Morgunblaðið - 10.04.1983, Side 16
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983
SAFNARAR
Hafði snemma gaman
af að fara á söfn
„Það er nú ekki alitaf gott að
segja til um það eftir á, hvenær
áhugi manns kviknar á einhverju
sérstöku efni,“ sagði Sigmar, „en
ég hafði snemma mjög gaman af
að fara á söfn og skoða það sem
þar var að finna af gömlum mun-
um, og það hefur líklega verið
upphafið að þessu hjá mér. Eigin-
lega söfnun hóf ég hins vegar ekki
fyrr en löngu síðar, og það hefur
verið fyrir eitthvað sextán eða
sautján árum, að ég fer að fá
fyrstu hlutina í safnið, sem nú er
orðið þetta stórt. Þessa fyrstu
hluti fékk ég norður á Langanesi,
þar sem tengdafaðir minn bjó.
Hann hélt hlutum talsvert til
haga, og var auk þess hagur vel og
smíðaði mikið sjálfur."
— Og safnið hefur þú allt hér á
verkstæðinu eða hvað?
„Það er mest allt hér já, en þó er
einnig talsvert af gripum heima,
einkum þeir stærri sem verra er
að koma fyrir hérna. Þetta hefur
vaxið það mikið að það þarf tals-
vert rými, bæði hef ég verið dálítið
með augun opin fyrir gömlum
hlutum, og svo koma nú í seinni
tíð margir með hluti til mín, fólk
sem hefur frétt af safninu hjá
mér.“
Opinn fyrir öllum
hlutum frá fyrri tíö
— Hvar setur þú mörkin þegar
um er að ræða gamla hluti, hve-
nær verður hann nógu gamall til
að öðlast gildi eða kveikja áhuga
þinn sem forngripur?
„Það er nú breytilegt, en í heild
hefur verið bannað við álaveiðar, og gamlan selskinnsskó, er átti Björn bóndi á Sóleyjarvöllum á
Myndirnar tók Kagnar Axelsson.
Hér er Sigmar með gamalt álajárn, sem nú
Langanesi.
Hlutir eru notaðir í dag, úreltir á
morgun og safingripir hinn daginn
Söfnunarárátta er flestum mönnum í blóð borin, þótt í mismiklum mæli sé. Frímerkjasafnarar eru til í flestum löndum, myntsafnarar einnig,
margir safna eldspýtustokkum, jafnvel servíettum, aðrir vopnum, pípum, gömlum heiðursmerkjum, bókasafnarar og málverka eru þekktir um
víða veröld og svo mætti lengi telja. Færri eru þeir, sem skipuleggja leggja stund á söfnun gamalla muna, þótt flestir hafi að einhverju marki
áhuga á því sem tilheyrir liðinni tíð. Þeir eru þó til, sem hér á landi eiga allgóð söfn gamalla muna, jafnvel sumir svo að mörg byggðasöfn væru
sæmd af. Einn þeirra er Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður við Hverfisgötuna í Reykjavík, en hann á í sinni eigu um eða yfir 300 gamala muni,
ekki beinlínis fornminjar, en þó í flestum tilvikum hluti sem fyrir löngu er hætt að nota til daglegs brúks, og sem ekki sjást á hvers manns
heimiii. Blaðamaður leit við hjá Sigmari fyrir skömmu, og spurði hann hvernig hann hefði upphaflega fengið áhuga á söfnun gamalla hluta.
hnífar voru til á hverju heimili
fyrir örfáum árum, en þeir eru nú
því sem næst horfnir vegna nýrra
tveggja blaða eða þriggja blaða
rakhnífa, sem eru komnir á mark-
að. Ef til vill verður ekki langt þar
til gömlu rakhnífarnir þykja
merkilegir sem safngripir! Annar
hlutur sem mér dettur í hug eru
músagildrurnar, sem algengar
hafa verið fram á þennan dag.
Þær eru nú að hverfa, hygg ég, í
sinni gömlu mynd, úr tré og járni,
og þess vegna festi ég kaup á
tveimur slíkum nýlega, er ég rakst
á þær í verslun.
Þannig mætti endalaust telja,
allt í kringum okkur eru hlutir
sem eru að ganga úr sér og hverfa,
þeir eru notaðir í dag, orðnir úr-
eltir á morgun og fáséðir safngrip-
ir hinn daginn!"
Fimm mismunandi gerðir tóbaksbauka og horna. Til vinstri eru tveir gripir er Sigmar hefur smíðaó, en þrír eldri gripir til hægri.
er ég mjög opinn fyrir öllum göml-
um hlutum, en auðveldasta og ef
til vill eðililegasta skilgreiningin
er líklega sú, að um leið og gripur
hverfur úr daglegri notkun, þá er
hann farinn að tilheyra liðinni tíð,
og þá er stutt í að hann geti talist
til gamalla og áhugaverðra gripa,
þó orðið „forngripur" sé ef til vill
ekki rétta orðið þegar á því stigi!“
— Geturðu nefnt dæmi um
hluti sem um þessar mundir eru
að hverfa eða eru nýhorfnir?
„Já, það er auðvelt. Allt í kring-
um okkur eru slíkir hlutir, en
venjulega uppgötvar fólk ekki fyrr
en of seint, að þeir eru að hverfa.
Það má nefna rakhnífa i þessu
sambandi. Hinir venjulegu rak-
Rætt við 8ig-
r
mar (). Maríus
son gullsmið
um söfnun
gamalla muna
Nokkrir gamlir gripir: Hárkrullujárn eins og töng í laginu, blóðbíldur efst
til vinstri, þá nál úr hvalbeini, vasapeli úr áli og hornhögld.
Elsti gripurinn
frá 1795
— En hver er elsti gripurinn í
safninu hjá þér?
„Það mun vera hefill frá því árið
1795, en síðan eru margir hlutir
litlu yngri, og um aldur margra
þeirra er raunar erfitt að fullyrða
nokkuð með vissu. Sumt íslenskra
smíðisgripa virðist geta varðveist
í það óendanlega, svo sem þeir sem
unnir eru úr hvalbeini, sem er sér-
stakt fyrir Island, en það efni er
nánast alveg óforgengilegt. Hval-
beinsgripir geta varðveist öldum
saman óskemmdir, margfalt leng-
ur en hlutir úr tré eða járni."
— Áttu aðeins einn hlut af