Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 21 KW Verdbólga og vinstri stjórn „Lækkun verðbólgu ... besta kjarabótin“ VERÐBÓLGAN stefnir í yfir 100% samkvæmt útreikningi Seðlabanka íslands og í 105% miðað við bygg- ingavísitölu, hraði hennar er því rúmlega 10 sinnum meiri en að var stefnt með sáttmála ríkisstjórnar- innar frá 8. febrúar 1980. Fram- sóknarmenn telja að með þeim sáttmála hafi niðurtalningarstefna þeirra verið gerð að sameiginiegu pólitísku markmiði stjórnaraðil- anna. Niðurtalningin er hafin! sögðu framsóknarmenn sigri hrósandi í ársbyrjun 1981 þegar efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar um áramótin höfðu verið kynntar. Hinn 2. janúar 1981 birtist viðtal við Jón Ormar Halldórsson, að- stoðarmann forsætisráðherra og formann efnahagsnefndar ríkis- stjórnarinnar, í Helgarpóstin- um. Hann lýsti aðgerðum ríkis- stjórnarinnar með þessum orð- um: „f stað 70% verðbólgu og ört rýrnandi kaupmáttar, verða stigin skref sem munu leiða til lægri verðbólgu — ef til vill 40% á sama tíma að ári. Lækkun verðbólgunnar hlýtur að vera sú besta kjarabót, sem menn geta gert sér vonir um, því verðbólg- an rýrir kjör launþega ... Þess- Jón Ormur Halldórsson ar ráðstafanir eru miðaðar við eitt ár og jafnvel lengri tíma og eiga að skapa okkur svigrúm til að komast út úr þessum víta- hring sem íslenskt efnahagslíf hefur verið í síðasta áratuginn u Allar tillögur ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum frá því að þessi orð voru sögð hafa náð fram að ganga. Verðbólguhrað- inn er engu að síður mun meiri nú en þegar ríkisstjórnin hóf að vinna að hjöðnun verðbólgunnar. í hádeginu í gær heimsótti Guðmundur H. Garðarsson, sem skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, starfsfólk Hans Petersen hf. á Lynghálsi, kynnti stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og svaraði fyrirspurnum. Einvala liö: Siemens- heimilistækin Urval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér lið við heimilisstörfin. Framboðskynning Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpi: Ekki spurning um fjármagn heldur vönduð vinnubrögð segir Inga Jóna Þórðardóttir SÚ ÁSÖKUN Alþýðubandalagsins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft umfram fjármagn til að gera fram- boðskynningu sína í sjónvarpi er algjöríega út í hött, enda bauð sjónvarpið öllum flokkum jafna aðstöðu, sagði Inga Jóna Þórðar- dóttir framkvæmda8tjóri Sjálf- stæðisflokksins, er hún var innt álits á frétt í Þjóðviljanum, þar sem gefið er í skyn að flokkunum hafi verið mismunað við gerð þess- ara þátta. „Viö nýttum okkur þá stúdíó- tíma sem sjónvarpið bauð uppá eins og allir flokkarnir gerðu nema Framsóknarflokkur. Hins vegar var vonlaust að taka upp útiatriðin á þeim þremur tím- um, eins og fólst í boði sjón- varpsins, enda kom það fram bæði í þætti Alþýðubandalags- ins og Sjálfstæðisflokks að það dugði auðvitað ekki til, sagði Inga Jóna. Hún sagði ennfremur að Gísli B. Björnsson, auglýs- ingagerðarmaður, hefði undir- búið kynningarþátt Alþýðu- bandalagsins, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki leitað á náðir auglýsingastofu." Alþýðu- bandalagsmenn eru að reyna að læða því inn hjá fólki að okkur hafi tekist að gera góðan þátt í krafti fjármagns vegna von- brigða með eigin þátt. En þetta er ekki spurning um fjármagn heldur vönduð vinnubrögð, sagði Inga Jóna Þórðardóttir, að lok- um. Öll tæki á heimiliö frá sama aöila er trygging þín fyrir góöri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. rMFA-------------------------------- Félagsmálaskóli alþýðu 1. önn 8.—20. maí 1. önn Félagsmálaskóla alþýöu veröur í orlofsbyggöinni að lllugastööum í Fnjóska- dal 8.—-20. maí 1983. Námsefni m.a. Félags- og fundarstörf, ræöumennska, framsögn, hópefli, vinnu- réttur, vinnuvernd, skipulag, stefna og starfshættir ASÍ, saga verkalýöshreyfingar- innar, vísitala og kjararannsóknir. Auk þess menningardagskrár og listkynning. Félagsmenn aöildarfélaga ASÍ eiga rétt á skólavist. Umsókn um skólavist þarf aö berast skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, s. 84233, fyrir 3. maí nk. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu MFA, sími 84233. Menningar- og fræöslusamband alþýöu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.