Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
Féfletting?
— eftir Leó E. Löve
Mikill er máttur peninganna.
„Afl þeirra hluta sem gera skal“
hafa þeir verið nefndir, og sjálf-
sagt er margt til í því.
Ekki er nóg með að peningar séu
slíkt afl, heldur eru íslenskar að-
stæður þær, að eigendur reiðufjár
geta ávaxtað það með ævintýra-
legum hætti — á löglegan hátt þó.
Vissulega er slík ávöxtun afleið-
ing lausafjárskorts í þjóðfélaginu
og ekkert við það að athuga að
menn reyni að ávaxta fé sitt sem
best.
Hins vegar hefur sú þróun orðið
í fjármálalífi hins almenna borg-
ara á íslandi að undanförnu —
fyrir tilstilli milliliða — að ein-
staklingar eru dregnir inn í hring-
iðu þess fjármálalífs sem áður var
drepið á, og að mínu áliti allt að
því féflettir.
Því get ég ekki orða bundist og
set þessar línur á blað — f þeirri
von að þeir sem málið varðar skoði
hug sinn og breyti viðhorfum sín-
um.
Bfll keyptur gegn
stadgreiðslu
Áður en lengra er haldið ætla ég
að taka dæmi sem skýrir nokkuð
hve gífurlegur munur er á að hafa
reiðufé í höndunum og svo aftur
því að hafa fé til ráðstöfunar á
nokkrum tíma.
Setjum svo að maður komi með
bíl sinn á bílasölu í þeim tilgangi
að selja hann. Bíllinn er 150.000
„Þarna verða fasteigna-
sölunum á hrapalleg
mistök. Þeir miða við-
skipti manna á meðal —
vinnandi fólks — við
verðbréfaviðskipti fjár-
málamanna í þjóðfélagi
sem alltaf vantar reiðu-
fé. Þeir leyfa sér að
bjóða kaupanda upp á
íbúðarkaup með svo
hrikalegu álagi á lánsfé,
að mér liggur við að
kalla rán.“
kr. virði, þ.e. bílasalinn „setur það
á bílinn".
Annaðhvort selur maðurinn bíl-
inn gegn staðgreiðslu eða með
hefðbundnum kjörum, útborgun
og jöfnum mánaðarlegum afborg-
unum.
Við staðgreiðslu þarf maðurinn
að gefa staðgreiðsluafslátt, sem
nemur u.þ.b. 20.000.- kr.
Staðgreiðslusöluverð er því
130.000.- kr.
Hefðbundin kjör væru þau, að
útborgun í reiðufé væri 80.000.- kr.
en mismunurinn, 70.000.- kr., yrði
greiddur með mánaðarlegum af-
borgunum á 6 mánuðum vaxta-
laust.
Með því að lána í bílnum hefur
seljandinn fengið 70.000.- kr. í
víxlum í stað 50.000.- kr. í reiðufé
sem hann hefði fengið við stað-
greiðslu.
Hann hefur sem sagt lánað
50.000,- kr. í 1—6 mánuði (meðal-
tal lánstíma 3,5 mánubir) og feng-
ið 20.000.- kr. fyrir.
Vextirnir fyrir þetta lán hafa
því verið samsvarandi við 137%
ársvexti!
Já, það er dýrt að vera fátækur,
segir ugglaust einhver.
PeningahungursneyÖ
Þetta er kannski almennasta og
því um leið gleggsta dæmið um
hinn mikla mátt reiðufjár. Hins
vegar er þetta eins og annað,
menn hugsa ekki dæmið til enda
„þetta er bara svona“, og almennt
hugarfar eða rökhyggja í pen-
ingamálum, þ.m.t. vaxtamálum,
verðskyn o.fl. er stórlega brenglað
eins og allir vita.
í upphafi greinar þessarar
kvaðst ég mundu drepa á málefni
varðandi almenning, sem nú væri
verið að „draga inn í hringiðu
þessa fjármálalífs".
Ég átti ekki við bílaviðskipti.
Það sem ég átti við eru miklu
stærri mál í lífi sérhvers íslend-
ings — baráttan við að koma þaki
yfir höfuðið, eða „hin íslenska
herskylda“, eins og stundum hefur
verið nefnd.
Nú er nefnilega svo komið, að
armar peningahungurvofunnar
eru farnir að teygja sig inn á fast-
U-BÍX160
Hagsýna eftirherman
U-BIX 160 er hagsýna eftirherman í U-BIX fjölskyldunni og leggur sig alla fram
viö aö vera í senn fjölhæf og ódýr í rekstri. Hún afgreiðir pappírsstærðirnar
A3, A4, og A5 úr tveim bökkum á augabragöi og vandar sig alltaf jafn mikið.
Verðtryggð
veðskuldabréf
H«tn- évöx
Sölugengi m. v. y««ir
2% atb. á ári (HLV)
1. ár 96,48 2%
2. ár 94,26 2%
Avöxtun
umfram
v«rötr.
7%
7V.
• —o%
avöxtunarkröfu.
:T'ssr>- ísísr
\i ™ w t-
, M,28 2% ™
3V »2,96 %
VEÐSKULDABRÉF
# _ _ _ _ _ _ _ _
Söluaengi nafn- Ávöxtun
m.v vaxtir umfram
2 afb./éri (HLV) verötr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2V2% 7%
4 ár 91,14 21/2% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7'A%
7 ár 87,01 3% 7'A%
8 ár 84,85 3% 7'A%
9 ár 83,43 3% 7'h%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
Hver borgar þessa ávöxtun umfram verðbélgu?
eignaviðskipti með nýjum hætti,
því að gangverð skuldabréfa á
verðbréfamörkuðum er farið að
ráða íbúðaverði og ákvörðun
landsfeðranna um verðtryggingar
sem áttu að létta einstaklingum
íbúðakaup eru smám saman að
hafa öfug áhrif — verða heng-
ingaról í stað léttis.
Hverjir eru aðilar
fasteignaviðskipta?
Því er fljótsvarað hverjir eru
aðilar fasteignaviðskipta. Það eru
einstaklingar, og oftast er það
aleiga viðkomandi, sem í húfi er.
Einnig er kaupandinn að binda
aflahæfi sitt um nokkra framtíð.
Hver eru svo sjónarmið þessara
aðila?
Auðvitað kunna þau að vera
mismunandi, en gera má ráð fyrir
að kaupandinn hugsi fyrst og
fremst um að komast í viðunandi
húsnæði, sem hann ræður við með
eins lítilli fyrirhöfn og hægt er því
að hann vill auðvitað lifa lífinu
með öðrum hætti en aðeins íbúða-
basli.
Seljandanum er fyrir mestu að
verðmæti hans rýrni ekki.
Báðir vilja auðvitað gera sem
best kaup, en það get ég fullyrt, að
hvorugum er í huga að féfletta
hinn.
Þá er að lokum eftir að athuga í
hvaða tilfellum verðtryggingar
eiga helst við.
Þær eiga örugglega helst við
þegar fólk er að stækka við sig
húsnæði eða byrja búskap — og þá
er það einkum ungt fólk sem kaup-
ir.
Fólk sem minnkar við sig hús-
næði er því ekki enn í þessum
hópi.
„Núvirðisreikningur“
Með svonefndum „ólafslögum"
frá 1979 var einstaklingum heim-
ilað að eiga verðtryggð viðskipti
sín á milli.
Meðal annars var tilgangurinn
sá, að létta almenningi íbúða-
viðskipti. Bæði var að menn hik-
uðu við að minnka við sig húsnæði
vegna verðbólgunnar, og sátu því í
of stórum íbúðum, og eins hitt, að
unga fólkið átti að fá möguleika á
löngum lánstíma, jafnvel mælt í
áratugum.
Af framansögðu má ljóst vera,
að bæði seljendur og kaupendur
gætu unað vel við.
Seljandinn fengi verðmæti sitt
verðtryggt, og kaupandinn fengi
að dreifa greiðslubyrðinni, en
greiddi sannvirði eignarinnar.
Menn voru misfljótir að átta sig
á vertryggingunum og þeim mögu-
leikum, sem þær gætu boðið upp á.
Eðlilega voru verðbréfasalar með
þeim fyrstu til að átta sig, og í
Neskaupstaður:
Börkur orðinn
flutningaskip
NeskaupsUd 12. aprfl. Frá Fríóu Proppé,
blaóamanni MorgunblaÓHÍns.
NÓTASKIPIÐ Börkur frá
Neskaupstað hefur nú tekið
að sér hlutverk flutninga-
skips og siglir á milli Nes-
kaupstaðar og Bretlands og
Þýzkalands með ferskan fisk
af Neskaupstaðartogurunum.
Hefur verið ráðin á hann
áhöfn samkvæmt samning-
um farmanna.
í morgun seldi Börkur 141,1
lest af blönduðum fiski í Bret-
landi. Heildarverð var 2.410.400
krónur, meðalverð 17,05. Hefur
þessi háttur verið hafður á
vegna verkefnaleysis skipsins
eftir að loðna brást og síldveið-
um lauk. Hefur skipið siglt með
afla togaranna til að létta á
vinnslu í fiskverkun á staðnum.
Afli hefur að vísu verið tregur
undanfarið, en glæddist þó
nokkuð um helgina. I morgun
kom Birtingur NK inn með um
160 lestir, mest þorsk. Fékk tog-
arinn mestan hluta þess afla um
helgina og var þá einnig þokka-
legur afli hjá hinum Neskaup-
staðartogu r u n u m.
Ekið á dreng
í Breiðholti
EKIi) var á 12 ára dreng í Breiðholti
laust eftir hádegi í fyrradag og var
hann fluttur á slysadeild. Hlaut
hann lærbrot, en ekki er talið að um
önnur meiðsli sé að ræða, sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Slysið varð með þeim hætti að
bíl var ekið norður Austurberg og
hljóp drengurinn vestur yfir göt-
una á móts við sundlaugina sem
þar er og lenti hann á bílnum.