Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
21
Fjórtán högg í sama knérunn:
50% verðbótaskerðing
Alþýðubandalagið gekk til þing-
kosninga 1978 undir þremur kjör-
orðum: 1) „Samninga í gildi“ (sól-
stöðusamningar), 2) „Kjósið ekki
kaupránsDokka" og 3) „Kosningar
eru kjarabarátta". Síðan hefur það,
með og ásamt Framsóknarflokki,
setið stanzlaust f ríkisstjórn, ef
undan er skilin skammtíma starfs-
stjórn Alþýðuflokksins. Á þessum
stjórnarferli tvíflokkanna hefur
verið gripið með löggjöf fjórtán
sinnurn inn í gerða kjarasamninga
með skerðingu verðbóta á almenn
laun, samtals nálægt 50% verðbóta-
skerðing, sem kortlögð er á með-
fjlgjandi súluriti.
Fyrsta skerðingin, 4,40%, var
framkvæmd þegar í desember
1979. Síðan hafa „Ólafslög", sem
þessir flokkar stóðu að, skert
verðbætur á laun reglubundið, og
annað slagið verið hert á skerð-
ingunni með bráðabirgðalögum.
Kaupmáttur kauptaxta lækk-
aði um 1% 1979, 4,9% 1980, 1%
1981, stóð nokkurn veginn í stað
1982, en spáð er a.m.k. 7% kaup-
máttarskerðingu 1983. Sú spá
launa
nær einnig til kaupmáttar elli- og
örorkulífeyris, en hinsvegar er
spáð 4,5% kaupmáttarrýrnun
slíkra bóta ef tekjutrygging fylg-
ir. Ráðherra tryggingarmála er
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins.
Ferill verðbótaskerðingar, eða
súluritin er hana tíunda, varðar
vinstristjórnarveginn 1978—1983.
Ellert B. Schram á
vinnustaðafundi.
Frarabjóðendur
flokkanna halda
áfram að sækja
vinnustaði til að
kynna fólki sjónar-
mið og stefnur vegna
kosninganna á laug-
ardaginn eftir viku.
Þessi mynd var tekin
þegar Ellert B.
Schram, 4. maður á
lista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykja-
vík, sótti fund hjá
starfsmönnum
Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík í hádeg-
inu í gær.
Ljósra. EBB.
Óánægja
með fram-
boðsfund
á Patreks-
firði 9.
apríl
Patreksnrði, 12. aprfl.
MIKIL óánægja er meðal
fólks með framboðsfund er
heldinn var laugardaginn 9.
aprfl í Félagsheimili Pat-
reksfjarðar. Um 150 manns
sóttu fundinn.
Ekki voru leyfðar fyrir-
spurnir nema skriflegar og
vitnaðist það reyndar ekki
fyrr en í enda fundarins. Kom
þá fram að annars röggsöm-
um fundarstjóra hafði láðst
að tilkynna að einungis yrðu
leyfðar skriflegar fyrirspurnir
og virðist það harla einkenni-
legt að enginn frambjóðenda
skyldi taka eftir þessu í upp-
hafi fundar.
Það einkenndi mjög fram-
söguræður hvað komið var lít-
ið inn á mál er varða byggð-
arlagið sjálft, heldur rætt al-
mennt um ástand þjóðmála.
Alls tóku 13 frambjóðendur til
máls og höfðu allir lítinn tíma
(7—10 mínútur í hverri um-
ferð). Það er einungis einu
sinni fyrir hverjar kosningar
haldinn sameiginlegur fundur
frambjóðenda á hverjum stað
og er það lágmarkskrafa kjós-
enda að geta komið með fyrir-
spurnir þar sem allir málsað-
ilar eru saman komnir.
gþ-
á að vera sem minnstur og hinn
þjóðkjörni handhafi fram-
kvæmdavaldsins á að leggja sig
fram um að afsala sér sem mestu
af valdi sínu. í drögum að mál-
efnagrundvelli BJ, sem út voru
gefin í janúar, er þó ekki að finna
neina sérstaka stuðningsyfirlýs-
ingu við frjálshyggju og þátt ein-
staklinga i atvinnurekstri. Þar
segir hins vegar, að samvinnu-
rekstur „gegni mikilvægu hlut-
verki til valddreifingar í íslensku
atvinnulífi" (!) og opinber rekstur
„gegni mikilvægu hlutverki i
blönduðu hagkerfi". Afnema skal
einkarétt Ríkisútvarpsins til út-
sendinga á útvarpsrétti, en þó skal
Ríkisútvarpið hafa „einkarétt til
útsendinga á auglýsingum"; „sett
verði ströng verðlagslöggjöf þar
sem skorður verði reistar við því
að fjármagn sé flutt milli ólíkra
rekstrarþátta".
í drögum að málefnagrundvelli
BJ segir: „Ný vandamál kalla á
nýjar lausnir, nýja aðlögun í anda
jafnaðarstefnunnar. Bandalag
jafnaðarmanna hafnar aftur-
hvarfi til frumskógarþjóðfélags
markaðshyggjunnar og upplausn-
arbyltingu og alræði Marx-Lenin-
ismans." Samkvæmt kosninga-
stefnuskránni vill BJ að á næstu
árum verði megináhersla „lögð á
smærri iðnað og þjónustu, enda
eru það rétt viðbrögð á tölvuöld til
þess að ungt fólk fái næga atvinnu
við sitt hæfi og komið verði í veg
fyrir skelfingar atvinnuleysis". BJ
vill „samfélag, þar sem smáar ein-
ingar og dreift vald nýtur sín til
hlítar; þar sem valdi er dreift til
sveitarfélaga og þar sem bætt
skilyrði eru sköpuð fyrir smærri
atvinnustarfsemi".
BJ vill að leitað verði leiða til að
nýta orkulindir landsins á hag-
kvæman hátt, m.a. í orkufrekum
iðnaði, fullt tillit sé tekið til
verndunar umhverfis við val á
virkjunar- og stóriðjukostum og
sérstakrar varkárni sé gætt í sam-
skiptum við erlenda fjármagns-
aðila. Áður en ráðist er í meiri-
háttar fjárfestingu til orkuöflunar
skal tryggja markað fyrir orkuna,
en sveitarfélög eða samtök þeirra
eiga að sjá um orkudreifingu og
bera alla ábyrgð á þeirri starf-
semi. Hvernig fellur þessi stefna
að núverandi skipan þessara
mála? Þessi stefnumörkun er því
miður svo loðin og óljós að í hana
verður að ráða. Þegar hafist var
handa um virkjun við Búrfell, var
orkusala tryggð fyrirfram til Alu-
suisse með þeim hætti að nægir til
að greiða kostnað við orkuverið á
ákveðnu árabili. Er BJ hlynnt því
að staðið verði að gerð orkusölu-
samninga með svipuðum hætti í
framtíðinni, enda sé gætt „sér-
stakrar varkárni"? Úr því að
flokkurinn lýsir ekki beinni and-
stöðu við meirihlutaeign útlend-
inga í stóriðjufyrirtækjum, verður
að álíta að BJ telji hana aðgengi-
legan kost. Sé hins vegar litið á þá
áherslu sem BJ leggur á „smærri
iðnað“ og „smáar einingar", hljóta
menn að álykta sem svo að stór-
iðjurekstur sé ekki ofarlega á
óskalista flokksins.
Lesandinn stendur frammi fyrir
svipaðri eyðu þegar hann rýnir í
stefnu BJ í utanríkismálum. Utan-
ríkisstefna íslands á að miðast við
„að stuðla að friði og gagnkvæmri
afvopnun; samstöðu með lýðræði
og andstöðu við einræði; kröfu um
ítrustu mannréttindi öllum
mönnum til handa og andstöðu við
mannréttindabrot í öllum mynd-
um; og þátttöku íslands í þróunar-
aðstoð við þriðja heiminn", segir i
kosningastefnuskrá BJ og ísland á
að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi
þar sem „ofangreind meginsjón-
armið séu höfð að leiðarljósi".
í drögum að málefnagrundvelli
BJ er sagt að flokkurinn styðji að-
ild íslands að Atlantshafsbanda-
laginu. Segir einnig að BJ styðji
aðildina að bandalaginu „við
óbreyttar aðstæður og horfur í
heimsmálum" og flokkurinn telji
að „einhliða afvopnun sé síst til
þess fallin að draga úr viðsjám og
hættu á vopnaátökum". Hvergi er
minnst á varnarsamning íslands
og Bandaríkjanna og vekur furðu
að flokkurinn sjái ekki ástæðu til
að hafa skýra afstöðu í því máli.
Ummæli Vilmundar Gylfasonar
um varnir landsins og stefnu BJ
verða ekki skilin á annan veg en
þann, að innan flokksins sé
grundvallarágreiningur um þetta
efni og ekki hafi tekist að semja
orðalag sem allir geti fellt sig við.
Ekki er heldur tekin afstaða til
þeirra hugmynda sem reifaðar
hafa verið undanfarin misseri um
virkari þátttöku íslendinga sjálfra
á sviði herfræðilegra mála.
Almennt má segja, að stefna
Bandalags jafnaðarmanna eins og
hún er kynnt í prentuðum gögnum
frá flokknum, veki fleiri spurn-
ingar en hún svarar. Hugmyndir
flokksins í efnahagsmálum sem
áður var getið, eru jafnvel losara-
legri en í stóriðju- og varnarmál-
um. Er kannski ekki undarlegt
þótt fáu sé svarað, því að hópurinn
sem stendur að flokknum hefur
tæplega haft tíma til að móta
sameiginlega stefnu. Af þeim sök-
um er þess ekki heldur að vænta
að stefna flokksins muni skýrast
mikið fram að kosningum. Flokk-
urinn hefur í raun aðeins einn
málsvara, Vilmund Gylfason. Það
er til lítils gagns fyrir hinn al-
menna kjósanda að heyra Vil-
mund lýsa skoðunum sínum en
bæta því svo við, að flokkurinn
hafi að vísu ekki tekið af skarið
um hitt eða þetta málefnið. Aðrir
frambjóðendur BJ verða að láta
ljós sitt skína og segja álit sitt á
þeim málefnum sem ber hæst og
krefjast úrlausnar.
BJ er flokkurinn á móti flokk-
unum. Ætli BJ að standa við það
fyrirheit sem í þessari setningu
felst og komi flokkurinn manni
eða mönnum á þing, sýnist hann
dæmdur til stjórnarandstöðu —
nema setninguna um flokkinn á
móti flokkunum eigi að skilja á
þann veg að atkvæði greidd BJ í
kosningunum séu ekki greidd fjór-
flokkunum!
Helgarpósturinn birti viðtal við
Vilmund Gylfason 22. október
1982, tæpum mánuði fyrir úrsögn
hans úr Alþýðuflokknum. Þá var
Vilmundur spurður: Áttu beina
samleið með Alþýðuflokknum eins
og hann er í dag? Svar Vilmundar
var einfalt: „Já“ og hann sagði
einnig í þessu viðtali: „Kosningar
eru sáttmáli þeirra sem kjósa og
hinna, sem eru kosnir og sáttmál-
inn er þannig að annar aðilinn
kýs, en hinir þurfa að standa við
það sem þeir ætla að gera. Aðeins
þannig gengur þetta."