Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 38

Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Júlíus Baldvinsson fulltrúi — Minning Fæddur 24. ágúst 1915 Dáinn 5. aprfl 1983 Enn einn félaginn úr gömlu bjartsýnu fylkingunni, sem stóðu að stofnun og störfum bernskuára SÍBS, Júlíus Baldvinsson„ gjald- keri stjórnar sambandsins, er fall- inn frá rúmlega 67 ára gamall. Júlíus fæddist að Arbakka á Árskógsströnd 24. ágúst 1915 og voru foreldrar hans Baldvin Þor- steinsson skipstjóri þar og Sólveig Stefánsdóttir frá Krossum í Eyja- firði. Sem kornabarn kynntist Júlíus berklaveikinni er hann missti móður sína úr þeirri skæðu veiki frá 10 börnum. Við fráfall móður sinnar tvístr- aðist systkinahópurinn til skyld- menna við Eyjaförð og til Siglu- fjarðar, en Július fór í fóstur að Birnunesi á Árskógsströnd, sem hann ætíð taldi sitt bernskuheim- ili. Á uppvaxtarárum Júlíusar herj- aði berklaveiki hér á landi og var sérstaklega skæð fyrir Norður- landi og veiktust a.m.k. tvö systk- ina Júlíusar, sem ég kynntist og voru virkir félagar í samtökum berklasjúklinga, en þau eru látin fyrir nokkrum árum. Sjálfur veiktist Júlíus af berkl- um 1936 og var lagður inn á Kristneshæli og þar með hófst sjúkrasaga hans, sem var nær óslitin að undanteknum 16 árum er hann vann sem skrifstofustjóri hjá fyrirtækinu Agli Vilhjálms- syni hér í bæ. SÍBS var stofnað 1938 af sjúkl- ingum yfirfullra berklahælanna, Kristnesi og Vífilsstöðum, og varð Júlíus þegar stofnandi að sam- bandinu og mætti sem fulltrúi Kristneshælis á öðru þingi þess 1940. Má ségja að frá þeim tíma hafi Júlíus helgað alla sina starfs- krafta samtökum berklasjúkl- inganna, enda fljótlega kosinn til hinna margvíslegustu trúnaðar- starfa hjá SÍBS. Draumur þeirra berklasjúkl- inga er stóðu að stofnun samtak- anna var að styðja hver annan til sjálfsbjargar og að koma upp endurhæfingastofnun og endur- menntun til að auðvelda útskrif- uðum sjúklingum að komast til nýrri og hæfari starfa miðað við getu hvers og eins. Efst á blaði var því vonin og óskin um stofnun, sem tæki við sjúklingunum af hælunum og und- irbyggi þá betur en verið hafði. Á árinu 1945, eða sjö árum eftir stofnun SÍBS, varð draumurinn um stofnun endurhæfingastöðvar berklasjúklinga að veruleika þeg- ar Reykjalundur tók á móti fyrstu berklasjúklingunum. Meðal fyrstu vistmanna Reykja- lundar var Júlíus Baldvinsson og vann hann þar við bókhald. Á Reykjalundi kynntist Júlíus ungri stúlku, Gyðu Kjartansdótt- ur frá ísafirði, og felldu þau hugi saman og urðu fyrsta parið meðal vistmanna sem gifti sig á staðn- um. Var mikið ástríki með ungu hjónunum, sem ólu þá von að kom- ast af sjúkrastofnun og á sitt eigið heimili. Skólaganga Júlíusar varð styttri en hann hafði ætlað sér, en hann var einn vetur í Samvinnu- skólanum, gekk mjög vel námið, en þá tók berklaveikin völdin og hælisvistin hófst og tók fyrir frek- ari skólagöngu. Bókhaldsstörf Júlíusar á Reykjalundi urðu honum sú fram- haldsmenntun sem gerði hann að afbragðsbókara, enda voru gáfur hans góðar og starfshæfni mikil, þrátt fyrir veikburða líkama. Árið 1952 fóru ungu hjónin frá Reykjalundi og Júlíus gerðist skrifstofustjóri hjá fyrirtækinu Agli Vilhjálmssyni, þar sem hann vann í 16 ár sem fyrr segir, en þá fluttust þau á ný til Reykjalundar, þar sem Júlíus tók á ný til starfa og þá sem skrifstofustjóri þessa vaxandi fyrirtækis. Öll þing SÍBS að undanteknu stofnþingi sambandsins 1938 hef- ur Júlíus setið og verið ávallt mjög virkur, enda fljótt valinn til hinna margvíslegustu trúnaðarstarfa og hefur m.a. setið í stjórn sam- bandsins I rösk þrjátíu ár eða frá 1954 og þar af lengst sem gjald- keri sambandsins. Ennfremur hefur hann hin síð- ari árin setið í stjórn Reykjalund- ar og verið í forsæti happdrættis- ráðs SÍBS frá stofnun þess. Af þessari upptalningu um trúnaðarstörf Júlíusar hjá sam- tökum berklasjúklinga má sjá það traust er hann naut í þeirra hópi. Tillögugóður, glöggskyggn og starfsfús var Júlíus. Aldrei færð- ist hann undan störfum er til hans var leitað, þótt bæði hann og ekki síður við félagarnir ætluðum hon- um um of vegna þverrandi þreks hans hin síðari árin. Ótal eru þau skiptin sem hann varð í skyndingu að leggjast inn á sjúkrahús. Ekki var Júlíus fyrr kominn af sjúkrahúsinu en hann var tekinn til starfa á Reykjalundi og fyrir SÍBS enda voru mörg verkefnin sem biðu hans bæði á Reykjalundi og einnig í Múlabæ, dagvistar- stofnun aldraðra og fatlaðra, sem tók til starfa á þessu ári í sam- vinnu við Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands og samtök aldraðra í húsnæði SÍBS í Ármúla, þar sem áður voru vinnustofur sambands- ins, Múlalundi, en þar var Júlíus annar fulltrúa SÍBS í þeirri sam- starfsnefnd er hefur annast stofn- un og stefnumótun þeirrar stofn- unar. Lífsfylling og hamingja mikil var það Júliusi og Gyðu konu hans er þau eignuðust dóttur 1.7. 1956, Steinunni Þórdísi, er varð sólar- geislinn í tilveru þeirra. En þverr- andi heilsa Gyðu var þess vald- andi að Júlíus fluttist á ný að Reykjalundi og gerðist þar skrif- stofustjóri sem fyrr segir. Ef tóm gafst frá önnum og heilsa leyfði leitaði Júlíus til bernskustöðvanna við Eyjaförð, ásamt eiginkonu, þar sem þau gátu hvílt sig með ættingjum og vinum hans og hélt hann þar gjarnan upp á afmæli sitt. I síðustu för þeirra hjóna, Júlí- usar og Gyðu, er hann var 55 ára gamall, í ágúst 1970, veiktist Gyða skyndilega og var lögð inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og andaðist þar. Bjuggu þau mæðginin Steinunn og Júlíus áfram á Reykjalundi eða þar til hún gifti sig Björgvin Tóm- assyni, sem nú stundar nám í Þýskalandi við orgelviðgerðir. Eiga ungu hjónin eitt barn, dótt- ur, sem Gyða heitir, og hugðist Júlíus heimsækja fjölskylduna í Þýskalandi á þessu ári. f júlí 1977 giftist Júlíus á ný Guðlaugu Torfadóttur, starfs- manni á Reykjalundi, og á hún tvö börn sem Júlíus reyndist sem besti faðir. Páskaleyfi sínu hugðist Júlíus að þessu sinni verja á bernsku- stöðvunum hjá frændfólki sínu og vinum og einkabróður sínum á Akureyri, því nú voru þeir aðeins tveir eftir af systkinahópnum stóra, en átta voru fallin frá fyrir aldur fram. Að þessu sinni var einnig eig- inkonan Guðlaug með í för sem var Júlíusar síðasta því hann veiktist á annan dag páska og and- aðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni þriðjudagsins 5. apríl sl. Þegar komið er að leiðarlokum og kveðja þarf góðan vin og félaga er efst í huga þakklæti fyrir sam- fylgdina og allar ánægjustundirn- ar sem við höfum átt saman, en þó fyllist hugur trega vegna missis þessa góða vinar og samstarfs- manna, Júlíusar Baldvinssonar, en sárari hlýtur þó tregi skyldmenn- anna allra að vera við hið óvænta fráfall Júlíusar og sendum við þeim öllum innilegustu samúð- arkveðjur. Útför Júlíusar Baldvinssonar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellssveit kl. 13.30 í dag. Kjartan Guðnason, formaður SÍBS. Nú þegar Júlíus vinur minn Baldvinsson er allur, þá hvarflar hugurinn eðlilega til upphafs sam- skipta okkar og til þess fjölbreyti- lega samstarfs, sem hefur tengt okkur nánum vináttuböndum í meira en fjóra áratugi. Júlíus veiktist af berklum 1936 og lenti í því óláni, sem einkenndi feril berklasjúklinga á þeim tíma, að innskrifast á hæli, fá þar nokkra bót, útskrifast til vinnu, veikjast aftur og innritast á ný. Þetta henti Júlíus hvað eftir ann- að og varð til þess, að hann mynd- aði sér fljótt ákveðnar hugmyndir um það, hvert skyldi verða höfuð- verkefni þeirra samtaka berkla- sjúklinga, sem þá voru í undirbún- ingi. Kristnesingar hófu þá funda- höld, og bréfaskriftir um nauðsyn þess að stofna samtök og þar var Júlíus með frá upphafi. Honum var það ljóst, að meginverkefni samtaka berklasjúklinga átti að vera það að koma upp þjálfunar- stöð, er skyldi vera eins konar brú á milli hælanna og hins almenna vinnumarkaðar. Hann hafði sjálf- ur kynnst óttanum við að útskrif- ast, sem oft þótti geigvænlegri en óttinn við að leggjast inn á hæli. Seinna orðaði annar mætur berklasjúklingur þetta í blaða- grein svo: „Flestum hafa orðið þung sporin inn fyrir þröskuld berklahælanna, en þau undur skeðu, að burtskráning af hælun- um varð í mörgum tilfellum skip- un til sjálfsmorðs." Fljótt eftir stofnun SÍBS var einróma samþykkt, að meginverk- efnið skyldi verða að reisa Vinnu- heimili fyrir berklasjúklinga í þeim tilgangi að vinna gegn víta- hringnum illræmda, sem áður er getið. Þar átti að þjálfa upp starfsgetuna, þannig að leiðin lægi síður inn á hælin aftur, þótt starf hæfist á hinum almenna vinnu- markaði. Ekki er vafi á því, að persónuleg reynsla Júlíusar og kynni hans af vanda félaganna olli nokkru um það, hve ötullega hann barðist fyrir þessari stefnumörk- un sambandsins. Júlíus kom í Reykjalund, áður en stofnunin tók til starfa. Yfirhjúkrunarkonan fékk 3 væntanlega vistmenn til þess að vinna með sér að lokaund- irbúningi, Júlíus var einn af þeim. Litla samfélagið á Reykjalundi var um margt allsérstætt á fyrstu starfsárunum. Starfsfólk og vistmenn höfðu að verulegu leyti sömu áhugamál og áttu við svipuð vandamál að stríða. Allir áttu þann draum, að hin unga stofnun mætti vaxa og blómgast, gegna því hlutverki, sem henni var ætl- að, og í engu bregðast þeim von- um, sem við hana voru bundnar. Það nýmæli var í reglugerð Reykjalundar, að af- 5 manna stjórn skyldu 2 vera vistmenn á stofnuninni. Það var mikið lán fyrir Reykjalund, að í fyrstu stjórn völdust frá vistmönnum tveir sérstakir hæfileikamenn, annar þeirra var Júlíus Baldvins- son. Júlíus var vistmaður á Reykjalundi frá upphafi starfs til 1952. Hann reyndist þar sérstak- lega nýtur og hæfur starfsmaður, ekki aðeins sem stefnumarkandi stjórnarmeðlimur, heldur var hann einnig mjög liðtækur við lausn ýmissa vandamála vegna áhuga síns fyrir gengi staðarins og hæfileikans til þess að miðla málum. Framkoma hans var alúð- leg og einlæg og menn treystu honum gjarnan fyrir sínum vandamálum og leituðu ráða hjá honum. Júlíus lagði gjörva hönd á fjölmargt á Reykjalundi. Hann starfaði að trésmíði, bókhaldi og kennslu, en þar að auki tók hann til hendi við ýmislegt annað, þegar á þurfti að halda. Nokkrum mánuðum eftir kom- una á Reykjalund, kvæntist Júlíus Gyðu Kjartansdóttur, Gyða hafði alllengi þjáðst af berklaveiki, en hlotið nokkurn bata eftir stórar aðgerðir. Þau hjónin bjuggu síðan búi sínu í einu litla húsinu okkar og undu glöð við sitt. Er Júlíus hafði verið 18 mánuði á Reykja- lundi, skrifaði hann vini sínum á Vífilsstöðum bréf. Þetta bréf var síðan birt í Berklavörn. Þar stend- ur m.a.: „Þá átján mánuði, sem ég nú er búinn að dvelja hér, hefur mér oft verið hugsað til þessa kvölds, gert samanburð á því, sem ég vonaði þá, að dvölin á Reykja- lundi veitti mér og því, sem mér hefur hlotnast. Ég vonaði, að með væntanlegu starfi hér ykist mér bjartsýni og áræði, sem eins og þú kannast við var mjög takmarkað orðið. Ég varð ekki fyrir vonbrigð- um, og þar munu flestir vistmenn hafa sömu sögu að segja." 1952 hafði heilsufar þeirra hjóna batnað svo, að þau hurfu til Reykjavíkur, þar sem Júlíus gerð- ist skrifstofustjóri. Þar starfaði hann við góðan orðstír í 16 ár. Á þessum árum eignuðust þau hjón einkadóttur sína, Steinunni, sem nú dvelur í Þýskalandi. Aftur lá leið Júlíusar á Reykjalundi. Með auknum umsvifum vantaði hæfan starfskraft, er vel þekkti til verka á staðnum, og 1968 fluttu þau hjón hingað aftur. Hann tók upp þráð- inn að nýju í stjórn Reykjalundar og reyndist sem fyrr sérlega til- lögugóður og rökvís, enda brást dómgreind hans ógjarnan. 1970 varð Júlíus fyrir þeirri miklu sorg að missa Gyðu, konu sína. Hann var ætíð mikili heimilisfaðir, sem af natni og ástuð rækti heimili sitt þrátt fyrir langan vinnudag. Fé- lagsmál voru Júlíusi hugstæð, enda starf hans í SÍBS og Reykja- lundi samfelld félagsmálakeðja, en á síðustu árum sínum tók hann einnig verulegan þátt í hrepps- málum og var tvisvar á lista Sjálf- stæðisflokksins í Mosfellshreppi. 1977 kvæntist Júlíus Guðlaugu Torfadóttur. Þau bjuggu á Reykjalundi í farsælu hjónabandi, og þrátt fyrir, að aðrir sjúkdómar en berklarnir hrjáðu Júlíus í vax- andi mæli, þá átti hann margar góðar stundir með konu sinni síð- ustu æviárin. Fjölskyldur okkar Júlíusar bjuggu á sömu lóðinni um áratugi. Milli fjölskyldnanna voru mikil og náin samskipti. Við höfum nú misst einlægan vin og starfsfé- laga, vin, sem aldrei brást, sem alltaf mátti treysta. Ég og fjöl- skylda mín vottum ekkju Júlíusar, Steinunni dóttur hans, og tengda- syni einlæga samúð. Missir þeirra er mikill, en minnast skal þess, að þessi sjúkdómshrjáði maður leysti af hendi ævistarf, sem hverjum fullfrískum væri sómi að, ævi- starf, sem fjöldi einstaklinga hef- ur þegar notið góðs af og sem enn fleiri munu njóta I framtíðinni. Stjórn Reykjalundar þakkar ómetanlegt brautryðjandastarf og vottar aðstandendum öllum inni- lega samúð. Oddur Olafsson. Júlíus Baldvinsson veiktist ung- ur maður af lungnaberklum. Raunar komu þeir I ofanálag við annan lungnasjúkdóm, astma, sem Júlíus fann fyrir strax á ungl- ingsárum. Um hríð mátti ekki á milli sjá hvert hefði yfirhöndina, astminn, berklarnir eða þrek Júlí- usar. Þar kom að lokum að berkl- arnir lutu lægra haldi, a.m.k. sem virkur sjúkdómur, spor þeirra voru varanleg. Hins vegar hélt astminn áfram og þyngdist með árunum fremur en léttist. Síðar komu enn aðrir og varanlegri sjúkdómar. Varla er ofmælt að Júlíus hafi allt frá unglingsárum átt við sjúkdómaröð að etja sem varla á sinn líka meðal manna. Ekki verður sú röð rakin hér en fullyrða má að hver einn þessara sjúkdóma út af fyrir sig hefði orð- ið hverjum meðalmanni að um- talsverðu fótakefli. Að þeir fengu ekki sligað Júlíus — hann stóð ætíð réttur aftur — grundaðist á því að hann var ofan meðallags í burðum, andlegum og líkamlegum. Þeim beitti hann gegn eigin van- heilsu en að því slepptu átti hann samt eftir burði í ótrúlegum mæli og nýtti þá markvisst samferðar- mönnum í hag. Júlíus var meðal þess framúr- stefnufólks sem voru berklasjúkl- ingar á kreppuárunum og stofn- uðu félag sín á milli, SÍBS, haustið 1938. Félagið setti sér ýmis markmið sem mörgum þóttu ólík- leg þá og þættu enn, m.a. að koma í framkvæmd verkefni sem heil- brigðisyfirvöld á þeim tíma gátu ekki sinnt, sem var að koma á fót stofnun þar sem berklasjúklingar gætu endurhæfst og það mest á eigin vegum. SÍBS varð lífsnautur Júlíusar og vettvangur til hinsta dags. Júlíus var virkur þátttakandi í starfsemi Reykjalundar frá fyrsta degi hennar og til hinsta dags hans. Vinnuheimilið að Reykja- lundi tók formlega til starfa 1. febrúar 1945. Þann dag voru fyrstu vistmennirnir innritaðir og var Júlíus á meðal þeirra. Hann var í upphafi starfseminnar val- inn af vistmönnum fulltrúi þeirra í stjórn Reykjalundar og gegndi þeirri ábyrgð þar til hann útskrif- aðist 1952. Þar kvæntist hann fyrri konu sinni, Gyðu Kjartans- dóttur, sem var þar einnig vist- maður. Gyða lést 1970. Svo skipuðust mál síðar góðu heilli að Júlíus réðst starfsmaður að Reykjalundi árið 1968, til að byrja með skrifstofustjóri, síðar fulltrúi framkvæmdastjóra um öll málefni heimilisins (sjúkrahúss- ins). Og aftur settist hann í stjórn Reykjalundar sl. haust, nú sem fulltrúi stjórnar SÍBS. Fyrst kynntist ég Júlíusi 1962 þegar ég var ráðinn til starfa að Reykjalundi. Allt að daglegir sam- starfsmenn höfum við verið í hartnær 15 ár. Júlíus hélt manna mest uppi heilbrigðum metnaði fyrir hönd stofnunarinnar og stað- arins í heild og lét sig varða allt sem betur mátti fara í starfsem- inni innan dyra og utan. í hverju verki fylgdi hugur máli, jafnt smáviðvikum og meiri háttar úr- lausnarefnum. Það sveið honum ávallt ef ekki var unnt af fjár- hagslegum eða tæknilegum ástæð- um að framkvæma strax áform sem horfðu til bóta. Júlíus var loftkastalalaus mað- ur, nákvæmur í dagfari og starfi, virti til fulls staðreyndir á borð við tölur, bókhald og skýrslur og stóð báðum fótum fast í raunveru- leikanum. Bjóst reyndar við sama af öðrum. Hann var lipur sam- skiptamaður og sanngjarn, félags- lyndur með afbrigðum, vitandi að „sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér“. Þegar menn settu upp báta á land áður fyrr kölluðu þeir „samtaka nú“ um leið og þeir tóku á hver með því afli sem hann hafði yfir að búa, að öðrum kosti gekk ekki uppsátrið. Eftir á að hyggja var samhvatning af ámóta tagi þungamiðjan í viðhorfum Júlíusar til þess sem gera þurfti, og raunar allra sem á sínum tíma unnu að því að Reykjalundur reis. Sú fullyrðing, sem heyrst hefur, er án efa einföldun um of, að við- horf og viðmót íslendinga ein- kennist annars vegar af látlausri gamansemi, hinsvegar rammri al- vöru og að meðalhófið í þessum efnum sé fágætt með þeim. Hvað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.