Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 3 Eggert Kristjánsson og Co hf. kært fyrir grænmetissölu: Ótækt að einn aðili haíi einkaleyfi á sölu á grænmeti innanlands — segir Gísli V. Einarsson framkvæmdastjóri FYRIRTÆKIÐ Eggert Kristjánsson og Co. var kært fyrir skemmstu fyrir að selja nýtt innflutt grænmeti, en sem kunnugt er hefur Grænmetisversl- un landbúnaðarins, sem heyrir undir Framleiðsluráð, haft einkaleyfi á allri grænmetissölu hér á landi. Gísli V. Einarsson fram- kvæmdastjóri Eggerts Krist- jánssonar og Co. sagði í samtali við Mbl. að hér hafi verið um eitt tonn af nýju grænmeti að ræða sem hefði verið eins konar til- raunasending. „Við vildum fá úr því skorið með því að flytja þessa sendingu inn hvaða hags- muni væri verið að vernda með þeirri einokun sem nú er á grænmetissölu. Ljóst er að hags- munir framleiðenda, smásölu- dreifenda og neytenda eru ekki hafðir að leiðarljósi. Því vaknar sú spurning hvort ekki sé ein- ungis verið að vernda þrönga hagsmuni Grænmetisverzlunar- innar, sagði Gísli. Aðspurður kvaðst hann hafa búist við að grænmetissendingin yrði stöðv- uð í tollinum, en svo hefði þó ekki verið. Af þeim sökum hefði grænmetið verið haft á boðstól- um í verzlunum og þegar átti að gera það upptækt var aðeins lít- ill hluti óseldur. „Það er ótækt með öllu og ekki í samræmi við hugsunarhátt 20. aldar að einn aðili hafi einka- leyfi á grænmetissölu hér. Nú hefur að vísu nefnd unnið að því á vegum Verzlunarráðs síðustu tvö ár að slakað yrði á böndun- um, en án verulegs árangurs," sagði Gísli. Hann sagði ennfremur að með innflutningi á nýju grænmeti hefði fyrirtækið ekki í hyggju að fara í mikla samkeppni við ís- lenska framleiðslu, heldur fyrst og fremst að auka úrval og fram- boð á grænmeti hér á landi. „Enda kemur í ljós ef tölur um grænmetisneyslu hér og erlendis eru bornar saman að við neytum miklu minna grænmetis en aðr- ar þjóðir. Og það gefur einnig augaleið að með vaxandi neyslu á grænmeti batnar líka hagur þeirra bænda sem rækta það og selja hér á landi. En okkur finnst einnig að fólk skuli eiga þess kost að fá nýtt grænmeti allan ársins hring og hafa á boðstólum tegundir sem hér hafa ekki fengist fram að þessu," sagði Gísli V. Einarsson að lok- Myndin er af þeim bræðrum Hauki Þór, Baröa og Þórólfi er urðu efstir og jafnir á skákmótinu. Skólaskákmót Barðastrandar: Þrír bræður efstir Harrta.strönd, 4. apríl. NÚ ER lokið skákmóti Grunn- skóla Barðastrandar. í eldri flokki urðu úrslit þau að jafnir í fyrsta og öðru sæti voru þeir Haraldur Ingvason og Heimir Ingvason, en þriðji varð Jakob Pálsson. í yngri flokki urðu þrír bræður í þremur efstu sætunum, þeir Haukur Þór, Barði og Þórólfur (7 ára) Sveinssynir. SJ.Þ. Hafnarfjörður: Bæjarráð vill aukna kennslu 6 ára barna Á bæjarráðsfundi Hafnarfjarðar 26. mars sl. var lögð fram tillaga um aukna þjónustu við forskólanemend- ur (6 ára börn) f Hafnarfirði. Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri, sagði að með þessari tillögu væri gert ráð fyrir að ríkisvaldið greiddi þann kostnað sem væri samfara vaxandi kennslu- tfma eins og annan kennslukostnaö skv. lögum. Einar sagði að nú væri það í at- hugun hjá Fræðsluráði hvort farið yrði að óskum bæjarráðs, en hingað til hefði ríkisvaldið verið tregt til að taka þátt f slíkum auka- kostnaði nema að óverulega leyti. Sagði Einar að reynslan hefði verið sú að sveitarfélögin hefðu fram að þessu að mestu leyti staðið sjalf undir þessum aukakostnaði við kennslu 6 ára barna. En Einar bætti því við að hér væri um tillögu að ræða sem miðaði að aukinni kennslu fyrir þennan aldurshóp og því væri þess farið á leit við ríkis- valdið að bera aukakostnaðinn. Stálverk- smiðjan á Vatnsleysu- strönd? Vogum, 11. apríl. Á VEGUM Stálfélagsins hf. standa yfir jarðvegskannanir fyrir hugsan- lega staðsetningu verksmiðju í landi Hvassahrauns við Fögruvík hjá Kúa- gerði á Vatnsleysuströnd. Miklar líkur eru taldar á að verksmiðjan verði staðsett þarna. Á næstu vikum mun endanleg ákvörðun um staðarvalið verða tek- in, líklega á aðalfundi félagsins í lok þessa mánaðar. Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps hefur gefið stjórn Stálfé- lagsins hf. viljayfirlýsingu um eignaraðild að fyrirtækinu, sem gæti orðið allt að 20% hlutafjár verði verksmiðjan staðsett í hreppnum. Eignaraðild að fyrir- tækinu yrði mynduð með þvf að gjöld væntanlegrar verksmiðju til sveitarsjóðs næstu fimm til tfu ár- in yrðu greidd í formi hlutabréfa. — Fréttaritari. á fimmtudagskvöld í l t < ;\l WU' Broadway-ballettinn flytur „ Dansa frá Broadway". Stjórnandi og höfundur Sóley Jóhannsdóttir TÓNLIST ÚR SÖNGLEIKNUM DREAMGIRLS OG MYNDINNI VICTOR — VICTORIA. BÚNINGAHÖNNUN JÓRUNN KARLSDÓTTIR. LJÓS OG HLJÓÐSTJÓRN GÍSLI SVEINN LOFTSSON. TIZKUSYNING FRA Nýr sýningarflokkur, VIÐ FRÁ KEFLAVÍK, frumsýnir glæsilegu vor- og sumartízkuna frá Hljómsveitin Þeyr kemur fram og flytur nokkur löfl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.