. Vilt þú ekki, kæri vinur, stuðla að því að Bandaríkjamenn verði farnir héðan áður en það verður, þótt þar sértu skoðanabróðir Alþýðubandalagsins." Hugleiðingar um her- stöðvar og fleira Magnús Jónsson, Hafnarfirði, skrifar: „Strax þegar sú stund rann upp, að seinni heimsstyrjöldinni lauk, hefði bandariska setuliðið átt að fara frá íslandi. Þetta var svo sjálfsagður hlutur, og er svo sjálfsagður hlutur, að það fari sem fyrst, að við þurfum að nálgast þetta frá öðru sjónarhorni. Það sjónarhorn er að leita ástæðunnar fyrir því, að ekki skuli mikill meirihluti þjóðarinnar vilja þetta. Til eru áreiðanlega margir sem vilja það innst inni, þótt þeir við- urkenni það tæplega fyrir sjálfum sér, hvað þá öðrum. Og hver er ástæðan? Hún er sú, að þetta réttlætismál og góði málstaður er í viðjum stjórnmálaflokks sem hefur slæman málstað í svo mörg- um öðrum efnum. En þessi flokk- ur, Alþýðubandalagið, verður þó, svo fáránlega sem það hljómar, að vera í ríkisstjórn, og einmitt núna er tilhögunin nokkuð heppileg, að fjármálaráðherr„ skuli vera það- an. Þótt kapphlaupið milli kaup- gjalds og verðlags sé hratt nú, myndi það verða stórum hraðara ef Alþýðubandalagið kæmist í stjórnarandstöðu. fþeirri aðstöðu er það þjóðarbúskapnum flokka skaðlegast. Tekst sífellt að æsa til verkfalla og í Þjóðviljanum er hið víðtæka orð launþegar, notað eins og um tiltölulega litla afmarkaða „grúppu" væri að ræða, sem sífellt væri verið að kvelja og pína. En sé flokkurinn í stjórn, sitja þeir miklu fremur á strák sínum, skriffinnar Þjóðviljans og Guð- mundur J. og aðrir slíkir. Þú, sem verður næsti forsætis- ráðherra íslands, já, jafnvel þótt það yrði Geir Hallgrímsson: Fyrir alla muni, settu Alþýðubandalags- mann yfir fjármálin. Hann sæi, að ríkissjóður er engin töfratuðra, sem sífellt er hægt að ausa fé úr, án þess að eitthvað komi í staðinn, annað en enn meiri skuldasöfnun erlendis. Og svo er annað: Hlustaðu með jákvæðum huga a.m.k. á sumt í rökfærslu Alþýðubandalagsins fyrir brottför „varnar“-liðsins á Keflavíkurflugvelli. Gerðu þér grein fyrir hve hverfandi litlar líkur eru til að Rússar seilist hér til verulegra áhrifa, þótt Banda- ríkjamenn færu héðan. Þeir sem mála hrikalegustu Rússagrýluna á vegginn, tala um að hér komist algert einræði á, að rússneskri fyrirmynd. Kosningar yrðu aðeins sýndarmennska, eða hreint engar, því að hér yrði aðeins leyfður einn flokkur. En mér er spurn: Hvernig eru kosningar á Islandi í dag? Jú, gott og vel, hvort sem er til Al- þingis og stjórnar bæjar- og sveit- arfélaga, kjósum við þá menn eða flokk sem við óskum bests braut- argengis, en svo, þegar upp er staðið, getur eins verið að sá flokkurinn sem fékk fæst atkvæð- in fái mestu völdin. Því að þegar um fleiri en tvo flokka er að ræða og enginn einn fær hreinan meiri- hluta, upphefst strax að kosning- um loknum samningamakk og tveir eða fleiri flokkar sameinast um „stefnuskrá" — fallega orðað- an loforðalista — og heita hvor öðrum eða hver öðrum stuðningi í næstu fjögur ár, í gegnum þykkt og þunnt, já, við getum jafnvel eins sagt í gegnum rétt og rangt. Líklega væri tveggja flokka kerfi skást. Svoleiðis hefur pend- úllinn sveiflast sitt á hvað á Bret- landseyjum, og einkum þó í Bandaríkjunum, þar sem aðeins eru, eftir því sem mér skilst, tveir flokkar. Fyrir þá sem alltaf eru óánægðir með stjórnina þar, er ekki annað að gera en einfaldlega að kjósa „hinn“ flokkinn næst. En til þess að koma þessu í kring hér á landi, þarf meira en lauslega hugdettu, hérna í dálkun Velvak- anda. Það er sjálfsagt rétt að harð- stjórn og alls konar ranglæti ríki í Rússlandi, óiíkt því sem er í Bandaríkjunum. En gerðu þér grein fyrir því, að hernaðarbanda- lögin tvö, eru það sem okkur og umheiminn fyrst og fremst varð- ar, Varsjárbandalagið og Atlants- hafsbandalagið. Við erum ekkert betur sett með því að hanga sífellt í pilsum þess siðarnefnda og jafn- vel er gert grín að okkur þar vestra, fyrir undirlægjuháttinn. Dvöl bandarísks herliðs hér er agn og eggjun en engin vörn. Við skul- um hugsa okkur — þótt hryllilegt sé — að Rússar greiddu fyrsta höggið. Vilt þú ekki, kæri vinur, stuðla að því að Bandaríkjamenn verði farnir héðan áður en það verður, þótt þar sértu skoðana- bróðir Alþýðubandalagsins. Eða viltu heldur að ísland verði víg- völlur? Hugleiddu þetta." Þessir hringdu . . . Ekki ort úti í Danmörku Gestur Sturluson. Laugardag 19. þ.m. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Halldór Laxness, sem fjallar aðallega um Lofsönginn, ó, Guð vors lands, eftir Matthías Jochumsson, í til- efni af því, að Alþingi hefur lög- boðið, að lofsöngur þessi skuli verða þjóðsöngur íslendinga framvegis. Hefur Halldór ýmis- legt við þessa samþykkt Alþingis að athuga, og ætla ég ekki að ræða það hér. En í þessari grein kemur fram ein meinlega villa, sem mig langar til að leiðrétta. Halldór Laxness segir á einum stað orð- rétt: „óhjákvæmilegt að manni finnist hrollvakin ábendíng kvæð- isins á næturhimininn helsti náskyld formúlu skáldsins í öðru kvæði, ortu á sinum tíma í graf- hýsi danakonúnga: „(■uð minn guó ég hrópa gegnum myrkrió svarta líkt og útúr ofni æpi Mtiknaó hjarta.““

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.