Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 4
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983
Óskarsverðlaunin
afhent í Bandaríkjunum á morgun
Indverskur stjórnmálaskörungur og leiðtogi, maður sem þyk-
ist vera kona og einmana gestur utan úr heimi, hafa tekið til
sín lungann af útnefningum til Óskarsverðlauna 1982, sem
afhent verða í Los Angeles núna 11. aprfl. Óskar hefði yfir
einhverju að brosa því það er ekki bara að árið 1982 hafí
verið metár í innkomu stóru kvikmyndafyrirtækjanna (3,4
milljarðar bandaríkjadalir), heldur var árið 1982 mjög gott ár
eins og sagt er um vínin, fyrir kvikmyndir og kvikmyndagerð-
armenn ekki síður.
Eins og við var að búast, eru það
myndirnar Gandhi (11 útnefn-
ingar), Tootsie (10 útnefningar) og
CT The Extra-Terrestrial (9 útnefn-
ingar), sem koma til með að keppa
um öll helstu Óskarsverðlaunin,
eins og fyrir bestu mynd, bestu leik-
stjórn, bestu kvikmyndatöku, klipp-
ingu og frumsamda handrit svo
eitthvað sé nefnt. Þær myndir sem
koma á eftir þeim með flestar út-
nefningar eru Victor — Victoria
með sjö útnefningar og Das Boot,
vestur-þýsk mynd um þýska kaf-
bátaáhöfn í seinni heimsstyrjöld-
inni, sem hlaut sex útnefningar.
Victor — Victoria er farsi eftir
Blake Edwards sem frægur er aðal-
lega fyrir Pink Panther-myndir sin-
ar, og fjallar hún um, eins undar-
lega og það nú kemur fyrir sjónir,
konu, sem hegðar sér eins og karl-
maður, sem þykist vera kona. Blake
Edwards er líka þekktur fyrir allt
annað en að fara troðnar slóðir með
fyndni sína.
í hópi með Gandhi, Tootsie og ET
yfir þær myndir sem hlutu flestar
útnefningar fyrir bestu kvikmynd
eru Missing, Costa-Garvas, sem nú
er sýnd í Laugarásbíói og The Verd-
ict, eftir Sidney Lumet.
Leikkonan Jessica Lange hlaut
tvær útnefningar fyrir leik
sinn í kvikmyndum á síðasta ári.
Fyrir leik í myndinni Frances, þar
sem hún leikur skapstóra leikkonu
sem lokuð er inni á hæli, en myndin
er gerð eftir ævisögu leikkonunnar
Frances Farmer, og fyrir leik í
minna hlutverki í myndinni Tootsie,
þar sem hún leikur kynþokkafulla
kærustu Dustin Hoffmans. Lange er
fyrsta leikkonan i 40 ár sem útnefnd
er til Óskarsverðlauna fyrir tvö
hlutverk. Árið 1942 var leikkonan
Terese Wright útnefnd til verðlaun-
anna fyrir aðalhlutverkið í Pride of
the Yankees og fyrir aukahlutverkið
í Mrs. Miniver. Wright hlaut Óskar-
inn fyrir síðarnefnda hlutverkið.
Árið 1938 var Fay Bainter útnefnd
til verðlaunanna fyrir aðalhlut-
verkið í White Banner og fyrir
aukahlutverk í myndinni Jezebel, og
fékk hún Óskarinn fyrir það. Jessica
Lange er þriðja leikkonan, sem út-
nefnd er til tveggja Óskarsverð-
launa sama árið og á hún þvi góða
möguleika á að hljóta a.m.k. önnur
þeirra. Lange er komin í hóp með
bestu leikkonun kvikmyndanna í
Ameríku og er mikið vatn runnið til
sjávar frá því hún lék sitt fyrsta
stóra hlutverk í mynd Dino De
Laurentis, King Kong. Þar lék hún
unnustu apagreysins og voru menn
ósáttir um hvort væri meiri leikari,
apinn eða stúlkan.
Julie Andrews er útnefnd til Óskars-
verðlaunanna fyrir leik sinn í mynd-
inni Victor — Victoria.
Asamt Jessicu Lange voru út-
nefndar til Óskarsverðlaun-
anna fyrir besta leik í kvenhlutverki
þær Julie Andrews sem leikur karl-
konuna í Victor — Victoria, Sissy
Spacek, sem leikur eiginkonu týnds
manns í Missing, Meryl Streep, sem
leikur konu sem komist hefur lífs úr
gerðeyðingarbúðum nasista f mynd-
inni Sophie’s Choice og Depra Wing-
er, sem leikur verkakonu í verk-
smiðju sem þráir að giftast foringja
í bandaríska flotanum í An Officer
and a Gentleman. Þrjár þessara
leikkvenna hafa unnið til öskars-
verðlauna áður. Julie Andrews vann
verðlaunin árið 1964 fyrir leik sinn í
Coal Miner’s Daughter og Streep
fyrir aukahlutverkið í Kramer vs.
Kramer árið 1979.
Það kemur mönnum fátt á óvart
þegar þeir líta yfir lista þeirra
lcikara sem útnefndir hafa verið til
Sissy Spacek er útnefnd til verðlaun-
anna fyrir leik sinn í myndinni Miss-
ing.
Óskarsverðlaunanna fyrir bestan
leik f karlhlutverki. Útnefningarnar
hrukku til Dustin Hoffmans fyrir
leik sinn í myndinni Tootsie, en þar
leikur hann leikara sem klæðir sig
upp eins og kona til að fá hlutverk,
Ben Kingsleys hins enska fyrir aðal-
hlutverkið í Gandhi, Jack Lemmons
fyrir hlutverk sitt í Missing, Paul
Newmans fyrir leik sinn í The Verd-
ict og Peter O’Tooles fyrir leik í My
Favorite Year.
Hoffman hlaut verðlaunin 1979
fyrir leik f Kramer vs. Kram-
er. Lemmon hlaut þau 1973 fyrir
Save the Tiger, en hann hefur einnig
hlotið Óskarinn fyrir leik í auka-
hlutverki, 1955 í myndinni Mr. Rob-
erts. Hann er einn þriggja leikara
sem hlotið hafa verðlaunin fyrir
báða þessa pósta. (Hinir eru Robert
de Niro og Ingrid heitin Bergman.)
f r ■ MmÉm
Peter OToole hefnr sjö sinnum ver-
ið útnefndur til óskarsverðlaun-
anna.
Meryl Streep í hlutverki sfnu f myndinni Sophies Choice.
Hart er barist
um gullstuttuna
Dustin sæti Hoffman f hhitverki
sínu í myndinni Tootsie.
Newman og O’Toole hafa margoft
verið útnefndir til verðlaunanna, en
aldrei hlotið þau. Eru aðdáendur
þeirra og þá sérstaklega Newmans,
ediksúrir yfir því að uppáhaldið
þeirra skuli ekki hafa hlotið þessi
eftirsóttu verðlaun enn, og segja að
oft hafi verið tilefni til að veita hon-
um góssið. Annars er það helst að
frétta af Newman að hann er mikið
að velta því fyrir sér að fara í for-
setaframboð í henni Ameríku og
feta þar f fótspor núverandi forseta,
Reagans sem áður en hann fór að
daðra við pólitíkina, var leikari í
Hollywood. Ben Kingsley hefur þá
sérstöðu að hafa verið næsta ger-
samlega óþekktur leikari í Englandi
áður en hann skaust upp á tind
frægðarfjallsins með leik sínum í
Gandhi.
K
annski valið á bestu karlleik-
urum í aukahlutverki hafi ver-
Paul Newman f hlutverki sínu í
myndinni The Verdict.
ið hvað erfiðast fyrir þá 1.122 með-
limi bandarísku kvikmyndaaka-
demíunnar, sem útnefna leikara til
Óskarsverðlauna. í þeim flokki
þóttu vera mjög góðir leikarar og
erfitt að gera upp á milli þeirra.
Útnefningar hlutu Charles Durning
en hann leikur fylkisstjóra í The
Best Little Whorehouse in Texas,
Luis Gosset, sem leikur harðsoðinn
liðþjálfa í An Officer and a Gentie-
man, John Lithgow, sem leikur fót-
boltakappa sem fer í kynskiptiað-
gerð í The World According to Garp,
James Mason sem leikur sleipan og
slóttugan lögfræðing í The Verdict
og Robert Preston sem leikur glað-
væran homma í Victor — Victoria.
Meðal leikara, sem þóttu líklegir
til að hljóta útnefningu en fengu
ekki voru, Mickey Rourke, Daniel
Stern og Kevin Bacon f Diner. Scott
Glenn í Personal Best, George Gay-
nes í Tootsie og vinur ET sá ungi
Henry Thomas.
Þær leikkonur, sem keppa við
Jessicu Lange um Óskarinn fyrir
leik í aukahlutverki eru Glenn Close
í The World According to Garp, Teri
Garr í Tootsie, Kim Stanley f Franc-
es og Lesley Ann Warren í Victor —
Victoria. Engin af þessum leikkon-
um hefur verið orðuð við Óskar áður
og Glenn Close lék í fyrsta sinn á
ævinni í kvikmynd á síðasta ári.
Ef það er eitthvað sameiginlegt
með þeim hlutverkum sem hæst bar
á góma á síðasta ári, eru það kyn-
skiptihlutverk. Hoffman er klæddur
eins og kvenmaður mikinn hluta
myndarinnar Tootsie, Andrews er
klædd ein'S og karlmaður mikinn
hluta af Victor — Victoria, Lithgow
leikur kynskipting í The World Acc-
ording To Garp og Robert Preston
dregur upp sérlega samúðarfulla
mynd af manni, sem vill svo til að er
hommi f Victor — Victoria.
Utnefndir fyrir bestu leikstjórn
voru þeir Wolfgang Petersen
(Das Boot), Steven Spielberg (ET)
Richard Áttenborough (Gandhi),
Sidney Pollack (Tootsie) og Sidney
Lumet (The Verdict). Útnefning
Petersens kom ekki á óvart því
hann hafði fyrir stuttu verið út-
nefndur til verðlauna af samtökum
leikstjóra í Bandaríkjunum. Leik-
stjórinn Taylor Hackford var einn-
ig útnefndur af þeim fyrir mynd
sína, An Officer and a Gentleman,
en kvikmyndaakademían tók Sid-
ney Lumet fram yfir hann í sínu
vali.
Það vakti nokkra undrun að mynd
Hackfords skyldi ekki hljóta fleiri
útnefningar en raun varð á því hún
hefur verið mjög vel sótt í Banda-
rfkjunum og hefur verið lofuð f há-
stert af flestum gagnrýnendum.
Þeir sem mikið fylgjast með óskars-
útnefningunum héldu að mynd hans
hefði góða möguleika á að vera út-
nefnd með bestu kvikmyndunum,
bestu leikstjórn og fyrir bestan leik
í aðalhlutverki (Richard Gere) og
aukahlutverki (David Keith).
Vinsældir eða óvinsældir kvikm-
ynda virðast hafa nokkur áhrif
á þá sem útnefna til Óskarsverð-
launa, þó það sé ekki algilt. Það
vakti nokkra undrun að Victor —