Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 61 lendum sið, þ.e. með hálsskurði. Heiftarleg mótmæli almennings urðu til þess að hætt var við allt saman, ráðunautnum til sárrar gremju. Þetta er allt saman verðugt íhugunarefni. Ef maðurinn vill líta svo á að nýta beri sérhverja þá dýrategund, sem orðið geti honum til eldis og framfæris, þá er lítt skiljanlegt hvers vegna ekki má drepa og éta svani eins og marga aðra fugla, já, og þess vegna alveg eins t.d. lóuna og skógarþresti, svo eitthvað sé nefnt. Sömuleiðis hunda og ketti eins og gert er í öðrum löndum. Það er eins og eitthvað annað en nýtingarsjón- armiðið eitt komi þarna til greina, eitthvað skylt siðfræði, fagurfræði eða mannúð eða hvað á að nefna það. Og hvers vegna þá ekki alveg eins hvalinn? Hann hefur þó þá sérstöðu að eiga sér ennþá lengri þróunarsögu að baki en maðurinn. Hann er einskonar hliðstæða mannsins í sínu umhverfi. Maður- inn er þróaðasta dýrið á landi, en hvalurinn í sjónum. Steypireyður er stærsta dýr veraldar svo eitt- hvað sé nefnt. Kvendýrið á einn kálf annað hvert ár. Meðgöngu- tíminn er 10 mánuði og kálfurinn er á spena í 7 mán. Búrhvalurinn getur kafað lóðrétt niður 1100 til 2200 m og svo komið beint upp aftur; væri ekki amalegt fyrir kaf- ara að geta þetta. Sumarið 1971 gerðist það að hrefna, sem hafði flækt hausinn á sér í netadræsu, losaði sig við hana með því að láta hana skerast í sundur á kili trillu sem var við veiðar hér fyrir vest- an, síðan elti hún trilluna í marga tíma og sýndi slíkt hátterni, að bátverjar furðuðu sig stórum (frásögn í Náttúrufræðingnum ’78). Hvalurinn á sér að baki a.m.k. 25 millj. ára þróunarsögu. Að út- rýma af yfirborði jarðar einhverri hvalategundinni er stórglæpur, sem engin afsökun finnst fyrir. Að fara illa með og drepa á ómannúð- legan hátt þetta stórmerkilega dýr er óverjandi hjá þjóð, sem vill telja sig siðmenntaða. Ábyrgð mannsins Guðsmaðurinn, sem ég vitnaði til hér í upphafi, talar um að mað- urinn sé „settur yfir“ jurta- og dýraríki jarðar og því fylgi mikil ábyrgð. Það er alveg rétt hjá hon- um. Það má aldrei gleyma því að jurtir, dýr og smábörn eru mál- laus gagnvart manninum, eiga sér engan málssvara úr eigin röðum, eru alveg varnarlaus og því ger- samlega háð því, hvernig mannin- um þóknast að koma fram gagn- vart þeim. Ekki einu sinni hin mikilfenglegustu rándýr, eins og t.d. ljón eða tígrisdýr, mega sín neins gagnvart nútímamanninum. það má því segja að ábyrgðin hafi vaxið. Sumir virðast gera sér grein fyrir þessu. í hinni ágætu áströlsku skýrslu er margoft vikið að þessu. Þar er t.d. bent á að: „ ... Það á ekki að drepa dýr eða láta þau þjást, nema alls ekki sé um neina aðra leið að ræða til að fullnægja þýðingar- miklum þörfum mannsins ...“ og varðandi hvalina sérstaklega: „Hvalir eru flökkudýr og því arf- leifð alls mannkynsins. Við berum samábyrgð gagnvart varðveizlu þeirra, bæði þjóðlega og alþjóð- lega.“ Hvernig er afstaða íslendinga gagnvart þessu? Er einhver alveg óhjákvæmileg nauðsyn að veiða hvalina? Mér er sagt að við höfum verið að flytja hvalkjöt til Bret- lands í hundafóður allt til ársins 1975! Og hvað með flökkueðli hvals- ins? Verðum við ekki að hafa það í huga, þegar við segjumst aðeins veiða í 200 mílna landhelgi okkar? Hvað eru ekki íslenzk stjórnvöld einmitt þessa dagana að benda á. Þau segja að Færeyingar séu að veiða lax, sem með réttu sé á leið- inni til okkar! Það er satt að segja oft erfitt að átta sig á röksemda- færslum sumra stjórnmálamanna. Sumir tala t.d. mikið um það, að alls konar þjóðir, sem ekkert komi hvalveiðar við, séu búnar að troða sér inn í Alþjóðahvalveiðiráðið til þess að geta með atkvæði sínu stuðlað að hvalveiðibanni. Hugs- um okkur að til væri alþjóðlegt ráð til verndar og varðveizlu villtra dýra, t.d. ljóna, fíla, nas- hyrninga, svo eitthvað sé nefnt, ættum við þá orðalaust að horfa upp á (gæti kannski munað einu atkvæði) að þessum dýrategund- um væri útrýmt af jörðunni bara af því að þau lifa ekki á Islandi? Það eru til menn, sem eru svo gersneyddir allri samábyrgðartil- finningu að þeir myndu ekki hika við að drepa síðasta fílinn og síð- asta ljónið. Hugsið ykkur hvað fengist hátt verð fyrir t.d. síðasta nashyrningshornið eða síðasta búrhvalsgöndulinn (ég hef ein- hvers staðar lesið að gríski skipa- kóngurinn Onassis hafi klætt allar stólsetur á snekkju sinni slíkum skinnum — göndullinn er kynfæri hvalsins). En hafi hér verið lítilsháttar vikið að skeytingarleysi manna gagnvart dýrum, hvað skal þá segja um það sem fram fer á ýms- um „vísinda“-tilraunastofum. Það má þó alltaf segja að veiðar á villtum dýrum feli í sér smámögu- leika dýrsins til að sleppa. Það gildir ekki um tilraunadýr. Eng- inn skyldi halda, að allar tilraunir á dýrum séu aðeins til þess að finna upp einhver lyf við sjúkdóm- um, sem hrjá mannkynið. Það er hugsanlega réttlætanlegt. En það er fleira sem þar er framkvæmt í skjóli vísinda. Eitt er víst. Millj- ónum dýra er fórnað árlega og þau kvalin til dauða, án þess að þar sé um lækningatilraunir að ræða. Ég held það væri vel til fallið, vilji menn endurskoða og endur- meta rótgróna afstöðu sína til dýra, að minnast þrælahaldsins. Á dögum Rómverja var það réttlætt með rétti hins sterka, sem enginn vefengdi. Á seinni tímum var það réttlætt með rétti hins þróaða, og þau rök notuðu jafnt illmenni sem góðmenni af fullri sannfæringu. Og nú á tímum er hámarksnýt- ingarréttur mannsins á dýrum réttlættur með herrarétti. Sannleikurinn er sá, að ekkert dýr á jörðunni annað en maður- inn, ógnar jafnvægi náttúrunnar og í rauninni tilveru alls lífs, og er þess vegna, frá jarðlífssjónarmiði séð, það dýrið, sem minnst gerði til þótt hyrfi. Hugarfarsbreyting Það hljóta að vera staurblindir menn, sem ekki sjá að þessar hreyfingar, umhverfisverndar- menn, hvalfriðunarmenn, selavin- ir, græningjar sem eru að berjast gegn útbreiðslu kjarnorkueld- flauga og gegn því að geislavirku úrgangsefni sé fleygt í sjóinn eða skotið út í geiminn o.s.frv. er ekk- ert annað en andsvar náttúrunnar gegn rangri þróunarstefnu. Mér fannst ömurlegt að sjá og heyra þetta ágætisfólk, sem nú starfar á Alþingi, sýna svo tak- markað ímyndunarafl við af- greiðslu þessa sérstaka máls, sem raun bar vitni. Það var ekki af framsýni eða af því að þeir hefðu hönd á jarðlífspúlsinum, sem þessir 29 þingmenn sögðu nei, við viljum ekki veiða hval, heldur af því að þeir töldu meiri markaðs- málum stofnað í hættu, ef þeir héldu þessum veiðum áfram, en ella. Þeir sáu ekkert annað í þessu máli. Þeir skildu það ekki að hinn almenni þögli jarðarborgari, sem hefir haft tækifæri til að fylgjast með gangi mála undanfarna ára- tugi, er búinn að fá nóg af vitleys- unni. Þeir skildu það ekki að það verður ekkert Alþingi eftir neins staðar, þegar búið er að taka í kj arnorkugikkinn. Ég hafði gert mér vonir um að þessir menn og konur, sem við höfum falið á hendur að stjórna þessu landi og móta andlit þess út á við, gerðu sér grein fyrir að þessar lífverndar-hreyfingar, sem nú eru að skjóta upp kollinum og eflast óðum, bera með sér vísbend- ingu um hugarfarsbreytingu, sem er forsenda þess að unnt sé að hverfa frá þeirri helstefnu, sem núverandi stjórnendur þessarar plánetu hafa upp á að bjóða. En kannski er þetta allt saman misskilningur, kannski erum við, þessir græningjar allra landa, ekki annað en — teboðsfrúr og prumphænsni — sem látum til- finningasemina hlaupa með okkur í gönur og sjáum þess vegna ekki að hinir sönnu foringjar, þeir sem við eigum að leggja allt okkar traust á, eru Svarthöfðar allra landa, raunsæir menn, sem standa báðum fótum á jörðunni — meðan hún enn er þar. Smíðað af kappi. Bolungarvík: Fullorðinsfræðsla í kvöldnámskeiðum Bolungarvík, lð. mars. í VETIJR hefur skólanefnd Bolung- arvíkurkaupstaöar gengist fyrir full- orðinsfræðslu í formi kvöldnám- skeiða. Að sögn Kristínar Magnús- dóttur, sem fyrir hönd skólanefndar hefur umsjón með þessum námskeið- um, voru 5 námsefni í gangi á haust- önn, það voru enska I og enska II, leiðbeinendur Tryggvi Thorstensen kennari og Gunnar Ragnarsson skólastjóri, vélritun leiðb. Elínbet Rögnvaldsdóttir, saumanámskeið leiðb. Soffía Þ. Einarsdóttir og búta- saumur leiðb. Magödalena S. Þóris- dóttir. Þessi námskeið sóttu 60 til 70 þátttakendur. Hvert námskeið var 24 kennslu- stundir og kennt var einu sinni í viku. Eftir áramótin eru hinsvegar 3 námskeið í gangi, þ.e. enska II, leiðb. séra Jón Ragnarsson, sauma- námskeið í tveimur hópum leiðb. Magðalena Þórisdóttir og smíðar, leiðb. Bragi Björgmundsson. Þátt- takendur í þessum námskeiðum eru 40. Fréttaritari leit inn á smíða- námskeiðið hjá Braga á dögunum. Það vakti athygli að meðal 10 þátttakenda voru 8 konur. Það var létt yfir hópnum og allir kepptust við að saga, hefla, pússa og raspa og ekki var að sjá að kvenfólkið væru neinir eftirbátar karlmann- anna. Þarna var verið að smíða brauð- bretti, hillur, borð, o.fl. Ein konan í hópnum sagði undir- rituðum, að hún hefði haldið þetta auðveldara, hún væri t.d. að smíða sér brauðbretti og hefði verið búin að finna sér þessa líka fínu fjöl og ætlaði bara að pússa hana vel þá hefði Bragi tekið fjölina og rist hana niður í ræmur og sagt sér að líma ræmurnar saman, þetta þótti henni líkt því að sækja vatnið yfir lækinn, það er þó líklegt að Bragi hafi getað útskýrt tilganginn með þessari aðferð. Konurnar sögðust vera að nema smíðar til þess að þeirra eigin- menn, gætu ekki sagt að þær hefðu ekkert vit á smíðum þegar þær væru að segja þeim til. Gunnar. Það er ýmislegt sem þarf að athuga, þegar eitt brauðbretti er smíðað. Bragi Björgmundsson leiðbeinandi á sraíðanámskeiðinu er lengst til hægri. Morgunblaóid/Gunnar. Fulltverðkr. 462.380.- Sórstakur afsláttur af árg. 1982 88.210.- gengi 01.03. '83 374.170,- JÖFUR HF LJ Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 A Litir: silfurgrár - dökkgrænn sanseraður - drapplitur - dökkblár Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri - Aflhemlar - Hituð afturrúða - Electronisk kveikja Deluxe innrétting-Digital klukka -Fjarstýrður hliðarspegill - Litað gler — Amerískur og um þad þarf ekki fleiri orö. 6 manna lúxus bíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.