Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 48
^^^skriftar-
síminn er 830 33
FIMMTUDAGUR 14. APRIL 1983
Tvennt lézt í
umferðarslysi
TVÖ ungmenni létust og eitt slasaðist alvarlega í umferðarslysi á mótum
Þorlákshafnar- og Ölfusvegar í gaer. Um klukkan 15 í gær skullu þarna
saman fólksbifreið og stór flutningabifreið með áður greindum afleiðingum.
Bifreiðastjóra flutningabifreiðarinnar sakaði ekki, en ungmennin voru öll í
fólksbifreiðinni.
Slysið varð með þeim hætti, að
flutningabifreiðinni var ekið frá
Þorlákshöfn áleiðis til Reykjavík-
ur og fólksbifreiðinni, sem í voru
þrjú ungmenni, eftir Ölfusvegi frá
Hveragerði. A gatnamótunum
skullu bifreiðarnar síðan saman.
Tvítug stúlka frá Selfossi og átján
ára piltur frá Þorlákshöfn létust
þegar, en sautján ára stúlka slas-
aðist mjög alvarlega og var flutt á
slysadeild Borgarspítalans.
Ekki er unnt að birta nöfn
hinna látnu að svo stöddu.
Marzmánuður:
Um 1400 manns
án atvinnu að með-
altali dag hvern
RÖSKLEGA 30 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á öllu landinu í
marzmánuði sl., samkvæmt upplýsingum vinnumáladeildar félagsmála-
ráðuneytisins. Þetta jafngildir því að liðlega 1.400 manns hafi verið á
atvinnuieysisskrá dag hvern allan mánuðinn, sem svarar til 1,3% af
mannafla á vinnumarkaði í mánuðinum.
Morgunbladid/RAX.
Fyrirtæki víða um land hafa nú hafist handa um að skyggna og ormahreinsa allan saltfisk í samræmi við nýjar
reglur SÍF þar að lútandi. Þessi mynd var tekin í Fiskverkun Þorra í Sandgerði í gær, þar sem unnið var að því
að skyggna saltfisk. Talin frá vinstri: Guðríður Kristjánsdóttir, Ingilaug Gunnarsdóttir, Unnur Guðjónsdóttir,
Sigtryggur Pálsson og Leifur Guðjónsson.
Til samanburðar voru 618
manns á atvinnuleysisskrá allan
marzmánuð 1982, sem þýðir að
aukningin á atvinnuleysi milli ára
er liðlega 130%. Atvinnuleysi, sem
hlutfall af mannafla á vinnumark-
aði, er um 0,6%.
Skráðir atvinnuleysisdagar í
febrúarmánuði sl. voru 36.312,
sem jafngildir því, að 1.676 manns
hafi verið á atvinnuleysisskrá all-
an mánuðinn, en það er um 1,6%
af mannafla á vinnumarkaði.
Fjöldi atvinnulausra var mestur
á höfuðborgarsvæðinu í marz, eða
577 talsins, borið saman við 213
manns á sama tíma í fyrra. Hlut-
fallsleg fjölgun atvinnulausra
milli ára er því tæplega 171%. At-
vinnulausir í febrúarmánuði sl.
voru 667 talsins á höfuðborgar-
svæðinu.
Fjöldi atvinnulausra á Norður-
landi eystra var 240 í marzmánuði
sl., en til samanburðar var tala
atvinnulausra á sama tíma í fyrra
130. Fjölgun atvinnleysingja' milli
ára er því tæplega 85%. Fjöldi at-
vinnulausra í febrúarmánuði sl. á
Norðurlandi eystra var 294.
Hlutfallsleg aukning á atvinnu-
leysi er mest á Suðurlandi í marz
sl., en fjöldi atvinnulausra var 103,
borið saman við 34 á sama tíma í
fyrra. Fjölgunin er því í námunda
við 203% milli ára.
OrmaskoÖun á saltfiski á þessu ári:
Hátt í 80 manns
ekkert annað og
gera
kostn-
aður eykst um 80 millj.
í fiskverkunarhúsum víöa um land
vinnur nú margt fólk viö að hreinsa
hringorm úr saltfiski, nokkuð, sem
ekki hefur verið gert í slíkum mæli
áður. Reiknað hefur verið út, að miðað
við 60 þúsund tonna framleiðslu í ár
nemi aukin vinnulaun vegna orma-
tínslunnar um 80 milljónum króna. Þá
er ekki talið með það verðmætatap,
sem hlýzt af rýrnun físksins, t.d. með
því að henda þunnildum, og ekki held-
ur sá mikli stofnkostnaður, sem Ijósa-
borð og önnur tæki til tínslunnar
kosta. Þá er einnig Ijóst, að fískurinn
getur farið illa við ormahreinsunina og
nokkur hluti hans verður aldrei
matshæfur eftir þeim reglum, sem nú
gilda.
Svo tekið sé dæmi um einstaka
framleiðendur þá sagði verkandi á
Geir Hallgrímsson um ríkisstjórnina á fjölmennum fundi á ísafirði í gærkvöldi:
Versti viðskilnaður
í sögu lýðveldisins
- Hættumerki á erlendum lánamörkuðum
ísafiröi, 13. aprfl. Frá Ólafi ióhannessyni blaöamanni Mbl.
„ENN einu sinni stöndum við sjálfstæðismenn frammi fyrir þrotabúi
vinstri stjórnar. Að þessu sinni horfumst við í augu við versta viðskilnað
nokkurrar ríkisstjórnar í sögu lýðveldis okkar og um leið hinn alvarleg-
asta, vegna þess að svo mjög hefur verið vegið að undirstöðum efnahags-
lífs okkar og svo lítið hefur verið hugað að framtíðinni,“ sagði Geir
Hallgrímsson formaður Sjálfstæöisflokksins á fjölmennum stjórnmála-
fundi á Hótel ísafírði í kvöld.
Geir sagði að allir þekktu
viðskilnaðinn í tölum. Verð-
bólguhraðinn hefði verið 120%
síðastliðna þrjá mánuði, kaup-
mætti hefði hrakað um 6—8% á
þessu ári og atvinnuleysisvofan
birtist í hverri dyragættinni af
fætur annarri. Þá stefndi í
greiðsluþrot atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, byggingasjóðir væru
fjárvana og fiskveiðasjóður í
raun óstarfhæfur. Einnig
minnkaði sparnaður sífellt í óða-
verðbólgu vinstri stjórnar og
lánsfjárkreppa héldi innreið
sina.
Þó kvaðst Geir telja að við-
skilnaður vinstri stjórnarinnar
væri verstur af þeim ástæðum
að þannig hefði verið haldið á
málum að meðal almennings
ríkti djúpstæð vantrú á getu
stjórnmálamanna. Þannig hefði
verið staðið að málum að við
blasti pólitísk upplausn og birt-
ist í framboðslistum nýrra aðila,
sem vildu fleyta rjómann ofan af
óánægju almennings.
Geir sagði að ákveðin hættu-
merki sýndu að lánstraust ís-
lendinga erlendis væri að veikj-
ast og fyrir nokkrum mánuðum
hefði íslenzkt skuldabréfaupp-
boð á erlendum peningamörkuð-
um valdið vonbrigðum, því
skuldabréfin hefðu selzt á
óhagstæðari kjörum en stefnt
var að. Þá væru erlendir banka-
menn farnir að velta því fyrir
sér hvort íslendingar myndu
óska eftir skuldbreytingarlánum
á borð við þau sem Mexíkó, Braz-
ilía og Pólland hefðu fengið und-
anfarna mánuði.
Geir Hallgrímsson sagði að
grundvallaratriði í íslenzkum
stjórnmálum næstu mánaða
væri að endurvekja traust al-
mennings á getu stjórnmála-
manna. Geir sagði að víðtæk
samstaða væri ein af forsendum
þess að það gæti tekizt. Styrjald-
arástand á borð við það sem
skapaðist vorið 1978 væri fám-
ennu þjóðfélagi hættulegt. Með
þessum orðum kvaðst Geir ekki
vera að segja að hann teldi ríkis-
stjórn allra flokka ekki vænleg-
ustu leiðina að kosningum lokn-
um, og sér væri ljóst eftir að
hafa tvívegis reynt að skapa
samstöðu um þjóðstjórn, að
meiri þjóðarvoði þyrfti að vera
yfirvofandi en það sem nú væri
til að slíkt mætti takast. Sagðist
Geir vera þeirrar skoðunar að
náið samstarf ríkisstjórnar og
Alþingis, hagsmunasamtaka
verkalýðs og vinnuveitenda, væri
ein af forsendum þess að vel
tækist til.
Geir sagði að lokum í ræðu
sinni að þjóðin þarfnaðist þeirr-
ar kjölfestu og frumkvæðis sem í
Sjálfstæðisflokknum byggi, ein-
um þeirra flokka sem nú væri
um að velja til að leiða þjóðina
frá upplausn til ábyrgðar.
Ólafsvík í gær, að hann reiknaði
með að kostnaður við að hreinsa
hvert kíló af fiski væri um 2 krónur.
I fyrra framleiddi fyrirtæki hans
1400 lestir af saltfiski og ef sá fiskur
hefði verið hreinsaður hefði kostn-
aður numið 2,8 milljónum hjá þessu
eina fyrirtæki.
í samningum við Portúgali á dög-
unum var samið um 10% lægra verð
f dollurum heldur en á síðasta ári og
svipaða sögu er að segja af öðrum
mörkuðum. Saltfiskframleiðendur
voru því illa í stakk búnir til að
mæta því vandamáli, sem ormur í
saltfiski er orðinn.
1 lauslegri áætlun hefur verið gert
ráð fyrir, að 15 sekúndur taki að
skyggna hvern saltfisk á ljósaborði
og síðan 10—15 sekúndur að tína
hvern orm úr fiskinum. Talið er
mun seinlegra að hreinsa hringorm
úr saltfiski heldur en nýjum flökum
þar sem saltfiskurinn er með roði,
beinum, svartri himnu og auk þess
þakin salti. Áður var talið, að launa-
kostnaður næmi 15—17% af fram-
leiðslukostnaði í saltfiskvinnslu, en
nú má ætla að þessi hluti kostnaðar-
ins fari í um 20%. Ef reiknað er
með, að íslendingar flytji út um 36
milljónir „saltfiska“ í ár tekur
75 —80 mannár að gegnumlýsa þá
fiska. Þá er eftir að reikna kostnað
við að tína orminn úr fiskinum.
Ormavandamálið er ekki lengur
bundið við afmörkuð svæði, heldur
hefur það breiðst út um allt land.
Það var matvælaeftirlitið í Portú-
gal, sem gerði athugasemd við 1.200
tonna saltfiskfarm flutningaskips-
ins Suðurlands vegna hringorms í
prufum, sem teknar voru. Skipið var
væntanlegt hingað til lands í nótt
með farminn og verður fiskurinn
hreinsaður í Keflavík og Hafnar-
firði á næstunni. Forráðamenn SÍF
töldu kostnað áþekkan við að
hreinsa fiskinn hér heima og erlend-
is, en ýmsir óvissuþættir hefðu verið
samfara hreinsun fisksins ytra. Því
var valinn sá kostur að flytja
fiskinn hingað til lands á ný, en
beinn kostnaður við flutninginn er
áætlaður um 5 milljónir króna.
Sjá nánar á miðopnu.