Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
Peninga-
markaöurinn
Eining Kl. 09.15
1 Bandaríkjadollari
1 Sterlingspund
1 Kanadadoliari
1 Dönsk króna
1 Norsk króna
1 Sænsk króna
1 Finnakt mark
1 Franskur franki
1 Belg. franki
1 Svissn. franki
1 Hollenzkt gyllini
1 V-þýzkt mark
1 Itöl.k lira
1 Austurr. sch.
1 Portúg. escudo
1 Spénskur peseti
1 Japansktyen
1 írskt pund
(Sórstök
dróttarréttindi)
12/04
21,300 21,370
32,818 32,926
17,284 17,341
2,4749 2,4831
2,9836 2,9934
2,8506 2,8602
3,9357 3,9486
2,9319 2,9415
0,4414 0,4428
10,4258 10,4601
7,8008 7,8264
8,7898 8,8187
0,01475 0,01480
1,2496 1,2537
0,2196 0,2203
0,1576 0,1581
0,08962 0,08991
27,743 27,834
23,0174 23,0932
f-------------------------
GENGISSKRÁNING
NR. 68 — 13. APRÍL
1983
Kr. Kr.
Kaup Sala
GENGISSKRÁNING
FERÐAMANNAGJALDEYRIS
13. APRÍL 1983
— TOLLGENGI í APRÍL. —
Eining Kl. 09.15
1 Bandaríkjadollari
1 Sterlingspund
1 Kanadadollari
1 Dönsk króna
1 Norsk króna
1 Sænsk króna
1 Finnskt mark
1 Franskur franki
1 Belg. franki
1 Svissn. franki
1 Hollenzkt gyllini
1 V-þýzkt mark
1 itölak lira
Austurr. sch.
1 Portúg. escudo
1 Spónskur peseti
1 Japansktyen
1 írskt pund
Kr. Toll-
Sala gongi
23,507 21,220
36,219 30,951
19,075 17,286
2,7314 2,4599
3,2927 2,9344
3,1462 2,8143
4,3435 3,8723
3,2357 2,9125
0,4871 0,4414
11,5061 10,2078
8,6090 7,7857
9,7006 8,7388
0,01628 0,01467
1,3791 1,2420
0,2423 0,2154
0,1739 0,1551
0,09890 0,08887
30,617 27,822
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbaekur.............42,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).45,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1*... 47,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar.0,0%
5. Verötryggðir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Ávisana- og hlaupareikningar... 27,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður i dollurum....... 8,0%
b. innstæöur í sterlingspundum.. 7,0%
c. innstæöur i v-þýzkum mörkum... 5,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 8,0%
1) Vextir tærðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþáttur i sviga)
1. Víxlar, forvextir... (32,5%) 38,0%
2. Hlaupareikningar ... (34,0%) 39,0%
3. Afuröalán ........... (29,5%) 33,0%
4. Skuldabréf .......... (40,5%) 47,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 9 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán..........5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæð er nú 200 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur verið
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 105.600 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 8.800 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. A timabilinu frá 5 tll 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 4.400 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
264.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 2.200 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líður. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
I ín.n—;ylj, apni 1983 er
569 stig og er þá miöaö viö vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavíeitala fyrir apríl er 120
stig og er þá miöaö viö 100 í desember
1982.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Hljórtvarp kl. 20.30:
Varð einhver
útundan?
í hljóðvarpi kl, 20.30. er dagskrá í
umsjá Gerðar Pálmadóttur: Varð
einhver útundan?
— Ég ætla að reyna að vekja
fófk til umhugsunar um, hvað
verður um okkur, þegar við hætt-
um að geta tekið þátt í kapphlaup-
inu í hinu daglega lífi, annaðhvort
aldurs vegna eða óvæntra áfalla,
sagði Gerður. — Hver verður þá
ábyrgur fyrir okkur? í hvaða hús
er að venda? Þó að við borgum
alltaf skatta okkar og skyldur, er
ekki ævinlega víst, hver stendur
uppi með ábyrgðina, þegar við get-
um ekki lengur séð um okkur. Það
getur svo margt hent okkur á
lífshlaupinu, sem enginn er raun-
verulega ábyrgur fyrir. Ég reyni
eftir megni að varpa ljósi á þetta,
ekki síst í gegnum reynslu fólks
sem ég þekki. Oft virðist manni
eins og fólk sé svipt öllu persónu-
frelsi, þegar það eldist. Það er búið
að vera í steinkassaboxinu alla
sína starfstilveru og þegar kraft-
arnir eru á þrotum, þá er það sett
í annars konar box, hvort sem það
vill eða ekki; má raunar þakka
fyrir að lenda þar. Sé það ekki orð-
ið nógu gamalt til að fara á elli-
heimili, þá á það hvergi heima;
passar ekki í kerfið; þá er ekki til
neitt box fyrir það. En auðvitað
getum við ekki krafist alls af rík-
inu; það sýnist hafa nóg á sinni
könnu. Ég er á því, að við verðum
sjálf að taka þetta að verulegu
leyti í okkar hendur, einstakl-
ingarnir, e.t.v. í samstarfi við rík-
ið, en við ættum að hafa frum-
kvæðið sem mest sjálf.
Gerður Pálmadóttir
Félagsmál og vinna kl. 11.40:
Horfur í atvinnumálum
Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.40 er
þátturinn Félagsmál og vinna.
Umsjón: Skúli Thoroddssen.
— Ég tala við Óskar Hall-
grímsson, sem er deildarstjóri
vinnumáladeildar félagsmála-
ráðuneytisins, sagði Skúli. — Og
við munum ræða um atvinnu-
málin eins og þau hafa verið í
vetur og horfurnar framundan.
Það er í verkahring vinnumála-
deildarinnar að fylgjast grannt
með atvinnuþróuninni hér á
landi og nýlega flutti óskar er-
indi um þessi mal sambands-
stjórnarfundi Verkamannasam-
bands fslands. Horfurnar virð-
ast ekki beint gæfulegar að sjá,
svo að mér fannst ástæða til að
forvitnast um það hjá Óskari,
hver staðan er.
Verslun og viöskipti kl. 10.35:
Rætt við Sigurð E. Har-
aldsson, nýkjörinn formann
Kaupmannasamtakanna
Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.35 er
þátturinn Verslun og viðskipti.
Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson.
— Að þessu sinni ræði ég við
Sigurð E. Haraldsson, nýkjörinn
formann Kaupmannasamtaka
íslands. Við tölum vítt og breitt
um ástandið í þeirri atvinnu-
grein, sem hann er í forsvari
fyrir; helstu mál, sem samtökin
fást nú við, og viðhorf nýkjörins
formanns til þeirra viðfangs-
efna, sem við honum blasa.
Sigurður E. Haraldsson
Útvarp Reykjavík
FIM41TUDKGUR
14. aprfl
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur
Árna Böðvarssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: Ragnheiður Jé-
hannsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Branda litla og villikettirnir"
eftir Robert Fisker f þýðingu
Sigurðar Gunnarssonar. Lóa
Guðjónsdóttir les (9).
9.20 Leikfimi. Tiikynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.35 Verslun og viðskipti. Um-
sjón: Ingvi Hrafn Jónsson.
10.50 „Aprflrósir“ smásaga eftir
Guðnýju Sigurðardóttur. Arn-
hildur Jónsdóttir les.
11.00 Við Pollinn. Ingimar Eydal
velur og kynnir létta tónlist
(RÚVAK).
11.40 Félagsmál og vinna. Um-
sjón: Skúli Thoroddsen.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Fimmtudagssyrpa. — Ásgeir
Tómasson.
SÍDDEGIÐ
14.30 „Vegurinn að brúnni" eftir
Stefán Jónsson. Þórhallur Sig-
urðsson les þriðja hluta bókar-
innar (3).
15.10 Miðdegistónleikar: Garrich
Ohlson leikur á píanó þrjár Pol-
onesur eftir Frédéric Chopin/
Paul Torteiier leikur eigin svítu
í d-moll fyrir einleiksselló.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Útvarpssaga barnanna:
„Hvítu skipin“ eftir Johannes
Heggland. Ingólfur Jónsson frá
Prestbakka þýddi. /nna Mar-
grét Björnsdóttir les (14).
16.40 Tónhornið. Stjórnandi: Guð-
rún Birna Hannesdóttir.
17.00 Djassþáttur. Umsjónarmað-
ur: Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
17.45 Síðdegis í garðinum með
Hafsteini Hafliðasyni.
18.00 Neytendamál. Umsjónar-
menn: Anna Bjarnason, Jó-
hannes Gunnarsson og Jón Ás-
geir Sigurðsson.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
«noæblavteÁ 8ii»j)io<I
aóillM)! 0S.IS
-eóiugiB mlalO :nnsmisnó{smlJ
.nosaanól lubnumgÖ go no»
Asnöi'i (uöva’J) nigninlál 0S.SS
iiöjfculioJ .0761 M bnymöid
.JiovtuldlaóÁ æaivaD atso')
-iongi8 önomiB .bnatnoM aovY
ibnBftf*! .itt9Si9l oloiidsD go 19
.sisnjjsH sngaH
doháidsgaa 06.00
auoAairreöi
liiqa .ðl
ilámnda) á qhgáattöil fifc.ei
iuÓ9v go littöil 00.0S
áitfesab 9o i89niavl9uÁ 0S.0S
inmTöb k 0F.0S
-gi8 haX inðiamiaaöigmlJ
amiB linnyJi .noeBgayi)
.littöbellöiH
ddoinodP. Ofi.OS
nöjwmu 1 luttádsgfihugssa
KVÖLDIÐ
19.00 Kvöldfréttir.
19.40 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Fimmtudagsstúdíóið — Út-
varp unga fólksins. Stjórnandi:
Helgi Már Barðason (RÚVAK).
20.30 Varð einhver útundan? —
Dagskrá í umsjá Gerðar Pálma-
dóttur.
21.30 Almennt spjall um þjóð-
fræði. Dr. Jón Hnefill Aðal-
steinsson sér um þáttinn.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Gestur í útvarpssal: Jon
Faukstad frá Noregi leikur á
harmoniku
a. Telemarksvíta eftir Sparre
Olsen.
b. Fjórar kaprísur eftir Dag
Schelderup-Ebbe.
c. Þrjár sónötur eftir Domenieo
Cimarosa.
d. Þrjú þjóðlög úr Guðbrands-
dal.
23.00 „Þetta með múkkann”
Kristín Bjarnadóttir les eigin
Ijóð.
23.15 íslensk þjóðlög. Hamrahlíð-
arkórinn syngur. Þorgerður Ing-
ólfsdóttir stjórnar.
23.25 „Heljarótti fólksins", smá-
saga eftir Ásgeir R. Helgason.
Höfundur les.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.