Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 16
Söngsveitin Fílharmónía á æfíngu í gær ásamt Sinfóníuhljómsveitinni. Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveitin flytja Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré: „Tilfinning Fauré fyrir litrófi tónlistarinnar ræður ferðinni“ — segir Guömundur Emilsson, sem stjórnar tónleikunum „Kórinn var stofnaður haustið 1959 af dr. Ró- bert Abraham Ottósyni, sem stjórnði kórnum óslitið þar til hann lést 1974. Síðan hafa ýmsir stjórnendur haldið um stjórnvölinn og í vetur hef- ur það verið Guðmundur Emilsson,“ sagði Ragnar Árnason, stjórnarformaður söngsveitar- innar Fílharmóníu, en söngsveitin flytur ásamt Sin- fóníuhljómsveitinni sálumessuna Requiem eftir franska 19. aldar tónskáldið Gabriel Fauré, annað kvöld í Háskólabíói. Einsöngvarar á tón- leikunum verða Elísabet F. Eiríksdóttir sópran og Robert Becker. Á stefnuskránni að syngja með Sinfóní unni „Það hefur alltaf verið á stefnuskrá söngsveitarinnar að flytja verk með Sinfóníunni og það höfum við gert í gegnum ár- in. Fyrir áramót fluttum við verk með íslensku hljómsveitinni, sem kom meðal annars til af því að þar er Guðmundur einnig í for- svari. Það hefur verið þeim mun meira að gera eftir því sem liðið hefur á veturinn. Mest af starf- inu mæðir á stjórnandanum auð- vitað, en stjórn söngsveitarinnar hefur einnig í ýmsu að snúast. Meðal annars höfum við reynt að standa fyrir raddþjálfunar- námskeiðum, en æfingar eru starangar og því ekki hægt að bæta miklu við. Þá hefur það einnig verið talsverð vinna hjá stjórninni að fá fólk í söngsveit- ina, ef verkefnin hafa verið þess eðlis að þau hafa ekki höfðað til fólks. Það er talsverð hreyfing á fólki í kórnum, enda er þetta talsvert tímafrekt tómstundagaman. Fólk stendur kannski í því að byggja, eins og gengur hérlendis, hverfur þá kannski í nokkur ár, en kemur aftur nokkrum árum seinna, þegar það er búið að byggja. Núna eru í kórnum tæp- lega 90 manns, en þegar við flutt- um Tosca fyrr í vetur voru í kórnum um 70 manns. Við erum dálítið áhyggjufull núna vegna flensunnar, sem er að ganga og virðist vera að stinga sér niður meðal kórfélaga. Þú sérð að það eru engin 90 manns á æfingunni núha. Almennt má segja um starfið í vetur, að það hafi verið starfað af talsverðum krafti og upp á síðkastið er óhætt að segja Guðmundur Emilsson, stjórnandi. Morgunbi»*i*/RAX að við höfum ekki séð fram úr æfingum," sagði Ragnar að lok- um. 2. klarinett spilar allt í allt átta nótur „Þetta verkefni er sérstakt fyrir margra hluta sakir," sagði Guðmundur Emilsson, aðspurður um verkið sem Sinfónían flytur ásamt söngsveitinni og hann stjórnar. „í hljóðfæraskipuninni leggur Fauré mest af efniviðnum á lág- fiðluna, hnéfiðluna og bassann, eða hin dýpri hljóðfæri og það er auðvitað gert til þess að undir- strika hið alvarlega umfjöllunar- efni verksins, sem er dauðinn. Aftur á móti er Fauré spar á fiðl- urnar. Þær koma af og til inn í verkið eins og sólargeislar, þar sem tónsvið þeirra er miklu hærra. Tré- og málmblásturs- Ragnar Árnason, stjórnarformað- ur söngsveitarinnar Fílharmóníu. Guðmundur Emilsson, stjórnandi. hljóðfærin eru einnig nýtt á mjög sérstæðan hátt. Sem dæmi um það notar Fauré flautur og klarinett aðeins í einum þætti af sjö, sem varpar alveg sérstökum lit á þann þátt, sem heitir Pie Jesu, þ.e. Litli Jesú. I þeim þætti notar hann líka sópransöngkonu í fyrsta og eina skiptið, þannig að þátturinn verður eins konar vendipunktur í verkinu. Enn frekara dæmi um það, hvernig hljóðfærin eru notuð í verkinu, er til dæmis það að 2. klarinett spilar ekki nema allt í allt, að ég held, átta nótur. Þetta sýnir hvernig Fauré sparar hljóðfærin og er meðvitaður um litina í hljómsveitinni. Hvað kórinn snertir, er það fremur sérstakt, hve mikil fjöl- breytni er í samvali radda. Ef við berum þetta verk saman við sálumessur eftir Verdi eða Moz- art til dæmis, kemur í ljós að miklu algengara er að allar radd- ir syngi þar saman samtimis. Fauré blandar hins vegar rödd- unum saman með ýmsum hætti. Stundum syngja tvær saman, stundum þrjár, stundum er það bara ein rödd sem er notuð og stundum allar saman. Það er geysileg fjölbreytni í samsetn- ingunum. En á ný er það tifinn- ing Fauré fyrir litrófi tónlistar- innar sem ræður ferðinni." Dökku litirnir ráðandi „Verkið er einnig alveg sér- stakt fyrir það hversu hógvært það er. Ragnarök eða dómsdag er hvergi að finna í því, eins og al- gengt er í öðrum sálumessum. Það er einkennilegt að þetta er í fyrsta skipti sem þetta verk er flutt hér á landi með hljómsveit, ég held að það hafi verið flutt einu sinni áður, en þá við orgel- 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.