Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
15
um um margt ólík og við umgöng-
umst hvort annað ekki mikið utan
vinnutímans. Við eigum jú öll
okkar einkalíf og flestir hafa hald-
ið sínu einkalífi óbreyttu frá því
sem var áður en við kynntumst við
gerð þessara þátta. Flestir hafa
sínar fjölskyldur og áhugamálin
eru ólík. Sjálfur er eg heimakær
og ekki mikill samkvæmismaður.
Ég kann best við mig heima þar
sem ég get sinnt mínum áhuga-
málum, sem eru m.a. ljósmyndun,
söfnun fágætra glermuna og
gamlir Ford-bílar. Eg var rétt áð-
an að koma úr ökuferð með einum
félaganna úr íslenska fornbíla-
klúbbnum."
En nú hafa stundum komið upp
sögur um ríg á milli ykkar leikar-
anna í Dallas, t.d. um stærð hlut-
verkanna og einnig hefur komið
upp kvittur um að Victoria Princ-
ipal sé sérlunduð og erfið í um-
gengni, svo dæmi sé tekið?
„Það er eitt sem við skulum
hafa alveg á hreinu. Mikið af því
sem skrifað er um leikara og fólk í
skemmtiiðnaðinum er uppspuni
frá rótum. Því miður er það svo,
að mörg tímarit og blöð í Banda-
ríkjunum lifa á slúðursögum, sem
enginn fótur er fyrir, en þetta er
nokkuð sem leikarar og annað
frægt fólk verður að lifa með. Það
er hins vegar full ástæða til að
brýna það fyrir fólki að trúa ekki
öllu eins og nýju neti sem það les í
slúðurdálkum þessara blaða. Ef
þú ert að fiska eftir einhverju
„krassandi" um samleikara mína í
Dallas verður þú að fara eitthvað
annað en til mín.“
í íslenskum blöðum í morgun
var haft eftir þér að þú kynnir vel
við Larry Hagman, og að hann
væri svolítið „crazy". Geturðu út-
skýrt þetta eitthvað nánar?
„Með því að nota orðið „crazy“
átti ég ekki við að hann væri geð-
veikur ef einhver hefur skilið það
svo. Það sem ég átti við er að hann
er mikill húmoristi og finnur oft
upp á skemmtilegum uppátækjum
sem lífga upp á tilveruna. Það er
rétt að ég kann afskaplega vel við
Larry Hagman enda er hann ein-
stakur persónuleiki, bæði greindur
og skemmtilegur. Hann lifir lífinu
lifandi skulum við segja."
En svo við víkjum aftur að um-
tali um leikara og fólk í skemmti-
iðnaðinum. Hvað um allar sögurn-
ar um villt líferni, áfengisneyslu
og eiturlyf?
„Ef þú átt við að leikarar upp til
hópa lifi óheilbrigðu lífi er það
ekki satt. Það eru fjölmiðlar sem
hafa komið þessu óorði á stéttina.
Það eru aðuvitað dæmi um að fólk
hefur farið flatt á frægðinni og
peningunum, en slíkt er frekar
undantekningin en reglan. Fjöl-
miðlar eru hins vegar ósparir á að
greina frá slíku þegar frægt fólk á
í hlut. Ef frægur leikari sést inni á
bar er sagan strax komin í blöðin,
en enginn minnist á pípulagn-
ingarmanninn sem er að gera það
nákvæmlega sama á næsta bar.
Áfengi og eiturlyf eru út um allt,
ekkert frekar hjá leikurum en öðr-
um. Sem leikari geng ég ekki
framhjá fleiri áfengisverslunum
en pípulagningarmaðurinn eða
bankamaðurinn. Það er ekkert
meira áfengismagn í samkvæmum
hjá leikurum en í öðrum sam-
kvæmum, þótt svo mætti ætla af
frásögnum fjölmiðla."
Þér hefur orðið nokkuð tíðrætt
um pípulagningarmenn í samlík-
ingum við aðrar séttir. Hvers
vegna er það?
„Nú gerði ég það, — kannski er
það vegna þess að ég vann eitt
sinn sjálfur við pípulagnir."
Og þetta svar Ken Kercheval
leiðir samtalið inn á aðrar brautir,
— að honum sjálfum, uppruna
hans og ferli.
Um pípulagnir
og leiklist
„Ég er frá Indiana, kominn af
læknum í föðurætt og bændafólki
í móðurætt. Við vorum tvö systk-
inin og þegar ég var krakki var
fjölskyldan á stöðugu flakki þar
sem pabbi var héraðslæknir og
kom víða við. Það kom tiltölulega
snemma í ljós að ég hafði ekki
Sterkir—lettir
—þægilegir
Ný gerö af
I gönguskóm á alla
| fjölskylduna
Tískulitir.
Stærðir: nr. 28—46. i
&
9
TUDOR
RAFGEYMAR
tilboð ársins
r
I tilefni 5 ára afmælis okkar bjóðum við 30%
afslátt á gerð 4298 sem passar í flesta bíla.
Passar m.a. í:
Alla ameríska bíla
Alla sænska bíla
Alla pólska bíla
Alla rússneska bíla
Alla stærri japanska bíla
Alla stærri ítalska bíla o.fl.
60 Ampertímar 380 Amper kaldræsiþol stærð 27x 17,5x22,5 cm
Verð aðeins kr. 890.-
Umboðsmenn um land allt m.a.
áhuga á að feta í fótspor feðranna
og stunda læknastörf heldur
hneigðist hugur minn að leiklist.
Raunar byrjaði ég sem söngvari og
söng m.a. í kórum og kom fram í
kabarettum og revíum. Þegar ég
var sautján ára hóf ég nám í
Indiana-háskóla en hvarf fljótlega
frá námi þar þegar ég fékk hlut-
verk í einni uppfærslunni á söng-
leiknum „Kiss Me Kate“ og eftir
það varð ekki aftur snúið af leik-
listarbrautinni. Ég sneri mér því
að leiklistarnámi og síðan fór ég
að fá hlutverk hér og þar. Ég var
um tvítugt þegar ég kvæntist og
stofnaði fjölskyldu og börnin þrjú,
tveir synir og ein dóttir, fæddust á
árunum 1957 til 1962. (Þvf má
skjóta hér inn í að Ken er nú
fráskilinn og býr með unnustu
sinni, Ava Fox, sem kom með hon-
um hingað til lands.)
Það gekk á ýmsu í leiklistinni
fyrstu árin og til að sjá mér og
mínum farborða varð ég jafn-
framt að stunda ýmis störf sem til
féllu. Og þar erum við komnir að
pípulagningarmanninum Ken
Kercheval, en auk þess vann ég við
margt annað, svo sem trésmíðar,
sölumennsku og fleira. Síðan vatt
þetta smám saman upp á sig i
leiklistinni og ég fór að fá stærri
hlutverk og betri samninga, m.a. á
Broadway. Þannig gerðist ég at-
vinnuleikari, fyrst og fremst
sviðsleikari, og starfaði sem slikur
í mörg ár, aðallega í New York.“
Geturðu nefnt einhverjar upp-
færslur frá þessum árum sem eru
þér sérstaklega minnisstæðar?
„Það er nú af mörgu að taka og
má þar m.a. nefna uppfærslu á
„Dead End“ eftir Sidney Kingsley,
sem var sýnt í Equity Library
leikhúsinu. Þar kynntist ég m.a.
Dustin Hoffman og' við urðum
miklir mátar og höfðum haldið
kunningsskap okkar æ síðan.
Fyrsta sýningin mín á Broadway
verður mér einnig alltaf minnis-
stæð, en það var „Something
About a Soldier" og svo get ég
nefnt „Who’s afraid of Virginia
Woolf", sem við ferðuðumst með
um Bandaríkin og svo auðvitað
„Fiddler on the Roof“, sem sýnt
var við metaðsókn á Broadway.
Seinni árin mín í New York var ég
einnig farinn að koma fram í sjón-
varpsþáttum og það varð upphafið
að því að ég fluttist til Los Angel-
es. Fyrsta hlutverkið mitt, éftir að
ég fluttist til L.A. var í kvik-
myndinni „F.I.S.T." og á eftir
fylgdu svo hlutverk í hinum ýmsu
sjónvarpsþáttum þar til árið 1978,
að ég undirritaði samning um
hlutverk Cliff Barnes í Dallas."
Tíminn var nú að hlaupa frá
okkur þannig að ekki var unnt að
fara nánar út í leikferil Ken
Kercheval né heldur ræða um
reynslu hans af áfengisvandanum.
Þeirri hlið málanna hefur raunar
verið gerð ágæt skil í fjölmiðlum.
Hann vildi þó að lokum koma á
framfæri hrifningu sinni á starf-
semi SÁÁ og af þessum stuttu
kynnum sínum af íslandi og Is-
lendingum. — „Það er stórkostlegt
starf sem verið er að vinna hérna,"
sagði hann.
Hvernig það atvikaðist að þessi
þekkti leikari lagið á sig langt
ferðalag hingað til Islands til að
kynna sér starfsemi SÁÁ og
leggja sitt af mörkum í baráttunni
við áfengisdrauginn má rekja í
stuttu máli á þá leið, að þekktur
læknir frá Los Angeles hafði
heyrt um starfsemi SÁÁ á Islandi
er hann var á læknaráðstefnu í
London fyrir skömmu. Hann varð
mjög hrifinn af því sem þar kom
fram og þegar hann kom aftur
heim til Los Angeles frétti hann
af fulltrúum SÁÁ þar í borginni
og setti sig í samband við þá.
Hann vildi allt gera til að greiða
götu þeirra SÁÁ-manna og meðal
annars hafði hann samband við
kunningja Ken Kercheval. Þegar
málið var borið upp við leikarann
lýsti hann sig strax fúsan til far-
arinnar. Og ástæðan: — „Þegar
maður hefur kynnst áfengisbölinu
af eigin raun vill maður gjarnan
hjálpa öðrum til að losna úr þessu
víti. Þess vegna kom ég hingað,"
— Sv.G.
Aðalstöðin, Keflavík
Brautin, Akranesi
Vélsm. Bakki, Borgarfirði
Póllinn hf., ísafirði
Ljósvakinn, Bolungarvík
Varahlutav. G.G. Egilsstöðum
Elías Guðnason, Eskifirði
Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn
K/F Rangæinga, Hvolsvelli
K/F Þór, Hellu
Neisti, Selfossi
Viðgerðarverkstæðið, Varmalandi
Bifreiðaþjónustan, Þorlákshöfn
Olís og Shell benzínstövar í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,
Akranesi, Akureyri, Vestmanna-
eyjum, Vopnafirði, Seyðisfirði.
Bifreiðav. Guðjóns, Patreksfirði
Vélsm. Jóns & Erlings, Siglufirði
Josep Zophoníasson, Akureyri
Bifreiðaverkstæði Jóns Þ., Húsavík
Sölvi Ragnarsson, Hveragerði
K/F Fáskrúðsfirði
Rafgeymaþj. Árna, Verið 11-R
K/F Rangæinga, Rauðalæk
K/F Saurbæinga, Skriðulandi
Lucas verkstæðið, Síðumúla, R.
Við bjóðum ókeypis
rafgeymaskoðun. Lítið við
- Það borgar sig
Laugavegi 180 Sími 84160